Morgunblaðið - 08.01.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.01.1985, Qupperneq 29
29 áttrætt tók hún sig upp og ferðað- ist á eigin spýtur um Kanada til að treysta vinaböndin við ættingja sína þar. Hafði hún mikla ánægju af þeirri ferð. Áður hafði hún komið til Danmerkur, Svíþjóðar, Englands og Frakklands, og á ní- ræðisaldrinum fór hún með vin- konu sinni í hópferð til Spánar. Var það í miklu samræmi við víð- sýni hennar og athafnaþrá, hversu lítt hún var bundin við torfuna, þótt hún byggi um leið yfir þjóð- legum dyggðum fortíðarinnar sem eðlislægum arfi sinum. Síðustu ferð sína til útlanda fór hún ein síns liðs á vit fjölskyldu minnar í Englandi, þar sem hún setti sinn hugþekka svip á okkar fyrsta jóla- leyfi með nærveru sinni. Fram til þess tíma fór hún allra sinna ferða hvert sem var, hvort sem það var utan lands, til vina og venzla- manna á Suðurnesjum og víðar eða einfaldlega til að gegna erind- um sínum í bænum, og skipti þá engu þótt veður væru hörð og svellalög um allt, því að kjarkleysi þekkti hún ekki. Allt þar til fyrir 3—4 árum var amma mín ern og andlega hress, en þá fór minnið og þrekið smám saman að gefa sig. En aldrei lá hún langar sjúkralegur, og sýnir það með öðru, hve sterkir stofnar hafa staðið að henni. Ég mundi lýsa ömmu minni svo, að hún hafi verið há vexti og gerð- arleg, nokkuð þykkvaxin og bar í andlitsdráttum sterk einkenni þess svipmóts, sem fylgir mörgu fólkinu frá Seljatungu. Hún var dökk á hár og brúneyg, svipmikil, en svo full rósemi og hlýju, að börn hændust ósjálfrátt að henni. f yfirbragði og hreyfingum var hún aðsópsmikil og þó laus við allt yfirlæti. Það var Iíklega ekki ófyr- irsynju, að á sínu síðasta aldursári var henni gefið nafnið „höfðing- inn“ þar sem hún dvaldist á elli- heimili um nokkurra mánaða skeið. Hún var greind og ákaflega viðræðugóð, lífsglöð, kankvís og glettin. Jafnaðargeði hennar var viðbrugðið, og aldrei reyndum við krakkarnir hana aö skapstirfni, en væri henni misboðið, kunni hún manna bezt að hemja skap sitt og halda virðingu sinni. Félagslynd var amma mín með afbrigðum og stundaði af áhuga spilakvöld og dansskemmtanir aldraðra, eftir að hún komst á efri ár. Laus var hún við tepruskap gagnvart áfengi, kunni vel að meta góðan drykk á góðri stund. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 Umfram allt var hún samfélags- vera, vinur vina sinna og svo ein- staklega barngóð, að það er mér uppeldisleg áraun að hjálpa dóttur minni 8 ára að komast yfir þessa fyrstu reynslu af sorg eftir látinn ástvin. En til góðs mun minning hennar fylgja okkur, meðan lifum. Afi og amma áttu þrjár dætur, sem hér verða taldar: Jenný, gift Antoni Axelssyni flugstjóra hjá Flugleiðum, eiga 4 börn og 6 barnabörn; Kristín, gift Jens Hin- rikssyni vélstjóra í Áburðarverk- smiðjunni, eiga 3 börn og 4 barna- börn; Esther, gift Hlöðver Krist- jánssyni rafvirkja í Álverksmiðj- unni, eiga 9 börn og 11 barnabörn. Barnabörnin eru því 16, en barnabarnabörnin eru 31. Alls voru niðjarnir orðnir 40, þegar Valdís amma dó, og eru þeir allir við góða heilsu. Það var gæfa mín í æsku, að afi og amma, sem ég hafði svo oft leit- að til á heimili þeirra á Laugaveg- inum, skyldu flytjast í hús for- eldra minna. Hjá þeim átti ég ávallt athvarf, og engin