Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. JANÚAR 1985
Gos í Bjarnarfjalli á Jan Mayen
Eldsumbrotin í hlíðum Bjarnarfjalls eru nyrst á eynni. Gosmökkinn lagði undan sterkri vestanátt, og hraunstraumur rann í sjó fram. Eldvirkni var lítil þegar blaðamenn Mbl. flugu yflr ásamt
jarðvísindamönnum.
Yfir nyrsta eld-
fjalli veraldar
Jarðvísindamenn bera saman bckur sínar yfír gosstöðvunum. Frá vinstri
Guðmundur Sigvaldason, Páll Imsland og Eysteinn Tryggvason.
Við greindum tignarlegan
tind Bjarnarfjalls, hæsta tind
Jan Mayen, í um 240 kfló-
metra fjarlægð. Þessi tæplega
2.300 metra hái tindur reis
stoltur upp af sjóndeildar-
hringnum. Blaðamenn Mbl.
voru ásamt fjórum jarðvísinda-
mönnum frá norrænu eld-
fjallastöðinni, þeim Guðmundi
Sigvaldasyni, forstöðumanni
norrænu eldfjailastöðvarinnar,
Karli Grönvold, jarðfræðingi,
Eysteini Tryggvasyni, jarðeðl-
isfræðingi, og Páli Imsland,
jarðfræðingi, á leið til Jan
Mayen til þess að skoða eids-
umbrotin í hlíðum Beerenberg,
Bjarnarfjalls.
Á sunnudag mældust jarð-
skjálftar í hlíðum Bjarnarfjalls og
starfsmenn norsku veðurathugun-
arstöðvarinnar sáu eldbjarma
stafa frá fjallinu. Þá þótti ljóst að
eldgos væri hafið á Jan Mayen,
annað gosið á tæpum 15 árum.
Við lögðum upp frá Reykjavík
um ellefuleytið í gærmorgun, flug-
um með flugvél frá leiguflugi
Sverris Þóroddssonar, flugmaður
var Árni Ingvason. Millilentum á
Raufarhöfn og tókum benzín. Síð-
an var flogið norður í Dumbshaf
og yfir Jan Mayen vorum við um
klukkan tvö.
Jan Mayen — spegil-
mynd Snæfellsness
Jan Mayen er nánast spegil-
mynd Snæfellsness. Tignarleg eld-
keila til endans og fjallgarðurinn
út frá henni. Bjarnarfjall er eld-
keila eins og Snæfellsjökull, en
talsvert hærra. Eldvirknin er í
gígaröð nyrst á eyjunni. Sjálf
eldsprungan er innan við hálfur
kílómetri á lengd í um 200 metra
hæð í hlíðum Bjarnarfjalls. Gos-
mökkurinn steig um þúsund metra
til himins og lagði undan sterkri
vestanátt, sem steyptist niður
snarbrattar hlíðar fjallsins.
Hraun rann niður bratta hliðina
og í sjó fram og gufumökk lagði
frá.
„Þetta er tilkomulítið gos,“
sagði Guðmundur Sigvaldason og
ekki laust við að vonbrigða gætti f
rödd hans. Og var furða þó von-
brigða gætti meðal okkar komna
alla leið frá eldfjallaeyjunni. Við
höfðum allir komist f snertingu
við miklu öflugri og tilkomumeiri
eldgos.
En sjónin sem við okkur blasti
var stórfengleg. Stolt reis Bjarn-
arfjall ögrandi mót heiðbjörtum
himni. Neðst í hlíðum þess fór
náttúran hamförum. Snævi þakt-
ar hlíðar fjallsins loguðu í ljósa-
skiptunum.
En við höfðum nauman tíma.
Myrkrið teygði krumlur sínar sf-
fellt lengra, skuggarnir lengdust
stöðugt þrátt fyrir birtuna frá
tunglinu i fyllingu. Jarðvisinda-
mennirnir unnu ötullega við að
taka myndir — á myndavélar sfn-
ar, kvikmyndavélar og myndband
og kepptust við að meta umfang
gossins. Og Ragnar Axelsson,
ljósmyndari Mbl., lét ekki sitt eft-
ir liggja við myndatökuna. Við
sveimuðum yfir eldstöðvunum í 40
mínútur og tókum þá stefnu heim.
Norðmennirnir f veðurathugun-
arstöðinni höfðu áður neitað
okkur um lendingarleyfi, þar á
meðal visindamönnum frá nor-
rænni vísindastofnun, og i fyrstu
ætluðu þeir einnig að banna okkur
að fljúga yfir eyjuna.
