Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÖAR 1985 + Maöurinn minn, sonur og faöir, INGIBERGUR KRISTJÁNSSON, andaöist 18. desember I Landspftalanum. Útförin hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Auöbjörg Ingimarsdóttir, Kristjón Júlfusson, Sólveig Ingibsrgsdóttir, Arnþór Ingibergsson, Geirlaug Ingibergsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Systir min, ODDNÝ GUNNHILDUR GUDMUNDSDÓTTIR kennari, frá Hóli á Langanesi, lést af slysförum 2. janúar sl. Kveöjuathöfn fer fram frá Raufarhaf narkirk ju laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Jaröarförin veröur auglýst siöar. Gunnar Guömundsson. + HÖGNI HALLDÓRSSON, Langholtsvegi 145, lést i Landspitalanum 28. desember. Fanny Egilson, Guörún og Charles Ansiau, Chriatine Ansiau, Caterhine Ansiau, Chantal Ansiau, Erta Egileon og Skarphéöinn Loftason. + Eiginmaöur minn, EINAR BENEDIKTSSON lyfsali, Heiöarbrún 12, Hverageröi, andaöist i Borgarspitalanum 2. janúar. Fyrir hönd barna okkar, Anna Guölaug Ólafsdóttir. + Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, HULDA VICTORSDÓTTIR, lést i Landspitalanum 2. janúar sl. Anton Sigurösson, Anna Eygió Antonsdóttir, Hallsteinn Sverrisson, Erna Björk Antonadóttir, Siguröur Sveinsson, Eygló Björk Ólafsdóttir, Anton Sigurösson, Anna Hulda Siguröardóttir. + Okkar elskulegi faöir, tengdafaöir og afi, ÁGÚST ELÍSSON, andaöist aö heimili sinu, Njálsgötu 49, aöfaranótt 2. janúar. Þórdis K. Ágústdóttir, Kolbeinn Koibeinsson og börn. + Eiginkona min, HREFNA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Sjafnargötu 10, Reykjavik, lést í Landspitalanum laugardaginn 29. desember. Haraldur Ólafsson. + Bróöir minn, MARKÚ8JÓNSSON frá Rauðsbakka, sem lést aö heimili sinu Steinum, Austur-Eyjafjallahreppi, 28. desember, veröur jarösunginn frá Eyvindarhólakirkju, laugar- daginn 5. janúar kl. 14.00. Jónína Jónsdóttir. Minning: Zophonías Péturg- son forseti NLFÍ Við, sem komin erum á hin efri árin, megum þrátt horfa á sam- ferðarmennina, einkum jafnaldr- ana, hverfa okkur af jarðvistar- sviðinu, hvern af öðrum. Guð- mundur skólaskáld lýsir þessu svo: „Sumarblíðu sólskinsvorin saman gengu þeir og ég, vinir mínir — allir, allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkurhljóðar hallir; hallir dauðans — einn og tveir einn — og — tveir.“ Á þriðja í jólum, 27. des. sl., hvarf af sjónarsviðinu Zophonfas Pétursson, fyrrum deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rikisins. Hann var af mörgum að góðu þekktur þaðan og naut almennra vinsælda. Aðrir, og þar á meðal við hjón, þekktu hann af samneyti; kynntust annarri hlið þessa sér- stæða manns, og eiga frá þeim kynnum dýrmætar og ógleyman- legar minningar. Persónuleg kynni okkar Zoph- oníasar hófust ekki fyrr en 1972, en síðan höfum við átt talsvert saman að sælda og notið vináttu hans og hugljúfra eiginleika. Og það er í tilefni af þeim samveru- stundum, sem ég skrifa þessar lín- ur. Hvort tveggja er, að lífsferill Zophoníasar á ytra borði er mörg- um kunnur, enda aðgengilegur i opinberum æviskrám, auk þess sem aðrir og kunnugri menn Zophoníasi frá fyrri tíð hljóta að minnast hans. En víða kom hann við sögu. Eftir því sem ég kynntist Zoph- oníasi Péturssyni nánar, því Ijós- ari grein gerði ég mér fyrir sérleik hans og hástæðu lífsviðhorfi á þeirri óvenjulegu þroskabraut ein- farans, sem hann valdi sér og fórnaði miklu til að feta sem lengst, m.a. með ferðum og náms- og starfsdvöl í Austurlöndum nær og fjær. Og samhygð hans með samferðarmönnunum olli því að hann gerði sér far um að leyfa öðrum að slást í fylgd með sér um lengri eða skemmri tíma og njóta gleði og