Morgunblaðið - 08.01.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.01.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 23 óvanaleg staða í utanríkismálum Austur-Þjóðverja. Á meðan sam- búð stórveldanna fór kólnandi reyndu Austur-Þjóðverjar að bæta sambúðina við Vestur- Þjóðverja og gengust inn á póli- tískar málamiðlanir m.a. með því að slaka á gæslu við landamærin, en í staðinn kom lánsfé frá Vest- ur-Þjóðverjum. Austur-Þjóðverjar voru andvígir uppsetningu nýrra bandarískra eldflauga í Vestur- Þýskalandi og þeir voru einnig andvigir uppsetningu sovéskra flauga í heimalandi sínu. Stefna Austur-Þjóðverja gagnvart Vest- urlöndum fól í sér, að þýsku ríkin bæði gætu saman og sitt í hvoru lagi hamlað gegn víg- búnaðarkapphlaupinu með því að beita sér gegn slíkum hugmyndum innan NATO og Varsjárbanda- lagsins. í fyrstu létu Sovétmenn þessa viðleitni Austur-Þjóðverja til að reka sjálfstæða utanríkisstefnu sig litlu skipta, en það kom til vegna þess að þegar var hafin uppsetning sovéskra eldflauga i Austur-Þýskalandi. Auk þess vildu Sovétmenn freista þess að vekja upp andúð á Bandaríkja- mönnum meðal bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu með því að taka upp vinsamlegri stefnu gagn- vart Vestur-Evrópu en Banda- ríkjamönnum. En um sumarið þegar ljóst varð að Sovétmönnum myndi ekki takast þetta ætlunar- verk tóku þeir til við að berja niður stefnu Austur-Þjóðverja. Erich Holecker, formaður austur- þýska kommúnistaflokksins, ákvað að hætta við heimsókn sína til Vestur-Þýskalands eftir að hafa fengið um það skýr fyrirmæli frá Sovétmönnum. Sovétmenn beittu Austur-Þjóðverja miklum þrýstingi og birtist hann m.a. í ár- óðri gegn Vestur-Þjóðverjum og grófustu ásökunum á hendur þeim allt frá tímum kalda stríðsins. Endurkjör Reagans Flestar ríkisstjórnir Vestur- landa voru á þeirri skoðun að endurkjör Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, myndi helst geta fengið Sovétmenn til afvopn- unarviðræðna. Einhverjir kunna að hafa talið Mondale, frambjóð- anda demókrata, líklegri til að ná árangri eftir að hafa borið saman stefnuskrár demókrata og republ- íkana, flokks Reagans. Banda- lagsríki Varsjárbandalagsins hafa ef til vill þrýst nokkuð á leiðtoga Sovétríkjanna að freista þess nú að ná samkomulagi við Banda- ríkjamenn. I september þóttust Sovétmenn vissir um að Reagan yrði endur- kjörinn forseti og þar með gerðu þeir sér ljóst, að það var við Reag- an að eiga í afvopnunarviðræðum. Undir lok kosningabaráttunnar gaf Reagan það greinilega í skyn, að nú væri hernaðarmáttur Bandaríkjanna á ný orðinn það öflugur, að unnt væri að hefja af- vopnunarviðræður við Sovétmenn. Jafnframt þessu var ljóst að þjóð- þing Bandaríkjanna og almenn- ingsálitið þar í landi var að snúast gegn frekari hernaðaruppbygg- ingu og taldi tímabært að gera heiðarlega og raunhæfa tilraun til samninga. Hið sama má segja um ríki Vestur-Evrópu. Aðeins liðu fjórtán dagar frá endurkjöri Reagans þar til fram var komin tillaga um samningaviðræður um allar tegundir kjarnorkuvopna og geimvopna og viðræður þeirra Schultz og Gromyko. Þegar litið er á einstök deilumál í samhengi virðast líkur á sam- komulagi hafa aukist. Samninga- viðræðurnar verða að hefjast með því að stórveldin komi sér saman um málamiðlanir í þeim deiluefn- um, sem leiddu til strands í