Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 EMBÆTTISMENN SPJALLA Upphafíð að landlægri ofdirfsku ANDRES ff Kunningjarnir hafa búist við að ég mundi una minni ævi á vernduðum vinnustað — í staðinn lenti ég á þeim opnasta af þeim öllum. áá BALDUR 9fÉg var byrjaður ungur í skák- inni og hún hefur kannski forðað mér frá pólitíkinni.áú Nú sitja þeir yfir kaffibolla með blaðamanni Mbl. á Gauki á Stöng, sem þeir hafa ekki fyrr kynnst. Allir hafa mætt á mínútunni — nema Baldur. Verður hálfri mín- útu of seinn eins og hann átti vanda til í menntaskóla, spáir Klemens og það reynist hárrétt. Það er notalegt að spjalla óform- lega kringum borð undir súðinni í þessari fyrrum kaffistofu hafnar- verkamanna. Það kemur fljótt í ljós að þrír þessara manna eiga sameiginlegar minningar allt aftur til bernsku- áranna í Reykjavík. Enda af svip- uðum uppruna, allir embættis- mannasynir, tveir synir ráðherr- anna Tryggva Þórhallssonar og Jakobs Möller og sá þriðji sonar- sonur Björns Jónssonar ráðherra og sonur verðandi forseta, Sveins Björnssonar. Baldur og Klemens voru ungir drengir farnir að sparka saman bolta í Víkingi og léku saman í liði í nokkur ár. Fótboltinn geysimikill þáttur í lífi unglinganna þá ekki síður en nú, enda lítið um að vera. Drengir skrifaðir inn í félögin næstum i vöggu, að þeirra sögn. I ungl- ingaflokki Víkings var stundum talað um „ráðherralínuna" og var þá átt við þá Klemens, Pétur Egg- erz og Sigurð Hafstein, sem allir áttu ráðherra að föður. Henrik kom að utan þrettán ára gamall og þeir verða allir bekkjarbræður í Menntaskólanum í Reykjavík, enda fæddir á sömu þremur vik- unum á árinu 1914. Andrés, bónda- sonurinn norðan úr landi sem er þremur árum yngri, kemur þar fyrst 1931 er hann tekur inntöku- próf í Menntaskólann í Reykjavík. Stenst það, en nærtækara og hag- kvæmara reynist svo að nema við Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann útskrifast stúdent 1937. Klemens: Já, við vorum allir þrír synir stjórnmálamanna í fremstu víglínu. Faðir Henriks var á þingi og í bæjarstiórn þar til hann varð sendiherra Islands i Kaupmanna- höfn árið 1920. Enginn okkar þriggja hefur farið út í pólitík. Henrik: Árgangur okkar í Menntaskóla, stúdentaárgangur- inn 1933, var síðasti tvískipti ár- gangurinn því er Jónas Jónsson varð menntamálaráðherra gaf hann út tilskipun um að ekki yrðu teknir nema 25 inn á ári og í einn bekk. E.Pá: Við skulum aðeins staldra við þetta. Hefur það ekki áhrif á unga drengi þegar hart er sótt að föður þeirra í pólitískri orrahríð? Þú varst unglingur, Klemens, þeg- ar mest mæddi á pabba þínum. Getur maður gleymt slíku þegar maður er ungur og viðkvæmur? Manstu t.d. eftir þeim persónum sem öngruðu fjölskylduna? Klemens: Það er mikil reynsla að alast upp með pólitík eins og ég gerði og hún hefur haft mikil áhrif á mig — meðal annars vald- ið því að ég hef ekki haft áhuga á að fara út í pólitík. Sem drengur tók ég auðvitað nærri mér árásir á föður minn, og mér er sérstaklega minnisstætt það sem gerðist I þingrofsvikunni í aprfl 1931. Baldur: Slíkt hlýtur að verða ákaf- lega eftirminnilegt. Úr því Klem- ens situr nú hér við hliðina á mér er nærtækt að geta þess að feður okkar voru mjög athafnasamir hvor sínu megin víglínunnar. Nei, það hefur aldrei haft áhrif á okkar vináttu. En hvort það hafði áhrif á afstöðu mína til stjórnmála- þátttöku, þá hefi ég satt að segja aldrei velt fyrir mér hvort ég ætti þangaö