Morgunblaðið - 08.01.1985, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985
TU DAGLEGRA NOTA
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
14 ára piltur
lést í dráttar-
vélaslysi
FJÓRTÁN ára piltur frá Brodda-
nesi í Fellshreppi á Ströndum,
lést í fyrrakvöld af völdum
meiðsla, sem hann varð fyrir þeg-
ar dráttarvél, er hann ók nsrri
byggðakjarnanum á Broddanesi,
valt í hálku ofan við túnið þar.
Samkvæmt upplýsingum
Mbl. mun Hrafn hafa verið
einn á ferð á dráttarvélinni
skammt frá heimili sínu í
Kollafirði í Strandasýslu um
kl. 21 á sunnudagskvöldið.
Dráttarvélin var húslaus en
með grind. Þegar slyssins varð
vart var fengin sjúkrabifreið
frá Hólmavík. Pilturinn var
fluttur með flugvél til Reykja-
víkur en lést skömmu eftir
komuna. Hann hét Hrafn Guð-
björnsson, fæddur 1970.
Milt áfram
JÞESSI BLÍÐA er engan veg-
inn einsdæmi í janúar, en að
vísu ekki algeng heldur," sagði
Markús Á. Einarsson, veður-
fræðingur. Markús kvaðst bú-
ast við að hægviðrið héldist í
dag og á morgun, en á fimmtu-
dag gæti farið að draga til
suðaustanáttar. Þá fara rign-
ingin og slyddan að láta á sér
kræla á suðvesturlandinu á
ný.
Morgunblaðið/ Júlíus.
Nauðlending á Reykjavíkurflugvelli
NAUÐLENDING lítillar tveggja hreyfla flugvélar á I vonum, en mikill viðbúnaður var á flugvellinum. Á mynd-
Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag í gær tókst mjög vel. inni er verið að hjálpa einum farþeganna úr vélinni, en
Bilun varð í nefhjóli vélarinnar þannig að flugmaðurinn þeir voru átta, auk flugmanns. Starfsmenn slökkviliðsins
varð að treysta á hin tvö við lendinguna. Tókst hún framar | og flugvallarins eru á bflunum.
Sjá frétt og viðtöl á bls. 4.
MorgunblaðiA/Júlfua.
Hátt í 50 manns gistu fangageymslurnar í Hafnarfírði aðfaranótt mánudags
og voru klefarnir fullir fram undir morgun. Hér koma nokkrir lögreglumenn
pilti inn í lögreglubfl.
Árleg þrettánda-
ólæti í Hafnarfirði
TALSVERÐ ólsti urðu í miðbs Hafnarfjarðar á þrettándakvöld þegar á
annað hundrað ungs fólks safnaðist saman og olli spjöllum. Brotnar voru
15—20 rúður, fjögur jólatré slitin niður, skemmd og dregin út á götu í veg
fyrir lögreglubfla. 40—50 manns gistu fangageymslur lögreglunnar um nótt-
ina.
Ekki urðu önnur slys á fólki en
þau, að unglingspiltur fékk hlut í
auga og var fluttur á slysadeild, að
því er Steingrímur Atlason, yfir-
lögregluþjónn í Hafnarfirði, sagði
í samtali við blaðamann Mbl. í
gær. Steingrímur sagði að ólætin
hefðu byrjað undir miðnætti á
sunnudagskvöldið og staðið fram
undir kl. 5 á mánudagsmorgun.
„Það var ekki mikill drykkjuskap-
ur samfara þessu en okkur fannst
sem þetta væri heldur eldra fólk
en hefur stundum áður verið með
ólæti hér á þrettándanum, eða
fólk allt upp að þrítugu," sagði
hann.
Steingrímur giskaði á að þegar
mest var af fólki á götunum hafi
verið þar 100—200 manns. Tiltækt
lögreglulið var kallað út, um þrjá-
tíu lögregluþjónar og höfðu þeir
nóg að gera um tíma.
