Morgunblaðið - 17.01.1985, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
29
Útgefandi nttfafrife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakið.
Flokksgervingur
tregðulögmálsins
Hvenær sem stigið hefur ver-
ið stórt skref í orkubúskap
eða iðnaðaruppbyggingu hér-
lendis hafa framfaraöfl mætt
sömu þröngsýninni á vegum
sama andstæðingsins, Alþýðu-
bandalagsins. Daníel Ágústín-
usson, Akranesi, rifjar upp tíu
ára gagnrýni gegn járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga,
í grein í Morgunblaðinu í gær,
og sýnir fram á, hvern veg sömu
„farsarnir" séu notaðir enn í dag
gegn orkuiðnaði, hvort heldur er
norður í Eyjafirði eða hér sunn-
an heiða. Reynslan frá Grund-
artanga hafi hinsvegar tætt í
sundur öll gagnrýnisatriði
Alþýðubandalagsins. Fróðlegt
er skoða þessi atriði í ljósi
reynslunnar:
• Ekki hefur heyrzt talað um
mengun frá verksmiðjunni né
önnur óþægindi.
• Rykið, sem átti að leggja
nærliggjandi byggð í eyði, er
selt í tönkum til sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi og notað
sem „bætiefni„ í framleiðslu
hennar.
• Ekki er vitað um einn einasta
bónda, sem hætt hefur búskap
vegna tilkomu járnblendiverk-
smiðjunnar. Það er meira að
segja búið á Klafastöðum, þar
sem verksmiðjan stendur í tún-
fæti.
• Laxarækt er hafin undir
rykhreinsitækjum verksmiðj-
unnar og með varma frá þeim.
Heppnist þessi tilraun eykur
hún lífríki Hvalfjarðar en eyðir
ekki.
• Umræður fara nú fram um
rekstur gróðurhúsa á verk-
smiðjusvæðinu, sem hituð yrðu
upp með orku frá verksmiðj-
unni.
• Hreinleg umgegni og snyrti-
mennska á verksmiðjusvæðinu
er til fyrirmyndar.
• Verksmiðjan kaupir mikla af-
gangsorku frá Landsvirkjun,
sem ella kæmi engum að notum.
Hún breytir orku fallvatna í
vinnu og verðmæti til útflutn-
ings og eykur þær þjóðartekur,
sem lífskjör landsmanna byggj-
ast í raun á.
• í stað þess að eyða byggð,
eins og haldið var fram, hefur
fólki fjölgað um tæp 50% í
hreppunum sunnan Skarðsheið-
ar og á Akranesi, samhliða því
sem hún hefur hleypt nýju blóði
í hvers konar þjónustustörf og
viðskipti í héraði.
• Verksmiðjan veitir 180
mönnum atvinnu, sem hafa
hærri meðalárstekjur en al-
mennt gerist í sambærilegum
störfum. Launagreiðslur verk-
smiðjunnar 1985 eru áætlaðar
190 m.kr. Meiri stöðugleiki hef-
ur verið í starfsmannahaldi þar
en almennt er á vinnustöðum,
3em bendir til þess að menn uni
hag sínum vel.
I stuttu máli: allt svartagalls-
raus Alþýðubandalagsins gegn
járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga, hvert einasta
gagnrýnisatriði, hefur orðið sér
rækilega til skammar. Þar
stendur ekki steinn yfir steini.
Engu að síður þylur þessi
flokksgervingur tregðulögmáls-
ins og Þrándur í Götu uppbygg-
ingar í þjóðarbúskapnum sama
andófssönginn enn í dag, hve-
nær og hvar sem stíga á skref til
fjölþættara atvinnulífs og betri
lífskjara.
Kostnaðar-
þáttur „félags-
hyggjunnar“
Tíu af ellefu bæjarfulltrúum í
Hafnarfirði hafa samþykkt
að breyta rekstri bæjarútgerð-
ar, sem var komin í rekstrarleg
þrot, í almenningshlutafélag, ef
vera mætti til þess að hleypa
nýju lífi í veiðar og vinnslu í
þessum gamalgróna útgerðar-
stað. Fulltrúar allra flokka,
utan Alþýðubandalags, stóðu að
breytingunni. Alþýðubandalagið
eitt hengdi sig á snaga skoðana-
legrar forneskju um opinberan
rekstur. í þess augum var
strönduð bæjarútgerð stórum
betri en endurhæfing í formi
hlutafélags, jafnvel þótt hjól
starfseminnar tækju að snúast á
ný-
Þjóðviljinn gagnrýnir meinta
„félagshyggj uflokka" fyrir að
hverfa frá opinberum rekstri til
einkarekstrar — í samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn. Af því til-
efni er vert að huga að því, að
kostnaður „félagslegrar" starf-
semi svonefndrar, hverrar teg-
undar sem er, er alfarið sóttur
til verðmætasköpunar sem til
verður í þjóðarbúskapnum.
