Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 ptaqjti Útgefandi mttbifrtfeí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Sovésk stýriflaug yfir Noregi SStýriflaug er vængjuö flaug, knúin eldflauga- eða þotuhreyfli, sem stýrt er úr fjarlægð eða af sjálfstæð- um tölvubúnaði í flauginni sjálfri. Þessum flaugum hefur verið líkt við mannlausar orrustuþotur. Athyglin hefur einkum dregist að þeim vegna þess, að bandarískum stýri- flaugum með kjarnahleðslum hefur verið komið fyrir í Bretlandi. Minni áhugi hefur verið á því, að minnsta kosti hjá þeim sem vilja hafa einka- leyfi á „friðarumræðunni", að ræða um sovéskar stýriflaug- ar. Helst gætu menn haldið að þær væru ekki til. Nú hefur sá einstæði at- burður gerst, að stýriflaug hefur verið skotið úr sovéskum kafbáti í Barentshafi, yfir norkst landsvæði og inn í Finnland. Flaugar af þessari gerð fara töluvert hraðar en flugvélar. Það á að vera unnt að láta þær fljúga svo nærri jörðu, að ratsjár varnarher- afla nái ekki til þeirra. Þrátt fyrir það liggja nú fyrir yfir- lýsingar bæði frá norskum og finnskum stjórnvöldum sem sýna að þau hafa fylgst með ferð sovésku stýriflaugarinnar fyrir réttri viku. Því ber að fagna að norska ríkisstjórnin ákvað að skýra opinberlega frá þeim atburði sem hér er lýst. Ekki er vafi á því, að Sovétmenn eiga eftir að bregðast þannig við fréttum af eigin stýriflaug, að þeir telji þær ögrun við sig. Lygamyllu- hjól áróðurs- og afsökunar- meistaranna í Kreml fer nú enn einu sinni að snúast. Fyrir okkur íslendinga er nauðsynlegt að fylgjast náið með framvindu þessa máls. Kafbáturinn sem skaut stýri- flauginni inn yfir Noreg kem- ur frá höfn á Kola-skaga. Þar er mesta víghreiður veraldar og þaðan sækja bæði skip og flugvélar í áttina að íslandi og suður fyrir landið út á heims- höfin. För sovésku stýrflaug- arinnar inn yfir Noreg og til Finnlands sýnir að það er síð- ur en svo að ástæðulausu sem talið er nauðsynlegt að efla ratsjárvarnir á norðurslóðum, meðal annars hér á landi. Líklega fæst aldrei úr því skorið, hvort stýriflauginni var skotið af slysni eða ásetn- ingi inn á yfirráðasvæði Norð- manna og Finna. Ásókn Sov- étmanna á sjó og í lofti gagn- vart Svíum hefur aldrei verið skýrð með ótvíræðum rökum. Þar er þó ekki um „slys“ að ræða. Árás sovéska flughers- ins á suður-kóresku farþega- þotuna 1. september 1983 var ekki heldur „slys“. Ekki er unnt að útiloka að með því að senda stýriflaugina þessa leið séu Sovétmenn að þreifa fyrir sér, hve langt þeir komast á hernaðarlegu ögrunarbraut- inni gagnvart norrænum ná- grönnum sínum. íslensk stjórnvöld eiga að sýna ríkisstjórnum Noregs og Finnlands fulla samstöðu 1 mótmælum þeirra út af þess- um óvenjulega atburði, sem vonandi er einsdæmi. Sé hér um upphaf af nýrri hernaðar- legri áreitni Sovétmanna í garð nágranna sinna að ræða eru það ógnvænlegri tíðindi en lengi hafa spurst í öryggismál- um á Norðurslóðum, sem hafa munu ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Norskt sjónvarp á íslandi Tæknileg atriði og pólitísk tregðulögmál hafa hindr- að norræna samvinnu í sjón- varpsmálum til þess, þegar lit- ið er til áforma um að standa sameiginlega að sendingum. Hins vegar eru tækniframfar- ir að valda því að íslendingar geta horft á norskt sjónvarp frá gervihnetti. Tæknin á eftir að veita fleiri slík tækifæri þegar fram líða stundir. Eins og margsinnis hefur verið á bent í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins standa ís- lendingar við upphaf nýrrar aldar í upplýsinga- og sam- skiptamálum. Nokkuð hefur borið á því í umræðum um norskt sjónvarp á íslandi, að það sé svo „leið- inlegt" að okkur komi það ekk- ert við. í þessu efni eins og öðrum bregst það ekki, að at- hyglin beinist meira