Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIP, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 9 Heim eftir fangavist Dama-skus, 15. febrúar. AP. kominn til aÖ hætta. Miklu fargi er af manni létt. Og hversu þakk- látur má maður ekki vera fyrir að hafa enst til sjötugs við krefjandi störf án þess að hafa orðið að draga verulega úr starfsframlagi — þetta síðasta er að vísu sam- kvæmt eigin mati. Mig skortir ekki verk, þar sem nota þarf heim- ildir sem ég þekki vel, af því að þær eru tiltækar á Hagstofunni, mínum gamia vinnustað. Baldur: Ég er sammála Klem- ensi í því að ég finn mjög vel að tímabært er að hætta. Finn eftir á, að í mér hefur búið dulin þreyta sem ég vissi ekki af. Fyrst og fremst er notalegt viðhorf að geta svolítið hvílt sig. Samt er nú svo að ég þarf í fyrramálið, mér til ánægju að vísu, að skreppa fyrir Gunnar Schram vestur í háskóla til þess að fara yfir ríkisborgara- rétt í lagadeildinni. Vegna þing- starfa hefur hann talið rétt að taka inn afleysingmenn hér og þar. En þetta afmarkaða verkefni, ríkisborgararétturinn, hefur verið dálítið sérfag hjá mér. Nei, ég er hræddur um að ég leggist nú ekki í skákkeppni aftur, hefi ekki snert á því í 20—30 ár. En koma ráð. Henrik: Það eru mikil viðbrigði að hætta eftir þetta langan tíma í starfi þar sem alltaf hefur verið mikið að gera og helmingi starfs- tímans, eða 23 árum, eytt erlendis. Samt er ég ánægður. Það tekur auðvitað sinn tíma að koma sér fyrir eftir svo langa fjarvist á undanförnum árum. Þótt ekki sé um daglegt starf að ræða hefi ég enn viss verkefni fyrir mitt gamla ráðuneyti og er mjög ánægður með það. Jú, þegar við flytjum nú heim eru öll börnin og barnabörn- in erlendis. Dæturnar báðar bú- settar erlendis og sonurinn er í utanríkisþjónustunni, en hann verður ekki til eilífðar úti með sína fjölskyldu. Ætli við förum ekki hvað úr hverju að heimsækja þau. Andrés: Ég get tekið undir það að ég er ákaflega ánægður með að vera hættur. Að minnsta kosti ennþá. Ég hefi haft heldur hægt um mig þennan mánuð sem liðinn er. Ég hefi satt að segja næg verk- efni við lestur og skriftir, ýmislegt smávegis sem ég hefi ekki haft tíma til að vinna en þarf að ljúka við. Ég hefi aldrei haft tíma til neins utan við mitt starf. Að því leyti eru þetta gríðarleg viðbrigði fyrir mig og mjög skemmtileg. Hlusta á útvarp og sjónvarp? Já, það er nú eitt af því sem léttir ákaflega miklu af mér, að hafa alls enga ábyrgð á því lengur. Og ég vel og hafna alveg miskunnar- laust. Það er áreiðanlegt. Við göngum út af Gauki á Stöng og þeir dreifast hver í sína áttina þessir virðulegu og yfirlætislausu heiðursmenn og setja svip á miðbæinn. - E.Pá. * Irakar neita ásökun Irana Kagdad U.febrúar. AP. ÍRAKAR neituðu í dag „ásökunum írana“ um aö þeir hefðu ráðizt á kjarnorkuver, sem er í smíðum í ír- önsku hafnarborginni Bushehr. írakar sögðu að í gær, þegar árásin átti að hafa verið gerð, hefði íraski flugherinn aðeins ráð- izt á tvö herskip nálægt Kharg- eyju og liðsafnað írana á austur- vígstöðvum íraka. Talsmaður íranska sendiráðsins í Vín sagði í gær að írakar hefðu ráðizt á hið ófullgerða kjarnorku- ver hjá Bushehr kvöldið áður með að minnsta kosti þremur flug- skeytum og einn maður hefði fall- ið en annar særzt. íraski talsmaðurinn sagði að Ir- akar stæðu enn við samþykkt SÞ um bann við árásum á borgaraleg