Mergurinn málsins, ekki sízt
frá „félagslegu" sjónarhorni,
hlýtur að vera sá, að þjóðar-
búskapurinn, þ.e. atvinnuveg-
irnir, hafi þá rekstrarstöðu, að
geta risið undir viðunandi lífs-
kjörum starfsmanna og kostn-
aðarþætti „félagslegrar„ þjón-
ustu hverskonar, sem sóttur er
til fólks og fyrirtækja með
margbreytilegri skattheimtu.
Alþýðubandalagið rær öllum
árum gegn rekstraröryggi at-
vinnuvega, sem er hin hliðin á
atvinnuöryggi almennings, og
gegn nýsköpun í atvinnulífi, t.d.
í formi orkuiðnaðar. Á stjórn-
artímabili þess 1978—1983 vóru
engin afgerandi skref stigin til
atvinnuuppbyggingar hérlendis.
Þannig hefur flokkurinn í raun
höggvið að rótum „félagslegrar"
starfsemi, þjónustu og fram-
kvæmdúm, þ.e. aft hinni.kostn-
aðarlegu undirstöðu,’þeim verð-
mætum sem til verða í þjóðar-
búskapnum.
dal) er hér um að ræða tæplega
350 milljónir íslenzkra króna á
ári.“
Hve margir eru starfsmenn ÍSAL
nú og hve margir verða þeir eftir
stækkunina?
„Starfsmenn ÍSAL eru nú um
600 talsins, en ársstörf eru um
650. Stækkunin krefst u.þ.b. 230
starfsmanna í viðbót þannig að
þeir verða um 880 eftir að hún er
Álverið í Straumsvík. Fyrirkomulag hinnar nýju keraraðar verður þannig, að byggðir verða tveir stuttir kerskálar með einni röð kera og verða skálarnir samhliða þeim tveimur skálum, sem fyrir eru, nánar til-
tekið á milli þeirra og Reykjanesbrautar, sem sést fremst á myndinni. Morpinblaðið/RAX.
Áætlað er að það taki þrjú ár að stækka álverió í Straumsvík um helming:
Tekjur íslenzka þjóðarbúsins af ÍSAL
15.200 milljónir frá því fyrirtækið
tók til starfa fyrir rúmum 15 árum
MEÐ samningum þeim sem tók-
ust milli íslenzka ríkisins og Alu-
suisse sl. haust og samþykktir
voni með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða á Alþingi í lok nóvember
sl. urðu þáttaskil í samskiptum ís-
lendinga og hins svissneska fyrir-
tækis. Sættir tókustu í deilum,
sem til var stofnað í desember
1980 af þáverandi iðnaðarráð-
herra, Hjörleifi Guttormssyni.
Með nýju samningunum voru
Landsvirkjun tryggðar verulega
hærri greiðslur frá ÍSAL fyrir
selda raforku og samkomulag
varð um hclmings stækkun ál-
versins í Straumsvík, en slík
stækkun er mjög hagkvæm fyrir
ÍSAL og nauðsynleg fyrir Lands-
virkjun svo að verjandi sé að
halda áfram virkjun Blöndu.
Morgunblaðið sneri sér til
Ragnars S. Halldórssonar, for-
stjóra íslenzka Álfélagsins hf., til
að leita upplýsinga um fyrirhug-
aða stækkun álversins í Straums-
vík. Jafnframt veitti Ragnar blað-
inu ýmsar upplýsingar um rekstur
álversins frá upphafi og til dags-
ins í dag og áhrif verksmiðjunnar
á atvinnumál íslendinga o.fl. Fer
samtalið við Ragnar hér á eftir:
Hvenær má loúast við því að fram-
kvæmdir hefjist víð stækkun álvers-
ins?
