Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 Þörf áminning Tvær allskuggalegar myndir rötuðu á skjáinn síðastliðið mið- vikudagskvöld, sú fyrri úr dýra- ríkinu. Lýsti hún næturbardúsi ýmissa villtra dýra á Bretlands- eyjum. Var oft mikill handagang- ur í öskjunni er uglur sporðrenndu músum, og rebbi nartaði í stél- fjaðrir hænsna, að ekki sé talað am vatnabifurinn er sýndi sjón- varpsgestum hvernin skal snæða rotnandi frosk. Síðari myndin lýsti inn í ríki manna, hvurning æðsta skepna jarðarinnar hagar sér gagnvart þeim einstaklingum sömu tegund- ar er hún álítur sér óæðri. Nefnd- ist mynd þessi: Harmleikurinn í Varsjá, bresk heimildarmynd er tekur fyrir uppreisn Varsjárbúa gegn hernámsliði nasista haustið 1944. Er næsta átakanlegt að sjá vesalings Pólverjana, hjálpar- lausa í blóðhrammi aríanna, en skammt frá rússneskt herlið er hefst lítt að, enda taldi Stalín upp- reisnina ... verk brjálæðinga. Til marks um þessa afstöðu sína, sendi Stalín smávægileg hjálpar- gögn til borgarinnar flugleiðis, en gætti þess að gögnin væru hvergi fest í fallhlífarskerma, þannig að þau kæmust óskemmd til jarðar. Bretar og Bandaríkjamenn veittu uppreisnarmönnunum nokkra hjálp, en þó brugðust Bretar þá er þeir voru beðnir að senda pólskt fallhlífarlið. Kusu þeir fremur að senda það til Arnhem í þeirri von að ná brúnum yfir Rín. Lýsandi dœmi Mér fannst mynd þessi sýna eins og í hnotskurn, hina lánlausu stöðu Pólverja í heimi hér. Eða eins og einn viðmælandinn orðaði það í þættinum um Varsjárupp- reisnina ... við erum og höfum lengi verið eins og mús milli tveggja katta. í augnablikinu er kötturinn af austrænni ætt, sá hinn sami og hafði brugðist þeim í Varsjárgettóinu, enda þjónaði það hagsmunum hans á þeim tíma að veikja Pólsku andspymuhreyfing- una, sem var afvopnuð af Rauða hernum þá hann hélt loks inn i Pólland, enda var svo komið á Yalta-fundinum í febrúar 1945, að fulltrúar pólsku útlagastjórnar- innar sem höfðu stýrt andspyrn- unni gegn Þjóðverjum og fulltrúar neðanjarðarhreyfingarinnar sáust hvergi, en til taks var ríkisstjórn hiiðholl Stalín. Miskunnarlaus leikur, enda hvað má ein mús sín, þá kettir af ætt Stalíns og Hitlers, rétta fram bióðhramminn. Von fyrir hrjáða þjóð En greinum við ekki einmitt í þessum leik, lífsvon pólsku þjóðar- innar sem gerir vonlausa uppreisn gegn ægilegu herafli 1944, og held- ur út í 63 daga, og nú fjörutíu árum síðar er enn gerð uppreisn gegn erlendu valdi, við næsta vonlausar aðsætður. En það gerir ekkert til því pólska þjóðin virðist ekki kunna að beygja bak sitt til langframa, né gerast feitur þjónn, og slíkt fólk mun á endanum sigr- ast á aðstæðunum. Nú og svo má líka gefa gaum að því, að aðstæður eru breyttar frá því Stalín var og hét, eða eins og júgóslavneski and- ófsmaðurinn Milovan Djilas orðar það í Newsweek-viðtali (sept. 1975): „Stalínisminn eins og nas- isminn, lifði á þjóðernislegum hugsjónaloga sem nú er slokknað- ur. Líttu bara á ungliðahreyf- ingarnar i dag, á skriffinnanna sem stýra kommúnistaflokkunum. Tími hugsjónaeldsins bjarta er liðinn í gervallri Evrópu." En hef- ir ekki nýr logi tekið við? ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Mikið berst af bréfum í „Pósthólfið" í Valdís Gunnarsdóttir um- sjónarmaður „Pósthólfs- sem bárust fyrir jól og milli jóla og nýárs. Pósthólfið er tveggja tima langur þáttur og er hann á dagskrá rásar 2 á hverjum föstudegi. Torfí Jónsson umsjónar- maður þáttarins. Bertil Guve í hlutverki Alexanders. Fanný og Alexander — lokaþáttur Fjórði og sið- 00 25 asti þáttur 4**5 sænsku sjón- varpsmyndarinnar Fanný og Alexander er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. í myndinni er lýst lífi Ekdahl-fjölskyldunnar; aldraðri ekkju, þremur sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra. í fyrstu þremur þáttum myndarinnar var sagt frá því hve þessi fjölskylda var náin og mikill kær- leikur ríkti i samskiptum fjölskyldumeðlimanna. Fanný og Alexander alast upp við mikið ástriki for- eldra sinna og jafnframt fær ímyndunarafl þeirra að njóta sín i rikum mæli, enda foreldarnir báðir leikarar. En faðir þeirra deyr og hefur það mikil áhrif á börnin. Ári eftir dauða hans giftist móðir þeirra biskupi staðarins og verður það til þess að líf þeirra gerbreytist. Biskupinn er mjög strang- ur, sérstaklega við Alex- ander, og hjá honum er enga ástúð að finna. í þættinum í kvöld má bú- ast við að til tíðinda dragi. Leikstjóri er Ingmar Bergman, en með hlut- verk þeirra Fannýjar og Alexanders fara þau Pernilla Allwin og Bertil Guve. 1 dag verður HOO þátturinn — „Pósthólfið" í umsjá Valdísar Gunn- arsdóttur á dagskrá rásar 2. í þættinum