fyrri viðræðum. Breytt viðhorf í utanríkismálum og hið víðtæka efni sem utanrík- isráðherrar stórveldanna ræða gefa vissulega tilefni til meiri bjartsýni en áður. Arne Olav lirundtland er sérfræó- ingur i öryggis- og afvopnunarmíl- um hjá Norsku utanríkismála- stofnuninni og ritstjóri Internation- al Politikk. — eftir Eyjólf Kon- ráð Jónsson Því miður keppast nú stjórnarþingmenn jafnt og aðrir við að lýsa því hvernig stefnan hafi brugðist í ógn- arátökunum á liðnu hausti. Mörkuð stefna brást raunar ekki, henni var einfaldlega ekki fylgt fram. Mikilvæg- asta ákvæði samkomulags Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks 1983 varð nán- ast bókstafurinn einn. Það hneig að því að mæta óhjá- kvæmilegum gengisbreyt- ingum með því að lækka skatta og tolla „sem nú leggjast með miklum þunga á ýmsar nauðsynjavörur". Þetta fyrirheit var forsenda undirritaðs fyrir stuðningi við stjórnarsáttmálann, enda ætti hverju manns- barni að vera ljóst hvert óráð það er í baráttu við verðbólgu að bæta stans- laust við sölusköttum, vöru- gjöldum og hvað það allt saman kallast — einmitt þegar vöruverð og allur til- kostnaður rýkur upp vegna gengisfellinga. Dæmið gekk einfaldlega aldrei upp nema í tölvu og henni meira en lít- ið stjórnlyndri. Hún mátti ekki taka fólk með í reikn- inginn heldur bara tölur og síst mátti hún skilja að tveir dálkar eru í ríkisreikningn- um, þannig að útgjöld hækka minna alveg eins og tekjurnar, ef álögum er stillt í hóf, svo að ekki verði knúðar fram óhæfilegar kauphækkanir og gengisfell- ingar. Annars ætlaði ég nú í þessum greinarstúf aðallega að segja þetta: Þegar ríkisvald einokar peningamarkað verður mis- rétti, ofstjórn og óstjórn óþolandi — spillingin í al- veldi yfir heilbrigðasta Eyjólfur Konráð Jónsson „En hvað sem þessu líður þá er hitt aðalatriðið að af- leiðing þess að svipta at- vinnuvegi og alþýðu starfsfé hlýtur að verða sú að fyrirtæki og aðrar eignir rýrna að raunvirði því að enginn getur keypt — nema EINN — hann þarf enga peninga heldur bara stimp- iL Flott fyrirkomulag!“ stæður, bíður þeirra annað tveggja gjaldþrot eða stimp- illinn, hann er í höndum Sambands ísl. samvinnufé- laga. Og þegar hann er dreg- inn upp úr brjóstvasanum brosa bankastjórar út fyrir eyru, eitt stuð og bankinn er seif — engin veð, ábyrgðir eða stúss. Menn hrista svo spaöann hver á öðrum, þótt 1984 (107. lögKjafarþing) — 219. mál. Sþ. 263. Fyrirspurn til vidskiptarátMtcrru um grcu>slu rckstrur- og afurðalána bændu. Frá Hyjólfi Konráó Jónssyni 1 Hvcrjar cru i cinstökum atriöum þxr nýju rcglur scm bankarnir hafa sctt til aö tryggja aö bændur fái lán sín i hcndur ,.um lciö og lámn cru vcitt'* i samrarmi við tyrirma;li Alþingis í þingsályktun frá 22. mai 1979 og brcf vidskiptaráduncytisifis á fimm ára afmæli hcnnar 22. maí s. I.? 2. Hafa nokkrir bankar eda útibu reynt aö sniöganga þessi fyrirmæli? Ef svo cr. hvaöa viðurlögum hyggst raöhcrra beita? 3. Hvaða veð hafa bankar fyrir rckstrar- og afuröalanum annars vegar og lanum til afurðasölufyrirtækja hins vegar? Telja viöskiptabankar veðsetnmgar samvinnufélaga yfirleitt fullnægjandi? Sitja einkafyrirtæki við sama borð og samvinnufélog að því er tryggingar varðar í ríkisbönkunum? 1984 (107. löggjafarþing) — 217. mál. Ed. 260. Frumvarp til laga um breyting á logum nr. 10 frá 29. mars 19bl, um Seðlabanka fslandc Flm.: Eyjólfur Konráð Jónsson, Valdimar Indriðason. 