„Um það er ekkert vitað á þessu
stigi. Nýju samningarnir voru
samþykktir á Alþingi í lok nóv-
ember og þá fyrst var raunhæft að
huga að stækkun. Næsta skref er
að finna aðila, sem vill verða með-
eigandi að stækkuninni, og að því
munu Alusuisse og Samninga-
nefnd um stóriðju vinna á næst-
unni. Ef nefndin finnur líklegan
aðila, erum við tilbúnir til við-
ræðna og sama gildir væntanlega
um nefndina, ef við finnum ein-
hvern líklegan. En allt veltur á því
hvort Landsvirkjun getur boðið
viðunandi orkuverð svo að fyrir-
tæki í áliðnaði fái áhuga. Sam-
keppnin er mikil, einkanlega frá
Kanada, Zaire, Brasilíu og Ástr-
alíu, þar sem gnægð ódýrrar,
ónýttrar orku er þegar fyrir
hendi.“
Hve langur verður byggingartími
viðbótarinnar í Straumsvík og hve
mikill verður kostnaðurinn?
„Gróf áætlun um byggingar-
tíma stækkunar hjá ÍSAL eftir að
grænt ljós hefur verið gefið, unz
gangsetning getur farið fram, er
um þrjú ár. Fyrsta eina og hálfa
árið fer í að hanna mannvirki og
næsta eina og hálfa árið er bygg-
ingartími. Samkvæmt þessu gæti
framleiðsla hafizt í fyrsta iagi á
árinu 1988.
Byggingarkostnaður að með-
töldum vöxtum á byggingartíma,
gagnsetningarkostnaði og rekstr-
arfé er um 2,700 dollarar á hvert
árstonn. Afkastageta álversins er
Ragnar S. Halldórsson, forstjóri
ÍSAL.
nú 88.000 tonn á ári og helmings
stækkun hefur þvf í för með sér að
afkastagetan eykst um 44.000 tonn
á ári. Samkvæmt því áætlast
byggingarkostnaðurinn 119 millj-
ónir dollara, sem á núverandi
gengi eru um 4880 milljónir is-
lenzkra króna."
Hvernig verður fyrirkomulag
hinnar nýju keraraðar?
„Það verða byggðir tveir „stutt-
ir“ kerskálar með einni keraröð og
verða skálarnir samhliða þeim
tveimur skálum, sem fyrir eru,
nánar tiltekið á milli þeirra og
Reykj anesbrautar."
Verður Straumsvíkursvæðið full-
nýtt þegar kerskálarnir fiafa verið
reistir og framleiðslúgetan iiefur
aukist úr 88.000 árstonnum í 132.000
árstonn?
„Nei, Straumsvíkursvæðið getur
borið tvöfalt stærri verksmiðju en
nú er, eða 176.000 árstonna verk-
smiðju. Eg tel líklegt að eftir 1990
verði farið að huga að því að
stækka verksmiðjuna um önnur
44.000 árstonn og þar með fullnýta
Straumsvík til álframleiðslu."
Verður vinnsluaðferðin í nýju
kerskálunum eitthvað frábrugðin
því sem nú er í Straumsvík?
„Nei, þar verður notuð sama að-
ferðin og notuð hefur verið síðan
1886, er Bandaríkjamaðurinn Hall
og Frakkinn Héroult fundu út,
hvor í sínu lagi, að framleiða má
ál með því að leysa upp súrál i
bráðnu krýolíti, sundra síðan súr-
álinu með rafgreiningu. Hins veg-
ar verður framleiðslan hagkvæm-
ari en nú, því að ráðgert er að nota
180 kA ker, þ.e.a.s. 80% stærri ker
en þau sem notuð eru f dag og
orkunotkun á kíló af áli verður um
13 kW á móti 15 kW nú. í stuttu
máli má segja, að notuð verði nýj-
asta tækni, þ.e. níunda áratugar-
ins, en núverandi búnaður er í
raun byggður á tækni þessa sjötta
og sjöunda."
Hve mikla viðbótarorku þarf
fSAL að kaupa af Landsvkrikjun eft-
ir fyrirhugða stækkun?
„Áætlað er að fSAL þurfi að
kaupa viðbótarorku á bilinu
600—700 gígawattstundir á ári (1
GWst = 1 milljón kílówattstundir).
Á þessu stigi er auðvitað ómögu-
legt að segja til um á hvaða verði
sú orka verður keypt, en ef við
iniðurn við orkuverðið sem fSAL
greiðir í dag, um 13 millidali fyrir
hverja kílówattstund (1 millidalur
= einn þúsundasti úr Bandaríkja-
Á arunum 1979—82 var settur ipp fullkominn veinsibúnaður í álverinu og var áostnaður 40 milliónir loilarn cða im 1600 nilljónir islenzkra króna u
íúverandi gengi. verunum var iokað og jiiónusta við þau er nú (ölvustýrð. Af invndunum tveimur niá [veinilega sjá (m miklu lireytingu, sem varð til Ijins
betra í kerskálunum þegar kerunum var kokað.
