Morgunblaðið - 08.01.1985, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985
„ ég hcLt cxb \jib ætlabum í y\no.ttferb,
pegtxr þú Paerir á eftirlaun."
Ást er ...
6/w> l-H
... að fara í kirkju með
fjölskylduna
TM Reg U ?» Pal Ott all nghls reservwl
® 1979 Los Anqeles Times Syndicale
Nú er nóg komið, kona góð. Þetta
er hatturinn minn.
Kg gleymdi að fá frímerkið sleikt?
HÖGNI HREKKVÍSI
" FLOTt FÓTSk^löV
Gjöf eða undirboð
og skattaskjól
Agnes Ingvarsdóttir, Akureyri,
skrifar:
Vegna fréttar í Morgunblaðinu
28/12 1984 undir yfirskriftinni:
„BM Vallá hefur gefið helming
allrar steypu í 15 ár“.
Þessi frétt féll mér mikið fyrir
brjóst. Allt er sett upp til að sýna
framúrskarandi góðgerðarstarf-
semi fyrirtækisins við Hallgríms-
kirkju.
En ástæða er til að skoða frétt-
ina betur. BM Vallá hefur ekki gef-
ið neina steypu, heldur selt hana
með 50% afslætti eins og segir
seinna í fréttinni. Fyrirtækið hef-
ur sem sagt minnkað söluverð, og
skorið niður sinn eigin hagnað.
Þessi söluaðferð er stundum
kölluð undirboð seljanda, og er
oftast gerð til að tryggja vinnu
handa fyrirtækinu og útiloka sam-
keppni. Söluverð er samansett af
kostnaðarlið, álagningu og sölu-
skatti. (Nú má vel vera að kirkjan
sem keypti steypuna hafi fengið
felldan niður söluskattinn.)
Segjum, að BM Vallá hafi selt
skammt, sem venjulega kostar án
söluskatts kr. 100 eða kr. 123,50
með söluskatti til Hallgrims-
kirkju. Kirkjan fær 50% afslátt og
borgar sem sagt kr. 50 + kr. 11,75
(söluskattur). BM Vallá gefur
samkvæmt fréttinni, ímyndaðar
kr. 50 sem eru frádráttarbærar til
skatts vegna þess, að þetta er
„gjöf“ til kirkjunnar sem borgaði
aðeins kr. 50 fyrir kr. 100 skammt,
og gjafir til kirkjufélaga (og ann-
arra líknarsjóða) má draga frá til
skatts (upp að 10% af heildartekj-
um). Skattakerfið er snuðað um
kr. 11,75 söluskatt af hverju, kr.
100 skammti sem fer í kirkjuna (ef
borgaður er söluskattur). Ætla
má, að hinn veitti afslátt sé bók-
Birna Taylor hringdi:
Við unglingarnir hér í Reykja-
vík erum alveg sammála Mrs.
Rhodes og Mrs. Taylor. Hvernig
væri að gera dálítið fyrir krakka á
13—16 ára aldri. Enginn virðist
vilja eyða peningum í að fá Duran
Duran hingað til lands, þó helm-
ingur landsmanna haldi upp á
þessa hljómsveit. Hverjir eru
möguleikar okkar til að sjá þessa
æðislegu kappa? Ég grátbið Ingólf
Guðbrandsson forstjóra Útsýnar
að vera svo vænn að bjóða upp á
ferð á hljómleika með Duran Dur-
an. Ég er viss um að það yrði vel
þegið af öllum aðdáendum
hljómsveitarinnar hér á landi.
færður sem frádráttarbær gjöf til
kirkjunnar. Annað væri ekki eðli-
legur „bisness“, og ætla má að BM
Vallá sé rekið eftir almennt gild-
andi reglum.
Þá er um að ræða skattatækni-
legt atriði frekar en rausn. (Hvaða
fyrirtæki gæti ekki notað að
„skera “ smávegis af tekjutoppin-
um fyrir skattlagningu?)
