Morgunblaðið - 17.01.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
ÍSAL í Straumsvík:
Stækkun álversins
kostar 5 milljarða
Hönnunar- og byggingartími áætlaður þrjú ár
ALUSUISSE og Samninganefnd um
stóriðju munu á nsstunni vinna að
því að kanna áhuga erlendra álfyrir-
tskja á því að gerast meðeigendur
Alusuisse að helmings stækkun ál-
versins í Straumsvík. Sem kunnugt
er tókust samningar um slíka stækk-
un sl. haust enda er hún talin mjög
hagkvæm fyrir ÍSAL og nauðsynleg
fyrir Landsvirkjun, svo að verjandi
sé að halda áfram framkvæmdum
við Blönduvirkjun. Ekkert liggur
fyrir ennþá um áhuga erlendra álfyr-
irtækja á því að gerast meðeigendur
að álverinu í Straumsvík.
í samtali við Ragnar S. Hall-
dórsson, forstjóra ÍSAL, í Morg-
unblaðinu í dag kemur m.a. fram,
að gróf áætlun um byggingartíma
stækkunar hjá ÍSAL eftir að
grænt ljós hefur verið gefið, unz
gangsetning getur farið fram, er
um þrjú ár. Fyrsta eina og hálfa
árið fer í að hanna mannvirki og
næsta eina og hálfa árið er bygg-
ingartími. Samkvæmt þessu gæti
framleiðsla hafizt í fyrsta lagi á
árinu 1988.
Byggingarkostnaður að með-
töldum vöxtum á byggingartíma,
gangsetningarkostnaði og rekstr-
arfé er um 2.700 dollarar á hvert
árstonn. Afkastageta álversins er
nú 88.000 tonn á ári og helmings
stækkun hefur það í för með sér
að afkastagetan eykst um 44.000
tonn á ári. Samkvæmt því áætlast
byggingarkostnaðurinn 119 millj-
ónir dollara, sem á núverandi
gengi er um 4.880 milljónir ís-
lenzkra króna.
Byggðir verða „stuttir“ kerskál-
ar með einni keraröð og verða
skálarnir samhliða þeim tveimur
skálum, sem fyrir eru, nánar til-
KAUPLAGSNEFND hefur reiknað út
vísitölu framfærslukostnaðar miöaö
við verðlag í janúarbyrjum 1985.
Reyndist hún vera 122,28 stig sem er
4,33% hækkun frá desemberbyrjun.
Hækkunin svarar til 66,3% árshækk-
unar. Hækkun vísitölunnar undan-
farna þrjá mánuði svarar til 50,6%
árshækkunar en hækkunin undan-
tekið á milli þeirra og Reykjanes-
brautar.
Álframleiðsla ÍSAL árið 1984
nam 82.300 tonnum, sú mesta frá
upphafi. Álsalan var 78.789 tonn.
Vergar sölutekjur námu 3.558
milljónum íslenzkra króna, tap
fyrir skatt 17 milljónum, fram-
leiðslugjald 173,0 milljónum, en
framleiðslugjaldið innifelur 121,6
milljónir króna, sem er jafnvirði 3
Innkaupastofnun ríkisins hefur
sent öllum helstu bifreiðaumboð-
um hér á landi bréf. I»örf er á að
endurnýja 120 bifreiðir hjá ríkinu á
árinu og er í bréfinu óskað eftir
tilboðum, en stofnunin ætlar að
reyna að kaupa allar bifreiðirnar í
einu og frá sama aðilanum. Bréfinu
fylgdu gögn með skrá yfir bifreið-
irnar, þar sem tilgreindar eru
ákveðnar gerðir og beðið um tilboð
í þær eða sambærilegar að dómi
bjóðenda.
Að sögn Ásgeirs Jóhannesson-
ar hjá Innkaupastofnun ríkisins
er tilgangurinn með þessu aö
reyna að gera sem best heildar-
kaup. Um er að ræða nokkuð
mismunandi stærðir en þörf er á
allt að 24 bifreiðum af sömu
farna tólf mánuði er 23,1 %.