að auka- atriði en aðalatriði. Hvort sjónvarp er „leiðinlegt" eða „skemmtilegt“ skiptir engu í þessu máli. Það sem hér er um að tefla er að þannig verði staðið að framkvæmd mála að lausnin verði svo farsæl, að hún útiloki ekki íslensku þjóð- ina frá hlutdeild í hinni al- þjóðlegu upplýsingabyltingu. Kostirnir eru skýrir: Við verðum að vera með í bylting- unni en gera það án þess að hún kaffæri tungu okkar og menningu. Um leið og við opnum þjóðfélagið með þess- um hætti verðum við að styrkja innviðina. Nunnan Agnes — bam Guðs: Geðlæknirinn Átök trúarlegra viðhorfa og efnislegrar rökhyggju ANNAÐ kvöld, laugardagskvöld, verður bandaríska leikritið Agnes — barn Guðs, eftir John Pielmeier, frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir en Ulfur Hjörvar þýddi verkið. Leikritið gerist að hluta til i nunnuklaustri. Ein nunnanna hef- ur eignast barn sem finnst látið og geðlæknir er kvaddur á staðinn til þess að rannsaka geðheilsu nunn- unnar. Abbadísin reynir i lengstu lög að halda í þá trú að barnsburð- urinn hafi verið kraftaverk, en geðlæknirinn er á öðru máli. í leikritinu eru aðeins þrjú hlut- verk, nunnan, abbadísin og geð- læknirinn og eru þau í höndum Guðrúnar Gísladóttur, Guðrúnar Ásmundsdóttur og Sigríðar Haga- lín. Blm. leit við í Iðnó á dögunum þar sem yfir stóðu síðustu æfingar á leikritinu og spjallaði við leik- stjórann og leikkonurnar þrjár. „Hver og einn verður að skilja Agnesi á sinn hátt“ Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri sagði að þó að verkið hefði á sér yfirbragð spennuleikrits eða sakamálaleikrits þá tækjust þar á trúarleg viðhorf og efnisleg rök- hyggja. „Geðlæknirinn og abba- dísin vilja skýra framkomu og hegðun Ágnesar hvor eftir sínu höfði og í samræmi við eigin lífsskoðanir," sagði Þórhildur. „Höfundur svarar í raun og veru fyrir hvoruga og áhorfendum er látið eftir að finna eigin skýringar á atburðum verksins, hvernig manneskja Agnes er og hvort hún býr yfir yfirnáttúrulegu afli eða er geðveik. Agnes er einlæg og að mörgu leyti barnsleg. Þrátt fyrir það nær hún töluverðu valdi á umhverfi sínu. Það má segja að hún komi eins og sólargeisli inn í líf abba- dísarinnar og geðlæknisins, sem báðar taka miklu ástfóstri við hana.“ Guðrún Gísladóttur sem fer með hlutverk Agnesar kvaðst hafa mikið dálæti á henni, hún væri einlæg og yndisleg. „Að öðru leyti er erfitt að gera sér grein fyrir persónunni sem slíkri," sagði Guð- rún. „Hver og einn áhorfandi verð- ur að svara því sjálfur hvernig geðheilsa Agnesar er og hvort hún sé veik eða ekki.“ „Abbadísin og geðlæknirinn, veraldlegu öflin sem takast á í verkinu“ Þær Guðrún Ásmundsdóttir og Sigríður Hagalín sem fara með hin hlutverkin tvö voru sammála um að abbadísin og sálfræðingur- inn væru báðar kaldlyndar en þó afar ólíkar. „Móðir Mirjam er skemmtilegt viðfangsefni," sagði Guðrún. „Hún er alger andstæða Agnesar, kalin á hjarta og ögn viðskotaill. Það eina sem hún virð- ist eiga eftir af hlýju er væntum- þykja hennar á Agnesi sem hún reynir að koma í móður stað. Hún og geðlæknirinnn takast á hvor með sín sjónarmið, annars vegar trúna og kirkjuna og hins vegar efnishyggjuna." Sigríður kvað geðlækninn Mðrthu vera algera efnis- og rök- hyggjumanneskju en andstaða hennar við kirkjuna vekti grun um að trúarþörfin blundaði með henni. „Leikritið gerist í hugar- heimi Mörthu," sagði Sigríður, „það segir frá kynnum hennar og Agnesar og því hvernig hún gjálf breytist í kjölfarið." 7.000 ára gamlar hauskúpur Fornleifafræðingar í Flórída hafa fundið tvær hauskúpur úr mönnum, sem taldar eru um 7000 ára gamlar. Það, sem þó mesta athyli vekur, er að heilarnir í þeim virðast vera að mestu óskemmdir. Hauskúpurnar fund- ust á vatnsbotni í Flórída, þar sem þær lágu grafnar í mó. