Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANUAR 1985 „Hlátur er ekki rök, herra minn!“ — eftir Hannes H. Gissurarson Dr. Jón óttar Ragnarsson nær- ingarfræðingur hefur nokkur síð- ustu misseri gerst einn aðsóps- mesti unnandi menningar á Is- landi. En ég er hræddur um það, ef eitthvað er að marka nýlegt svar hans við smápistli, sem ég reit hér í blaðið 19. desember, að um kynni hans af menningu megi segja svipað og umræður þeirra manna um Ólaf konung, er hvorki höfðu séð hann né heyrt og Snorri segir frá í Heimskringlu sinni Því að sönn menning hlýtur að vera virðing fyrir fjölbreytni mannlffs- ins, virðing fyrir vali annars fólks, jafnvel þótt okkur kunni sjálfum að mislíka þetta val, en Jón óttar reynir eins og hann getur að neyða sínu vali upp á þá, sem velja eitthvað annað. Menning getur ekki farið saman við nauðung, hún hlýtur alltaf að FYRRIGREIN „Heimurinn er því mið- ur fullur af kapps- mönnum eins og Jóni Óttari, sem sjá ekkert nema sín eigin markmið (þótt þeir saki aðra um þröngsýni!). Þeir eru sjálfir friðlausir og láta aðra ekki heldur í friði. Þeir eru sannfærðir um, að heimurinn farist, ef menn snæða ekki holl- an mat, sækja ekki sin- fóníuhljómleika, eru ekki sflesandi.“ vera sjálfsprottin, frjáls. Þetta reyndi ég að segja Jóni Óttari í pistli mfnum og hafði ekki síst eft- ir ágætum vini okkar íslendinga, Milton gamla Friedman. Lftum á það, sem Jón óttar hefur fram að færa f þessu svari sínu, einkum um ríkisstyrki til lista og vísinda, en einnig um annað.þ Hvað verður um lít- ilmagnann? Jón óttar beitir einföldu bragði W T I* "T RHO G C3Í3C Déé ERMETD háþrýstirör og tengi Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. Pósthóif 493 — Reykjavík. í svari sínu, er hann ræðir um verkaskiptingu ríkis og markaðar. Það er, að víða standi valið aðeins um ríkisrekstur eða engan rekst- ur. Hann setur lesendum sínum afarkosti, ef svo má að orði kom- ast. Honum yfirsést, að menn geta með nauðungarlausri samvinnu á markaðnum leyst ýmis verkefni, sem ríkið leysir nú — og jafnvel leyst þau miklu betur en ríkið. Rekjum i sundur dæmi hans til sannindamerkis. Jón óttar segir: „Tökum t.d. manninn sem er svo ólánssamur að verða öryrki með fátíðan sjúk- dóm sem kallar á dýra meðferð. Á hvað á hann að treysta? Banka- kerfið? Góðgerðarstarfsemi pen- ingafólks?" Jón óttar kemur ekki auga á þann kostinn, sem skynsamlegast- ur er og eðlilegastur f þessu tilviki: einkarekin tryggingafélög. Menn geta tryggt sig fyrir áföllum, keypt sér sjúkratryggingar. Og þeir, sem ekki hafa fyrirhyggju til þess, verða að taka slíkum áföll- Hannes H. Gissurarson um, eigi sú regla að gilda, að menn beri ábyrgð á sjálfum sér. Þeim er satt að segja lftil vorkunn. Eini vandinn er f rauninni sá, hvað verður um þá, sem aldrei geta séð um sig sjálfir vegna var- anlegra örkumla — þá, sem aldrei geta keypt sér neinar sjúkratrygg- ingar. Eg trúi því ekki að óreyndu eins og ég hef áður sagt, að menn fáist ekki til að hjálpa þeim örfáu, sem svo er ástatt um, nema ríkið neyði þá til þess með skattlagn- ingu sinni. Eg treysti fólki með öðrum orðum betur en Jón óttar til að sýna ótilneytt kristilegan náungakærleika. Eða var mis- kunnsami Samverjinn starfsmað- ur Tryggingastofnunar ríkisins? Mengunarvarnir og markaður Síðan segir Jón óttar: „Eða manninn sem var einn þeirra ör- fáu í Bhopal á Indlandi sem óaði eiturbrasið í verksmiðju einni í bænum. Á hvað átti hann að treysta? Eftirlit Union Carbide? Viðtal við forstjórann? Vinningar í H.H.Í. 1985: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 108 á kr. 100.000; 2.250 á kr. 20.000; 18.855 á kr. 4.000; 113.436 á kr. 2.500. 234 aukavinningar á kr. 15.000. Samtals 135.000 vinningar kr. 544.320.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.