Frá upphafi til loka ársins 1984
hækkaði vísitala framfærslukostn-
aðar um 21,87%, en 70,68% árið áð-
ur. Meðalhækkun vísitölunnar milli
áranna 1983 og 1984 reyndist vera
29,17% samanborið við 84,28%
meðalhækkun milli áranna 1982 og
1983.
milljóna bandaríkjadala, sem
samið var um að greiða sem sátta-
'fé í samningi ríkisstjórnarinnar
og Alusuisse frá því í nóvember
1984. Áætlað tap eftir skatt er 190
milljónir krona og fjárstreymi 319
milljónir króna.
Sjá viðtal við Ragnar
S. Halldórsson forstjóra
ÍSAL á miöopnu.
gerð. Þó nokkrar gerðir verða
keyptar, allt fólks- eða sendibif-
reiðir. Ásgeir sagði að hann von-
aðist til þess að á markaðnum
væri það góð samkeppni að með
því að standa að öllum bifreiða-
kaupum fyrir árið á sama tíma
verði árangurinn betra verð en
almennt gerist.
Reynt er að endurnýja bifreið-
ir ríkisins á þriggja til fimm ára
fresti og er þörf á að endurnýja
120—140 bíla á ári. Um 900 bif-
reiðir eru í eign rikisins.
Ms. Hofsá festist
í ís á Eyrarsundi
MS. HOFSÁ, eitt flutningaskipa Haf-
skips, festist í ís á Eyrarsundi,
skammt frá Kaupmannahöfn, í fyrri-
nótt. Sat skipið fast í ísnum í tæpar 10
klukkustundir.
Sigurður Bjömsson hjá Hafskip
sagði í samtali við Mbl. að Hofsá
hefði verið á ferð norður Eyrarsund
á leið sinni frá Hamborg til Kaup-
mannahafnar. 25 til 30 sentimetra
ís er á sundinu festist Hofsáin í
þéttum is um klukkan 1 í fyrrinótt
um 1,5 sjómílur utan við norður-
höfnina í Kaupmannahöfn. Sigurð-
ur sagði að í gærmorgun hefði
dráttarbátur komið á vettvang og
hjálpað skipinu í gegn um ísinn og
var Hofsáin komin að bryggju um
klukkan 11. Sagði hann að engar
skemmdir hefðu orðið á skipinu og
aldrei nein hætta á ferðum.
Ríkið kaupir
120 bifreiðir
Framfærsluvísitalan
hækkaði um 4,33%
— Samsvarar 66,3 % árshækkun
Morgunblaðið/Júlfua.
Róbert Sigurösson, formaöur safnaöarnefndar Áskirkju, stendur hér
vió einn af gluggum þeim, sem settir verða í Áskirkju. Gluggar þessir
voru upphaflega í kirkju í Coventry á Englandi, en voru teknir úr henni
í síðari heimsstyrjöldinni til aö forða þeim frá eyóileggingu.
Sýning á Coventry-
gluggunum í Áskirkju
ÁSKIRKJA í Reykjavík opnar á
sunnudag sýningu á ýmsum
kirkjumunum, m.a. steindum
gluggum, sem upphaflega voru í
kirkju í Coventry á Englandi.
Að sögn Róberts Sigurðssonar,
formanns safnaðarnefndar Ás-
kirkju, voru gluggarnir teknir úr
kirkjunni í Coventry í síðari
heimsstyrjöldinni, því óttast var
að þeir yrðu fyrir skemmdum í
loftárásum. Kirkjan var jöfnuð
við jörðu, en gluggarnir virtust
týndir og tröllum gefnir. Fyrir
nokkrum árum kom þó í ljós, að
a.m.k. 2 af steindum gluggum
Akureyrarkirkju voru úr kirkj-
unni í Coventry og sagt var að
fleiri gluggar væru hér á landi,
en þeir væru í einkaeign. Breska
kirkjan gaf út þá yfirlýsingu, að
hún myndi ekki krefjast þess að
gluggunum yrði skilað ef þeim
væri komið fyrir í kirkju á ís-
landi.
Hjónin Unnur Ólafsdóttir,
listakona, og óli tsaksson áttu 7
glugga frá Coventry og þessa
glugga hefur Áskirkja nú eign-
ast. Róbert sagði það hafa verið
tómstundaiðju Unnar á stríðsár-
unum að safna listaverkum og
hefði hún verið sérstaklega hrif-
in af kirkjulist. Margir af mun-
um þeim, er hún eignaðist eru nú
í eigu Áskirkju og verða á sýn-
ingunni sem hefst á sunnudag.
