Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
27
Honum sem farinn er megi ræt-
ast orð skáldsins:
„í betra heimi bíður gleði og friður
og bjartar sól af æðra himni skín.
Þig styðji og leiði hæðstur höfuðsmiður,
er hnígur síðast ævisólin þín.“
Megi sú ósk okkar í „Edda-
Group“ fylgja okkar kæra vini á
vegferð sinni.
Geir R. Tómasson.
Alkunna er að í fjölskyldu
Zophoníasar Péturssonar, sem í
dag er til grafar borinn, var ætt-
fræði og menntir, henni tengdar, I
hávegum hafðar og hann reyndar
sjálfur vel að manni einnig á því
sviði. Einhverjir, mér verðugri,
verða því vafalaust til að gera skil
ætt hans og uppruna, en ekki má
minna vera en að ég flytji svo góð-
um, gömlum og kærum vini nokk-
ur kveðju- og þakkarorð við burt-
för hans af þessum heimi.
Um hálfur fimmti áratugur er
frá því að við Zophonías komum
með stuttu millibili til starfa hjá
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Eitthvað höfðum við kynnst áður.
Bærinn var einfaldlega ekki
stærri en svo, að maður hlaut að
veita athygli snyrtilegum fríð-
leiksmanni eins og hann var, en
eftir að samstarf okkar hófst urð-
um við mestu mátar. Zophonías
var vel verki farinn. Við gildistöku
laga um almannatryggingar 1.
janúar 1947 var samlaginu falið að
annast Reykjavíkurumboð trygg-
inganna og kom umsjón þess í hlut
Zophoníasar, og þegar Trygg-
ingastofnunin tók þá starfsemi í
eigin hendur fluttist hann til
stofnunarinnar og var afgreiðsl-
ustjóri þar, unz hann náði eftir-
launaaldri. Einnig þar áttum við
allmikið saman að sælda, vegna
langrar setu minnar í tryggingar-
áði.
En það var fleira en samskiptin
á vinnustað, sem lagði grunn að
vináttu okkar. Fyrst var það
dægradvöl, sem við ungir iðkuðum
saman og öttum kappi I við ýmsa
góða menn. Þó að áratugir séu síð-
an þvi linnti og báðir teldu tima
sínum betur varið til annarra og
ólíkra hluta, voru orðin „gamli
makker“ ennþá eitt tíðasta ávarp-
ið okkar á milli. Síðustu þrjátfu og
fimm árin höfum við verið saman
í félagsskap, sem báðum var mik-
ilvægur, og átt þar bróðurleg sam-
skipti. Zophonías var leitandi
maður og fór víðar í leit sinni en
margur annar.
Það verður hver að finna sín
svör sjálfur. Zophonías var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
frænka mín, Ester, ættleidd af
Kristínu, móðursystur minni,
Guðjohnsen og manni hennar
Ásgeiri Blöndal lækni á Húsavík.
Skilnaður þeirra var með vinsemd.
— Alllöngu síðar gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína, Stellu
Gunni Sigurðardóttur, sem svo
margt átti sameiginlegt með hon-
um, að samfylgd þeirra varð
einkar farsæl. Hún annaðist hann
með mikilli umhyggju og kær-
leika, sérstaklega hin síðustu
misseri, er heilsu hans fór ört
hrakandi. Færi ég henni innilegar
samúðarkveðjur okkar hjóna.