Þann 7 nóvember nadist sá merki atangi. ad 1 mill/on tonna at áh hotdu vertd tramletdd i Straumsvik Til aó
gera sér grem tynr umtangi þessarar tramleidsiu má hugsa ser hana i ems tonna hleifabuntum Sé byggdur
pyramidi ur mill/ón slikum búntum. yrdi hann 123 m hár og 1.5 hektan ad grunnfleti Til samanburóar má
netna ad hráetnageymarmr 3 fyrir 110.000 tonn at suráh eru 50 m háir og Keops pyramidinn / Egyptalandi er
nu 137 m har Sa pyramidi var hms vegar 146.5 m hár nyreistur og 5.3 hektarar ad grunnfíett Hundrad
pusund manns byggðu hann á 20 árum ur 2.3 mill/ónum stema sem voru hver 2.5 tonn af pyngd ISAL parl
pvi ad framleida 3 mtllfónir tonna / vidbót til ad na stærd Keops-pyramidans Ettir fynrhugaóa stækkun
alversms a næstu árum verdur pad væntanlega fí/ótlega upp ur næstu aldamótum A myndmm hér fynr ofan
hefur teiknannn sett hráetnageymana mnan i alpyramidann Alls hetur purtt ad fylla pa 18 sinnum og rumtak
surálsms er /afnt 3 álpyramidum
komin í gagnið, en hluti þeirra
vinnur eingöngu við afleysingar.
Síðastliðið sumar voru t.d. um 120
afleysingamenn.
Þá er ógetið þess mikla fjölda,
sem hafa mun atvinnu af bygg-
ingarframkvæmdunum bæði í
Straumsvík og við Blönduvirkjun,
en stækkunin í Straumsvík er for-
senda fyrir virkjun Blöndu."
Starfsmannafjöldi fSAL segir
ekki alla söguna, því reiknað hefur
verið út að hvert eitt starf I fram-
leiðslu- og útflutningsiðnaði skapi
lífsviðurværi fyrir allmarga fleiri.
Hve margir hafa lífsviðurværi sitt af
ÍSAL?
„f grein, sem dr. Ágúst Valfells,
núverandi formaður Verkfræð-
ingafélags fslands, ritaði í Morg-
unblaðið í júlí 1978 kemur fram,
að fyrir hvern einstakling, sem
starfar að grundvallarfram-
leiðslustörfum, myndast atvinna
fyrir aðra í ýmsum greinum. Að
meðtöldum mökum og börnum
allra aðila myndar grundvallar-
starfið lífsafkomu fyrir sex ein-
staklinga. Miðað við þetta er end-
anleg tala þeirra sem af iðnaðin-
um lifa sjöföld tala þeirra sem við
hann vinna. Samkvæmt þessu
hafa nú í það minnsta 4.550 manns
lífsviðurværi af ÍSAL og um 6.200
manns eftir stækkunina. Til að
undirstrika þetta enn betur má
benda á, að frá því álverið tók til
starfa árið 1969 hafa launagreiðsl-
ur ÍSAL numið 145 milljónum
Bandaríkjadala eða 5.933 milljón-
um íslenzkra króna miðað við
gengi nú.“
Hver hafa áhrif ÍSAL verift á þjóft-
arbúift þau rúmlega 15 ár, sem álver-
ið hefur starfað I Straumsvík?
„Frá upphafi hefur rúmlega
þriðjungur af öllum sölutekjum
ISAL runnið til íslenzka þjóðar-
búsins. Alls eru þetta um 371
milljón Bandarikjadala eða jafn-
virði 15,2 milljarða króna á gengi
um áramótin. Til samanburðar má
nefna að fjárlög íslenzka ríkisins
fyrir árið 1985 nema 25,3 milljörð-
um króna.
Af þessari upphæð eru launa-
greiðslur 5.933 milljónir króna,
sem fyrr segir, greiðslur fyrir
orku 3.360 milljónir, framleiðslu-
skattur 794 milljónir, annar inn-
lendur rekstrarkostnaður 3.646
milljónir og fjárfestingarkostnað-
ur, greiddur innlendum aðilum,
1.436 milljónir króna.
Hlutdeild áls í heildarútflutn-
ingi iðnaðarvara var að meðaltali
58,3% árin 1977-1983. Árið 1983
var hlutfallið 60,0%. Hlutdeild áls
í heildarútflutningi landsmanna
hefur verið að meðaltali 13% á
sama árabili. Þegar hlutdeildar-
tölurnar eru hæstar er verið að
selja uppsafnaðar birgðir.
