Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 16

Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 íslenska hljómsveitin ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Valgerði Gestsdóttur, Elísabetu F. Eiríksdóttur, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Margréti J. Pálma- dóttur, Jóni Þorsteinssyni, Bruce Kramer og stjórnandanum Marc Tardue. Morgunblaðið/RAX. Óperutónleikar í kvöld: íslenska hljómsveitin frumflytur „Þúfubjarg“ eftir Kjartan Ólafsson Guðmundur Emilauon, stjórnnr- Kjnrtnn Ólnfanon tónakáld. Sigrún Hjálmtýsdóttir nóng- formnóur fslensku hljónureitnr- konn. innnr. Jón Þorsteinsson tenór og Bruce Kramer, bassi, við efingu á Þúfubjargi. Jón syngur hlutverk Kolbeins Jöklaskálds en Bruce Kramer fer með hlutverk kölska. ÍSLENSKA hljómsveitin verður með óperutónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum verða flutt þrjú óperuverk, Þúfu- bjarg eftir Kjartan Ólafsson, Le Di- able Boiteux eftir Jean Francaix og Socrate, „drame symphonique", eft- ir Erik Satie. í tilefni tónleikanna var rstt við nokkra aðstandendur þeirra. Guðmundur Emilsson stjórn- arformaður íslensku hljómsveit- arinnar sagði um efnisskrána að hann væri mjög hrifinn af verki Kjartans Ólafssonar. „Mér finnst ég heyra enduróm af verkum Jóns Leifs í þessu verki. Það er einhver epískur tónn í því. Það kæmi mér ekki á óvart að Kjartan ætti eftir að semja eitthvert stórt verk, eins og t.d. hljómkviðu. Ég er stoltur af því að íslenska hljómsveitin lagði þetta tækifæri upp í hend- urnar á honum. Það hlýtur að vera dýrmætt fyrir hann. Ég spái honum bjartri framtíð og er viss um að ég á eftir að verða ennþá stoltari í framtíðinni. Ef við víkjum að Sókratesi þá er það stórundarlegt verk. Það er hlutur til í tónlistinni sem heitir meinlætamúsík, eða minimal music. Þetta verk er einmitt þannig. Það syngur aldrei nema einn söngvari í einu og hljóm- sveitin er í undirleikshlutverki allan tímann. Hún spilar aðeins með miðlungs styrk eða þar fyrir neðan. Enn þann dag i dag skipt- ist fólk alveg í tvo hópa um þetta verk. Annað hvort líkar það stór- vel eða mjög illa. Persónulega finnst mér þetta dásamlegt verk. Síðasta verkið, Le Diable Boit- eux, eða Halti djöfullinn, er alger andhverfa. Þar er allt á útopnu hjá hljómsveitinni. I verkinu er allt gert til þess að skemmta fólki. Þar er að finna hlátur, valsa og polka. Við fyrstu æfingu á verkinu urðu hljóðfæraleikararn- ir að hætta að spila vegna þess hve þeir hlógu mikið. Söngvararn- ir þeir Jón Þorsteinsson og Bruce Kramer eru alveg stórkostlega fyndnir í hlutverkum sínum." — Telur þú að íslenska hljóm- sveitin hafi haft jákvæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf? „Já, ég tel svo vera. Hljómsveit- in veitir að sjálfsögðu hljóðfæra- leikurunum vinnu en hún er ekki síður starfsvettvangur fyrir aðra. Þá á ég við unga stjórnendur, ein- söngvara, einleikara, tónskáld. Það er ekki nóg að stofna svona hljómsveit, heldur skiptir miklu máli hvernig hún er notuð. Það er hægt að líkja þessu við hestvagn. Hann er ekki gerður fyrir hest- ana, þó að þeir séu grundvöllur fyrir því að hægt sé að nota hann, heldur er hann einnig gerður fyrir þá sem vilja læra að stjórna hon- um og þá sem sitja í.“ Verkið byggist á andstæðum Kjartan Ólafsson er ungur að árum og er Þúfubjarg hans fyrsta stóra tónsmíð sem flutt er opin- berlega. Áður hefur hann samið tónverk í tengslum við námið. Kjartan útskrifaðist frá tón- fræðadeild Tónlistarskóla Reykjavíkur síðastliðið vor og stundar nú nám í Utrecht í Hol- landi. Hann var spurður í hverju námið væri fólgið. „Ég legg stund á elektrónískar tónsmíðar. Þetta er framhalds- nám sem tekur eitt ár og í þessum skóla læri ég að framleiða alls konar hljóð og óhljóð. Ég stunda nám í tveimur skólum, annars vegar tónlistarháskóla og hins vegar tækniskóla. í tónlistarskól- anum læri ég allt um tónlistina og þar er töluvert um bóklegt nám. I tækniskólanum læri ég að með- höndla og búa til hljóð undir leið- sögn kennara og fer öll kennslan fram í stúdíói. Þarna hef ég m.a. búið til verk úr mannsröddum. Nemendurnir skila síðan verkefn- um og meta kennararnir hæfni þeirra út frá þeim.