Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 2. tbl. 72. árg._____________________________________FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins „Hús mitt nötraði og jörðin skalf ‘ Teikning af sovézkri stýriflaug, sem skotið hefur verið frá sov- _ ézkum kafbát. Stýriflaugin, sem skotið var yfir Norður-Noreg, er talin hafa farið með nokkru meiri hraða en hraða hljóðsins og er það talið skýra, hve stuttan tíma hún var yfir norsku landi. AP/Símamynd Sjónarvottar lýsa sovézku stýri- flauginni er hún flaug yfir Noreg HelHÍngfors, Osló og London, 3. jan. AP. FINNSKIR landamæraverðir héldu f dag uppi ákafri leit í fjallahéruðum Sama nyrzt í Finnlandi að sovézkri stýriflaug, sem féll þar til jarðar sl. fostudag. Samkvæmt tilkynningu finnsku landamæravörslunnar heyrðu Samahjón í norðurhluta landsins mikla sprengingu í sama tíma og stýri- flaugin hrapaði til jarðar. Finnskar herþotur voru sendar á loft er stýriflaugin birtizt á rad- ar, en flugmennirnir sáu hana ekki. Leifar flaugarinnar á jörðu niðri hafa heldur ekki fundizt enn. Blöð á Norðurlöndum birtu í dag frásagnir sjónarvotta, sem sáu stýriflaugina fljúga yfir. „Ég sá flaugina fljúga yfir hús mitt,“ hefur norska blaðið Verdens Gang eftir Herman Sotkajaervi, kunn- um bjarndýraveiðimanni. „Ég heyrði ofboðslegan hávaða líkt og við dýnamitsprengingu. Húsið nötraði og jörðin skalf," sagði Wilhelm Högre í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter, en hann býr 3 km frá sovézku landa- mærunum. Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti sagði í nýársboðskap sínum, að stýriflaugar yllu „öryggisleysi" á Norðurlöndum. Skoraði hann á Varsjárbandalagið og Atlants- hafsbandalagið að banna þess konar vopn á Norðurlöndum. Talsmaður Atlantshafsbanda- lagsins sagði í dag, að atburðurinn vekti „verulegan ugg“. „Hjá NATO lítum við á sérhvert brot Sovét- ríkjanna á lofthelgi aðildarríkj- anna alvarlegum augum.“ Það væri hins vegar formlega í verka- hring Noregs en ekki bandalagsins að bera fram mótmæli við Sovét- ríkin vegna atburðarins. Sjá nánar forystugrein Morgunblaðsins á miðopnu. Varað við of mikilli bjartsýni um árangur Vaxandi eftirvænting vegna fyrirhugaðs fundar Shultz og Gromykos Bílstjóri og tveir bræður séra Jerzys Popieluszkos fylgjast með réttarhöldun- um yfir morðingjunum fjórum í Toran í gær. Þeir eru talið frá vinstri: Bflstjórinn, Waldemar Chrostowski og bræðurnir Jozef og Stanislaw Popiel- uszko. Pólland: Aðförin að Popieluszko var undirbúin fyrirfram Torun, 3. januar. AP. PÓLSKI lögregluforinginn Valdemar Chmielewski hélt því fram í dag í yfirheyrslu, að það hefði aldrei verið ásetningur sinn að drepa séra Jerzy Popieluszko og kvaðst hafa verið því feginn að tilraun, sem hafði verið gerð 6 dögum áður til þess að ræna prestinum, hefði farið út um þúfur. Chmielewski varði miklu af tíma sínum í vitnastúkunni til þess að lýsa hinni árangurslausu tilraun til þess að ræna Popiel- uszko. Þar kom fram, að hann og félagar hans hefðu haft ótakmark- að fé til umráða til þess að koma áformum sínum í framkvæmd. Hann greindi hins vegar ekki frá því, hvaðan þetta fé hefði komið. Þá ítrekaði Chmielewski full- yrðingar félaga síns, Pekala, um að yfirmaður þeirra, Piotrowski, hefði fullvissað þá um, að þeir nytu stuðnings háttsettra emb- ættismanna í pólska innanríkis- ráðuneytinu í aðförinni að Popiel- uszko. 