erindi. Ég var byrjaður ungur í skákinni og hún hefur kannski forðað mér frá því. E.Pá: Hvað segir Henrik um þetta? Átt þú ekki einhver sárindi geymd vegna árása á föður þinn? Henrik: Auðvitað fylgdist maður alltaf með í pólitíkinni. En það var dálítið annað með mig, því ég var ekki nema 5 ára þegar faðir minn hætti í pólitík er hann fór utan. Það samræmdist ekki sendiherra- starfinu. En jú, slík tilefni komu upp seinna í sambandi við ýmis skrif vegna myndunar utanþings- stjórnarinnar 1942 og ríkisstjóra- bréfsins svokallaða í janúar 1944. Baldur: Þótt enginn okkar hafi á framboðslista komið er ég líklega sá eini í hópnum sem hefi talað um pólitík í útvarp. Ég var þá í stúdentaráði fyrir Vöku, en sagði Helga Hjörvar að ég vildi nú held- ur tala um skák í útvarpið, sem ég gerði raunar nokkru seinna. Um- ræður voru um háskólapólitíkina og ég talaði afar heimspekilega um stjórnmál, mest eftir heim- spekilegum sjónarmiðum sem ég hafði úr miðflokkablaði í Tékkó- slóvakíu, Prager Presse, sem Visir keypti um árabil meðan ég var þar við blaðamennsku. En Tékkar voru, eins og nágrannar þeirra Þjóðverjar, ákaflega heimspeki- lega sinnaðir. Ég hélt mig þvi al- farið við demókratíið og heim- spekina. Klemens: Það má vist segja að ég hafi verið „reiður ungur mað- ur“ fyrstu árin eftir að ég kom heim frá námi i Kaupmannahöfn. Ég man að dálkahöfundar Morg- unblaðsins kölluðu menn, sem ég var í hópi með og voru með andóf í ýmsum viðkvæmum dagskrármál- um, þversummenn, sem væru til mikillar óþurftar. Ég var framar- lega í samtökum svonefndra lög- skilnaðarmanna 1942—44, sem vildu fresta sambandsslitum við Dani og stofnun lýðveldis til stríðsloka. Tilhneiging var til að stimpla forustumenn þessara samtaka sem quislinga. Ég minn- ist þess að Árni Pálsson prófessor, dyggur stuðningsmaður ólafs Thors og aldavinur hans, fékk þetta á sig úr munni Heimdellings á almennum fundi, sem lögskiln- aðarmenn gengust fyrir i Iðnó 1943. Þá var ég mjög virkur í hópi þeirra, sem börðust gegn inngöngu Islands í Atlantshafsbandalagið. Sitthvað fleira kom hér til. Ef ég hefði ekki orðið hagstofustjóri, hefði ég kannski þrátt fyrir slæma reynslu af pólitík flækst út í hana. Síðan ég fór í þá stöðu árið 1951 hef ég að sjálfsögðu leitt hjá mér öll afskipti af stjórnmálum. Andrés: Ekki get ég sagt að ég hafi nokkurn tíma komið nálægt pólitík. Hefi leitt hana hjá mér eftir megni. Auðvitað héfi ég skoð- anir á málum eins og aðrir hugs- andi menn. En flokkspólitík er mér mjög andstæð og ég hefi með engu móti viljað tengjast henni. Ég er því varla samræðuhæfur um þetta. Ég hefi aldrei beitt mér í neinum dægurmálum og þótt ég hafi haft skoðanir, þá hefi ég geymt þær fyrir mig. E.Pá: En pólitíkusarnir hafa þó stundum verið þér til nokkurrar armæðu, ekki satt? Andrés: Það er siöur að tala illa um pólitíkusa. Ekki veit ég hvort ég get tekið undir það. Margt af þessu er ágætisfólk eins og í öðr- um hópum þjóðfélagsins. Það er kannski ógæfa þeirra að þeir bjóða heim meiri freistingum en aðrir. Og eiga kannski stundum erfitt með að falla ekki fyrir þeim og metnaðurinn, sem þeim er sam- eiginlegur, leiðir þá stundum í kllpu. É.Pá: Þú kemur úr allt annarri átt en þeir hinir og öðrum rótum, bóndasonur norðan úr landi. Hafði það áhrif á þína leið í líf- inu? Andrés: Nei, ég held ekki að það hafi haft áhrif að ég kom úr sveit. Af hverju ég lenti á þessari hillu er ákaflega torskýrt. Mínir kunn- ingjar