Morgunblaðið - 04.01.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.01.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 3 Endurgreiðsla á uppsöfnuðum söluskatti: Fiskvinnsla og útgerð fá nær 400 milljónir UPPSAFNAÐUR söluskattur útgeró- arinnar í landinu verður endurgreidd- ur á nsstu mánuðum með þv( að taka hann inn í fiskverðsákvarðanir. f fjár- lögum fyrir 1985 er gert ráð fyrir að með þessum hætti verði greiddar til baka nærrí 400 milljónir króna. Það er sá söluskattur er útgerðin í landinu greiddi af ýmiskonar aðfóngum á ný- liðnu ári. Samband fiskvinnslustöðvanna telur að útgerðin eigi ekki að fá allt þetta fé og er því ekki ólíklegt, skv. upplýsingum Mbl., að því verði skipt að einhverju leyti milli fisk- vinnslu og útgerðar. Soffanías Cec- ilsson, formaður sambandsins, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins, að af hálfu sambandsins hefði ekki verið tekin endanleg af- staða til málsins. „Það má kannski segja að það skipti ekki höfuðmáli hvort þetta lendir hjá útgerðinni eða fiskvinnslunni, þótt þetta fé hafi aðallega safnast upp gagnvart vinnslunni,” sagði Soffanias. „Þetta hefur ekki verið rætt mjög ítarlega hjá okkur — við erum sammála um að þessir peningar þurfi að koma til baka en ekki hvernig ber að skipta þeim.“ Hulda Valtýsdóttir kjörin í borgarráð Ljósm./Gunnar Vigfússon. Hagstofustjóraskipti Hallgrímur Snorrason hagfræðingur tók við embætti hagstofustjóra um áramótin af Klemenz Tryggvasyni, sem gegnt hefur embættinu um áratuga skeið. Myndin er tekin þegar Klemenz afhenti Hallgrími lyklana að Hagstofunni. Viðstaddur var Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra. Á FUNDI borgarstjórnar ( gær fór fram kosning ( nokkur embætti borg- arstjórnar, nefndir og ráð vegna lausnar Markúsar Arnar Antonsson- ar frá störfum í borgarstjórn. Páll Gíslason var kjörinn forseti borgarstjórnar, fyrsti varaforseti var kjörinn Magnús L. Sveinsson og Katrín Fjeidsted annar varafor- seti. Hulda Valtýsdóttir var kosin í borgarráð, en það skipa auk Huldu: Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar, Sigurjón Pétursson og Guðrún Jónsdóttir. Skipa konur nú meirihluta í ráð- inu. Magnús L. Sveinsson var kjör- inn varaformaður borgarráðs á fundi ráðsins í gær. Ingibjörg Rafnar var kosin for- maður félagsmálaráðs og Margrét Úr borgarstjórn „Miðað er við að ekki komi til frekari hækkana á árinu^ — sagði formaður stjórnar dagvista um 20% hækkun Hulda Valtýsdóttir S. Einarsdóttir hefur tekið sæti að- almanns í ráðinu. Inga Jóna Þórðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir formaður Ut- varpsráðs INGA Jóna Þórðardóttn við- skiptafræðingur, hefur verið vkip- uð formaður útvarpsráðs frá 1. janúar 1985 að telja í stað Mark- úsar Arnar Antonssonar, sem tek- ið hefur við starfi útvarpsstjóra. GJALDSKRA dagvistarstofnana borgarinnar hefur verið hækkuð um 20 prósent frá 1. janúar. Var þessi hækkun samþykkt með 13 atkvæð- um gegn 6 á fundi borgarstjórnar í gær. I máli Ingibjargar Rafnar, formanns stjórnar dagvista og fé- lagsmálaráðs, kom fram að ákvörðun um þessa hækkun hefði verið tekin eftir ítarlegar umræð- ur og væri við það miðað að til frekari hækkana á gjaldskránni þyrfti ekki að koma á þessu ári ef verðlagsþróun reyndist nokkuð stöðug. Sagði hún að gjaldskrá dagvistarstofnana borgarinnar væri með þeim lægstu á landinu, en víða væru þær verulega hærri, t.d. á Akureyri, í Kópavogi, Garða- bæ og á Húsavík. Fyrirsjáanleg væri mikil hækkun á rekstrar- kostnaði dagvistarstofnana, þar sem launakostnaður vægi þungt. Með þessari hækkun væri kostn- aðarþátttaka foreldra á móti borginni ekki aukin, heldur lækk- aði hlutfall foreldra um nokkur prósent frá síðasta ári. Borgarfulltrúar Kvennafram- boðsins og Alþýðubandalagsins greiddu atkvæði á móti þessari hækkun, þar sem þeir töldu hana verulega m.t.t. minnkandi kaup- máttar. Á meðan laun væru ekki verðtryggð