Morgunblaðið - 17.01.1985, Page 55

Morgunblaðið - 17.01.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANtJAR 1985 55 • Stórskyttan Sigurður Gunnarsson sem leikur é Spáni fer gagngert til Frakklands til aö leika með íslenska landsliðinu í stórmóti þar. Síðan kemur Sigurður heim til íslands og leikur gegn ólympíumeistur- unum. Sigurður leikur með landsliðinu í Frakklandi og kemur heim í leikina gegn Júgóslavíu Sigurður Gunnarsson sem leik- ur á Spáni með liöi Tres Mayo hefur gefjö ákveöið svar viö beiöni HSÍ um þátttöku í þeim landsleikjum sem framundan eru. Sigurður kemur gagngert til Frakklands til að taka þátt í stórmóti því sem íslenska lands- liðið tekur þátt í í lok mánaðarins. Síðan kemur hann heim til ís- lands og leikur meö landsliðinu gegn Júgóslövum, ólympíumeist- urunum í íþróttinni. Þaö er vissu- lega mikill fengur í því aö Sigurö- ur skuli koma í landsleiki þessa því að hann er í mjög góðri æf- ingu um þessar mundir og hefur leikið sérlega vel mað liði sínu. Lið Sigurðar Coruna Tres Mayo lék á dögunum viö hiö sterka lið Athietico Madrid sem gersigraði dönsku meistarana í Evrópu- keppninni. Coruna sigraöi með 23 mörkum gegn 20 ( leiknum eftir haröan og spennandi leik. Sigurö- ur var tekinn úr umferö allan leik- inn en náöi samt aö skora tvö mörk bæöi mjög lagleg. Þá sigraði Coruna Tecnisia á dögunum meö 23 mörkum gegn 20 og þá var Sig- uröur í essinu sínu, skoraöi fimm mörk. Átti þrjár línusendingar sem gáfu mörk, fiskaöi víti og lék vel í vörninni. Þegar Siguröur geröi samning sinn viö Coruna Tres Mayo var ákvæöi um þaö frá stjórn HSÍ að hann fengi aö koma í alla landsleiki sem ísland myndi leika svo framar- lega sem óskaö væri eftir þátttöku hans. Þá skuldbatt félagiö sig til þess aö greiða allan feröakostnaö Siguröar f landsleikina. Mjög at- hyglisvert er aö HSl skyldi ná þessu inn í samning Siguröar. En of oft þegar íslenskir íþróttamenn gerast atvinnumenn þá geta þeir ekki fengiö sig lausa frá félögum sínum í landsleiki fyrir island eins og mörg dæmi hafa leitt í Ijós. Þegar islenska landsliöiö lék gegn því júgóslavneska á sumaról- ympiuleikunum í Los Angeles þá var Siguröur einn besti maöur liös- ins og skoraöi mörg falleg mörk. Hinum hávöxnu leikmönnum Júgó- slavíu tókst ekki aö stööva hann þrátt fyrir aö þeir tæku hann föst- um tökum. Það veröur því spenn- andi aö sjá hvort Siguröi tekst jafnvel upp hér heima er liöin leika. En landslið þjóöanna geröu jafn- tefli 14—14 er þau léku saman í Naumur sigur Leicester — á utandeildaliöinu Burton í bikarnum Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins á Englandi. Burton og Leicester léku á ný i 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu — en eins og Mbl. hefur greint frá rotaöist mark- vörður utandeildarliösins í leik liðanna á dögunum er áhorfandi kastaði viöarbút í höfuö hans, og ákvaö knattspyrnusambandið enska aö láta leikinn fara fram á ný. Liðin léku í gær á Highfield Road, leikvangi Coventry City, þar sem hitaieiöslur eru undir vellinum. Áhorfendur voru innan viö 200, en ekki var selt inn. 50 manns frá hvoru félagi fylgdust meö leiknum, 40 blaöa- og fréttamenn og 10 Ijósmyndarar. Lögregla var nú á veröi utan leikvangsins ef einhverj- ir óvelkomnir „gestir" hygöust freista inngöngu. Leicester, sem sigraöi 6:1 í leik liöanna sem ógiltur var, sigraöi aft- ur í gær, en aðeins 1:0. Markiö var gert strax á fjórðu mínútu og þaö var Paul Ramsey sem skoraöi. Leicester mætir Carlisle á heimavelli í 4. umferð. --------BANDALAG JAFNAÐARMANNA--- LANDSFUNDUR BJ 1.—3. febrúar 1985 FUndUtmn w ÖÍÍUm öpiníí. Stjórnmál eru of mikilvæg til aö láta stjórnmálamenn eina um þau. Vertu með í að móta stjórnmál framtíðarinnar. Taktu þátt í landsfundi B.J. Tilkynnið þátttöku í síma 21833

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.