Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 ------------I Kína: 19 Á 5 ára afmæli innrásar Rússa í Afganistan íranir komast á snoðir um fúlgu íranskeisara Lundúnum, 3. janúar. AP. BKESKA dagblaðið Daily Mail greindi frá því fyrr í vikunni, að íranskir ráða- menn hefðu fyrir tilviljun frétt af tilvist bankahólfs í Sviss sem var í eigu fyrrum íranskeisarans heitins. Segir blaðið útsendara Khomeinis erkiklerks hafa farið fyrir skömmu til Ziirich í þeim er- indagjörðum að leysa fjár- munina sem þar er að finna út. I»að mun hafa gengið brösulega. Hér er um miklar upphæðir að ræða og keisarinn er talinn hafa látið opna reikninginn ein- hvern tíma laust fyrir árið 1978. Resha l’alavi fyrrum íranskeisari. Segir blaðið upphæðina nema 270 milljónum dollara og telja Iranir peningunum vel varið í stríðsreksturinn gegn írak. Hef- ur breska blaðið eftir heimilda- mönnum sínum, að írönsk stjórnvöld líti svo á að þau séu hinn rétti eigandi fúlgunnar, ýmsir ættingjar keisarans séu hins vegar á öðru máli þó ekki hafi þeir tækifæri eða aðstöðu til að leysa aurana út. Er ekki ólíklegt að málavafst- ur verði í kjölfarið á hinni óvæntu uppgötvun íranstjórn- arinnar og í frétt blaðsins er gefið í skyn að Svisslendingar séu lítið hrifnir af því að eiga kannski í vændum einhverjar hefndaraðgerðir í líki hryðju- verka. Bardagar á landamær- um Kína og Víetnam Tókýó, 3. janúar. AP. STJÓRNVÖLD í Hanoi, höfuðstað Víetnam, greindu frá því í dag, að víetnamskar hersveitir hefðu drepið 400 kínverska hermenn og hrundið um leið innrásartilraun Kínverja inn í landið. Á þetta að hafa átt sér stað dagana 21. til 25. desember. Yfirvöld í Peking hafa ekki tjáð sig um atburðina, en síðustu árin hafa margar ásakanir í sama dúr dunið á deiluaðilum og ef marka má allt, hafa þúsundir fallið síðan árið 1979 er Kína og Víetnam áttu í stuttu en blóði drifnu landa- mærastríði. Víetnamar segja nú, að kínverskar hersveitir hafi ráð- ist á ákveðið svæði og náð þar fótfestu á víetnömsku landsvæði, en síðan hafi heimamenn hafið mikla gagnsókn sem valdið hafi miklu manntjóni i röðum Kín- verja. Fjórtán sovéskir gyðingar: Mannréttindi verði rædd á Genfarfundi Moftkvu, 3. janúar. AP. FJÓRTÁN sovéskir gyðingar, sem ekki hafa fengið leyfi til að flytja frá heimalandi sínu, hafa sent frá sér áskorun þar sem Gromyko, utanrík- isráðherra Sovétrikjanna, og Shultz, utanríkisráðherra Kandaríkjanna, eru hvattir til að raeða mann- réttindamál á fundi þeirra, sem hefst í Genf í næstu viku. Ónafngreindur maður, sem hafði samband við vestræna fréttamenn í Moskvu, sagði að bréf þessa efnis hefði verið sent í utanríkisráðuneytið í Moskvu og til ræðismanns Bandarikjanna í Leningrad. Maðurinn sagði að það væri skoðun hópsins að mannréttinda- mál flokkuðust undir öryggismál og því væri eðlilegt að ræða þau á Genfarfundinum. Hann sagði að ef sovésk stjórnvöld leyfðu gyðing- um að fara óáreittum úr landi væri það stórt skref fram á við til að bæta sambúð og efla traust milli rikja heims. Rithöfundum lofað auknu olnbogarými Peking, 4. janúar. AP. KÍNVERSKUM rithöfundum sem haldið hefur verið í listrænni