Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 9 Eigendur og vélstjórar Caterpillar- bátavéla Látiö skrá ykkur strax í dag á námskeiö 17, —19. janúar1985 CATERPILLAR SALA S. ÖJÚNUSTA Caterpillar, Cat ogCBeru skrásett vörumerkl [hIHEKIAHF J Laugavegi 170-172 Stmi 21240 Leifur Gauti og Hilmar Brjánn Sigurðssynir: „Ofsalega gaman, - sérstaklega á grímuböllunum.“ Innritun daglega frá kl. 13-19 Samfylking vinstri manna Þaö er ár og dagur síðan hugmyndin um sam- fylkingu vinstri manna leit fyrst dagsins Ijós í íslenzkum stjórnmálum. Þessi forneskja hefur nú veriö endurunnin á skjaldarmerki nýkjör- ins formanns Alþýöuflokksins, sem hafiö hef- ur herför um land allt undir kjörorðinu: „Vinstra megin viö miöju.“ Eftir er aö sjá hvort formaðurinn hefur árangur sem erfiöi, en verklag hans er nýstárlegt, þótt kenningin sé úr sér gengin. „I>ær hafa misskílið pólitíkina Jón BaMvin Hannibals- son, nýkjörínn formadur Alþýðuflokks, segir m.a. ( blaóagrein (DV, 2. janúar sL) um Kvennalistann: „Kvennalistinn er lengst til vinstrl hetta eru ágætis stelpur, en þær hafa mis- skilió pólitíkina. I»ær hafa gleypt hráa hugmynda fræði amerískra millistétt- arkvenna sem tríía því að kynferðið eitt skipti sköp- um í pólitík. Samkvæmt því á einstæð móðir með tvö börn í dýrrí leiguíbúð í Breiðholtinu sem vinnur ( bónus hjá BÚR meira sam- eiginJegt með pelsklæddri stóreignafrú úr Stigahlíð- inni en stéttarbræðrum sínum hjá BÚR. Þetta er kynferðisleg apartheid- stefna sem f bezta falli byggist á misskilningi en í versta falli elur á sundur- lyndi þeirra sem saman standa." Hér höfðar flokksfor- maðurinn til þess að Kvennalistinn hefur haslað sér völl í flestum þingmál- um hið næsta Alþýðu- bandalaginu. Kemst þar stundum ekki hnífurinn á millL Um Alþýðubandalag- ið segir Jón Baldvin: „Alþýöubandalagið boð- ar samfylkingu vinstri afla undir sínu forræðt Það fær heldur ekki staðizL Til þess liggja margar ástæður en ég nefni þrjár 1) Al- þýðubandalagið er ill- skeyttasta sundrungarafl vinstrímanna á öldinni. 2) Reynsla þjóðarinnar af stjórnarþátttöku AB í 8 ár var hörmuleg. 3) Utanrík- ispólitík AB er hættuleg ör- yggi þjóðarinnar. Þótt ekki værí nema af þessum ástæðum verður AB aldrei annað en þaö sem þaö er: Hávær samtök mótmæl- enda sem eiga mótmælin ein sameiginleg." „Vinstra meg- in viö miðju — vertu með“! Nýkjörinn formaður Al- þýðuflokks fer nú offari í skrifum og skrafi í þeirri viðleitni að ná flokknum til nokkurrar heilsu eftir lang- vinnt slén. Hann leggur megináherzlu á nýtt slag- orð, sem undirstríka á póli- tíska staðsetningu hans og þeirrar hreyfingar, er hann reynir að mynda utan um sig: „Vinstra megin við miðjur* Samfylking vinstri- manna er ekki ný af nál- inni ( hugarheimi stjómmálamanna úr A-fkikkunum svonefndu. Hugmyndin hefur hinsveg- ar alltaf oröið sér til skammar í raun, enda er vart hægt að hugsa sér sundurleitarí hjörð eða hat- rammari í innbýrðis deil- um og átökum en íslenzka vinstrímenn. Umsagnir Jóns Baldvins um Alþýöu- bandalagið og Kvennalist- ann vitna heldur ekki um hriTinn hug né samfylk- ingarUkur „vinstra megin við miðju“. Þar af leiðir að hann kýs sér varnagla að slá. Hann biðlar ekkert siður til hægrimanna, sem hann er raunar mjúkmálli við, og tehir þá jafnvel Ifk- legri til samfylkingar „vinstra megin við miðju“ en „illskeyttasta sundrung- arafl vinstrí manna á öld- inni" (þ.e. Alþýðubanda- lagið) og þær „ágætis stelp- ur" sem hafí sérhæft sig ( að „mLsskilja pólitíkina", hvorki meira né minna. Um Alþýöuflokkinn seg- ir Jón Baldvin: „Ég segi: Þessi flokkur á að vera for- ystuafl vinstra megin við miðju ..." Það er nú svo. „Þessi flokkur" hefur ekki reynzt það „forystu- af1“ að baki eigin for- mönnum, sem hann leiðir hvern af öðrum á pólitísk- an höggstokk, né í upp- byggingu sjálfs sin, að að- dráttarafl hans sé mikið. Jafnvel „hægri menn“ hafa varann á gagnvart þeirri samfylkingu „vinstra