verða lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri tónlist. Oft hefur Valdís einnig fengið til sín gesti í þátt- inn, en svo verður þó ekki að þessu sinni og verður hann því aðallega helgað- ur tónlistinni. í síðasta þætti tilkynnti Valdís hlustendum að tek- in yrði upp sú nýbreytni að lesa kveðjur til fólks sem heldur upp á ein- hvern merkisatburð á út- sendingardaginn svo sem stórafmæli, brúðkaups- afmæli og eitthvað þess- háttar. Þeir sem ætla að senda slíka kveðju geta skrifað þættinum. Að sögn Valdísar berst mikið af bréfum og hefur enn ekki verið unnt að sinna öllum þeim bréfum Það er svo margt að minnast á ■■^B Þáttur Torfa | A 45 Jónssonar „Það A ” er svo margt að minnast á“ er á dagskrá útvarpsins í dag. í þætti þessum verður fjallað um Einar E. Sæmundsen skógarvörð, en þessi ljóð- lína, sem er nafn þáttar- ins, er einmitt úr kvæði eftir hann. Lesið verður úr grein eftir Pétur Pétursson þul, sem birtist í Morgunblað- inu árið 1982 og fjallaði um Einar. Þá verður les- inn hluti úr grein eftir Einar E. Sæmundsen sem birtist í Eimreiðinni árið 1921. Að lokum verður lesið úr bókinni Undir tindum eftir Böðvar Magnússon hreppstjóra á Laugar- vatni, en þar er Einars minnst í kaflanum Gleði- menn. Þeir Böðvar og Ein- ar voru miklir vinir og barst Böðvari fregnin af andláti Einars þegar hann var að ljúka við þennan kafla. Lesari með Torfa er dóttir hans Hlín. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 4. janúar 7.00 Veöurfregnír. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorö — Hafdls Hann- esdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Umsjón: Sigrún Sigurðar- dóttir. (RÚVAK) 9J0 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl (útdr.). Tónfeikar. 10.45 .Þaö er svo margt aö minnast á" Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónteikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Þættir af kristniboöum um vlöa verðld" eftir Clar- ence Hall. „Týndi dalurinn". Meöal Danla á Nýju Guineu. Astráður Sigursteindórsson les þýöingu slna. 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar a. Planókonsert nr. 1 (C-dúr op. 11 eftir Carl Maria von Weber; Marla Littauer og Sinfónluhljómsveitin I Ham- borg leika; Siegfried Köhler stj. b. Sellókonsert I Es-dúr op. 107 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Milos Sadlo og Tékkneska fllharmonlusveitin leika; Kar- el Ancerl stj. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaö- ur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25. Krakkarnir I hverfinu. 3. Inga flytur I hverfið. Kana- diskur myndaflokkur I prett- án þáttum, um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýö- andi Kristrún Þórðardóttir. 19J0 Fréttaágrip á táknmáli. 18j45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn- ingar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Annáll ársins 1884. Sig- uröur Kristinsson tekur sam- an ettir fornum dagbókum af Austurlandi. b. Frá safnamðnnum. Skuggahverfi ( Reykjavlk. Salvör Jónsdóttir segir frá. c. Þrjár skyggnar konur á Austurlandi. Helga Einars- dóttir les úr bókinni „Skyggnir Islendingar" eftir 20.00 Fréttir og veöur. 20J0 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. 21.10 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hin- riksdóttir og Anna Kristln Hjartardóttir. 21Æ5 Hláturinn lengir llfiö. Breskur myndaflokkur I Oskar Clausen. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Hljómbotn Tónlistarþáttur I umsjón Páls Hannessonar og Vals Páls- sonar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22-35 Djassþáttur — Tómas Einarsson. 23.15 A sveitalinunni Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RUVAK) 24.00 Sinfóniuhljómsveit fs- lands leikur lög úr amerlsk- um söngleikjum á tónleikum I Háskólabfói 22. nóv. sl. Stjórnandi: Robert Hender- þrettán þáttum um gaman- semi og gamanleikara I fjöl- miðlum fyrr og slöar. Þýö- andi Guöni Kolbeinsson. y> 25 Fanny og Alexander. Slðasti hluti. Sænsk fram- haldsmynd I fjórum hlutum ettir Ingmar Bergman. ÞýÖ- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. son. Einsöngvari: Thomas Carley. Kynnir Jón Múli Arnason. (Slðari hluti.) 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 4. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfiö Lesin bréf frá hlustendum og spiluö óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdis Gunnars- dóttir. 164»—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ölafsson. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar aö lok- inni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 4. janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.