mannvirki. Bangladesh: Stjórnarand- staðan gegn kosningum séu herlög í gildi Daka, Bangladeah, 14. febrúar. AP. Kosningabandalag fimmtán stjórnarandstöðuflokka í Bangla- desh mun ekki taka þátt í að bjóða fram við þingkosningar í landinu sem eiga að fara þar fram þann 6. aprfl, nema herlög hafl verið afnum- in og kosningarnar verði algerlega frjálsar. í samþykkt bandalagsins sagði að kosningar, sem færu fram í skjóli herlaga, yrðu aðeins skrípa- leikur og markleysa og myndu ekki sýna sannan vilja þjóðarinn- ar. Hossain Mohammed Ershad forseti hefur vísað kröfu banda- lagsins eindregið á bug, en hefur hins vegar látið draga nokkuð úr afskiptum hers og herlögreglu allra síðustu vikurnar gagnvart almennum borgurum. JKKEMY Levin, bandarískur sjón- varpsfréttamaður sem slapp eftir eins árs fangavist frá Líbanon, fór í dag frá Damaskus til Vestur-l»ýzka- lands til þess að hitta konu sína. Utanríkisráðherra Sýrlands Farouk Al-Sharaa, framseldi Lev- in sendiherra Bandaríkjanna, William Eagleton, í sýrlenzka utanríkisráðuneytinu, tveimur tímum áður en flugvél Levins fór. Levin var rænt í Vestur-Beirút í marz í fyrra og hann segir að hann viti ekki af hverju. Lækn- isskoðun hefur leitt í ljós að hann er við góða heilsu. Levin slapp úr fangavistinni á miðvikudaginn með því að hnýta saman þrjár ábreiður og renna sér niður vegg. Síðan komst hann til sýrlenzkrar herstöðvar í Bekaa- dalnum. RENAULT SUÐURLANDSBRAUT 20 LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.10 - 5 RENAULT 25 Konungur Renault bílanna RENAULT 11 Ást við fyrstu kynni Þú fellur í stafi þegar þú sérð hann. Renault 25 er glæsivagn sem á fá sína líka. Bíll framtíðarinnar sem engan lætur ósnortinn. RENAULT9 Nútímabíll með framtíðarsvip Renault 11 hefur fengið margar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun og fjöðrunin er engu lík. Rými og þægindi koma öllum í gott skap. TRAFIC 4X4 Fjölhæfur til allra verka Renault 9 er sparneytinn, snarpur og þýður. Auk þess er hann framhjóladrifinn.sem ogaðrir Renault bílar. Fallegt og stílhreint útlit vandaður frágangur, öryggi og ending hafa tryggt Renault 9 vinsældir víða um lönd. Renault Trafic 4x4 í fyrsta sinn á íslandi. Bíll sem beðið hefur verið eftir hérlendis. Burðargeta: 1100 kg. Hentugur fyrir t.d. sveitarfélög, verktaka o.fl. Bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél. Komið og kynnið ykkur þennan bíl, hann býður upp á marga möguleika. Það hafa orðið geysilegar framfarir á Renault bifreiðum síðustu árin. Renault er einn af stærstu framieiðendum bíla í Evrópu. Astæðan er augljós. Renault hefur tekist að framleiða bíla sem hafa flesta kosti draumabílsins. Við sýnum fleiri bíla en getið er hér að ofan, m.a.: TRAFiC, LENGRI GERÐ, vinsælan og lipran sendibíl, MASTER, rúmgóðan og stóran sendibíl með miklum möguieikum, tilvalinn fyrir sendibílstjóra og fyrirtæki. RENAULT4 VAN, sem flestir kannast við og er sérstaklega hagstæður í rekstri. RENAULT 11 VAN, sem er tilvalinn fyrirtækisbíll í borgarumferðina. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Komdu heldur og sjáðu hvað við erum að reyna að segja þér. 6 ARA ¥ Fáðu að taka í Renault, þá veistu hvað við meinum. KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 RYÐVARNARABYRGÐ Á RENAULT BÍLUM ÞÚ GETUR REITT ÞIG Á RENAULT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.