Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 Atli Einarsson frá ísafirði samdi við Lokeren fram á vor: Félagið hefur áhuga á að framlengja samninginn ATLI Einarsson, íþróttamaöur frá Ísafírði, hefur gert at- vinnusamning fram á vor viö belgíska 1. deildarfélagið Lokeren. Atli er fjölhæfur íþróttamaöur; hefur keppt á skíöum undanfarin ár jafn- framt því aö leika knatt- spyrnu — en hefur nú ákveö- iö aö taka knattspyrnuna framyfir. Atli var um tíma í haust viö æf- ingar hjá St. Niiklas, ööru 1. deild- arfélagi í Belgíu, en ekkert varö úr samningi viö þaö liö. Aö sögn Ein- ars Vals Kristjánssonar, fööur Atla, stóöu forráöamenn St. Niiklas ekki viö gefin loforö og kom Atli því heim aö æfingatímanum loknum. Er Atli var kominn til ísafjarðar á ný höföu forráöamenn Lokeren samband viö hann, en þeir höföu fylgst meö honum er hann dvaldi ytra, og höföu áhuga á aö fá hann til sín. Buöu þeir honum leigu- samning fram á vor. Atli fór aftur utan og gekk frá þeim samningi og dvelur hjá liöinu fram á voriö. Hann hefur leikiö meö varaliöinu aö undanförnu. Forráöamenn Lokeren hafa sýnt áhuga á því aö gera lengri samning viö Atla eftir aö þessu keppnis- tímabili lýkur. Eins og áöur segir hefur Atli keppt á skíöum á undanförnum ár- um og á síöasta landsmóti, sem fram fór á Akureyri, varö hann í öðru sæti í svigi, stórsvigi og alpa- tvíkeppni. Síöastliöið vor var hann valinn í landsliös íslands á skíöum. Liöiö æföi í Kerlingafjöllum í sumar, en Atli taldi sér ekki fært fjárhagslega aö fara á fyrstu æf- inguna, og þaö geröi þaö aö verk- um, aö sögn fööur hans, aö hann var ekki lengur inni í myndinni hjá SKÍ. Eftir þetta ákvaö Atli aö snúa sér alfariö aö knattspyrnu. Hann lék meö 2. deildarliöi ÍBÍ í sumar og stóö sig mjög vel. Atli er 18 ára aö aldri, og þykir mjög sterkur framherji. • Atli Einarsson Sigurður T. gengur í FH SIGURÐUR T. Sigurósson, Ís- landsmethafinn í stangar- stökki, hefur gengió úr KR í FH. FH bættist annar liðsauki fyrir fáeinum dögum, þar sem var félagí Sigurðar úr íslenska landslióinu, Jón Diöriksson, millivegalengdahlaupari. Fram Reykja- víkurmeistari innanhúss ' FRAM varó Reykjavíkurmeistari í innanhússknattspyrnu. Fram sigraói lið KR með sjö mörkum gegn þremur í úrslitaleiknum. í hálfleík var staóan 5—1 fyrir Fram. Fram var betra liðið í leikn- um og veröskuldaöi sigurinn. Guðmundur Torfason skoraöi fjögur af mörkum Fram. Sverrir Einarsson og Bragi Björnsson skoruðu sitt markiö hvor. Eitt markanna var sjálfsmark. Mörk KR skoruðu Willum Þórsson, Sæ- bjðrn Guðmundsson og Elías Guömundsson. í meistaraflokki karla var leikiö í tveimur riölum og uröu riðlunum þessi: A-riðill: úrslitin í Fylkir — KR 5—6 Ármann — Valur 2—11 Víkingur — Fylkir 4—9 KR — Ármann 11—4 Ármann — Víkingur 2—8 Valur — KR 5—5 Fylkir — Armann 12—5 Víkingur — Valur 5—10 KR — Víkingur 14—5 Valur — Fylkir 5—3 B-riðill: ÍR — Þróttur 4—4 Leiknir — Fram 4—13 Þróttur — Fram 4—10 ÍR — Leiknir 10—3 Leiknir — Þróttur 3—5 Fram — ÍR 8—3 • Guömundur Torfason Norðmenn unnu íslendinga í