Bygging álversins og hafnarinn-
ar í Straumsvík, svo og bygging
Búrfellsvirkjunar og tengdra
mannvirkja bættu verulega at-
vinnuástandið í landinu á kreppu-
árunum 1967—1970. Fjöldi mann-
ára við byggingu ofangreindra
mannvirkja var um 4.300, en frá
því að rekstur verksmiðjunnar
hófst og til ársloka 1984 hafa um
9.600 mannár verið unnin hjá
lSAL.“
Nú hafa áhrifin verift mest á
Hafnarfjörft eins og gefur aft skilja.
Hefur þú upplýsingar þar aft lút-
andi?
„Þegar byggingarframkvæmdir
hófust í Straumsvík árið 1967 var
fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæj-
ar mjög slæm. Atvinnuleysi var í
bænum og ýmis útgerðarfyrirtæki
höfðu annað hvort stöðvazt eða
voru að því komin. Atvinna við
byggingarframkvæmdir í
Straumsvík, bæði verksmiðjuna
og höfnina, létti því undir hjá
mörgum heimilum í Hafnarfirði
og jók tekjur bæjarins. Frá því ál-
verið hóf rekstur sinn hefur fjöldi
Hafnfirðinga starfað bæði hjá
ÍSAL og ýmsum þjónustufyrir-
tækjum, sem ÍSAL skiptir við. Á
síðustu árum hefur um helmingur
starfsmanna ÍSAL verið búsettur
í Hafnarfirði og voru útsvars-
greiðslur þeirra um 11 milljónir
króna á árinu 1984.
Á síðustu árum hefur hvergi á
landinu orðið meiri fólksfjölgun
en í Hafnarfirði. íbúum í bænum
hefur fjölgað úr 9.300 manns 1.
desember 1968 í 12.700 manns 1.
desember 1983, eða um 36% á 15
ára tímabili. Mikil fjölgun at-
vinnutækifæri er forsenda fyrir
slíkri þróun og skal fullyrt að
ÍSAL eigi þar drýgstan hlut að
máli. Á sama tímabili var fjölgun
íbúa í Reykjavík aðeins tæplega
8%.
Höfnin í Straumsvík er eign
Hafnarfjarðarbæjar, en endanleg-
ur byggingarkostnaður hennar
var um 30,4 milljónir svissneskra
franka eða um 480 milljónir króna
á núverandi gengi. Þessa upphæð
hefur ISAL nú greitt að fullu. Á
móti kemur hins vegar, að ÍSAL
er undanþegið vörugjöldum af
inn- og útflutningi á þess vegum,
sem fer um höfnina í Straumsvík,
en skipagjöld renna óskipt til
Hafnarfjarðarbæjar, svo og vöru-
gjöld þegar Hafnarfjarðarhöfn er
notuð vegna þess að önnur skip til
ÍSAL eru í Straumsvíkurhöfn.
Framleiðslugjaldsgreiðslur ÍSAL
hafa frá upphafi numið um 19,4
milljónum Bandaríkjadala og hef-
ur verulegur hluti þeirrar upp-
hæðar, þ.e. 6,6 milljónir, eða 260
milljónir íslenzkra króna, runnið
til Hafnarfjarðarbæjar. Auk þess
hefur ÍSAL greitt sérstök gatna-
gerðargjöld án þess að Hafnar-
fjarðarbær hafi þurft að kosta
slíkar framkvæmdir á svæði
ÍSAL.“
Lieinir fyrir hver afkoma ÍSAL var
árift 1984?
„Áætlað er, að rekstur ÍSAL
fyrir árið 1984 hafi verið á þessa
leið: Álframleiðslan nam 82.300
tonnum, sú mesta frá upphafi. Ál-
salan var 78.789 tonn. Vergar sölu-
tekjur námu 3.558 milljónum ís-
lenzkra króna, tap fyrir skatt 17
milljónum, framleiðslugjald 173,0
milljónum, en framleiðslugjaldið
innifelur 121,6 milljónir króna,
sem er jafnvirði 3 milljóna Banda-
ríkjadala, sem samið var um að
greiða sem sáttafé í samningi rík-
isstjórnarinnar og Alusuisse frá
því í nóvember 1984. Áætlað tap
eftir skatt er 190 milljónir króna
og fjárstreymi 319 milljónir
króna,“ sagði Ragnar S. Hall-
dórsson, forstjóri ÍSAL, að lokum.
— SS.
*JL
Byggingarkostnaður tæpar 5000
milljónir á núverandi gengi