1 gr 11. gr. laga nr. 10 29. mars 1961, sbr. 31. gr. laga nr. 13/1979 og 26. gr. laga nr. 43/1984, orðist svo: Innlánsstofnanir þær. sem um ræðir í 10. gr., svo og aðrar opinberar lánsstofnanir og fjárfestingarsjóðir, skulu gcyma laust fé sitt á reikningi í Seðlabankanum eftir því sem við verður komið. Seðlabankinn getur ákveðið að innlánsstofnanir þær, sem um ræðir í 10. grein. skuli eiga á reikningi í Seðlabankanum upphæð er nemi tilteknum hundraðshluta af innstæðufé viðkomandi stofnunar. Innstædubinding samkvæmt þessu ákvæði má þó aldrei vera hærri en 10%. Sama hlutfall skal ætið gilda um hvern flokk innstæðna hjá öllum innlánsstofnunum. öll frekari innstæðubinding er óheimil. Einnig getur Seðlabankinn ákveðið að tiltekinn hluti innlánsaukningar sé bundinn á reikningi hjá honum, enda fari heildannnstæða, sem viðkomandi stofnunum er skylt að etga í Seðlabankanum. ekki fram úr því hámarki sem um ræðir ( 2. málsgrein. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. í 3. gr. laga um Seðlabanka íslands hefur meginhlutverk bankans allt frá setmngu laga nr. 10 frá 1961 verið talið „að annast seðlaútgáfu og vinna að því, að peningamagn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miðað við það, að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt.“ Ljóst cr að þessu hlutverki hefur Seðlabankinn ekki valdið talsvert á annan áratug því að verðbólga hefur ætt áfram samhliða því sem framleiðslugeta atvinnuveganna hefur verið vannýtt. Sökina á þessu er þó ekki einungis að rekja til Seðlabankans heldur margra ríkisstjórna og Alþingis sem beint og óbeint hafa lagt fyrir bankann að herða að atvinnuvegunum og viðskiptabönkunum í þeirri trú að afgamlar kenningar um frysting fjármuna væri leiðin til að kveða verðbólgu niður. Hvergi í nágrannalöndum hefur þeirri stefnu verið fylgt á þann veg sem hér hefur orðið. enda svokölluð ..Ólafslög'' einsdæmi í löggjöf vestrænna þjóða. Við setmngu Seðlabankalaganna 1%1 var bankanum veitt heimild til nokkurrar sparífjárbindingar enda höfðu menn á þeim tíma einhverja trú á stjórn „pemngamagns í umferð". Lengi vel kom ákvæði þetta ekki að sök því að allan sjöunda áratuginn gerðu stjórnvöld sér grein fyrir því að ákvæðinu bæri að beita til að efla atvinnuvegi og sjá mönnum fyrir eðlilegu starfsfé í viðskiptum sínum og framkvæmdum. Breyting sú. sem í frumvarpinu greinir, beinist að því að færa starfssvið Seðlabankans smám saman í það horf sem upphaflega var ætlunin. þannig var bundið fé í bankanum fyrst i stað aldrei yfir 10%. þótt heimildir væru til 15% bindingar og 20% af innstæðufé „sem ávísa má á með tékka". í annan stað er lagt til að taka á ný f lög ákvæði upphaflegu laganna frá 1%1. Ákvæðið hljóðar svo:....sama hlutfall skal ætíð gilda um hvern flokk innstæðna hjá öllum innlánsstofnunum“. Og við þetta er bætt orðunum: „öll frekari innstæðubinding er óheimil." Að öðru leyti gerir frumvarpid ráð fyrir að 11. grein laga nr. 10/1%1 verði tekin óbreytt í lög að nýju, nema síðasta málsgr. greinarinnar sem var nánast bráðabirgðaákvæði. Seðlabankínn ficfur nú lagaheimildir til að binda allt að 38% sparifjár þjóðarinnar. I»ar að auki «r viðskiptabönkum gert að lána Framkvæmdasjóði íslands 4% sparifjárins, að visu með samningi en undir