spennitreyju frá því í hreinsununum 1957, hefur nú verið lofað auknu tjáningarfrelsi, auk þess sem þeim hefur verið sagt að þeir verði ekki framar leiksoppar stjórn- málanna. Hu Qili, sem sæti á í stjórn- málanefnd kommúnistaflokksins, tilkynnti þetta á laugardag, við upphaf átta daga landsþings kín- versku rithöfundasamtakanna. Frásagnir af þinginu birtust í kínverskum blöðum á sunnudag. Hu sagði, að rithöfundar yrðu að vera meðvitaðir um þjóðfé- lagslega ábyrgð sína og vinna á móti kapítalisma og landeigenda- stefnu; slíkt væri enda í samræmi við hefðbundna stefnu flokksins. En hann kvað embættismenn hafa gengið allt of langt í að stimpla einstaka höfunda og fella dóma yfir verkum þeirra án þess að vera færir um að skilja það starf sem að baki lægi. „Kínversk- ir rithöfundar eru góðir, og flokk- urinn og þjóðin bera fullt traust til þeirra,“ sagði Hu við þátttak- endur á ráðstefnunni, en hana sitja um 800 rithöfundar. Bandaríkin: Sérkennileg hjónavígsla Peoria, Illinois, 3. janúar. AP. MARK Songer vildi að faðir hans væri viðstaddur þegar hann gengi í það heilaga en þá kom það babb í bátinn, að faðir hans lést á jóladag. Songer og heitmey hans gáfust þó ekki upp við svo búið hcldur létu þau prestinn gefa sig saman við opna ki „Ég veit ekki hvers vegna mér datt þetta í hug,“ sagði Songer. „Pabba þótti mjög vænt um kon- una mína og foreldrum mínum fannst skipta miklu, að við gengjum í hjónaband." Mark Songer og kona hans bjuggu saman í óvígðri sambúð í átta ár. Presturinn, sem gaf brúðhjón- in saman, sagði, að vígslan hefði verið ósköp venjuleg en við- staddir hana voru 18 vinir og venslamenn. Brúðguminn var í bláum fötum, brúðurin í ljós- bláum og William Songer, fjöl- skyldufaðirinn, var í svörtum jakkafötum í kistunni. „Ég er viss um, að hann hefði kunnað að meta þetta,“ sagði presturinn. „Hann hafði svo skemmtilega kímnigáfu." frá og með 1. janúar 1985 INNLÁN: NAFNVEXTIR: ARSAvOXTUN: Almennar sparisjóðsbækur 24,00% 24,00% 3ja mán. sparireikn. m. uppsögn 27,00% 28,80% 6 mán. sparireikn. m. uppsögn 30,00% 32,25% 6 mán. innlánsskírteini 30,00% 32,30% 12 mán. sparireikn. m. uppsögn 32,00% 34,60% Sér-Bók 30,00% + 3X2,00% Lifeyrisbók 31,00% Verðtryggðir reikningar: 3ja mánaða 4,00% 6 mánaða 6,50% Stjörnureikningar - æska 8,00% Stjörnureikningar - atdraðlr 8,00% 3ja stjörnu reikningar 9,00% Hlaupareiknlngar 16,00% Ávisanareikningar 22,00% Innlendlr gjaldey risreikningar: Innstæður i Bandaríkjadollurum 9,50% Innstæður Isterlingspundum 9,50% Innstæður í dönskum krónum 9,50% Innstæður I v-þýskum mörkum 4,00% ÚTLÁN: Hlaupareikningar 32,00% Almennir víxlar 31,00% Viðsklptavfxlar 32,00% Skuldabréfalán 34,00% 36,90% Verðtryggð skuldabréfalán: - lánstlmi allt að 2’A ár- 4,00% - lánstimi minnst 2'A ár - 5,00% Endurseljanleg lán 24,00% Dráttarvextir skv. tilk. Seðlabanka (sl. Framanskráð ákvæði eru breytileg án fyrirvara, skv. ákvörðun banka- ráðs Alþýðubankans hf., eða Seðlabanka (slands þar sem við á. Við gerum vel vió okkar folk Alþýðubankinn hf. Laugavegi 31 sími 28700 Útibú Suðurlandsbraut 30 simi 82911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.