Gosið 1970 mun
öflugra
Á heimleiðinni spjallaði ég við
Guðmund Sigvaldason, en hann
fylgdist í um vikutíma með eldgos-
inu 1970. „Eldgosið nú er miklu
minna en 1970. Ég flaug ásamt
Sigurði heitnum Þórarinssyni með
Tryggva Helgasyni til Jan Mayen
um viku eftir að gosið byrjaði þá.
Við lentum á Jan Mayen en við
vorum á vegum Norsk Polar Insti-
tute. Ég dvaldi um vikutíma á eyj-
unni, en áður flugum við yífir
eldstöðvarnar og skoðuðum gosið.
Þá var eldvirkni talsvert mikil svo
og hraunrennsli. Gosið var miklu
tilkomumeira, þó vika væri liðin
frá upphafi þess.
Ég dvaldi um viku á eyjunni, en
Sigurður fór strax heim. Ég fylgd-
ist með gosinu úr norsku varðskipi
og einnig fórum við landleiðina að
gosstöðvunum. En nú er afskap-
lega lítið að sjá.“
— Varðstu fyrir vonbrigðum?
„Já, að vissu leyti. Ég átti von á
öflugra gosi.“
— Treystirðu þér til að spá um
framhaldið?
„Um framhaldið er ómögulegt
að segja. Svo einkennilega vill til,
að í mars síðastliðnum fengum við
fyrirspurn frá Smithsonian-
stofnuninni í Bandaríkjunum.
Kollegi okkar taldi sig sjá gos-
mökk á Jan Mayen á gervitungla-
mynd. Við spurðumst fyrir um
þetta í Noregi, en enginn kannað-
ist við eitt eða neitt. Ekki er
ósennilegt að smágos hafi þá verið
á eyjunni.
Sannleikurinn er sá, að það er
mjög erfitt að draga upp skýra
mynd af goshegðun á Jan Mayen.
Veðurfar er með þeim hætti, að
lítil gos geta auðveldlega farið
framhjá mönnum. Á þennan hluta
eyjunnar kemur aldrei nokkur lif-
andi maður. Upplýsingar um gos á
Jan Mayen eru því mjög gloppótt-
ar og vonlaust að segja til um hver
framvindan verður.“
— Munuð þið á norrænu eld-
fjallastöðinni rannsaka gosið
frekar?
„Nei, við fylgjum þessu ekkert
eftir," sagði Guðmundur.
Doktorsritgerð um
Jan Mayen
Sá maður sem best þekkir
jarðfræði Jan Mayen er íslenski
jarðfræðingurinn Páll Imsland.
Hann hefur tvívegis dvalið á eyj-
unni til rannsókna og er að leggja
lokahönd á doktorsritgerð um
jarð- og bergfræði eyjunnar.
„Það hefur gosið tvisvar eða
þrisvar áður í sömu gigaröð í hlíð-
um Bjarnarfjalls en gosið nú er
miklu minna en þegar gaus árið
1970. Ljóst virðist að mörg gos á
Jan Mayen hafa verið afar lítil og
hugsanlegt er að svo sé einnig far-
ið um þetta gos,“ sagði Páll Ims-
land þegar blaðamaður ræddi við
hann á heimleiðinni.
„Norðmenn vöknuðu upp við
vondan draum þegar gaus árið
1970, þvi þá vantaði visindamenn
með reynslu við rannsóknir á
eldgosum. Þeir settu sig þvi i sam-
band við Sigurð heitin Þórarins-
son og Guðmund Sigvaldason og
varð það úr, að þeir fóru til Jan
Mayen 1970. Áhugi Norðmanna
jókst og þeir efndu til leiðangurs
árið 1972 og fóru fram á að is-
lenskur vísindamaður yrði með í
förum. Það varð úr að ég fór og
vann við rannsóknir á eyjunni urr
sumarið. Ég fór aftur sumarið
1974 og hef síðan verið að vinna úr
gögnum,“ sagði Páll og hélt áfram:
„Til skamms tíma héldu menn
að Jan Mayen væri jarðfræðilega
gömul eyja, liklega frá tertier-
timabilinu og því nokkurra millj-
óna ára gömul. Við segulmælingar
kom í ljós að hún er mun yngri.
Kalíum-argon-aldursákvarðanir
sýndu að berglögin eru yngri en
500 þúsund ára gömul og svo virð-
ist sem um 100 ár liði að meðaltali
á milli eldgosa."
Sögusagnir sæfarenda
um eldgos
„Við þekkjum litið til sögu eld-
gosa á Jan Mayen, aðeins tveggja
siðustu. Gosið árið 1970 og núna.
En marka má af sögum sæfarenda
Gosmökkinn lagði til austurs undan vindinum og sveigði sfðan til suð-austurs.