hafa sjálfsagt flestir búist við því að ég myndi una ævi minni á einhverjum vernduðum vinnu- stað. í staðinn lenti ég á algerlega óvernduðum vinnustað — líklega þeim opnasta fyrir af öllum slík- um. Það var ekki fyrr en ég kom til Reykjavíkur að ég fór að taka verulegan þátt í félagslífinu og fann sjálfan mig. Einu var ég þó alltaf ákveðinn í, að ég ætlaði að búa í Reykjavík og það í Vestur- bænum. Og það hefi ég gert. Klemens: Ég man að Baldur ætl- aði að verða hagfræðingur og ég ætlaði í lögfræði. En það snerist svo við. Andrés: Það varð nú uppskátt þegar ég kom í Háskólann, að ég hafði það sem kallað er brageyra eða eitthvert næmi fyrir ljóðum. Kennari minn, Sigurður Nordal, tók fljótt eftir þessu og ég held að hann hafi komið mér á framfæri svo að ég kom fram í útvarpi miklu yngri en flestir á þeim tíma. Útvarpið stóð ekki öllum opið á þeim árum. Síðan ég las þar upp í fyrsta sinni munu vera rétt 45 ár. Þegar ég hafði lokið prófi hafði ég ekki markað mér ákveðna fram- tíðarstefnu. Þá kom heim til mín ágætur maður að nafni John McKenzie, sem seinna varð sendi- herra og margir kannast við. Spurði hvort ég væri til í að fara til London og sjá um fréttapistla sem þaöan voru sendir vikulega á íslensku á stríðsárunum. Og ég var í Bretlandi 1943 og 1944. Þetta var í stríðinu. Mestu loftárásirnar voru að vísu um garð gengnar, en við fengum yfir okkur V-1 og V-2-flugskeytin. Það var óþægi- legur tími og satt að segja var ég feginn að hverfa heim aftur. Mér barst boð frá útvarpinu um ein- hvers konar starf hjá stofnuninni við dagskrárgerð og þess háttar. Þar ílendist ég og hefi verið þar síðan, með dálitlu hliðarspori þó meðan ég kenndi í háskólanum- Var raunar viðloðandi útvarpið jafnframt, svo að ég get varla sagt að ég væri utan stofnunarinnar nema svo sem hálft annað ár. Henrik: Ég var í Danmörku í byrjun stríðsins. Var eitt ár í dönsku utanríkisþjónustunni. Við byrjuðum þar fimm íslendingar störf að utanríkismálum, Stefán Þorvarðarson fyrstur, síðan Pétur Benediktsson, þá Agnar Kl. Jóns- son, Gunnlaugur Pétursson og ég skömmu á eftir honum. Auðvitað var tilgangurinn að gera eitthvert gagn I íslenskri utanríkisþjónustu þegar hún færi af stað. Þetta var undirbúningur fyrir það. Augljóst var orðið hvert stefndi í okkar málum. En Klemens var nú lengur í Danmörku en ég, því ég fór með föður mínum til fslands um ítalíu og New York, þegar hann var kall- aður heim sem ráðunautur ríkis- stjórnarinnar í utanrikismálum- Móðir min vildi ekki taka upp heimilið og helst ekki að hann færi einn, svo niðurstaðan varð sú að ég fór með honum sem aðstoð- armaður hans. Klemens: Mér er minnisstætt, Henrik, að ég spilaði bridge við foreldra þína og Jón Krabbe heima hjá honum kvöldið áður en þið feðgarnir hélduð heimleiðis þá um sumarið. Mér var boðið að vera fjórði maður við spilaborðið. Ég var kominn að lokaprófi þegar Danmörk var hernumin í apríl 1940, en ég komst heim um Pets- amo um haustið með Esju, sem var send þangað til að sækja ís- lendinga á meginlandinu. Við ÞEIR HÖFÐU UM MARGT AÐ SPJALLA. Klemens og Baldur byrjuðu ungir drengir að sparka saman bolta í liði Víkings og Henrik varð bekkjarfélagi þeirra í menntaskóla, enda allir fæddir í sömu þrem vikunum fyrir 70 árum. Bóndasonurinn Ándrés kom norðan úr landi, en alltaf ákveðinn í að búa í Reykjavík og það í Vesturbænum, eins og hann hefur raunar gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.