gætu þeir ekki stutt hækkun sem sérstaklega bitnaði á þeim sem lægst hafa launin. Ingibjörg Rafnar sagði Guðrúnu Ágústsdóttur, borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, hafa stutt þessa hækkun í félagsmálaráði, þar sem hún hefði verið ítarlega rædd í umfjöllun um fjárhags- áætlun þessa árs. Hefði þessi hækkun verið samþykkt þar á þeim forsendum að til frekari hækkana þyrfti ekki að koma á árinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi kvennaframboðs- ins, sagði m.a. að þar sem fjár- hagsstaða borgarinnar væri nokk- uð góð, væri eðlilegt að hún kæmi Selfoss: Dæla sett niður í að- alholu Hitaveitunnar ljóst eftir helgi hversu mikið vatn hún gefur Selfossi, 3. jan. 1985. í GÆR hófust starfsmcnn Hita- veitu Selfoss handa við að koma fyrir dælu í aðalholu hitaveitunnar sem hrundi saman 26. des. sl. Dæl- an var tekin upp úr holunni þegar hrunsins varð vart og holan hefur ekki verið í sambandi síðan. Morgunblaðið/Sig. Jónsson. Starfsmenn Hitaveitu Selfoss vinna að viðgerð á holunni. Starfsmenn Orkustofnunar komu austur og gerðu mælingar á hol- unni, könnuðu dýpt hennar og lögðu til að dælan yrði sett niður og kannað hvað holan gæfí mikið vatn. Þessi aðalhola hitaveitunnar er 1830 m djúp, en þegar hún var boruð varð eftir í henni tappi á 1.100 metra dýpi. Samkvæmt mælingum starfsmanna Orku- stofnunar reyndist holan vera 953 metrar og telja þeir að hún muni gefa nokkurt vatn en hversu mikið það verður kemur fyrst í ljós þegar farið verður að dæla upp úr holunni eftir helgi. Það sem skapar óvissu með holuna er að aðalæð hennar er á 1.030 metra dýpi, nokkru meðan við núverandi botn hennar. Að sögn Jóns Arnar Arnarsonar veitustjóra á Selfossi má gera ráð fyrir að vatnið i holunni verði mun minna og kaldara, en holan gaf 50 sekúndulítra af Borholan og krani, sem notaður er við að setja dæluna niður við hol- una. . 80°C heitu vatni áður en hún hrundi saman. Jón sagði einnig að sennilegast yrði farið að ráð- um Orkustofnunarmanna og holan boruð upp á nýtt strax og hlýnaði í veðri með vorinu, nema þær aðstæður sköpuðust sem kölluðu á aðgerðir strax. Svör við því fengjust þegar farið væri að dæla upp úr hol- unni og sýnt væri að hún gæfi vatn að gagni. Sig. Jóns. til móts við þá erfiðleika sem steðjuðu að mörgum heimilum, þó taka þyrfti lán í lok ársins ef á þyrfti að halda. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði m.a. að öllum væri ljóst að rúmlega 20% launahækkanir yfir allt kerfið stæðust ekki. Það væri veruleiki sem þyrfti að jafna og væri það að hluta gert með þessari hækkun, sem væri minni en efni stæðu til. Nýtt fyrirtæki á Akranesi: Framleiðir öryggis- læsingu á lyfjaskápa Akrmacai, 3. juóar. STOFNAÐ hefur verið nýtt fyrirtæki á Akranesi í þeim tilgangi m.a. að kaupa einkarétt til framleiðslu og sölu á öryggislæsingum, sem Jó- hanncs Pálsson uppfinningamaður hefur fundið upp. Fyrirtækið ber nafnið Akrópólis hf. Öryggislæsing þessi er ætluð til að nota m.a. á skápa undir lyf og hættuleg efni. Eins og kunnugt er hafa tals- verðar umræður verið um það vandamál, að börn hafi komist ( lyf og hættuleg efni á heimilum og hafa jafnvel alvarleg slys hlotizt af. Þessari læsingu er ætlað að koma í veg fyrir slíkt. Uppfinning Jóhannesar hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur hann aflað einkaleyfa fyrir uppfinningu sinni í mörgum lönd- um heims. Helztu hluthafar ( Akrópólis hf. eru: Akraneskaup- staður, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Stefán Thorarensen hf., Reykjavík, Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akranesi og nágrenni, SÍBS-deildin á Akranesi, Akra- nesdeild Rauða krossins ásamt nokkrum einstaklingum. Akrópólis hf. hefur gert samn- ing við verndaðan vinnustað á Vesturlandi, sem ætlað er að taki til starfa á Akranesi um mitt ár, um framleiðslu öryggislæs- inganna. JG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.