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 21 Guðrún Gísladóttir f Mutverki Agnesar. Sigríður Haglín og Guðrún Asmundsdóttir í hlutverkum Mörthu og Móður Mirjam. Eimskip opnar eigin skrifstofu í Rotterdam Wageningen í des. EIMSKIPAFÉLAG íslands opnar þann I. janúar 1985 eigin skrifstofu í Rotterdam. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hér verður Guðmundur Halldórsson sem dvalið hefur f Hol- landi síðustu árin og sinnt málefn- um Eimskipafélagsins í samvinnu við hollenska fyrirtækið Meyer og Co. Það fyrirtæki hefur gegnt um- boðsstarfi fyrir Eimskipafélagið hér síðastliðin 26 ár. Að sögn Guðmundar Halldórs- sonar hefur starfsemi Eimskipa- félagsins í Rotterdam verið að aukast jafnt og þétt með þeim árangri að Rotterdamhöfn væri um þessar mundir umsvifamesta viðskiptahöfn félagsins hér í Evr- ópu. Ásamt Guðmundi verður Hulda Hákonardóttir eini íslend- ingurinn sem verður starfandi á skrifstofunni. Auk þeirra verða 7 hollenskir starfsmenn sem áður störfuðu hjá Meyer og Co. einnig ráðnir til starfa til Eimskipafé- lagsins. Á þann hátt verður tryggt að þessar breytingar sem verða á starfseminni komi á engan hátt niður á þeirri þjónustu sem við- skiptavinum verður veitt. Allir þessir 7 starfsmenn voru tengdir þeirri deild hjá Meyer og Co. sem hafði með viðskiptin við Eim- skipafélagið að gera. Skip félags- ins verða eins og hingað til á mið- vikudögum í Rotterdam. Frysti- skip félagsins koma hingað einnig og auk þess kemur þessi skrifstofa til með að sjá um flutningana beint til Ameríku. Skrifstofa fé- lagsins er við Albertsplesweg 151, 3088 GC Rotterdam. E.H.K. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MICHAEL GOLDSMITH Frá Phnom Penh. Er Kambódía nýlenda Hanoi-stjórnarinnar? VESTRÆN ríki hafa dregið upp æ dekkri mynd af meiriháttar tilraunum, sem þau segja að Víetnamar séu að gera til þess að gera Kambódíu að nýlendu sinni og þurrka út forna menningu þjóðarinnar. Samkvæmt opinberum yfir- lýsingum eru efnahagslegar og þjóðfélagslegar ráðstafanir, sem Víetnamar hafa gripið til í því skyni að undiroka veikburða grannþjóð sína, ef til vill verri en nærvera um 160.000 víet- namskra hermanna. „Auk áframhaldandi hernaðar stendur þjóð Khmera andspænis þeim möguleika að ættjörð þeirra líði undir lok og að fornri menningu þeirra verði útrýmt," sagði bandaríski aðstoðarutan- ríkisráðherrann Paul Wolfowitz í ræðu í september. Víetnamar mótmæla eindreg- ið slikum ásökunum og segja að þeir séu í Kambódíu til þess að hjálpa „bróðurlegum banda- rnanni" að verjast og þróast. Her Hanoi-stjórnarinnar réðst inn i Kambódiu siðla árs 1978, steypti grimmilegri ríkis- stjórn Rauðu Khmeranna og kom á laggirnar ríkisstjórn, sem var hliðholl Hanoi-stjórninni í Phnom Penh. Her hennar hefur síðan borið hita og þunga dagsins í barátt- unni gegn andspyrnuhreyfingu Kambódíumanna. Hreyfingin hefur stöðugt eflzt, en hún er skipuð Rauðu Khmerunum og tvennum samtökum andstæð- inga kommúnista. Langmest er barizt meðfram landamærum Thailands og Kambódíu í Vest- ur-Kambódíu, þar sem víet- namski herinn stendur um þess- ar mundir fyrir árásum á búðir þjóðfrelsisfylkingar Rauðu Khmeranna. Bandaríski aðstoðarutanrík- isráðherrann Richard Armitage sagði að allt að 300.000 kynnu að hafa setzt að í Kambódíu á und- anförnum fimm árum, þar af rúmur helmingur í höfuðborg- inni, Phnom Penh, og umhverfis hana. Fyrir einu ári taldi banda- ríska utanrikisráðuneytið fjölda þeirra á bilinu 150.000 til 200.000. Nokkur ríkjanna í Samtökum Suðaustur-Asíuríkja (Asean), sem eru andvíg Víetnömum, telja að talan sé hærri. Sam- kvæmt opinberum heimildum eru íbúar Kambódíu 7,2 milljón- ir. Yfirvöld í Phnom Penh sögðu greinarhöfundi í fyrra að 70.000 