lífsfyllingar eftir því sem aðstæður leyfðu og þeir voru mennirnir til. Allt var það af óeig- ingirni, alúð og kærleika gert. f fullan áratug hélt Zophonías og nokkrir traustir félagar hans uppi yoga-fræðslu vestur á Snæ- fellsnesi — stað, sem hann hafði miklar mætur á til andlegrar upp- byggingar eftir þeim þroskaleið- um, er hann taldi sig hafa fundið sem „raunsönnu gæðin". Þar byggði hann hin síðari árin fjöl- skyldu sinni og vinum „hvíldar- og kærleikans hús“ — Álfafell — þar sem margir nutu góðra og gefandi stunda. En áminnzt „gæði“ var að vísu ekki öll að finna innan spjalda Biblíunnar. Víðar var að hans dómi „vizkan hin sanna og lifandi innblásin list lifsferill manna, er tilbiðja Búddha og Krist." Það leyndi sér þó aldrei, að hinn síðarnefndi — „meistari meistar- anna“ — stóð bæði Búddha og öll- um öðrum meisturum ofar, þegar Zophonías „minntist þess, er hann fegurst og dýrðlegast fann“. Hann gat því áfram heilshugar tekið undir orð Grétars Fells: „Það var mér löngum sem þögn yfir dag- anna gný það var mér söngur án orða ... “ Ég veit ég má segja, að við öll — ekki ókristnara fólk en gengur og gerist — sem sóttum sumarskóla yoga-bræðralagsins á Arnarstapa í fleiri eða færri skipti undir handleiðslu og leiðsögn Zophoní- asar, munum ætíð geyma þakklát- um huga allar þær hugvekjandi fræðslustundir. Og ég veit fyrir víst að þá og þar í fátæklegum salarkynnum hins mishelga fé- lagsheimilis „Snæfells" á Stapa áttu margir „augnablik helguð af himinsins náð“. I fræðslu, andleg- um og líkamlegum æfingum — hugleiðslu og bæn undir fagurri músík, leiddi Zophonías hugi okkar og hjörtu í hæðir — „ofar dagsins eldi, já ofar heimsins sól“. Zophonías var á sínum beztu stundum frábær fræðari og fyrir- lesari, sem jós ótæpt af brunni þekkingar sinnar og vizku. Og það var engu líkara en að hann þá hæfist í hærra veldi, enda maður- inn gæddur dulrænum hæfileikum og hvarf stundum sjálfum sér og þessum heimi, fór sálförum og skynjaði „gegnum holt og hæðir“, þótt hann ekki beinlínis „sæi“. Ég fyrir mitt leyti efa ekki dulrænt og óskýranlegt samband Zophoní- asar við æðri þroskaverur í marg- slungnum og óskilgreinanlegum heimi andans. Slíkum kynnum, sem ég hef hér reynt að gefa lítillega í skyn, er ekki unnt að gleyma. Þau vaka f vitundinni, og bein og óbein áhrif þeirra seytla óaflátlega inn í hug manns og hjarta. Og einu vildi ég undir ríkjandi kringumstæðum sízt gleyma: Þessi áminntu ár — (því Zophoní- as gleymdi okkur nemendum sín- um ekki heldur að vetrinum, þegar samkomur þessa umrædda hóps voru stundum reglubundnar og alltíðar) — stóð hann ekki einn að verki. Glæsileg eiginkona hans, Stella Gunnur Sigurðardóttir frá Aðalvík, einnig næm og gædd dul- rænum hæfileikum, var honum aðdáanlega samstiga og stóð þétt við hlið hans í blíðu og stríðu. Ekki sízt var þetta áberandi sein- ustu mánuði, vikur og daga, þegar banvænn sjúkdómur herjaði hart á hann, en lífskrafturinn samt svo mikill, að sjúklingurinn svo að segja reis beint upp af sjúkrabeði sínum til að takast á hendur um- fangsmikla fararstjórn fjölmenns hóps félaga sinna úr Frímúrara- reglunni til Egyptalands og ísrael, Landsins helga, í m.a. víðtækri leit að Ijósi og sannleika. Af þvi ég sjálfur á ekki betri, kveð ég vin minn og bróður með orðum skálds og andans manns til annars leitandi anda: „Útsýnisfagurri undralanda ertu á strönd staddur, og til mikilla morgunverka efalaust ertu kvaddur." Ég veit honum mun vinnast þau vel. Baldvin Þ. Kristjánsson Foringi „Edda-Group“ og kær br. Zophonías Pétursson er fallinn í valinn. Hann andaðist að morgni 27. des. ’84 á Landspítalanum, eft- ir stutta en þunga legu. Vinir