Gunnar J. Möller
Ein er sú staðreynd sem enginn
fær umflúið, sú að ekkert lif er án
dauða, enginn dauði án lífs. Þótt
þessi staðreynd sé fullljós og jafn-
vel vitað að hverju stefnir kemur
það alltaf á óvart og orkar þungt á
fólk þegar það sér á bak vina
sinna út á hina óþekktu leið sem
allir verða þó að leggja út á, fyrr
eða síðar. Söknuður býr um sig f
hjartanu og ósjálfrátt freistast
menn til þess að brynja sorg sína
með minningunni þvf hún verður
ekki af neinum tekin. Og þegar
við, vinir Zophoníasar Pétursson-
ar, kveðjum hann nú svo sem lif-
endur kveðja látna þá er það
vissulega okkur dýrmætt að geta
geymt með okkur fölskvalausa
minningu þessa góða drengs. Það
er okkur dýrmætt að hafa átt því
láni að fagna að vera honum sam-
ferða um skeið á lífsleiðinni, fá að
nema visku hans og reynslu og
njóta þess hlýhugar sem jafnan
bjó í fari hans. Ekki efa ég að
þessi minning mun fylgja mörgum
og varðveitast og það eru slikar
hlýjar minningar og tilfinningar
sem eru það dýrmætasta sem
maðurinn getur skilið eftir sig
þegar hann kveður. Það eru fjár-
sjóðir sem mölur og ryð fá aldrei
grandað.
Zophonías Pétursson fæddist í
Reykjavík 17. maí árið 1910 og í
Reykjavík átti hann heima lengst
af ævi sinnar. Nokkrum bernsku-
árum sínum eyddi hann þó á Ás-
mundarstöðum á Melrakkasléttu
og var gaman að heyra Zophonías
rifja upp minningar sínar þaðan
sem vafalaust spegluðu tíðaranda
fyrstu ára aldarinnar en jafn-
framt það menningarheimili sem
skilar arði til þeirra er þar alast
upp. Zophonías stundaði um tíma
verslunarstörf í Reykjavík en árið
1936 réðst hann til Sjúkrasamlags
Reykjavíkur og síðan til Trygg-
ingastofnunar ríkisins þar sem
hann starfaði lengst af sem deild-
arstjóri. Zophonías lét af störfum
í júní árið 1972. Ekki er að efa að
Zophonías hefur verið farsæll í
starfi þar sem hann var samvisku-
samur maður með afbrigðum og
áreiðanlegur og hef ég heyrt að
ótrúleg kunnátta hans og minni
þegar menn og ættir voru annars
vegar hafi komið bæði honum og
öðrum til góða í starfinu hjá
Tryggingastofnuninni. Átti Zoph-
onias raunar ekki langt að sækja
ættfræðiáhugann þar sem faðir
hans, Pétur Zophoniasson, var
einn kunnasti ættfræðingur
landsins á sínum tíma.
Þótt heimili Zophoníasar væri í
Reykjavík átti hann sér athvarf
úti á landi þar sem hann dvaldist
jafnan þegar mögulegt var og
raunar meira og minna hin síðari
ár eða eftir að hann hætti störf-
um. Það var að Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi. Zophonías sagði sjálfur
að sá staður hefði ótrúlegan
seiðkraft og i ró og næði við rætur
jökulsins sem margir telja
orkuuppsprettu undi hann sér vel
og naut andlegra iðkana sinna.
Þangað komu til hans nemendur
víðs vegar að af landinu til yoga-
iðkana, en Zophonías hafði dvalist
um skeið á Indlandi og kynnst þar
sönnum yogum og hrifist af speki
þeirra og kunnáttu. Undirritaður
kynntist þessu starfi Zophoníasar
ekki af eigin raun en tryggð nem-
enda hans við hann og einlæg að-
dáun á starfi hans segja meiri
sögu en mörg orð um hvað þeir
töldu sig hafa til hans að sækja í
þessum efnum.
1 eðli sínu var Zophonias Pét-
ursson lærifaðir, kennari. Hann
aflaði sér viðamikillar þekkingar
á ýmsu efni og miðlaði henni til
þeirra sem raunverulegan áhuga
höfðu. Hann stundaði þau fræði
þar sem staðreyndir eru fáar en
kenningar margar og því reynir á
að greina kjarnann frá hisminu.
Að rökræða við Zophonías um slík
mál var mikil reynsla og afskap-
lega þroskandi. Hann var enginn
einstefnumaður, heldur hlustaði
rækilega á mál manna og rök
þeirra, vóg og mat og felldi að
reynsluheimi sínum og þekkingu.