gærkvöldi - unglingalandsliðið tapaöi í fyrrakvöld NORÐMENN sigruðu íslendinga í vináttulandsleik í körfuknattleik í Noregi í gærkvöldi, 81:79, eftir aó staðan hafói veriö 44:41 í leikhléi. Leikur liðanna var fjörugur og oft á tiöum vel leikinn. Valur Ingimundarson skoraði flest stig islendinga í gær, 29. ívar Webster, sem þarna lék sinn fyrsta landsleik fyrir íslands hönd, eftir aö hann hlaut íslenskan ríkisborg- ararétt, skoraöi 16 stig og hirti aö auki 18 fráköst sem er frábær árangur. Pálmar Sigurösson og Torfi Magnússon skoruöu átta stig hvor. í fyrrakvöld lék ísland gegn Norðmönnum á Noröurlandamóti unglingalandsliöa í Svíþjóö. Norö- menn unnu stórt, 86:69. Staöan í leikhléi 42:34. Akureyrarliðin leika í kvöld EINN leikur verður í 2. deild handboltans í kvöld, Akureyrarfé- lögin KA og Þór mætast í íþrótta- höllinni fyrir norðan og hefst viö- ureign þeirra kl. 20.30. Leikurinn átti að vera á morgun skv. móta- bók en var færöur fram. • Akureyrarmeistarar Þórs í meistaraflokki, frá hægri: Sigurbjörn Viöarsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Nói Björnsson, Júlíus Tryggvason, Magnús Helgason og Jónas Róbertsson. Jónas var meiddur og gat ekki leikið með — en hann stjórnaói liöinu í mótinu. Þórsarar sigruðu í meistaraflokki karla ÞÓRSARAR sigruðu í meistara- flokki karla á Akureyrarmótinu í innanhússknattspyrnu, sem fram fór milli jóla og nýárs í íþróttahöllinni. KA og Þór sigr- uðu bæöi lið Vasks í meistara- flokki karla, og Þór sigraöi síð- an KA 2:1 í hreinum úrslitaleik. Þór sigraöi alls í 12 leikjum á Akureyrarmótinu, KA sigraöi í 9 leikjum. Mótiö stóö yfir í tvo daga, föstudag 28. og laugardag 29. desember. KA sigraöi í A-liöi 6. flokks, 3:1, Þór sigraöi 1:0 í B-liöinu og KA 4:0 í C-liöinu. Þór sigraöi 5:2 í A-liöi 5. flokks, KA 4:1 í B-liöinu og í C-liði 5. flokks sigraöi Þór 4:2. í 4. flokki voru einnig þrjú liö, KA vann A-liöiö 2:1, B-liöiö einn- ig 2:1 og Þór vann C-liöið 5:4. Þór vann síöan 3. flokk A 3:1. Þór vann 3. flokk B 6:5 og KA vann 3. flokk C 4:1. KA vann í 1. flokki, en þar voru þrjú lið, KA, Þór og Vaskur. KA sigraði Vask 6:4, Þór vann Vask 6:2 og KA sigraöi síöan Þór 5:3. í meistara- flokki kvenna sigraöi KA í A-liö- inu eftir framlengingu, 5:4, en Þór vann B-liöiö 5:2. í yngri fiokki kvenna sigraöi Þór þrefalt; 1:0 í A-liðinu, 3:0 í B-liöinu og 2:0 i C-liöinu. í eldri flokki, Old Boys, sigraöi KA 6:2. í meistaraflokki karla var um mikla baráttu aö ræöa. Þór átti aö leika viö Vask á föstudags- kvöld, en leiknum varö aö fresta þar sem Höllin fór aö leka! Á laugardag léku því bæöi Þór og KA viö Vask áöur en þau lið mættust. KA sigraöi Vask 7:4 og og áöur sagöi sigraöi Þór svo KA 2:1 í úrslitaleiknum. Ekki fór verölaunaafhending fram eins og til stóð af óviöráö- anlegum ástæöum, og veröur haldin sérstök uppskeruhátíö á vegum Knattspyrnuráös Akur- eyrar þar sem verölaun veröa af- hent. • Nói Björnsson, fyrirliöi Þórs, skorar fyrra mark liós síns í leikn- um gegn KA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.