og ferðafélagar lúta höfði í þögulli virðingu og eftirsjá. Upp í huga minn leita, eins og ósjálf- rátt, hinar fögru Ijóðlínur úr píla- grímssöngnum úr „Tannháuser", eftir R. Wagner. „Nú hýmar geð, ég sé heim inn í daginn, í himindýrð lít ég bláfjallasalinn.” Þessi vinur okkar og ferðagarp- ur hefur nú lagt frá sér staf sinn um stund og lagt upp I för sína á drottins fund. Við sem eftir stönd- um og kveðjum góðan félaga og samferðamann, njótum nú ekki lengur leiðsagnar óvenjulegs pers- ónuleika og fjölfróðs manns. Margs er að minnast, bæði inn- an þess félagsskapar sem við vor- um í, svo og þeirra mörgu hóp- ferða til fjarlægra landa er Zóph- ónías stuðlaði að og stóð fyrir. Ég minnist þess, hversu ánægjulegra þær stundir voru, þegr hann kall- aði hópinn eða réttara sagt hóp- ana saman til skrafs og ráðagerða í sambandi við fyrirhugaðar ferð- ir. Allt var, þá þegar, frá hans hendi svo þrautskipulagt og undir- búið, að sjaldan þurfti miklu að breyta. Ekki var síður skemmtilegt, er menn hittust aftur heima að vel heppnuðu ferðalagi loknu, með myndasýningar o.fl. Allt þetta féll í góðan jarðveg og tengdi okkur enn sterkari vináttuböndum. Zophonías var að sjálfsögðu sjálfkjörinn foringi hópsins á slík- um ferðalögum, sem hann skipu- lagði og stjórnaði með reisn. Það var unun að hlusta á nær ótæm- andi fróðleik hans og frásagnar- gleði. Á skýran og skemmtilegan máta leiddi hann áheyrendur sína inn í töfraheimforn Egypta eða Grikkja, er við á ferðum okkar um þessi lönd, gengum um hin fornu musteri eða musterisrústir. Eða þá að hann rakti sögu Gyðinga, er farið var um byggðir ísraels, svo að staðir og stund urðu okkur ferðafélögunum miklu meira lif- andi og ógleymanleg en ella. Ég minnist þess, að stundum kom það fyrir að hann tók fram í fyrir leið- sögumönnunum í lýsingum þeirra þegar honum blöskraði söguleg vanþekking þeirra, og var umhug- að um að við fengjum sem besta fræðslu um þá staði sem hópurinn var staddur á. Fyrir allt þetta og svo margt annað, sem þessi glaðlyndi og fé- lagslyndi maður auðgaði anda okkar með, erum við honum af hjarta þakklát. Ég held að í raun hafi Zophonías Pétursson verið bæði dulspekingur og fræðari, þannig kom hann mér að minnsta kosti fyrir sjónir. Hann vildi kenna okkur og öðrum að finna sjálfa okkur, finna út hvernig við værum, hvað við vildum, ekki vera það, sem aðrir vilja að maður væri, heldur vera við sjálf, — þá fyrst myndum við skilja gleðina. Ekki vil ég skiljast svo við þessa fátæklegu kveðju okkar til hans að ég minnist ekki á góðgirni hans og nærfærni við þá, er höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni, en þar stóð raunar elskuleg kona hans, Stella Sigurðardóttir, dyggilega við hlið hans. Það var ekki ófáum sem þau hjónin réttu hjálparhönd á ferð- um þeirra til Egyptalands. Slíkt hugarþel vermir og gleður. Ánnars, held ég að ég megi segja, að Zophonías var ekki fyrir að flíka tilfinningum sínum, gat jafnvel á stundum verið snöggur upp á manninn, en undir niðri sló milt og gott hjarta, sem ég held að ekkert mátti aumt sjá. Um Zophonías eiga vissuleg þessar ljóðlínur Stefáns G. vel við. Hreifur fram á síðustu stund hann um mein sitt þagði. Faldisína opnu und, undir glöðu bragði. Og nú, er leiðir skiljast um stund, þökkum við hóparnir í „Edda-Group“ samfylgdina og leiðsögnina og biðjum mætum br. Guðs blessunar á þeim leiðum, sem hann nú hefur lagt út á. Stellu, eftirlifandi konu hans, og öðru skyldfólki, vottum við samúð og óskum þeim styrks í söknuði þeirra, minnug þess að „senn dvínar nóttin og dimman flýr, og dagur ljómar í austri nýr.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.