Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 29 „Látum kjörorð okkar vera regla og vinna“. Portúgölsk skopmynd. sem er dæmigerð fyrir portúgalska lýðveldið á árunum 1910—1926. Sir William Waterlow, sem prentaði seðlana, á Ascot-veðreiðunum 1931, skömmu áður en hann lézt. næstu sendingu. Ákafi hans staf- aði ekki hvað sizt af því að þessa seðla ætlaði hann að nota i djarf- asta fyrirtæki sitt til þessa: hann ætlaði að nota þá til að taka stjórnina i Portúgalsbanka í sín- ar hendur. Þar með ætlaði hann i raun og veru að „stela“ Portúgal. Reis hafði komizt á snoðir um það í könnun sinni á högum bankans að ríkið átti ekki meiri- hluta hlutabréfa hans. Mörg hlutabréf voru í eigu einkaaðila. Hver sá sem gat tryggt sér álit- lega fjárupphæð gat tryggt sér nauðsynlegan meirihluta i stjórn bankans og þar með yfirráð yfir honum. í lögum bankans var einnig kveðið á um að bankinn einn hefði vald til að lögsækja pen- ingafalsara. Ef Reis næði yfir- ráðum yfir bankanum gæti hann stöðvað allar málshöfðanir, ef upp kæmist um einkaviðskipti hans við Waterlow! Reis skipaði Bandeira að kaupa eins mörg hlutabréf í bankanum og hann gæti, sagði honum að verðið skipti engu máli. Verð þeirra margfaldaðist þegar Band- eira fór að falast eftir þeim. Málið fór að vekja athygli. Blöðin skrifuðu um dulaifull hlutabréfakaup. Sú saga komst á kreik að Rússar stæðu á bak við hlutabréfakaupin. Litlu mátti muna að Reis yrði ríki í ríkinu án stjórnarbyltingar og án stuðn- ings hersins. Handtekinn Reis var ekki í Lissabon um þessar mundir. Hann hafði farið til Angola vel birgur af eigin pen- ingaseðlum og honum var tekið sem bjargvætti og velgerðar- manni, þar sem talið var að hann gæti hleypt nýju lífi í staðnaðar framleiðslugreinar. Hann keypti plantekrur í stór- um stíl og tók að sér að fjár- magna gerð hafnarmannvirkja, smiði járnbrauta og verksmiðja og uppbyggingu nýrra bæja. Blað nokkurt í Angola skrifaði: „Ang- ola hefur loksins fundið sinn eig- in Cecil Rhodes." Þegar Reis kom aftur til Lissa- bon 6. desember 1925 var hann handtekinn um leið og hann gekk f land. Blaðran var sprungin. Athugulir gjaldkerar höfðu rekið augun í það að sömu seðla- númerin voru í umferð á meira en einum seðli. Allt benti til þess að um glæpsamlegt athæfi væri að ræða og slóðin var rakin til banka Reis. I stað þess að hann tæki stjórn Portúgalsbanka í sínar hendur lét bankinn taka hann höndum og stinga honum í fang- elsi. Haft var samband við Water- low og svindlið komst upp. Minnstu munaði að Waterlow, sem neyddist til að fara til Lissa- bon vegna málsins, yrði einnig handtekinn. Reis var dæmdur í 20 ára fang- elsi. Fram til þessa hafði hann verið kaþólskur, en hann snerist til mótmælendatrúar í fangelsinu og var ákafur boðandi hennar það sem eftir var ævinnar. I fangels- inu skrifaði hann undarlega bók, JLeyndardómur játningar minn- ar“, sem er full iðrunar og guð- hræðslu. Hann var látinn laus 1945 og reyndi með hjálp smáfyrirtækis, sem synir hans þrír höfðu komið á laggirnar, að ráðast í nýjar fjárfestingar í Suður-Ameríku, en þær runnu út i sandinn. Hefði hann fengið að halda landareign- um sfnum í Angola hefði hann verið vellauðugur, en hann lézt blásnauður 1955. Bandeira sat einnig inni i 20 ár og lézt álíka fátækur 1960. Bróðir hans, sendiherrann, sem var einnig viðriðinn málið, slapp með fjögurra ára útlegð á Azoreyjum vegna skorts á sönnunum og starfa í þágu Rauða krossins á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Marang komst hins vegar und- an með hluta ránsfengsins, hélt áfram viðskiptastörfum á Riviera eins og ekkert hefði í skorizt og efnaðist vel. Hennies var hand- tekinn í Þýzkalandi, en var fljót- lega látinn iaus. Nazistar gáfu honum upp sakir „i þakklætis- skyni fyrir fyrri störf í þágu þýzka ríkisins." Leitað til Salazars Portúgalsbanki hóf gifurlega umfangsmikinn málarekstur gegn prentsmiðjufyrirtækinu Waterlows og krafðist geysihárra skaðabóta. Waterlow, sem varð borgarstjóri Lundúna 1929, lézt áður en málinu lauk með úr- skurði Lávarðadeildar brezka þingsins. Þrátt fyrir snjalla vörn eins færasta lögfræðings Breta, Sir John Simons, varð fyrirtækið að greiða stórfé i skaðabætur. Wat- erlow lézt 1931, sextugur að aldri, af áfallinu að sögn vina hans. Hneykslið i Portúgalsbanka sýndi hve samvizkulausum fjár- svikurum og spákaupmönnum reyndist auðvelt að stunda fjár- plógsstarfsemi i landi, sem var orðið gjaldþrota. Málið olli óstöðugu efnahags- ástandi og leiddi oft til götu- óeirða. Traust manna á stjórn- málamönnum rénaði stöðugt. Ekkert var auðveldara en að benda á fjársvikin til að ráðast á ýmsar spilltar rikisstjórnir, sem sátu við völd i Portúgal á þessum árum, og fá herinn til þess að gera byltingu þá, sem kom Ant- onio de Oliveira Salazar til valda. Salazar var á þessum árum kunn- ur prófessor i hagfræði við Coimbra-háskóla. Þegar klíka herforingja hafði tekið völdin í maí 1926 sneri hún sér strax til Saiazars, sem var falið að endurvekja traust al- mennings á hagkerfinu. Þessu tímabili i portúgölskum stjórn- málum lauk svo með þvi að Salaz- ar varð einræðisherra 1932. Mál Reis var þannig ein af helztu ástæðunum til þess að leitað var hans og að hann kom á laggirnar einhverri lifseigustu einræðis- stjórn á siðari timum. Reis gleymdist ekki i Portúgal. Þegar ný vandamál blöstu við í efnahagsmálum sögðu menn gjarnan: „Náum í Reis — hann kann að búa til peninga úr engu.“ En að lokum var það ekki Reis, sem „stal“ Portúgal, heldur Sal- azar. Athugið að panta hin vinsælu og vönduðu DATO húsgögn tímanlega fyrir fermingarnar. Sendum bæklinga ef óskað er. DATO húsgögnin hafa verið valin til sýningar hjá íslenskum húsbúnaði, Langholtsvegi 111. TOPPHÚSGÖGN Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar Bíldshöfða 14 Reykjavík, sími 687173 Þú svalar lestrarþörf dagsins ' jíðum Moggans! !®íí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.