En víst er líka að ekki vár hann
neinn jámaður, sem sagði það sem
hver og einn vildi helst heyra.
Þvert á móti var hann einarður I
skoðunum og lét ekki af sínu, ef
hann var viss um að hafa rétt
fyrir sér.
Það er ef til vill ljósasta dæmið
um dugnað og andlegan þrótt
Zophoníasar að nú fyrri hluta
vetrar réðst hann í mikið ferðalag
ásamt nokkrum félögum sínum til
Egyptalands og landsins helga.
Erfið ferð fyrir mann sem gekk þá
ekki heill til skógar. En í ferð
þessari sem öðrum er hann fór var
hugurinn opinn og enn að nema.
Það var skömmu fyrir jól sem ég
hitti Zophonias sem þá var orðinn
mjög veikur. Þrótturinn var ekki
sá sami og áður en hugsunin skýr
og túlkun hans á því sem fyrir
augu bar í umræddri ferð var
þannig að stundin sem við eyddum
saman leið sem örskot.
Zophonías var félagslyndur
maður, þótt hann kysi oft að eiga
hljóðlátar stundir, einn og með
sjálfum sér. Á yngri árum var
hann mikil driffjöður í bridge-
starfinu á íslandi og var einn af
stofnendum Bridgesambands ís-
lands og forseti þess í eitt ár.
Hann vann einnig mikið starf í
þágu Náttúrulækningafélags ís-
lands, Guðspekifélagsins og Frí-
múrarareglunnar. Þar sem Zoph-
onías tók þátt í félagsstörfum
varð hann gjarnan leiðtogi eins og
af sjálfu sér. Hann hafði alltaf
einhverju að miðla með reisn sinni
og virðuleika.
Við fráfall Zophoníasar söknum
við vinar í stað. Mestur er þó sökn-
uður eiginkonu hans, Stellu Sig-
urðardóttur, en hún tók jafnan
virkan þátt í störfum Zophoníasar
hvort heldur var í Reykjavík eða
vestur undir Jökli. Þau voru sann-
arlega á sömu bylgjulengd, studdu
hvort annað í fræðilegum athug-
unum og ræddu áhugamál sín af
einlægni og með opnum hug. Um
leið og Stellu er vottuð dýpsta
samúð er vert að minnast þeirra
fyrirheita er gefin hafa verið — að
maðurinn mun lifa þótt hann deyi.
Steinar J. Lúðvíksson
Kveðja frá Náttúrulækningafélagi
íslands.
Þann 27. desember sl. andaðist
Zophonías Pétursson á Landspít-
alanum eftir stutta sjúkdómslegu.
Hann fæddist 17. maí 1910 og
var því á sjötugasta og fimmta
aldursári.
Zophonías lét alla tíð mikið til
sín taka á sviði félagsmála. Fyrstu
kynni Zophoníasar af Náttúru-
lækningafélaginu voru við Mat-
stofu NLFl en þar var hann tíður
gestur. Þar kynntist hann Árna
Ásbjarnarsyni fyrrum fram-
kvæmdastjóra félagsins. Árna
varð fljótlega ljóst að Zophonías
bjó yfir óvenju miklum skipulags-
hæfileikum og sá að félaginu yrði
mikill fengur í liðveislu slíks
manns. Jafnframt þessu hafði
Zophonías starfað hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins og var því vel
kunnugur stafsemi hinna ýmsu
sjúkrastofnana. Zophonías starf-
aði mikið í Náttúrulækningafélag-
inu, hann var allmörg ár varafor-
seti þess og forseti félagsins frá
1981 til dauðadags. Jafnframt
starfaði Zophonías lengi að út-
breiðslumálum félagins og var
m.a. ritstjóri Heilsuverndar, tíma-
rits félagsins. Sérstakar mætur
hafði Zophonías á heilsuhæli
Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði og starfaði mikið að
vexti og viðgangi þess. Síðustu ár-
in hélt stjórn félagsins fundi sina
á heimili Zophoníasar að Sólheim-
um 23. Þar nutum við ríkulegrar
gestrisni þeirra Zophoníasar og
konu hans Stellu Sigurðardóttur I
fallegu og hlýju umhverfi.
