Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 50

Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 ,\Ji*a2>u ptemur nscs-tu sjúkitngum inn." ... aö gefa honum bestu bitana. TM Hag U.S. P»l. MI.-*» rtgíits rtumá c1984 Los Angetes Tifnes Synctcale Ekki svona harkalega næst þegar þú skellir saman haelum. Að dorga dáðlaust upp við sand Höfnin i Akranesi. Ó.T.E., Akranesi, skrifar: „Á Akranesi eiga fiskvinnsla og útgerð sér mikla og merka sögu, á því leikur enginn vafi. Okkur íslendingum hefði örugg- lega ekki litist á að stíga þau menningar- og framfaraspor og þau til afla-uppbyggingar, ef ekki hefði komið til útgerð og vinnsla á sjávarafla á undan- förnum áratugum. Það er öllum hollt að hugleiða. En það verður að segja hverja sögu sem hún gengur þó svo hún sé ekki ætíð fögur. Það var óvenjulega skemmti- legt að koma á bryggjuna hér á Skaga í haust, þó oft hafi fleiri bátar verið gerðir út hér. Skemmtilegt vegna þess að veðr- ið var svo gott og loftið ilmaði af fiskslori, síld og loðnu, allt þetta blandaðist saman. Já, að við- bættum þef af bátum og bíla- umferð. Trillukarlarnir voru glaðir yfir fengnum hlut. Loðnu- bátar komu hinn hver af öðrum, drekkhlaðnir, og silfur hafsins lét ekki á sér standa. „Ekki má gleyma, ræflinum honum Katli.“ Þar á ég við trillurnar. óvenju- legt tíðarfar gerði trillukörlun- um kleift að leggja línu á grunnslóð og koma með þessa líka fínu ýsu, ýsu sem fékk hvern mann til þess að fá vatn í munn- inn. Það leikur nefnilega enginn vafi á því, að hvergi fæst úr sjónum betri ýsa en hér í Faxa- flóa. Mátulega stór og spikfeit. Það er ekki sama hvernig hún er veidd, það verður að fiska hana á línu eins og trillukarlarn- ir nú gerðu. Þeir fóru út eld- snemma á morgnana með veiði- glampa í augum og komu með fiskinn að kvöldi. Oftast biðu fisksalar á bryggjunni eftir afl- anum og komu honum á markað fyrir elskurnar í Davíðsborg, sem keyptu alla ýsuna og átu. Glæsilegar eru þær eftir allt ýsuátið, en sleppum öllu gamni. Það kom nefnilega eins og reið- arslag, þegar sett var á stopp á þessar veiðar í byrjun desember. Það voru mistök hjá Halldóri sjávarútvegsráðherra, að stoppa af trillur í mesta skammdeginu á línuveiðum. Nokkrar ýsur til eða frá skipta engu í sambandi við fiskistofna. Of finnst mér ráðherra fiska dáðlaust upp við sand í þessu máli. Þeir þarna við sjávarútvegs-skrifborðið verða að skilja að nauðsynlegt er að hafa trilluútgerð. Hún skapar mikil og góð verðmæti og er þáttur í okkar mannlífi. Á trill- unum eru margir vaskir menn á öllum aldri, sem eiga það sam- merkt að stunda þessa starfs- grein meðan stætt er. Nú dytta þeir að sínum veiðarfærum og dauflegt er nú að rölta á bryggj- una.“ Um oröabók Dr. Alexanders Siggi flug skrifar: „Fyrir jólin kom út hin stóra og ágæta orðabók Arnar og örlygs á ensku, og bætti þar með úr vöntun á þessu sviði. Það var margt fallegt sem sagt var um þessa orðabók, og flest ef ekki allt rétt. Er vinna Sören Sör- ensen við bókina sennilega eins- dæmi, enn ekki svo að ekki hafi önnur eins vinna verið innt af hendi af einum manni. Orðabók sú er Dr. Alexander Jóhannesson sál. ritaði og kom út í 5 heftum frá árunum 1951, 1952, 1954, 1955 og 1956, var samtals rúmlega 1400 bls. að meðtöldum inngangi og skrá um ind.germ. rætur og ís- lenzk orð. Dr. Alexander segist hafa byrj- að á undirbúningi þessa verks skömmu eftir 1930, er hann byrj- aði að safna gögnum í norrænum stofnorðabókum. Stofnorðabækur í norrænum málum svo og í germ- önskum málum ná nær eingöngu til forn-íslenzku. 