Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 24
M.B MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 SUNNUDAGINN 3. febrúar sl. hittust á heimili Vern- harðs Bjarnasonar og Birnu konu hans á Seltjarnarnesi níu skipverjar á es. Goða- fossi fyrir meira en 50 árum, eða frá árunum 1932 og 1934. Sumir höfðu ekki hitzt í 50 ár og urðu að vonum fagnað- arfundir. Vernharður hafði sett á blað minningar frá tveimur ferðum og birtist hluti þeirra hér á eftir ásamt mynd, sem tekin var af hópn- um er hann híttíst eftir hálfr- ar aldar hlé. Es. Goðafoss var smíðaður í Svendborg 1921. Hann var 1542 brúttótonn, 2000 Dw. tonn. Goðafoss var skotinn niður af þýzkum kafbáti 10. nóvember 1944 útaf Garð- skaga og létu þá lífið 24 manns, 10 farþegar og 14 skipverjar. Hér fer á eftir hluti minn- ingabrota Vernharðs Bjarna- sonar frá ferðunum með es. Goðafossi: Skipverjar á Goðafossi hittast eftir hálfa öld Morgunblaðid/Ol.K.M. Efri röð frá vinstri: Leifur Erlendsson, Elías Jónsson, Gudmundur J. Kristjánsson, Vernharður Bjarnason og Sæmundur Jónsson. Fremri röd frá vinstri: Gísli Jónsson, Guðjón Vigfússon, Albert Þorgeirsson og Sigurður Þórðarson. A myndina vantar Bernharð Pálsson, Kristján M. Beck og Guðmund Angantýsson (Lása kokk). Þeir komust ekki vegna veikinda. Es. Goðafoss á siglingu. Veður var þá allt annað og betra en frá segir í greininni. Á jólum 1984 er mér undirrituð- um hugsað til jóla um borð í es. Goðafossi 1932 og 1934, en báðar þessar ferðir eru mjög í minn- ingarbanka mínum, bæði ferðirnar sjálfar og svo skipshöfnin. Leitaði ég til Eimskipafélagsins um stað- festingu minninga minna með því að fá staðfesta einstaka atburði úr ferðunum með heimildum úr dag- bókum skipsins, svo og skipshafn- arskrá. En því miður hefir félagið ekki hirt um að halda til haga skipshafnarskrám og vísar til Þjóð- skjalasafns, en dagbækur ekki vel tiltækar, enda geymdar i aflóga pakkhúsi óupphituðu. Verður það að teljast vafasamur heiður við sögu félagsins um siglingar í tveim- ur heimsstyrjöldum, færandi þjóð- inni matbjörg og bjargað henni að nokkru frá hungurdauða. Ég leitaði til Þjóðskjalasafnsins og bað um lögskráningarskjöl lög- reglustjóra sem vart er hægt að kalla annað en sundurlaus blöð, og sum illa meðfarin. Aðal ástæða fyrir skoðun á þeim er að fá vottorð og sanna tilvist sína á skipunum vegna síðari réttinda um siglingar eða lífeyrissjóða, og verður að telja að lítill sómi sé sýndur sjómönnum í störfum fyrir þjóðina á tuttugustu öldinni. Við skoðun þessara blaða komst ég að því að eftirtaldir skipsmenn af Goðafossi eru á lífi í dag: Jólin 1932 Sigurður Þórðarson háseti Gísli Jónsson háseti Guðjón Vigfússon háseti Elías Jónsson háseti Vernharður Bjarnason háseti Bernharð Pálsson háseti Guðmundur J. Kristjánsson háseti Albert Þorgeirsson yfirkyndari Kristján N. Beck káetudrengur Jólin 1934 Sigurður Þórðarson háseti Gísli Jónsson háseti Guðjón Vigfússon háseti Elías Jónsson háseti Vernharður Bjarnason háseti Sæmundur Jónsson háseti Kristján N. Beck háseti Leifur Erlendsson þjónn Guðmudnur Angantýsson messa- drengur Hin fyrri jólaferð hófst í Reykja- vík 13. eða 14. desember 1932 og samkv. áætlun átti hún að vera til Hull og Hamborgar, en þar sem síld hafði gengið á firði fyrir austan var ákveðið að koma við á Seyðisfirði og Norðfirði og lesta þar eins mikla síld og mögulegt var að bæta á skip- ið, sem þá þegar var mikið lestað af síldarafurðum á höfnum Norðan- lands. Siglt var fyrst til Vest- mannaeyja og þaðan beint til Seyð- isfjarðar, síðan á Norðfjörð. Þar taldi umboðsmaður Eimskips og síldarsaltandinn Sigfús Sveins- son að honum hefði verið lofað meiru lestarrými fyrir síld sína, og eru mér minnisstæðar nokkrar orðasennur milli hans og skipstjóra okkar, Péturs Björnssonar. Mun áfergja síldarsaltenda um að lesta