Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 17 Sýningar hefjast að nýju á Gæjum og píum FÓSTUDAGINN 11. janúar hefjast á ný í Þjóðleikhnsinu sýningar á hin- um vinsæla söngleik „Gæjum og pí- um“, eftir Frank Loesser, Jo Swerl- ing og Abe Burrows, en verkió er byggt á sögum eftir Damon Runyon. Söngleikurinn Gæjar og píur var sýndur alls 45 sinnum í Þjóð- leikhúsinu á sl. leikári og var upp- selt á allar sýningarnar, en yfir 25 þúsund manns sáu verkið. Flosi ólafsson þýddi verkið, leikstjórar eru Benedikt Árnason og Kenn Oldfield frá Bretlandi, en hann samdi líka dansana i sýning- unni og stjórnaði þeim, en dans- arnir hafa vakið mikla athygli hér. Hljómsveitarstjóri er Terry Davies, einnig frá Bretlandi, en hann hefur lengi starfaö sem tón- listarstjóri við breska þjóðleik- húsið, hefur samið mikið af leik- hústónlist og stjórnaði hljóm- sveitinni og útsetti lögin í upp- færslu breska þjóðleikhússins. Leikmynd er eftir Sigurjón Jó- hannsson, Una Collins gerði bún- inga og lýsingu hannaði Kristinn Daníelsson. Söngstjóri er Agnes Löve. Með helstu hlutverkin fara þau Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Egill Ólafsson, Flosi Ólafsson, Sigurður Sigurjónsson, Guðmundur Ólafsson, Árni Tryggvason, Randver Þorláksson og Erlingur Gíslason. Vakin er sérstök athygli á því að sýningar á Gæjum og píum geta ekki orðið margar vegna þings Norðurlandaráðs sem haldið verð- ur í Þjóðleikhúsinu í byrjun mars. (Préttatilkynning.) Reykjavík: PC-20 Ljósritunarvél tyrir minni fyrirtæki og deildir stærri fyrirtækja, 8 Ijósrit á mín. Kassetta fyrir 100 blöó (sölu- haasta Ijósrltunarvélin í heiminum í dag). Staög. 51.200.- SUifuélin hf WSS Suðurlandsbraut 12 Sími 685277 Canon PC-10 Hentug Ijósrltunarvél tyrlr einstakl- inga með lltla IJósrltun. Elnföld. skýr Ijósrlt og Ijósritar á allan venjulegan pappfr. Staög. 40.950.- PC-25 Lítll Ijósritunarvél meó stórkostlega möguleika. Hún stækkar um 120% og minnkar um 67% og 78%. Tekur 8 Ijósrlt á mín. Staög. 65.360.- Canon PC-cartridge i þessum hleóslum er duftió en þaö endist á 3000 Ijósrit. Einfalt aö skipta og þú getur valiö um sex liti, svart. brúnt, blátt, rautt, grænt eöa Ijósblátt. Svört hleösla fylgir vélinni. Frábær nýjung Beint frá ALVIN AILEY-Dansstúdíóinu í New York kemur CORNELÍUS CARTER og sér um kennsluna í vetur ásamt Sóley Jóhannsdóttur og fleirum. Konur 2.600 fleiri en karlar Meðalstærð fjölskyldu 2,88 einstaklingar ÞAÐ bjuggu rúmlega tvö þúsund og sex hundruð kon- ur umfram karla í Reykjavík 1. desember 1983, að því er fram kemur í Árbók Reykja- víkurborgar 1984, 44.860 konur, 42.246 karlar. Meðal- aldur kvenna í borginn var tæplega 36 ár, mcðalaldur karla tæplega 33 ár. Meiri jöfnuður var í kynskiptingu íbúa nágrannasveitarfélaga, Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellssveitar og Bessa- staða-, Kjalarness- og Kjós- arhrepps. Þar bjuggu samtals 20.740 konur og 20.374 karl- ar á sama tíma. Heimili í Reykjavik töldust 20.585 í árslok 1983 og meðal- stærð fjölskyldu var 2,88 ein- staklingar. f öllum öðrum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu er meðalfjölskyldan stærri; stærst í Kjalarneshreppi, 3,84 einstaklingar. Einstæðir foreldrar með börn innan 16 ára töldust 2.962 í Reykjavík einni og fjöldi barna á framfæri þeirra 3.885. Einstæðar mæður voru 2.804, einstæðir feð- ur 158. Einhleypingar í Reykjavík töldust tæplega 28.000 (16 ára og eldri), 13.600 konur og 14.150 knrlár Árið 1982 fæddust 1.470 í Reykjavík, árið 1983 1.479. Árið 1982 létust 710 einstaklingar 1 borginni. Á árabilinu 1981—1983 fluttust 1.619 til Reykjavíkur umfram brottflutta. Veturinn 1983—1984 voru 11.342 nemendur í grunnskólum höfuðborgarinnar. Dansstúdíó Sóleyjar býður eftirfarandi „spor“: Jazzballett við nútlmatónlist auK þess sem sérstaklega verða læknum fyrir „stressað" fólk. Pró- break" — Skrikkhressir tlmar... kenndir sviðs-og sýningadansarfyrir bæöi hópa og einstaklinga. tín- og saladbar á staönum tyrir Allir aldurshópar frá 7 ára aldri, jafnt konur sem karlar. þá sm koma td. I hádeglnu. N.B. Jazzballett... Hressilegir morgun- og kvðkttlmar I jazzballett tyrir konur og karia sem vllja halda llnunum I lagi. Innritun hefst mánudaginn 7. janúar og er frá kl. 10—12 og 18—20 alla virka daga í síma 687701. Ath. Eldri nemendur hafi samband um breytingar á stundatöflu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.