1 nokkrum stofn- orðabókum er þó að finna tilvísan- ir til ný-íslenzku, segir Dr. Alex- ander, helst í Torps „Nynorsk etymologisk Ordbok". Dr. Alexander byrjar á því að taka 2.200 indógermanskar rætur og byggði upp af þeim málið en af þeim hafa 57% haldið sér í ís- lenzkunni. Með þessu móti var komist fyrir það að endurtaka orð í bókinni, sem oft vill verða ef far- in er hin leiðin. Ég ætla mér nú ekki að fara dýpra í þessa orðabók, en aðeins að vekja athygli á þessu sérstæða verki. Ég vil á engan hátt gera lítið úr verki Sörens Sörensen, sem ég álít vera einstætt, en það er nú einu sinni svo að menn gleymast er þeir eru látnir og einnig verk þeirra. Verk Dr. Alexanders sál. er geysi- lega verðmætt vísindarit, en til þess að menn geti notað það þurfa menn að vera sleipir í þýzku. Orðabók Dr. Alexanders hefur að sjálfsögðu að einhverju leyti liðið fyrir það að hún kemur út skömmu eftir stríð, er menn (margir) höfðu skömm á Þjóðverj- um. Af því held ég að þetta vísindarit hafi ekki fengið þær viðtökur sem því sæmir.“ HÖGNI HREKKVlSI 1 5KÓLA- VÖRU \J15AU\ ^ PE.NMINKI „SPIKI A AÐ FAPA AFTOP í HL-VPNIS5KÓLA " Öréttlátt að birta myndir Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Mig langar til að mótmæla skrifum Þ. Olafssonar um að birta eigi myndir af líkamsárásar- mönnum í blöðum, svo að fólk geti varað sig á þeim. í mörgum tilvikum eru þetta menn sem hafa framið eitthvert ódæði i stundarbrjálæði og iðrast þess ævilangt. Þeir eiga ekki skilið né fjölskylda þeirra og aðrir að- standendur að birtar séu myndir af þeim frammi fyrir alþjóð, öllum til mestu skammar. Þessir menn vilja margir bæta sig og reyna að lifa eðlilegu lífi. Fortíðinni er erf- itt að gleyma ef að alþjóð veit af ódæðinu sem framið hefur verið og viðkomandi er brennimerktur fyrir lífstíð. Um tóbaks- yarnalögin A.G.G. hringdi: Ég vil endilega koma því á framfæri að æskilegt er að nýju lögin um tóbaksvarnir komi til framkvæmda þar sem eldra fólk er að spila bæði í Odfellow-húsinu og í Lönguhlíð. Á þessum stöðum ætti algerlega að banna reykingar. Þátturinn verði fluttur fram S.Ó. hringdi: Mig langar að koma á framfæri athugasemd varðandi þáttinn „Spekingar spjalla" sem sýndur er einu sinni á ári, nú síðast á sunnu- dag. Væri nú ekki hægt að sýna þennan þátt fyrr um kvöldið, en ekki klukkan hálfellefu eins og venja hefur verið í gegnum árin. Þættir þessir eru nú aðeins einu sinni á ári, og sérlega fróðlegir, svo varla ætti að vera mikið vandamál að flytja þennan dag- skrárlið framar. Alténd hljóta for- ráðamenn sjónvarps að hafa næg- an umhugsunarfrest núna þar sem ár er í næsta þátt. Þá langar mig að beina einni fyrirspurn til forráðamanna út- varps. Að mínu mati hefur eitt ákveðið tækniatriði gleymst og hefur verið sagt að orsökin sé fjár- skortur. Á ég hér við sjálfstillandi tæki í útvarpssal, þannig að þegar að skipt er frá tali yfir á tónlist, helst sami tónstyrkur. Þar sem útvarpið býr ekki yfir slíku tæki þarf maður sífellt að hlaupa til og lækka þegar tónlistin er leikin og hækka aftur þegar tal- að er. Skiljanlega er þetta hvim- leitt og erfitt fyrir þá sem ekki sitja stöðugt við tækið. Ur því að útvarpið hefur efni á því að koma á fót nýrri útvarps- stöð, rás 2, og eins að reisa með dýrari útvarpshöllum í Evrópu, þá hlýtur að vera til einhver aur til að kippa téðu vandamáli í lag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.