Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 5 Veðurfarið 1984: Símar: 20345, 38126, 74444 Frá kl. 13-19 Kynningarþáttur fyrir byrjendur í tölvunotkun Út er kominn á mvndbandi hálf- tíma langur kynningarþáttur fyrir byrjendur í tölvunotkun. Nefnist þátt- urinn Tölvukynni IBM PC og eru höf- undar hans þeir Hákon Oddsson, kvikmyndagerðarmaður og dr. Oddur Benediktsson, sUerðfræðingur. Útgef- andi er fyrirtækið Tölvuþekking. Markmið þáttarins er sýni- kennsla í meðferð algengs vél- og hugbúnaðar. Efnið er kynnt í stutt- um köflum og eru helstu efnisþætt- ir þessir: Kynning á vélbúnaði; Tölva, jað- artæki og meðferð disketta; Rit- vinnsla II; MULTIPLAN töflu- reiknirinn; BASIC forritunarmálið; PC-DOS stýrikerfið og d-BASE II skráarvinnslukerfið. í frétt frá útgefanda segir, að reynslan sýni að oft sé erfitt fyrir tölvunotendur að hefja notkun einkatalva og dugi prentaðar leið- beiningar þá stundum skammt. Þættinum sé ætlað að kynna ofangreinda efnisþætti á einfaldan og myndrænan hátt, en að sjálf- sögðu sé einungis um afar stutta kynningu að ræða á hverjum efnis- þætti fyrir sig. Þess er samt vænst, að þátturinn veiti vissa sýn yfir algengan undir- stöðuhugbúnað og vélbúnað tölva á borð við IBM PC. MEÐALHITI ársins 1984 var heldur hærri á Akureyri en í Reykjavík. Meðalhitinn var 4,2 stig á Akureyri en 4,0 stig í Reykjavík. A Akureyri er þetta 0,3 stigum yfir meðalhitanum 1931—1960 og 1,0 stigi hlýrra en á árunum 1961—1980. í Reykjavík var árið hins vegar 1,0 stigi kaldara en árin 1931 — 1960 og 1,5 stigi kaldara en árin 1961 —1980. Ársúrkoman var um 1000 milli- metrar í Reykjavík, sem er helm- ingi meiri úrkoma en mældist á ár- inu á Akureyri. Er það yfir meðal- tali á báðum stöðunum. Sólskins- stundir urðu sem næst 980 í Reykjavík en 1040 á Akureyri. í Reykjavík vantar þá um 270 klukk- ustundir upp á meðaltalið fyrir 1931—1960 og 325 sé borið saman við árin 1961—1980. Á Akureyri ur- ðu sólskinsstundirnar um það bil 80 fleiri en á árunum 1931 — 1960 en 25 færri en þær reyndust að meðal- tali árin 1961—1980. Þetta kemur fram í yfirliti Veð- urstofu íslands á veðurfari ársins 1984. Einstökum mánuðum er þannig lýst í yfirlitinu: f janúar var rysjótt tíð og kalt um allt land, hiti 2,7 stigum undir meðaltali áranna 1931—1960. Vestan til á landinu var óvenju snjóþungt. Með febrú- armánuði tók að skipta mjög f tvö horn um veðrið á landinu. Vestan til var áfram hretviðrasamt og óvenju snjóþungt allan veturinn, en frá Norðurlandi til Suðaustur- lands var góð tíð og óvenju snjólétt. Mánuðina febrúar til apríl var meðalhiti á öllu landinu um 1 stig yfir meðallagi, norðan lands og austan um 2 stig yfir því, en víðast suðvestan og vestan lands var hit- inn lítið eitt undir meðallagi. Vind- ar milli suðurs og vesturs voru tíð- ari en venja er til og hélst svo fram undir haust. Maí var fremur kaldur en alls staðar var þó kominn góður gróður í mánaðarlok og var hann talinn um mánuði fyrr á ferðinni en árið áður. f Reykjavík var úrkoman 40% umfram meðallag en á Akur- eyri og á Höfn var hún minni en í meðalári. f Reykjavík var úrkoman meiri en i meðalári alla mánuði frá febrúar til ágúst og mest að tiltölu í júlí og ágúst. Á Akureyri var úr- koman breytilegri. Hún var meiri en í meðalári í febrúar, apríl og júní en minni i mars, maí, júlí og ágúst. f júní og júlí var hitinn um með- allag í Reykjavík, en í ágúst 0,9 stigum undir því. Á Akureyri var hlýtt alla þessa mánuði, einkum þó í júlí og ágúst, en þá var hitinn tæplega 2 stigum yfir meðallagi. V Höfundur þáttarins Tölvukynni IBM PC, þeir Oddur Benediktsson, stærð- fræðingur og Hákon Már Oddsson, kvikmyndagerðarmaður. Ósiðlegir tilburðir LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði í gær án árangurs manns, seni hafði í frammi ósiðlega tilburði við 11 ára stúlku í Sæviðarsundi. Það var laust eftir hádegi að maðurinn renndi á bifreið sinni upp að stúlkunni, sem var á gangi í Sæ- viðarsundi. Sté hann út úr bifreið- inni og leysti niðrum sig fyrir fram- an stúlkuna. Að því búnu sté hann upp í bifreiðina á ný og ók hratt í burtu. Stúlkan gat aðeins gefið ófull- komna lýsingu á manninum og bif- reiðinni. Taldi hún manninn um þrítugt. Ef einhver telur sig geta veitt upplýsingar um þetta mál er hann beðinn að hafa samband við lögregluna. Mjög hlýtt var um allt land fyrstu viku júní og einnig fyrstu 9 dagana í júlí. > í september var vindur norðlæg- ari en áður og rösklega 1 stigi kald- ara en í meðalári í Reykjavík og á Akureyri en á Höfn var mun mild- ara. Haustmánuðina október og nóv- ember var lengst af stillt veður og svalt. í Reykjavík og á Akureyri var 1,5—2,0 stigum kaldara en í meðalári, en á Höfn var hitinn um meðallag. Úrkoma var minni en í meðalári nema á Akureyri í nóv- ember. Desember hefur verið umhleyp- ingasamur og úrkoman verður meiri en í meðalári bæði í Reykja- vík og á Akureyri. Hitinn verður rétt yfir frostmarki á báðum stöð- unum, en það er 'k stigi kaldara en í meðalári í Reykjavík og 'k stigi hlýrra en í meðalári á Akureyri. BMW-bifreiðin á árekstursstað. Morgunbla4iS/Þ6r ólafgson. Geysiharður árekst- ur í Hafnarfirði GEYSIHARÐUR árekstur varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Hafnar- fjörð um fimmleytið sl. sunnudag. Þar rákust saman BMW-bifreið á norðurleið og Volkswagen-bif- reið á suðurleið. í fyrrnefndu bif- reiðinni voru hjón og slösuðust bæði, eiginmaðurinn fótbrotnaði og konan meiddist innvortis og liggur nú í sjúkrahúsi. í síðar- nefndu bifreiðinni voru tveir varnarliðsmenn og handleggs- brotnaði annar þeirra. Báðar bif- reiðirnar eru mjög mikið skemmd- ar ef ekki ónýtar. Pilturinn, sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi aðfaranótt sl. laug- ardags, og myndin hér að ofan er af, hét Oðinn Kristjánsson. Hann var 16 ára og bjó hjá foreldrum sfnum í Hofgerði 5 í Vogum. <*<► DPnSSHDLI STURIDSSOnRR Lést í bílslysi Hlýtt og þurrt á Akureyri en kalt og sólarlítið f Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.