þrýstingi framkvæmdavaldsins sem tíðum telur sig bært að stjórna löggjafarvaldinu. Sú stefna, sem fylgt hefur veriö í peningamálum nú nokkuð á annan áratug, hefur brugðist. Sparifé alþýðu hefur smám saman þorrið þegar menn gerðu sér grein fyrir því að fé þeirra gekk í stöðugt ríkari mæli til ríkisbáknsins, f rauninm ekki sem lánsfé heldur var um beina eignaupptöku að ræða þegar vextir voru ncikvæðir jafnvel svo að tugum prósenta nam. Tilraunir stjórnvalda til að bregðast með sfvaxandi hörku við þessum vanda hafa sfður en svo leyst hann, þær hafa aukið hann svo að kreppa og óðaverðbólga hefur af hlotist í mesta góðæri íslandssögunnar, en útlendingar hafa fjármagnað máttvana atvinnuvegi á okurkjörum. Samhliða hefur óréttlæti aukist í íslensku þjóðlífi og fátækt hafið innreið sína. bessi stefna, sem allir flokkar á liðnum kjörtímabilum bera ábyrgð á, hefur mistekist. Ljóst er því að ofstjóm peningamála verður að linna. Að því mióar flutningur frumvarps þessa. 1984 (107. löggjafarþing) — 220. mál. Sþ. 264. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um beinar grciðslur til bænda. Frá Eyjólfi Konráð Jónssyni. 1 Hvcrmg hafa bændur tekið því nýmæli að fá nú beint í hendur rekstrar- og afuröalán sín „um leið og lánin eru veitt" í samræmi við fyrirmæli Alþingis í þingsályktun 22. maí 1979 og bréf viðskiptaráðuneytisins á fimm ára afmæli hennar 22. maí s. I.? Hafa bænda- samtök látið í Ijós álit sitt á þessu nýmæli? 2. Hafa nokkur brögð verið að þvf að afurðasolufélög reyndu að smðganga fyrirmæli Alþingis eða einstakir bankar hliðrað sér hjá að sjá til þess að fyrirskipunum viðskiptaráðuneytisins væri hlýtt? 3. Hafa sláturhús stuðlað að þvi að bændur fengju greitt fullt grundvallarverð á þessu hausti? Ef svo er ekki. hvernig er uppgjöri þá háttað, almennt og hjá einstökum afurðasölufyrírtækjum? fólki. Hér er nú svo komið að meginhluti fjármagns, aflafjár og sparifjár, er „frystur" og síðan oft útdeilt einhvern veginn. Frjálsir peningar finnast vart til framkvæmda nema í „neð- anjarðarhagkerfi", sem svo djúpt er grafið að meiri háttar jarðhræringar þarf til að koma því upp á yfir- borðið. Kannski verða þær, hver veit? En hvað sem þessu líður þá er hitt aðalatriðið að af- leiðing þess að svipta at- vinnuvegi og alþýðu starfsfé hlýtur að verða sú að fyrir- tæki og aðrar eignir rýrna að raunvirði því að enginn getur keypt — nema EINN — hann þarf enga peninga heldur bara stimpil. Flott fyrirkomulag! Ef fyrirtæki er í fjár- þröng, eigendur og stjórn- endur hafa verið í langvar- andi erfiðleikum, þótt eignir séu miklar við eðlilegar að- enginn hafi hugmynd um hvort samvinnuhreyfingin eigi fyrir skuldum í „pen- ingalausu" þjóðfélagi þar sem enginn gæti keypt né vildi kaupa verðlaus fyrir- tæki. Hvers virði eru t.d. glæsihallir sem búpeningur gistir hálft eða heilt dægur á leiðinni í dauðann eða ráð- villt fólk ráfar um dag og dag í vöruleit og óttast það mest að finna aldrei útgang- inn? Ég stóð að flutningi þriggja þingmála skömmu fyrir jól. Þau drukknuðu auðvitað í ösinni. En ég bið nú blaðið mitt að birta þau hér neðanmáls, því stimp- ilmálið hlýtur að verða í brennidepli innan tíðar. — Líka því miður. Ey. Kon. Jónsson er alþingismaður Sjálfstæðisflokks tyrir Norður- landskjördæmi vestra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.