Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1986 GuArún S. GfsUdóttir í hlutverki Agnesar. Geébeknir og príorinna: Sigríður Hagalín og Guðrún Ásmundsdóttir. Er lífið kraftaverk? Leíklíst Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Reykjavíkur: Agnes — barn Guðs eftir John Pielmeier. Þýð- andi: Úlfur Hjörvar. Tónlistarum- sjón: Hjálmar H. Ragnarsson. Lýs- ing: Daníel Wjlliamsson. Leikmynd og búningar. Steinþór Sigurðsson. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Klaustur og klausturlifnaður hefur löngum freistað rithöfunda. Árangur einnar slíkrar freistingar getur að líta í Iðnó þessa dagana. Það er bandaríski leikritahöfund- urinn og leikarinn John Pielmeier, sem gerir „kraftaverk" að við- fangsefni sínu. í ótilgreindu klaustri hefur ung nunna eignast barn, en barninu strax stungið í ruslakörfu þar sem það finnst lát- ið. Geðlæknirinn Martha Living- stone fær það verkefni að kynna sér málið svo að dómstólar hafi við skýrslu sérfræðings að styðj- ast. Martha yfirheyrir, rekur garnirnar úr og dáleiðir ungu nunnuna, Agnesi. Einnig fær príorinnan, Móðir Mirjam Ruth, líka meðferð hjá geðlækninum. Úr öllu þessu verður mikil flétta og verkið á köflum spennandi, túlk- unarmöguleikar ýmsir. Hefur gerst kraftaverk eða nunnan ein- ungis verið tæld til ásta? Hvaða munur er á lífinu sjálfu og krafta- verki? Skiptir í raun máli hvort um kraftaverk var að ræða eða ekki? Svona er spurt í Agnesi — barni Guðs. í tilvitnun höfundar í Robertson Davies stendur m.a.: „ó, krafta- verk! Þau gerast hvarvetna." Agnes sjálf er umvafin trúar- legri mystík. Móðir Mirjam Ruth er fremur hversdagsleg persóna, ákaflega mannleg og aðeins ströng á yfirborði. Martha Livingstone er harðger, leitandi skýringa á sínu eigin lífi hjá öðrum. Mál Agnesar hefur mikil áhrif á hana, hún fær jafnvei tíðir aftur eftir nokkurt hlé. Við fylgjumst með þeim breyt- ingum sem verða smám saman á Mörthu. Efnisleg viðhorf og and- leg rekast á. Þessi jarðýta geð- lækninganna er skilin eftir i óvissu, en reynslunni ríkari. Móðir Mirjam Ruth bendir oftar en einu sinni á að Agnes sé ein- stök, hún er ekki eins og aðrir og engin nunna líkist henni. Söngur hennar er til að mynda himnesk- ur, eins konar englasöngur. Framkoma Agnesar er sam- bland af trúarlegri upphafningu og geðbilun. Guðrúnu S. Gísla- dóttur tekst einkar vel að tjá þær sveiflur sem verða í sálarlífi Agn- esar. Hinu óræða, ef svo má kom- ast að orði, gerir Guðrún eftir- minnileg skil. Agnes er mótsagn- akennt og öfgafullt hlutverk og til þess fallið að veita metnaðarfullri leikkonu tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Þetta tækifæri nýtir Guðrún til fullnustu. Ég efast um að hún hafi leikið betur og er leik- ur hennar einn sér ástæða til þess að fólk láti ekki leikritið fara framhjá sér. Sigríður Hagalín I hlutverki geðlæknisins leikur á marga strengi í túlkun sinni, gerir það vel, en án sannfæringar. Það vant- ar herslumun. Sama er að segja um leik Guðrúnar Ásmundsdóttur í hlutverki móður Mirjam Ruth. Túlkun Guðrúnar er þó veikari því á köflum er eins og hún sé stödd utan við hlutverkið. Að vísu er það fremur illa byggt af hálfu höfund- ar. Leikmynd Steinþórs Sigurðs- sonar og lýsing Daníels Willi- amssonar eru með einfaldasta hætti, það eru manneskjurnar sjálfar sem tala, tæknibrellur víðs fjarri. f leikskrá stendur að Guðbjörg Thoroddsen „aðstoðaði við söng Agnesar". Merki þetta að Guð- björg hafi sungið söngva Agnesar á hún lof skilið. Söngvarnir hljóm- uðu fallega. Skal í því sambandi minnt á hlut Hjálmars H. Ragn- arssonar sem var tónlistarum- sjónarmaður verksins. Ekki get ég sagt að ég hafi verið að fullu sáttur við þýðingu Úlfs Hjörvars, stundum þóttu mér árekstrar milli hversdagslegs málfars og upphafins. En það voru margir verulega góðir sprettir í þýðingu Úlfars. Bundið mál þýddi Karl Guðmundsson og gleymdi ekki hinu kátlega, samanber söng Agnesar sem á að skýra getnað barnsins. Leikstjórinn, Þórhildur Þor- leifsdóttir, segir í spjalli að helst hafi höfðað til sín andlega um- ræða leikritsins, „þessi átök milli