megin við miðju" sem Alþýðuflokkurinn befur borið í stefnu sinni og starfi gengin allmörg ár. Sjálfseyðingarhvöt af því tagi, sem þar hefur blómstrað, bendir ekki til þess að Alþýðuflokkurinn skrái neina „Paradísar- heimt" í íslenzkum stjórn- málum. Það er út af fyrir sig lofsvert að nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins skuli svo iðinn við kolann sem raun ber vitni um, en- da skorpumaður, hvað sem úthaldinu líður. Verk- lagið við samfylkingu „vinstra megin við miðju" er hinsvegar skondið. Hann lemur hvað harðast á vinstri hópum ýmsum, máski í samræmi við hugt- akið forna: að berjast til ásta. Hinsvegar brosir hann sínu blíðasta yfir til hægri, talandi um sam- fylkingu til vinstri. Já hún er stundum skritin t(k, pólitíkin. Jafnréttisráð andvígt fyrirhuguðum breytingum á tekju- og eignaskatti MEIRIHLUTI Jafnréttisráðs leggst gegn stjórnarfrumvarpi um breyt- ingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt, en frumvarpið var fyrir nokkru lagt fram á Alþingi. Jafnrétt- isráð leggur til að þeim 200 milljón- um, sem verja á til lækkunar tekju- skatts vegna millifærslu samkvæmt frumvarpinu, verði varið til hækkun- ar barnabóta. Hér fer á eftir ályktun Jafnrétt- isráðs sem gerð var 17. desember: „Nýlega var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eigna- skatt. í frumvarpi þessu er m.a. lagt til að ónýttur hluti neðsta skattþreps hjá hinu tekjulægra hjóna sé millifærður til hins mak- ans (þó mest kr. 10.000) og lengist neðsta skattþrep hans sem þessu nemur. í greinargerð með frum- varpinu segir að „þetta sé gert til að draga nokkuð úr þeim mismun sem er á milli samanlagðra skatta hjóna með hliðstæðar heildartekj- ur eftir því hvernig tekjuöflun skiptist milli hjónanna innbyrðis." Verði þetta að lögum mun skattbyrði allra hjóna þar sem annað er heimavinnandi lækka. Þessi lækkun kemur því jafnt til góða barnlausum hjónum þar sem annar maki er hálaunamaður og hjónum með ung börn sem hafa lágar tekjur, en annar maki er heima til að annast börnin. Jafnréttisráð vekur athygli á því að hér er verið að hverfa aftur til aukinnar samsköttunar og ítrekar þá skoðun sína að sérhver einstaklingur skuli vera sjálfstæð- ur skattaðili án tillits til hjúskap- araðstöðu. Ráðið telur hins vegar brýnt að draga úr skattbyrði hjóna með ung börn, hvort sem annað þeirra eða bæði vinna utan heimilis. Hér væri þá annars vegar um að ræða umbun vegna vinnu við umönnun á heimili og hins vegar vegna kostnaðar við barnagæslu. Á AÐALFUNDI Sjómannafélags (s- firðinga 26. desember var mótmælt seinagangi við ákvörðun fiskverðs, en það var ákveðið tveimur dögum síðar. Fundurinn fjallaði um stór- aukinn útfiutning á ferskum fiski. í ályktun ísfirðinganna segir um þetta efni: „Fundurinn vill benda á þá hættulegu þróun, sem átt hefur sér stað undanfarið, að útgerð- armenn hafa stóraukið útflutning á ferskum fiski. Þó það sé til stór- felldra hagsbóta fyrir launakjör Jafnréttisráð leggur því til að þeim 200 milljónum sem verja á til lækkunar tekjuskatts vegna millifærslu samkvæmt fyrr- greindu frumvarpi verði varið til barnabóta. Ályktun þessi var samþykkt af meirihluta Jafnréttisráðs, en Ein- ar Árnason, fulltrúi Vinnuveit- endasambands (slands i ráðinu óskaði eftirfarandi bókað: „Ég er andvígur samþykkt meirihluta Jafnréttisráðs og mæli með sam- þykkt frumvarpsins." sjómanna, lítur Sjómannafélag Is- firðinga svo á, að stefna eigi að fullvinnslu sjávarafurða hér heima og sjómenn eigi að bera það verð úr býtum, sem geri þeim fært að búa við mannsæmandi kjör. Fundurinn skorar því á þing- menn Vestfjarðakjördæmis að þeir beiti sér fyrir bættum kjörum sjómanna um land allt, m.a. með að stuðla að því, að sú kostnað- arhlutdeild er komst á með lögum frá 27. maí 1983, komi til fullra skipta." Sjómannafélag Isfirðinga: Varar við auknum út- flutningi á ferskum fiski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.