Allur búnaður kirkjunnar, t.d.
hökull og altarisklæði, er unnin
af Unni Ólafsdóttur og sagði
Róbert það nokkuð sérstakt að
sami listamaðurinn ynni allan
búnað einnar kirkju. Gluggunum
steindu verður að öllum líkind-
um komið fyrir í norðurgafli
kirkjunnar.
Það skal tekið fram, að á
sunnudag er fæðingardagur
Unnar Ólafsdóttur, en hún lést
fyrir nokkrum árum. Sýningin
verður haldin í safnaðarheimili
Áskirkju ög mun standa í viku.
William Arkin dregur enn í land:
Heimildín háð skilyrðum
íslenzkra stjórnvalda
WILLIAM Arkin, bandarískur sérfræöingur um vígbúnaðarmál, sem
hinn 5. desember síöastliöinn sagöist hafa staögóöar heimildir fyrir því,
aó Bandaríkjaforseti heföi gefiö heimild til að Bytja kjarnorkuvopn til
íslands á ófriðartímum segir nú allt benda til þess aö þaö veröi ekki gert
nema meó heimild íslenskra stjórnvalda. í umræðum um málið hér á
landi kom þaö fram í yfirlýsingum íslenskra og bandarískra stjórnvalda,
að samþykki íslendinga væri forsenda fyrir því að Bandaríkin flyttu
hingaö kjarnorkuvopn hvort heldur á friðar- eða ófrióartímum.
Fréttastofa hljóðvarps ríkis-
ins greindi frá því í fyrrakvöld
og gærkvöldi, að umræður hefðu
orðið í Kanada vegna skjalsins,
sem Arkin sýndi forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra ís-
lands, og átti að geyma skilyrð-
islausa heimild til flutnings
kjarnorkuvopna hingað, til
Kanada og annarra landa. í
kanadísku umræðunum kom
fram, að skjalið væri til í safni
bandaríska varnarmálaráðun-
eytisins. En jafnframt að annars
staðar en á þeim fjórum síðum
sem Arkin sýndi væri að finna
skilyrði þess efnis, að samþykki
ríkisstjórnar viðkomandi lands
þyrfti til að heimildirnar í skjal-
inu öðluðust gildi. Bar frétta-
stofa hljóðvarpsins þetta undir
Arkin sem sagði allt benda til
þess að þetta skilyrði væri í
skjalinu.
Þegar William Arkin var hér
og í umræðum um mál hans síð-
an hefur ekki fyrr verið skýrt frá
því, að Kanada væri í hópi þeirra
ríkja sem skjalið nær til.
1980 gaf William Arkin frétta-
stofu hljóðvarpsins til kynna, að
hann hefði staðgóðar heimildir
fyrir því að hér á landi væru
kjarnorkuvopn. Þegar Arkin
kom hingað í desember sagðist
hann hafa haft rangt fyrir sér í
maí 1980 en hann hefði hins veg-
ar nú staðgóðar heimildir fyrir
því að kjarnorkuvopn yrðu flutt
hingað til lands á ófriðartímum.
Nú hefur hann viðurkennt að hið
sama eigi við um ísland á friðar-
og ófriðartímum, kjarnorkuvopn
verði ekki flutt hingað nema með
samþykki islenskra stjórnvalda.
Yfirlýsingar Arkins við frétta-
stofu hljóðvarpsins hafa jafnan
leitt til þess, að Þjóðviljinn hef-
ur varið milklu rými til að koma
skoðunum hans á framfæri og
alþýðubandalagsmenn hafa
stofnað til umræðna um þær
utan dagskrár á Alþingi.
Albert sótti um
leyfi fyrir Lucy
Heilbrigðiseftirlit Reykjavík-
ursvæðis hefur móttekið og kannað
á annað hundrað umsóknir um und-
anþágur fyrir hundahald í höfuð-
borginni, og hafa 130 leyfi fyrir
hundahaldi verið samþykkt í borg-
arráði. Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, lagði f gærmorgun
fram umsókn um undanþágu fyrir
tíkina Lucy, og verður umsóknin
væntanlega afgreidd á næsta fundi
borgarráðs, ásamt öðrum umsókn-
um sem kunna að berast Heilbrigð-
iseftirliti Reykjavíkursvæðis fyrir
tiltekinn tíma.