Morgunblaðið - 08.01.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. JANÚAR 1985
35
Sport-
veiðiblaðið
komið út
ÚT ER komið Sportveiðiblaðið sem
fjallar um stanga- og skotveiðiskap.
Er þetta 2. tölublað og 3. árgangur.
Blaðið er fjölbreytt að efni og mikið
myndskreytt.
Meðal efnis í hinu nýútkomna
blaði má nefna opnuviðtal við
Davíð Oddsson borgarstjóra sein
er margreyndur laxveiðimaður
þrátt fyrir ungan aldur. Einnig
má nefna samantekt með myndum
um stærstu laxa síðasta sumars,
grein um stóra hænginn í Grímsá
og laxakynbætur eftir Össur
Skarphéðinsson, frásögn af þeim
stóra sem slapp í Norðurá í fyrra
eftir Magnús Jónasson, viðtal við
Sverri Scheving Thorsteinsson
formann Skotveiðifélagsins, lýs-
ing á Kjarrá eftir Gunnar
Sveinbjörnsson og kynning á
Landssambandi stangaveiðifélaga
svo eitthvað sé nefnt.
Margt efni annað er í blaðinu
svo og margar myndsjár. Útgef-
andi er Sportveiðiblaðið, ritstjóri
er Gunnar Bender.
Borgarnes:
Innheimta
1984 lakari
en fyrr
Borgaraesi, 5. janúar.
INNHEIMTA gjalda frá Borgar-
neshreppi var lakari á síðastliðnu
ári en árið á undan. Um áramót
böfðu innheimst 96% af gjöldum
ársins á móti 97%árið 1983. Fjár-
hagsstaða Borgarneshrepps var
góð um áramót, að sögn oddvit-
ans, Gísla Kjartanssonar, og tals-
vert betri en á sama tíma í fyrra.
Gísli sagði að lækkun verð-
bólgunnar hefði haft mikið að
segja í því efni, orðið til þess að
tekjur sveitarfélagsins nýttust
betur en fyrr þrátt fyrir að
álagningarprósentur hefðu verið
lækkaðar. Gísli sagði að álagn-
ingarprósenta fasteignagjalda
yrði sama í ár og í fyrra en þá
voru gjöldin lækkuð frá árunum
þar á undan. Hækka gjöldin þvi
um 25% sem er hækkun fast-
eignamats á milli ára. Ekki
sagði Gísli að búið væri að
ákveða álagningarprósentu út-
svara, en hún var 11% í fyrra.
- HBj.
Taffélag Kópavogs:
Haraldur Baldursson efstur á haustmóti
HAUSTMÓTI Taflfélags Kópavogs
er nýlokið. Úrslit eru sem hér segir:
1. Haraldur Baldursson 5 vinningar
2. Sigurður Kristjánsson 5 vinningar
3. Pétur Viðarsson 4 vinningar
Efstir í unglingaflokki urðu
Eyjólfur Gunnarsson og Huldar
Breiðfjörð, en Eyjólfur var hærri
á stigum.
Jólahraðskákmót var haldið
laugardaginn 29. des. ’84. Að þessu
sinni varð sigurvegari Jörundur
Þórðarson með 13 % v., í öðru sæti
varð Haraldur Baldursson með
12% v., þriðji varð Pétur Viðars-
son með 11 % v. Jörundur hlaut því
hinn eftirsóknarverða titil Jóla-
sveinn Taflfélags Kópavogs 1984.
Teflt var í Kópavogsskóla, enda
fer öll starfsemi félagsins þar
fram.
Skákæfingar félagsins fara
fram á þriðjudagskvöldum en
skákkennsla fyrir unglinga er á
laugardögum kl. 14., unglingar eru
hvattir til að koma. Á næstunni er
áætlað að halda 15. mín mót
fyrsta þriðjudag í hverjum mán-
uði. Áætlað er að Skákþing Kópa-
vogs hefjist strax að loknu Skák-
þingi Reykjavíkur ef einhverjir
vilja taka þátt í þeim báðum.
(Frétutilkjnninit.)
EINSTÖK AÐSTAÐA
(Sölden færð þú á einum stað allt sem til þarf í frábæra
skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferð, með
fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar
kröfur - og heldur meira.
Umhverfið er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt
lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt
að 3.100 m hæð. Brautimar eru vel merktar og allt lagt
upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi.
Mörg hundruð skíðakennarar eru til taks, útsýnisstaðir,
veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái“ og
dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, -
ævintýri líkastur.
FRÁBÆRT NÆTURLÍF
Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna
líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og
gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á
huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna
fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum.
Kvöldið tekur síðan við í eldfjörugum Tírólabænum:
Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur-
klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi
nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri
skíðaferð.
SÖLDEN Á EKKI SINN LÍKAN - ÞVÍ GETURÐU TREYST
VERÐ FRÁ KR.
20.800.
◦g mjög gódir greiðsluskilmálar að auki!
(Miðað viS tjengf 21.11 84)
Glsting er fjölbreytt og við allra hæfi.
Ferðatilhögun gæti ekki veirð öllu þægilegri: Beint leiguflug til
Innsbruck og örstuttur akstur til Sölden.
Brottfarardagar: 9 febrúar, ?3. febrúar.
Nýr brottfarardagur: 9.mars.
* Sbr. mðurstöður tjolmargra skiðasérfræðinga evrópskra tímarita.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Aðferðin var í sjálfu sér einföld: Við kynntum okkur alla
þekktustu skíðastaði Austurríkis og völdum síðan þann besta
SÁ BEST1 VARÐ FYRIR VAUNU