Ljóst er að sæti Zophoníasar
verður seint fyllt og félagið missir
mikið við fráfall hans.
Við kveðjum góðan vin og mik-
ilhæfan stjórnanda í von um að
félagið megi starfa áfram I hans
anda.
Eiginkonu og ástvinum Zoph-
oníasar sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðj ur.
Stjórn NLFÍ.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÓLAFURGUNNARSSON
bóndi,
Baugsstööum,
Stokkseyrahrsppi,
veröur jarösettur frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 5. janúar kl.
14.00. Bilferö veröur frá BSi kl. 12.00 árdegis.
Hínrik Ólafsson,
Erlendur Óli Ólafsson,
Sigurjón H. Ólafsson,
Svala Staingrfmsdóttir,
Vilborg Kristinsdóttir,
Hólmfrföur Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓN GÍSLASON,
Baidurshaga,
Grindavfk,
veröur jarösunginn frá Grindavlkurkirkju laugardaginn 5. janúar kl.
14.00.
Blóm og kransar afbeöln, en þeim sem vllja minnast hans er bent
á dvalarheimili fyrir aldraöa I Grindavfk.
Erla JÓnsdóttir, Þorlaifur Guömundsaon,
Sæmundur Jónsson, Stainunn Ingvadóttir,
Gfsli Jónsson, Margrét Brynjólfsdóttir
og barnabörn.
t
Útför sonar okkar og bróöur,
ÓÐINS KRISTJÁNSSONAR,
fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 5. janúar kl. 13.30.
Þeir, sem vildu mlnnast hans, látl Slysavarnafélag Islands eöa
orgelsjóö Kálfatjarnarklrkju njóta þess.
Kristján Einarsson, Þórdfs Sigurjónsdóttir,
Hrafna Kristjánadóttir,
Kristfn Þóra Kristjánsdóttir,
Einar Birgir Kriatjánason.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og bróölr,
ÞORSTEINN NIKULÁS HALLDÓRSSON,
frá Vörum f Garöi,
veröur jarösunginn frá Utskálakirkju laugardaginn 5. janúar kl.
14.00.
Davfö Þorstainsson,
Bassi Halldór Þorstainsaon,
Agnea Jóhannsdóttir,
barnabörn og systkini.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móöur okkar og tengdamóður,
ELÍNAR SVEINSDÓTTUR,
Maöalhoiti 21.
Unnur Vilhjálmsdóttir,
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir,
András Már Vilhjálmsson,
Stefán Gunnar Vllhjálmsson,
Kristján Jóelsson,
Gaorg Ámundason,
Guörún Torfadóttir,
Indiana Ingólfsdóttir
og barnabörn.
t
Einlægar þakkir fyrlr samúö og vlnáttu viö andlát og útför
JÓHANNSJÓHANNE8SONAR.
Sigurbjörg Siggeirsdóttir,
örn Jóhannsson, Edda Jónsdóttir,
Valur Jóhannsson, Jenny Forbarg,
Anna Sigrföur Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö vlö andlát og útför eiginmanns mlns,
fööur, stjúpfööur og tengdafööur,
ÞORSTEINS PJETURSSONAR,
fyrrum starfsmanns Fulltrúaráös varkalýösfélaganna f Reykjavfk.
Guðmunda Lilja Ólafsdóttir,
Ólafur Þorstainsson, Vilhalmfna Þorstainsdóttir,
Guörföur Þorstainsdóttir, Stafán Raynir Kristinsaon,
Halga Karladóttir, Gunnar Ingimarsson.