1 vitnisburði Chmielewskis kom ennfremur fram, að fundir höfðu verið haldnir í september og Washington og Mmkvu. 3. j»n. AP. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst leggja áherzlu á hæpið réttmæti ýmissa radarmannvirkja í Sovétríkjunum, sem Bandaríkjamenn halda fram að feli í sér brot á samningi risaveld- anna frá 1972 um takmarkanir á kjarnorkuvígbúnaði. Á meðal þess- ara mannvirkja er risastór radar í október til undirbúnings aðförinni að Popieluszko og hefðu þar verið viðstaddir háttsettir menn innan pólsku lögreglunnar, þar á meðal Janusz Drozdz úr hópi yfirmanna lögreglunnar í Varsjá. Chmielewski, sem er 29 ára gamall, stamaði mjög og virtist afar taugaspenntur á meðan yfir- heyrslan stóð yfir. Er hlé var gert leið yfir hann. Læknar, sem rann- sökuðu hann, töldu óhætt að yfir- heyra hann áfram í eina klukku- stund, unz frekari yfirheyrslum í málinu var frestað síðdegis í dag. smíðum í Krasnoyarsk í miðhluta Síberíu. Samkvæmt framangreindum samningi voru skorður settar við vörnum Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna gegn eldflaugavopnum og var þetta rökstutt með því, að hugsanlegur árásaraðili yrði hindraður í að leggja út í kjarn- orkuvopnaárás, ef land hans sjálfs réði yfir litlum vörnum gegn stór- felldri gagnárás. Af þessum sök- um voru strangar reglur settar um hvar koma mætti upp radarmann- virkjum og í hvaða átt starfsemi þeirra ætti að beinast. Forsætisnefnd sovézka komm- únistafiokksins kom saman í dag til þess að móta endanlega stefnu Sovétríkjanna í fyrirhuguðum við- ræðum í Genf. I stjórnarblaðinu Izvestia var gefið í skyn í dag, að tækist ekki að koma í veg eða skjóta á frest vígbúnaðarkapp- hlaupi úti í geimnum væri jafn- framt öll von úti um frekari við- ræður milli risaveldanna í kjölfar fundarins í Genf. Mikill fjöldi fréttamanna hvað- anæva úr heiminum er þegar kom- inn til Genf til þess að fylgjast með fundi þeirra Shultz og Grom- ykos. Bandarísk stjórnvöld létu þann ugg í ljós fyrr í vikunni, að með því að beina athyglinni í svo ríkum mæli að fundinum hefðu verið vaktar óraunsæjar vonir hja almenningi í Bandaríkjunum um mikinn árangur af fundinum í Genf. Ef vel tækist gæti fundurinn leitt til þess, að samkomulag næð- ist um fyrirkomulag viðræðna um að draga úr kjarnorkuvopnakapp- hlaupinu en vart til stórbættra samskipta og sambúðar risaveld- anna á stuttum tíma. Sovézkur eðlisfræð- ingur flýr Chkago, 3. jan. AP. SOVÉZKUR kjarnorkueólisfræó- ingur, Artem V. Kulikov, hefur beóió um hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum. Hætti hann vió aö snúa heim til Kovétríkjanna nokkrum mínútum áóur en hann átti að stíga upp í flugvél á O’Hare-flugvellinum ( Chicago á leiö til Moskvu 24. des. sl. Kulikov, sem er 51 árs gamall, hafði starfað um langt skeið við kjarnorkueðlisfræðistofnunina i Leningrad. Hann var einn af fjórum sovézkum kjarnorkueðl- isfræðingum, sem unnið hafa við Fermilab-rannsóknastöðina fyrir vestan Chicago.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.