Morgunblaðið - 17.01.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.01.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 23 Sungið um hetudáðir og aldan stigin I Bíóhöllinni, en þar verða sýningar á Sjóræningjunum, hinum vinsæla söngleik Gilberts og Sullivans, alla helgina. nafni skúrkurinn Samúel í Sjóræn- ingjunum frá Pensance. Næst er átt orð við Pálínu Fann- ey Skúladóttur, „nítján ára nátt- úrutalent", eins og Unnur hafði orðað það. En Pálína leikur eitt að- alhlutverkið, Mabel, unga og sak- lausa herforingjadóttur, sem fellur fyrir töfrum sjóræningja. „Ég er austan af Fljótsdalshér- aði, en kom hingað vegna tónlist- arbrautarinnar við Fjölbrauta- skólann," segir hún. „Nú bý ég hér á Skaganum með kærastanum mínum, en hann er reyndar með í sýningunni líka. Ég hef lært mikið af því að taka þátt í þessari sýn- ingu, það er mikið mál að geta hreyft sig og sungið um leið og ég er orðin miklu öruggari en ég var,“ segir Pálina, en er ekki frá því, að hún sé svolítið eirðarlaus og mat- arlystin Htil, svona síðustu dagana fyrir frumsýningu. Síðasti viðmælandinn er Hörður Jónsson, Strandamaður, ættaður frá Stóru-Ávík, trésmiður að at- vinnu og útgerðarmaður þegar færi gefst. Hörður er barítón og leikur tveim skjöldum í sýningunni. Kem- ur fram bæði sem sjóræningi og lögregluþjónn, en kveðst kunna betur við sig í hlutverki hins síðar- nefnda. Hann er reyndar ekki óvanur því að koma fram, söng með karlakórnum Svani, meðan sá var og hét, og hefur auk þess sungið og spilað á árshátíðum og þorrablót- um við góðan orðstír. En Hörður kveðst hafa miklar mætur á Meg- asi, Dylan og fleiri góðum mönnum. „Nú er maður svona aðeins að skipuleggja röddina og það er hreint ágætt að fá tækifæri til þess hér. Það er líka spennandi að sjá í fyrsta sinn hvernig leikstjóri vinn- ur svona sýningu og mikill lærdóm- ur,“ segir Hörður og er þar með rokinn heim til sín í næsta hús, að útbúa glænýja ýsu í soðið handa þeim Unni og Andrési. En ýsan sú táknar sögulegar sættir í leikhópnum og máltíðin, sem Morminblaðsfólk tók þátt í, er ef til vill táknræn fyrir þá lífs- og leikgleði, sem er akkeri góðra áhugamannaleikhúsa. Söngstjóranum mun nefnilega hafa þótt Strandamaðurinn dorga nokkuð drjúgt eftir ýsunni þegar hann hefði átt að vera á æfingum í Bíóhöllinni og átt það til, að fara ófögrum orðum um sjósókn við- komandi „sjóræningja". En eins og alkunna er, þá verður Strandamönnum sjaldan orðfall. Að lokinni sérlega fengsælli sjóferð setti Hörður saman bálk einn mik- inn sér til málsbóta og flutti á æf- ingu. En Þar sagði meðal annars: Ég man það vel ég mætti seint, þó man ég ekki alveg hreint, hvort uppi í rúmi eða úti á sjó, ég ýsur sæll og glaður dró. Síðan var bætt um betur, söku- dólgurinn úr djúpinu settur á fat og snæddur, söngstjórinn fyrirgaf seinlegar mætingar og svo var æft fram á rauða nótt... H.H.S. Hafnarfjörður: Togarar BÚH til veiða og fisk- vinnslufólk til starfa Á FUNDI útgerðarráðs Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar síðastliðið mánu- dagskvöld var ákveðið að togarar fyrirtækisins færu til veiða að og kalla starfsfólk í fiskvinnslu til vinnu þann 28. janúar næstkomandi, en starfsemi fyrirtækisins hefur að lang- mestu legið niðri frá 6. október síð- astliðnum, vegna erfiðrar rekstrar- stöðu. Togarinn Maí fer til veiða á morgu-n, Júní á þriðjudag og Apríl fljótlega í kjölfarið. Togararnir Maí og Júní hafa verið að veiðum undanfarna mánuði, þrátt fyrir að starfsemin hafi að mestu legið niðri, en þeir hafa selt afla erlend- is. Hins vegar þarf að manna tog- arann Apríl. Um eitt hundrað manns verða kallaðir til vinnu í fiskvinnslu fyrirtækisins þann 28. janúar þegar fyrirhugað er að Maí komi til heimahafnar úr veiðiferð sinni. Viö kynnum NIDARBERGENE W ^ " Laban Seigmenn TROIKA GULLBR0D súkkulaði með súkkulaði með marsipani, brúnu kremi' marsipanfyllingu og hlaupi. -jgp, 5-MINUTT súkkulaðihúðað kex, KLIN KOKOS súkkulaði með kókosfyllingu BRAVO N0TT súkkulaði með heilum hnetum STRATOS SPESIAL TRÖFFEL mjólkursúkkulaði súkkulaði með A. kremfyllingu, jl ristuðum heifli LAKRIsfeáíFER LABAN SEIGMENN sykurhúðað hlaup KARANAM súkkuladjkúl karamejlufyl BARNETIMEN ip með blandað barnasælgæti lakkrísbát: SYRLIGE DROPS BRINGEBÆR brjóstsykur með brjóstsykur með ávaxtabragði bringeberjabragði CANDY fylltur brjóstsykur EKTE KAMFER brjóstsykur með k a m f ó r ubijjaðrr^f ...og miklu ódýrara.” Heildsölubirgðir: imnzr- sími 82700

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.