hafa valdið því að skip- stjóri okkar lét eftir um að lesta meiri síld á dekkið, en eðlilegt var með hliðsjón af svartasta skamm- degi, því lestað var bæði á aftur- og framdekk og tvær raðir á fordekkið, ein röð upp á endann, og önnur röð með tunnur á hlið þar ofan á. Rekk- verkalunningar voru á Goðafossi og festingar því aðallega í dekkhringi svo og milli lunninga. Fárviöri skellur á Lagt var af stað frá Norðfirði kl. 2—3 um nótt, og átti ég vakt til kl. 4, og er mér mjög minnisstætt að það var blæjalogn og falskt veður því mikið skýjafar var á tungli eða rosabaugur. Þegar ég kom upp á vakt kl. 8 um morguninn var komið versta veður af suðaustri, og fór vaxandi allan daginn og um kvöldið- var fárviðri og mikill sjór. Ég fór að stýrinu kl. 7 um kvöldið og var þar til miðnættis, þar sem allir aðrir hásetar voru við að bjarga því sem bjargað yrði, enda eðlilegt þar sem ég var yngstur háseta, 15 ára gam- all. Alla kvöldvaktina lá skipið und- ir þungum áföllum og þoldi illa hina miklu dekklest, og var hún illa farin að riðlast og komið los á allar festingar. Lárus Þ. Blödal 1. stýri- maður stjórnaði aðgerðum háseta við að verja skip og lagfæra, svo sem hurðir, sem gáfu sig undan ofsa sjógangs, meðal annars hurð af eldhúsgangi og gluggi á reyksal, sem hafði brotnað. Skömmu fyrir miðnætti var dekklestin orðin svo laus að hætta var á að hún gæti valdið miklum skaða á skipinu, og lét þá Lárus Blöndal stýrimaður háseta skera á bönd þau er enn héldu og voru strengd milli lunn- inga. Næst þegar skipið varð fyrir brotsjó og seig niður reisti það sig upp aftur að framan, og tæmdust þá síldartunnurnar út af skipinu um leið og lunningar lögðust útaf, og mikil guðsmildi aö þið hásetar sem flestir eru hér skylduð komast lifandi frá þessu, en flestir munið þið hafa leitað skjóls við mastrið, nema ef ég man rétt mun Guð- mundur Kristjánsson hafa komist upp í mastursvantinn og haldið sér þar. Eftir að dekkfarmurinn fór í haf- ið varði skipið sig betur, og er veðr- inu siotaöi var allmikið verk að hreinsa brotnar sildartunnur, sem skorðast höfðu við spil og fyrirstöð- ur, og henda í hafið svo og þrífa grút. Kom þá á dekk farþegi af 1. farrými, Sveinn Þórarinsson, list- málari, og sagði við mig: „Skelfing er að sjá hvemig þið farið með síld- ina, ég vil bara kaupa þetta og fara með heim aftur handa sveitakörl- unum í fóðurbæti.“ Það kom síðar í ljós að sú síld sem var í lestinni og á afturdekkinu var ekki mikils virði, því vegna heimskreppunnar reynd- ist hún óseljanleg og varla hafa greitt fragtina til Kaupmannahafn- ar og Hamborgar en sú síld sem var á dekkinu og sjótryggð sem slík var sú eina sem gaf fullt verð, og má því segja um þá síld að drottinn gaf og drottinn tók. Eftir að veðrinu slotaði og við komumst niður í Norðursjó sóttist okkur ferðin seint vegna mikillar þoku og komum til Hull og höfðum skamma viðdvöl, losuðum vörur farþega, og tókum kol til skipsins. Þoku fengum við áfram til Kaup- mannahafnar og náðum þangað á aðfangadag um kl. 4 til 5 í góðan tíma til að þrífa okkur og fara í jólamat en samkvæmt hefðbundn- um venjum var ekki talið rétt að skipshöfn blandaði saman geði, jafnvel ekki á sjálfa jólanóttina, og fengu hásetar og kyndarar náðar- samlegast að matast í matsal 2. far- rýmis, matreiðslumenn í borðstofu yfirmanna, en yfirmenn í matsal 1. farrýmis, en skipstjóri flýði í her- bergi sitt og mataðist einn. Veislu- matur með víni var alltaf á jólum og nýári og gleðskapur nokkur, og um þessi jól í Kaupmannahöfn voru 3 skip Eimskips auk Goðafoss, Brú- arfoss og Lagarfoss. Þegar leið á kvöldið blandaðist þessi hópur all- mikið og réðst til landferðar enda flestir leiðir á að hanga um borð. Nokkrar knæpur voru á Kristjáns- höfn og var fyrst fyrir Cafe Island í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.