“ — Hvað varð til þess að þú valdir að nema þessa tegund tón- listar? „Þessi tegund tónlistar er mjög ný af nálinni og vanþróuð. Tækni- breytingar eru örar og mér finnst viðeigandi að læra þessa tegund tónlistar nú.“ — En hvernig varð Þúfubjarg til? „Þegar þeir hjá f slensku hljóm- sveitinni fóru fram á að ég semdi verk fyrir þessa tónleika vissi ég að um yrði að ræða tvo söngvara, tenór og bassa. Hugmyndin um Þúfubjarg kom síðan frá bók- hneigðum manni sem ég þekki. Hann benti mér á Kolbeinslag eftir Stephan G. Stephansson, en þar notar skáldið þjóðsöguna um það er þeir Kolbeinn Grímsson Jöklaskáld og kölski kváðust á á Þúfubjargi undir Jökli. Ég byggi tónverkið á nokkrum köflum úr þessu verki Stephans. Þetta eru rímur og í tónverkinu eru allar taktreglur rímsins brotnar niður. Ég stend í þeirri trú að þær eigi að þola það.“ — En hvernig vannst þú verkið? „Ég byrjaði á því að taktsetja söngtextann. Þá setti ég tóna við taktinn og síðast bætti ég við um- hverfishljóðum. í þessu verki er ekkert rafmagn aðeins náttúruleg og mannleg hljóð. En það byggist upp á andstæðum. fslenska skáld- ið annars vegar og kölski hins vegar, tenórinn og bassinn. Þetta er hádramatískt verk, því sá sem vinnur fær völd yfir hinum.“ — Hvenær var verkið samið? „Það var samið nú i haust og lauk ég við það rétt fyrir jól.“ — Eru fleiri verk i smiðum? „Já, ég er að skrifa verk fyrir vfólu og píanó og einnig elektrón- ískt verk, „Litla prinsinn", fyrir stúdentaleikhúsið. Það verður sett upp í apríl n.k.“ 16 hlutverk á þremur árum Jón Þorsteinsson tenórsöngvari syngur hlutverk Kolbeins Jökla- skálds í Þúfubjargi og einnig syngur hann karakterhlutverk i Halta djöflinum. Þetta er í annað skipti sem hann syngur með ís- lensku hljómsveitinni. Hann starfar í Ríkisóperu Hollands og er þetta fimmta leikár hans þar. Jón var spurður hvernig honum líkaði að búa og starfa í Amster- dam. „Mér líkar vel að búa þarna og það er vissulega nóg að gera. Ég söng 16 hlutverk á þremur árum, sem að vísu voru mismunandi stór. Á síðasta leikári, þ.e. árið 1983-1984, tók ég þátt i 123 sýn- ingum. Samningur minn við óper- una rennur út nú f lok leikársins og verð ég lausráðinn frá og með 1. september á þessu ári. Ég mun búa eitthvað áfram i Amsterdam þar sem ég á eftir að ljúka ýmsum verkefnum. En mig langar til að geta starfað meira hér heima. Annars hef ég komið heim svona einu sinni til tvisvar á ári og þá hef ég sungið með Pólýfónkórn- um, Langholtskirkjukórnum og Passiukórnum á Akureyri." — Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni? „Ég verð mjög önnum kafinn i mars og april. Á tímabilinu 20. mars til 17. apríl syng ég í Jó- hannesarpassíunni á þremur konsertum og Matthiasarpassi- unni á tveimur. Þann 17. april verður frumsýnd nútfmaóperan „Schuhu og hin fljúgandi prins- essa“ eftir Udo Zimmermann og hinn 19. apríl syng ég Paulus eftir Mendelsohn. Ég hlakka mjög mik- ið til að syngja það hlutverk." — Er von á því að þú starfir meira hér heima í framtíðinni? „Ég býst ekki við að það verði alveg eins mikið að gera hjá mér á þessu leikári eins og því síðasta og ég hlakka til að eyða meiri tíma hér heima. Á síðustu árum hef ég alltaf komið hingað gagngert til þess að syngja, en aldrei í frí.