Ég geng út frá, að steypan hafi
verið seld á eða yfir kostnaðar-
verði. Ef svo er ekki, það er að
segja ef steypan er seld undir
kostnaðarverði, þá versnar í búi,
þvl einhver borgar fullt verð
Velvakandi góóur.
Nokkuð hefur borið á því að
undanförnu, að menn lýsi andúð
sinni fyrirfram á væntanlegu
norsku sjónvarpsefni, og virðast
ýmsir ósparir á fullyrðingar eins
og þær, að íslenska þjóðin vilji alls
Þrjár stelpur hringdu:
Við erum miklir Duran Duran-
aðdáendur og viljum taka undir
það sem Mrs. Rhodes og Mrs. Tay-
lor sögðu þann 29. desember í
Velvakanda um Duran Duran-
hljómleika. í haust var farið á
Queen-hljómleika á vegum ferða-
skrifstofunnar Ævintýraferða. Er
ekki hægt að fara samskonar ferð
á Duran Duran-hljómleika. Ferða-
skrifstofurnar myndu ekki tapa á
þessu þar sem hljómsveitin Duran
Duran er miklu vinsælli hér á
landi en Queen. Og svona í lokin:
Duran Duran-aðdáendur stöndum
saman.
ásamt hugsanlegu tapi á afslátt-
arsteypunni, þ.e. almennir hús-
byggjendur.
Mér skjátlast mikið, ef málum
er ekki háttað svipað og hugleitt
er hér að ofan, því að í fréttinni er
talað um „framlag BM Vallá til
byggingar kirkjunnar" þ.þ. gjöf.
Gaman væri að vita, hvort hér
er um að ræða óeigingjarna góð-
gerðarstarfsemi sem ekki hefur
komið niður á öðrum notendum
steinsteypu og skattborgurum að
neinu leyti, eða hvort um er að
ræða undirboð og skattaskjól.
ekki norrænt sjónvarp, og allra
síst hið lágkúrulega norska, enda
sé það leiðinlegasta sjónvarp í
heimi.
Ég leyfi mér nú að efast um að
þetta sé almenn skoðun lands-
manna. Það sem við höfum séð af
norrænu sjónvarpsefni er síst lak-
ara en frá öðrum löndum. Frá
Norðurlöndum hafa komið frábær
sjónvarpsverk, leikin af heims-
þekktum leikurum. Má þar t.d.
nefna sænsku þættina „Vesturfar-
ana“, gerða eftir sögu Mobergs, og
norsku þættina „Jenny“, eftir
Nóbelsverðlaunaskáldið Sigrid
Undset. í þessum verkum var ekki
horft á heiminn „gegnum hinn
mjóa glugga Skandinava". Einn
nafnleysinginn talar um „áleitna
kynningu á furðulegum viðhorfum
norrænna manna". Gaman væri
að vita, hvað hér er átt við. Nor-
ræn viðhorf birtast m.a. í því, að
hvergi í heiminum ríkir nú meira
frelsi en á Norðurlöndum.
Smáþjóðin Noregur hefur lagt
heiminum til fleiri snillinga á
listasviðinu en mörg stórþjóðin.
Skyldi það nú vera alveg víst að
sjónvarpið þeirra sé hið leiðinleg-
asta, lágkúrulegasta og ömurleg-
asta í heimi?
Jón Bjarklind
Sýnið Dallas
í sjónvarpinu
Ein 10 ára skrifar:
Halló Velvakandi.
Ég vil að Dallas komi aftur í
sjónvarpið. Við eigum bara svart-
hvítt sjónvarpstæki svo ekki er
hægt að leigja myndbandstæki.
Ég hef því ekki séð einn einasta
þátt, sem leigðir eru út á mynd-
bandaleigunum. Hvers vegna er
Dallas ekki sýnt í sjónvarpinu?
Þættirnir eru mikið betri en
margt annað efni, sem þar er sýnt.
Þeir sem ekki þola þáttinn geta þá
slökkt á sjónvarpinu.
Enn um ferð á Duran
Duran hljómleika
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
lostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel ef
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Norska sjónvarpið