víetnamskir landnemar væru i Kambódíu. Þau sögðu að þeir hefðu allir komið af efnahags- ástæðum og fjölskylduástæðum, ekki sem nýlenduherrar. Sendi- herra Víetnama, Ngo Dien, benti á að hver sem fjöldi þeirra væri væru þeir miklu færri en sú hálfa milljón Víetnama, sem var í Kambódíu fyrir 1970. Stjórn Lon Nol forseta, sem naut stuðnings Bandaríkja- manna, rak mikinn fjölda Víet- nama, sem eru aldagamlir fjandmenn Kambódíumanna, og eftir 1975 sættu þeir árásum Rauðu Khmeranna. Greinarhöfundur sá verulegan fjölda víetnamskra vélvirkja, klæðskera, markaðssala, vænd- iskvenna og annarra í Phnom Penh, en þeir sem talað var við kváðust hafa komið af fúsum vilja til Kambódíu, þar sem lífskjör þar væru betri en í Ví- etnam. Víetnamskir fiskimenn sáust á stóru stöðuvatni Kambódíu, einu mesta fiskivatni heims. Á þessum slóðum bjuggu töluvert margir Víetnamar fyrir 1970. Bandarískir stjórnarerindrek- ar efuðust meira um það fyrir einu ári að þeir Víetnamar, sem kæmu til Kambódíu, kæmu þangað sem skipulagður hópur nýlenduherra. Og bandaríska utanríkisráðuneytið sagði aðeins að straumurinn „vekti alvarleg- ar spurningar um framtíðar- áform Víetnama gagnvart Kam- bódíu“. En nú ríkir miklu harðari af- staða í Washington, annað hvort vegna þess að raunveruleg breyt- ing hefur átt sér stað í Kambó- díu, eða vegna þess að stefnan hefur breytzt. „Nýlendupólitík Víetnama heldur áfram án afláts," sagði Armitage. „Áhrif Víetnama yfir stjórn Heng Samrins eru alger. Á sama hátt og fyrir 150 árum hefur víetnamska hernámsliðið ráðizt gegn kambódískri menn- ingu og þjóðlegri hefð.“ Hann og Wolfowitz settu fram eftirfarandi staðhæfingar, sem sumar hverjar eru byggðar á upplýsingum flóttamanna: Víetnamskir landnemar eru oft látnir ganga fyrir Kambódíu- mönnum í viðskiptamálum. Þeir setjast að í beztu húsunum. Þeir fá rett til að stunda fiskveiðar á stöðuvatninu mikla, þótt heima- menn fái ekki leyfi til þess. Víetnamskir ráðunautar ráða yfir stjórnkerfinu. Vietnamska er skyldugrein í barnaskólum og kambódískum embættismönnum er skylt að læra hana. Víet- namskir nýlenduherrar eru hvattir til að áreita Kambódíu- menn og víetnömsk yfirvöld eiga að fjalla um brot á kambód- ískum lögum. Sumum þorpsbúum er skylt að skjóta skjólshúsi yfir nýja víet- namska landnema og útvega þeim matvæli. Stöðugt berast fréttir um illa meðferð víet- namskra hermanna á lands- mönnum. Starfsmenn Asean hafa sett fram svipaðar og jafnvel harðari ásakanir. Aðildarríki Asean eru Thailand, Singapore, Malaysía, Indónesía, Filippseyjar og Brun- ei. f skjali, sem var birt í Singa- pore, er því haldið fram að Víet- namar hafi náð kverkataki á þremur helztu framleiðsluvörum Kambódíumanna — hrísgrjón- um, gúmmíi og fiski. Nokkrir sérfræðingar í mál- efnum Indókína segja að þeir hafi áhyggjur af nærveru Víet- nama í Kambódíu, en bæta því við að nær ógerningur sé að ganga úr skugga um það með nokkurri nákvæmni hvað það sé sem vakir fyrir Víetnömum. Vestrænir blaðamenn hafa getað ferðazt allmikið í Kambód- íu, þótt ferðum þeirra sé oft stjórnað. Einkasamræður við Kambódíumenn leiða i ljós aö þeir eru haldnir djúpstæðri gremju, stundum hatri, í garð Víetnama. En fáir, ef nokkrir, blaðamenn hafa getað rennt stoðum undir hörðustu ásakan- irnar, einkum þær sem fjalla um giftingar Víetnama og Kambódíumanna, en þær virðast ekki vera algengar, og mikla grimmd víetnömsku hermann- anna. Hanoi-stjórnin hefur sagt að herlið hennar muni verða um kyrrt í Kambódíu unz Rauðu Khmerarnir hafi verið lagðir að velli og Kínverjar hætti að ógna Víetnam og tveimur bandalags- ríkjum þeirra, Kambódíu og La- os. Greinarhöíundur er fréttamadur AP og sendi greinina trá Singapore.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.