“ Starfsfélagarnir eru sem fjölskylda Bruce Kramer bassasöngvari útskrifaðist árið 1976 úr Eastman School of Music. Hann vann „The American Opera Audition“-verð- launin árið 1980 og hefur verið eftirsóttur bassasöngvari. Bruce Kramer hefur komið fram í fjölda óperuhlutverka víðsvegar f Bandaríkjunum. Á tónleikunum í kvöld syngur hann hlutverk kölska í Þúfubjargi og einnig fer hann með hlutverk f Halta djöfl- inum. Hann var fyrst spurður hvort þessu starfi fylgdu mikil ferðalög. „Já, það er óhætt að segja það. Þegar maður kýs sér þetta starf fylgir því að vera tilbúinn til að ferðast hvenær sem er. Þess vegna er erfitt fyrir fjölskyldu- fólk að vera f þessu starfi. Eg bý i New York, því þar fær maður hlutverkin þó þau séu sjaldnast i borginni sálfri. Ég er alltaf að pakka ofan í tösku, þvi ég er á eilífum ferðalögum með um 40 manna hópi frá New York City Opera. Það er mjög gott samband milli starfsfélaganna og eru þeir eins og ein fjölskylda. Að vísu er nokkuð um það að skipt sé um fólk í þessum hópum, en þá kynn- ist maður bara fleirum. Mér finnst mjög gaman að ferðast, einmitt vegna þess hve mörgu fólki ég kynnist á öllum þeim stöðum sem ég kem til. Ég þekki orðið fjöldann allan af fólki sem ég hef kynnst í gegnum tónlist- ina.“ — Hvað tekur við þegar þú ferð frá íslandi? „Héðan fer ég til Florida og verð þar í tvo mánuði. Þaðan fer ég til New Haven í Connecticut og verð þar næstu þrjá mánuði. I Florida verða sýndar fjórar óper- ur samtímis, en ég tek þátt í tveimur. Það eru óperurnar Lucia di Lammermoor og Fidelio." — Hvað varð til þess að þú komst hingað nú? „Við Guðmundur Emilsson er- um skólafélagar úr Eastman School of Music. Það kom fyrst til tals að ég kæmi hingaö fyrir 7 árum, en það hefur ekkert orðið af því fyrr en nú þegar Guðmundur hringdi til mín og bauð mér að taka þátt í þessum tónleikum." — Nú syngur þú hlutverkið í Þúfubjargi á íslensku. Hvernig gekk þér að læra textann? „Mér var send þýðing á textan- um fyrir nokkru. Þá gat ég ekki alveg áttað mig á honum þar sem ég skildi ekki menninguna sem hann byggist á. Hins vegar byrj- aði ég að læra íslenska textann sl. fimmtudag og ég held að það gangi ágætlega. Enda hef ég haft góðan kennara sem er Jón Þor- steinsson. Hann hefur ve.rið ákaf- lega þolinmóður við að kenna mér réttan framburð og merkingu orðanna. Mér finnst þetta verk mjög athyglisvert og vona að ég geti komið því til skila á réttan hátt.“ — Hefur þú haft tækifæri til að skoða þig um hér? „Nei, en ég vonast til að geta bætt úr því. Ég ætla að reyna að komast eitthvaö út úr bænum, t.d. á Akranes. En mig langar til að koma hingað aftur. Ég hef mikinn áhuga á að halda nokkra tónleika í Evrópu. Ég var við nám í Þýska- landi í eitt ár fyrir 15 árum og hef ekki komið þangað siðan. Ef af þessu yrði myndi ég staldra við hér á landi í leiðinni.“ Ætlaði að verða hjúkka Sigrún Hjálmtýsdóttir hefur stundað nám í Guildhall School of Music and Drama i tæp fimm ár. Hún lauk þaðan prófi i sumar en stundar nú framhaldsnám við skólann. Sigrún syngur einsöng í Socrate á tónleikunum í kvöld. „Þetta er snoturt verk, þýtt og fallegt,“ sagði Sigrún þegar hún var spurð um Socrate. „Það segir frá uppgjöri Sókrates við læri- meistara og aðdáendur." — Hvernig gengur námið? „Það gengur mjög vel. Mér finnst ég núna vera að uppskera það sem ég sáði fyrir fimm árum. Þetta hefur verið strembið, en gaman. í vetur syng ég í Brúð- kaupi Fígarós í uppsetningu skól- ans. Þar fer ég með hlutverk Barbarínu og jafnframt er ég til vara ef sú sem fer með hlutverk Súsönnu forfallast. Þetta fram- haldsnám gengur út á það aö gera nemendurna virka. Við erum í hálf-atvinnumennsku. Við setjum upp óperur í skólanum, en einnig leita utanaðkomandi aðilar til okkar nemendanna. Þeir þurfa þá ekki að borga okkur eins mikið, þar sem við erum enn í námi.“ — Ætlaðir þú alltaf að verða óperusöngkona? „Nei, þetta er alls ekki þaö sem ég ætlaði mér. Ég ætlaði að verða hjúkka. En svo fór ég í þetta nám og þetta hefur einhvernveginn allt komið af sjálfu sér. Ég er þó ánægð með að vera komin þetta langt á þessari braut og hef hugs- að mér að halda áfram námi. Eg er að athuga með nám á ítaliu. Þó getur verið að ég komi heim eða verði áfram i London. Þetta er allt óráðið enn,“ sagði Sigrún að lokum. Stjórnandi á tónleikunum i kvöld er Marc Tardue, aðalstjórn- andi Islensku óperunnar. ÁH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.