Um margra ára skeið hafa verið
ólæti á götum Hafnarfjarðar að
kvöldi 13. dags jóla en nokkur
undanfarin ár hefur verið rólegra
í bænum.
Verðmæti birgða
yfir 2 milljarðar
Tap skreiðarframleiöenda vegna rýrnunar nemur hundruðum milljóna kr.
NÚ ERU til í landinu um 220 þúsund pakkar af skreið eða tæplega 10
þúsund tonn auk 3 þúsund tonna af hertum hausum, samtals að verð-
mæti 50 til 60 þúsund Bandaríkjadalir sem samsvarar 2.000 til 2.500
milljónum íslenskra króna. Birgðirnar eru frá árunum 1982 til 1984 og
nemur tap framleiðenda vegna rýrnunar og vaxtakostnaðar hundruðum
milljóna kr.
Á síðastliðnu ári var ekki seld
nein skreið til Nígeríu sem er
okkar aðalmarkaðsland fyrir
skreið og aðeins um 1.000 tonn af
hausum. Á árinu 1983 voru seld
þangað 6.500 tonn af skreið og
6.000 tonn af hausum en árið 1981,
þegar útflutningurinn var sem
mestur, voru flutt þangað 19.000
tonn af skreið og 6.800 tonn af
hausum. Útflutningur til annarra
landa en Nígeríu var einnig lítill á
síðasta ári, í lok október höfðu
verið flutt út 177 tonn af skreið,
aðallega til Ítalíu.
Hannes Hall, framkvæmda-
stjóri Samlags skreiðarframleið-
enda, sagði að allt væri í óvissu
með skreiðarsölu til Nígeríu.
Stjórnvöld þar hefðu enn ekki gef-
ið út nein innflutningsleyfi og ekki
væri vitað um áform þeirra í þeim
efnum. Samkvæmt stefnuræðu
forsætisráðherrans virtist helst
sem samdráttur væri enn á döf-
inni.
Sagði hann að þessi staða kæmi
sér ákaflega illa fyrir skreiðar-
framleiðendur. Þeir væru ennþá
að greiða vexti af afurðalánum
vegna framleiðslu 1982 auk þess
sem ennþá væru 22 milljónir doll-
ara útistandandi af útflutningi
ársins 1983 en það samsvarar tæp-
um 900 milljónum ísl. kr. Við
Siglingamálastofnun er að kanna
ástand þessa búnaðar í miklum
hluta flotans og hófst hún fyrir
nokkru og mun ljúka í þessum
mánuði. Magnús sagði ennfremur,
að á þessu tímabili væri nær allur
vertíðarflotinn skoðaður. Mikil
áherzla væri lögð á það, að skip
þetta bættist að skreiðin rýrnaði
um nálægt 5%. á ári.
Lauslega reiknað nemur tjón
framleiðenda vegna rýrnunar,
miðað við þær birgðir sem til eru í
landinu í dag, rúmum 100 milljón-
um kr. á ári. Miðað við að birgð-
irnar seljist ekki fyrr en um mitt
þetta ár má áætla að tjón fram-
leiðenda vegna rýrnunar þeirra
verði orðið á þriðja hundrað millj-
ónir kr.
fengju ekki haffærniskírteini nema
þessi búnaður svo og annar örygg-
isbúnaður væri í lagi. Aðspurður
sagði Magnús, að það sem komið
væri, hefði ekki komið fram mark-
tækur munur á ástandi sjálfvirks
sleppibúnaðar eftir tegundum.
Vonbrigði hve útkom-
an hefur verið slæm
— segir siglingamálastjóri um
ástand sjálfvirks sleppibúnaðar
„ÉG verð að segja það, að það hafa orðið mér dálftil vonbrigði hve útkoman
hefur verið slæm. Hins vegar get ég ekki tjáð mig nánar um hana, þar sem
könnun stendur enn yfír,“ sagði Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, er
Morgunblaðið innti hann eftir þv( hver útkoma könnunar stofnunarinnar á
sjálfvirkum sleppibúnaði íslenzkra fiskiskipa væri.