rökhyggju og skynsemisdýrkunar annars vegar og trúarþarfar og trúfestu hins vegar, þessi mis- munandi viðhorf". Umræða leik- ritsins er vissulega veigamikil. En hún er okkur dálítið fjarlæg. Slfk- um hlutum veltum við ekki fyrir okkur að marki. Engu að síður höfum við gott af því að hyggja að átökum innan klausturveggja. Þau átök eiga sér líka stað fyrir utan, mitt á meðal okkar. Agnes — barn Guðs er verk sem samið er að kunnáttu. Þrátt fyrir alvörugefni þess má ekki gleyma gamanseminni (samanber reyk- ingaumræður hins síreykjandi feðlæknis og primadonnunnar). !g skil aftur á móti ekki alveg erindi þess á íslenskt leiksvið. Það er á margan hátt dæmigert fyrir bandariska leikritagerð og höfðar eflaust sérstaklega til kaþólskra í Bandaríkjunum. Gestaleiksýning á Kjarvalsstöðum: Orð í eyrun Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Taliesin Tbeatre sýnir í boði Al- þýðuleikhússins á Kjarvalsstöðum: A Word in the Stargazer’s Eye (Orð í auga) eftir Stuart Cox og Nig- el Watson, byggt i Kalila & Dimma — úrvali dæmisagna um Bidpai eftir Ramsey Wood. Leikstjóri: Stuart Cox. Ekki veit ég gjörla hversu kunn- ugar þessar dæmisögur eru hér, las í leikskrá að þær væru upp- haflega skráðar á sanskrit fyrir nærfellt 2000 árum í indverska sagnabálkinum Panchantantra. Þessar sögur hafa þau verið endursagðar upp á nýtt og hér er stuðst við síðustu útgáfu. Orð í auga skiptist í tíu þætti. Dr. Bidpai ætlar að flytja fyrir- lestur um siðferði stjórnvalda, en snýr þvi upp í að segja frá hinum Nigel Watson ýmsu mannraunum og ævintýrum sem hann lenti í þegar hann fer að heimsækja Dabschelin kóng, er varpað i dýflissu en vegna draums konungs er dr. Bidpai settur við fótskör honum að fræða hann og vera honum til skemmtunar. Umgerðin getur ekki einfaldari verið en á Kjarvalsstöðum, bún- ingar fyrirhafnarlitlir og einfald- leiki er i hverju smáatriði. Nigel Watson brá sér í margra líki i leiknum og tókst það misjafnlega, líkamleg fimi hans eða styrkur dró á stundum úr áhrifum þeirra tilsvara sem hann skilaði samtim- is. Framsögnin var þó áfallalítil, en leikkækir eða leikbrögð ansi keimlík á stundum. Margar sagn- anna voru skemmtilegar en teygð- ist úr þeim einum of stundum. Samt var þetta bara hugnanlegt kvöld. En aðstaðan fyrir leik- húsgesti — og væntanlega leikara ekki siður — er svona á mörkun- um að vera boðleg. Píanótónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Fjórðu tónleikar Tónlistarfé- lagsins voni haldnir í Austurbæj- arbíói um helgina sem leið og var Edda Erlendsdóttir píanóleikari á pallinum að þessu sinni. Edda fhitti tónlist eftir Mendelssohn, Schumann, Debussy og Chopin og einnig tvö íslensk píanóverk eftir Karólínu Eiriksdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Edda Erlendsdótt- ir er góður píanóleikari og var leik- ur hennar allur mjög skýr og mús- íkalskur. Skýrleikinn er ávöxtur vand- aðra vinnubragða og góðrar tækni og voru þessir þættir sér- lega áberandi í verkum Schu- manns (op. 22) og í verki De- bussy, „Kátu eyjunni," en bæði þessi verk voru mjög vel leikin. Sama má reyndar segja um leik Eddu í verkum íslensku tón- skáldanna. „Hans“ tilbrigðin eft- ir Þorkel eru áheyrileg og hefð- bundin i tónskipan, andstætt því sem gerst hefur í nútfmatónlist. Slíkt afturhvarf til tóntegunda- bundinna vinnubragða, sem heyra mátti í verki Þorkels, hef- ur nú í nokkur ár verið helsta einkenni nýsköpunar i tónlist. „Hans“ tilbrigðin eru einföld og lagræn í gerð og voru einstak- lega vel flutt. „Eins konar rondo“ heitir píanóverk Karól- Edda Erlendsdóttir ínu, „Ný-gamalt“ í stil, áferðar- fallegt en ákaflega laust f formi, eins konar röð af „snæljósum", örstuttum tónhugmyndum, sem nær ekkert er unnið úr. 1 síðasta verki tónleikanna, Polonaise- Fantasie op. 61, eftir Chopin, vantaði Eddu afl og kraft til að ljúka verkinu með „bravúr". Vera má að hófsama túlkun Eddu megi rekja til gætni henn- ar og varúðar gagnvart miklum átökum, sem, þrátt fyrir góða tækni, þarf mikið líkamsþrek til að leika með, að létt láti i eyrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.