orð ná að lýsa því nána sambandi, sem ég átti við afa minn yfir spili og tafli og einföldu spjalli. Þau lifðu bæði óbrotnu lífi, en á heimili þeirra var menntandi andrúmsloft og örvandi fyrir bókhneigðan krakka. Á ég erfitt með að ímynda mér jafnmikla „sál“ í nokkru bókasafni sem því, er skápurinn hans afa míns geymdi. Við andlát hans varð ég að sjá á bak mínum bezta vini. En þótt ég hafi kannski ekki hugsað það fyrr á þennan hátt, hefur amma min ekki síður reynzt mér sem vinur og sálufélagi gegnum árin. Til hennar var alltaf gott að koma, hvort sem það var á Langholtsveg- inum eða í Garðinum, meðan hún var þar við ráðskonustörf um 6 ára skeið. Á umbrotsárum æsk- unnar var mér ósjálfrátt styrkur að því að geta leitað til hinna traustu róta uppruna mfns og fundið andblæ róseminnar í sam- félagi við hina hyggnu og hjarta- hlýju ömmu mína. Veit ég, að mörg frændsystkini mín hafa þá sömu sögu að segja. Fólkið hennar allt kveður hana nú með söknuði. En geislandi góð- vild hennar mun fylgja okkur gegnum lífið. Biðjum þess, að hvíldin verði henni góð og að Drottins eilífa ljós megi lýsa henni. Jón Valur Jensson SHARP Lítil og nett en leynir á sér Hún er fallega nett og fer vel í skrifstofu. Hún prentar í 4 litum - svörtu, rauðu, bláu og brúnu. Hún prentar allt frá B4 (A4 yfirstærð), og niður í nafnspjöld. Hún prentar á flestar þykktir af pappír - kartong. Z-60 Ijósritunarvél aðeins kr. 54.000 stg. HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244 HUOMBÆR KRISTJAN GUBJÖNSSON Stærðfræðl Handbok örrír íoreldra, kennara og nemendur Stærðfræði ÚR ER komin hjá Erni og Örlygi handbók í stærðfræði ætluð foreldr- um, kennurum og nemendum. Höf- undur er Kristján Guðjónsson náms- stjóri í stærðfræði. Hinni nýju handbók í stærð- fræði er ætlað að leysa úr vanda- málum og svara spurningum sem upp koma t.d. á heimilum þegar foreldrar vilja hjálpa börnum sín- um við heimadæmin en muna ekki reikningsaðferðir og þær finnast ekki í viðkomandi reikningsbók, sem barnið notar þá stundina. Efni bókarinnar skiptist í þrjá meginþætti: 1) Breytingatímabil — orsakir og afleiðing, 2) Stærð- fræðinám — fyrstu bekkir grunn- skólans, 3) Stærðfræðihugtök. Hin nýja handbók er unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. Sigurþór Jakobsson sá um kápugerð en Halldór Þorsteinsson teiknaði myndir í texta. Kam ‘M&Utm Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS) Konur a öllum aldril öðlist sjálfstraust í lífi og starfi Almenn námskeiö Karon-skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstööu • rétt göngulag • fallegan fótaburö. Karon-skólinn leiðbeinir ykkur um: • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiöslu • fataval • mataræói • hina ýmsu borösiði og alla al- menna framkomu o.fl. öll kennsla í höndum færustu sér- fræöinga. Allir tímar óþvingaöir og frjálslegir. Ekkert kynslóóabil fyrirfinnst í Karon-skólanum. Model námskeiö Karon-skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstööu • rétt göngulag • fallegan fótaburö • sviðsframkomu • unniö meö Ijósmyndara • látbragö og annaö sem tilheyrir sýninga- störfum. Innritun og upplýsingar í síma 38126 frá kl. 18.00—20.00. Kennsla hefst þriöjudaginn 15. janúar. Hanna Frímannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.