Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 25 Strandgötu, og voru þar fyrir danskir fastagestir, og ekki sælir að óvandir íslenskir sjóarar tækju hús á þeim, og urðu allmikil slagsmál, og kom dönsk lögregla til. Gekk þá fram Lárus Þ. Blöndal og sagði hér vera undir sinni kommando íslensk- ir af höfðingja- og konungakyni og taldi ráðlegt dönskum varðmönnum að ybbast ekki við slíkan aðal, og héldu þá burt hinir dönsku varð- menn. Síldin í lestunum var losuð á 3. í jólum og héldum við strax af stað til Hamborgar um Kílarskurð og komum til Hamborgar daginn eftir. Var skipið losað að fullu fljótt og vel því við þurftum að fara í viðgerð og dokk hjá Howaldtswerke. Málaður í skorsteinslit Meðan á viðgerð stóð í dokkinni vorum við hásetarnir settir í að rústberja og menja stórlestina (2. lest) þar sem slíkt var aðeins hægt að gera þegar ekki var unnið við losun og lestun og lestin var tóm, sem var sjaldan. Fengnir voru lán- aðir frá skipastöðinni rafurmagns lofthamrar og hávaði mikill og þetta var þreytandi vinna. Mitt verk var að fara yfir með stálbursta og menja á eftir. Menn gerðust rústrykugir í kverkum og var Gísli Jónsson sendur á vit Ragnars bryta að fala bjór, og kom hann til baka með hálfan kassa, 25 flöskur sem þýddi 4 flöskur per mann plús V6 úr flösku til skiptanna. Þegar kom að skiptunum á þessari sameiginlegu flösku, kom það í minn hlut að taka Vernharður Bjarnason árið 1934. minn sopa fyrst, en Bernharð Pálsson næst, en þegar hann lítur í gegnum flöskuna tilkynnir hann að ég hafi tekið of stóran sopa og það beri að straffa mér og varð sá dóm- ur sameiginlega upp kveðinn af þessum sjóræningjum að ég skyldi málaður skorsteinslit um miðju úr rauðri menju. Var ekki að því að spyrja að þessir fantar réðust á mig 15 ára aumingjann, lögðu mig á lestargólf og gáfu mér ráðningu úr menju. Þeir sem mest höfðu sig frammi í þessum hildarleik voru Bernharð, Gísli og Elías. Staulaðist ég upp úr lestinni og fram í lampa- skáp að ná mér í terpentínu til að þrífa þessa menjudrullu af mér. Verð ég þá svo ólánssamur að skip- stjórinn, Pétur Björnsson, ásamt Emil Nielsen inspectör og fyrrver- andi direktör eru þar og spyr skip- stjóri mig hvað ég sé að gera hér við að þrífa mig og það í vinnutíman- um. Ég reyndi að koma við vörnum, að fantar og fúlmenni hefðu leikið mig grátt í lestinni og því væri ég hér. Þá tautaði Nielsen: „Ja saadan noget sker til sös.“ Frá Hamborg var haldið til Hull og síðan Austfjarða að smala sjó- mönnum aðallega til Vestmanna- eyja. Þegar við komum upp á Fær- eyjabanka fengum við á okkur brotsjó, sem braut inn kýraugu í hásetalúkarnum með þeim krafti að hásetakojurnar í síðunni hentust fram á gólf, og var ég í neðri koj- unni, en Bernharð Pálsson í þeirri efri, og vorum við báðir í koju þegar þetta gerðist. Ég vaknaði við vond- an draum er sjórinn kaldur lék um mig á gólfinu, en verra var þó að Benni stóð ofan á brakinu ofan á mér og reyndi að troða kojufötum í kýraugað, og var vera mín þarna undir hin ömurlegasta. Við hásetar fengum að sofa í reykskála á 2. plássi meðan klastrað var járnplöt- um í götin, en reknir aftur í lúkar- inn þegar við komum til Seyðis- fjarðar. Nú þegar ég lít yfir farinn veg vil ég geta þess, að þið reyndust ekki fantar og fúlmenni nema í góðu gríni í lestarævintýrinu, en oft er mér hugsað hvort mögulegt væri að bjóða mönnum í dag aðra eins aðbúð og var í þessum gömlu skip- um fyrir undirmenn, og þá sérstak- lega lúkarsbúa. Jólaferð ms. Goðafoss 1934 Þessi ferð hefst með því að við vorum síðsta skip norður og vestur til Akureyrar fyrir jól og gekk á með miklum óveðrum, sem algengt er þegar veður ganga yfir sem sveiflast suðaustan til suðvestan útsynnings og svo í norðvestan, áð- ur en hann byrjar næsta leik. Við lestuðum mikið í skipið fyrir norð- an og á Hesteyri síldarmjöl og lýsi í tunnum, sem var þessi algenga Hamborgarvara. Þorláksdagsmorg- un fórum við fyrir Látrabjarg á suðurleið, og var hann þá að snúast í norðvestan mjög hvassan og því gott lens yfir bugtina. Þegar ég kom á vakt klukkan eitt leysti ég Elías af við stýrið, og var skipið þá statt út af Lóndröngum. Ekki hafði ég verið nema fáeinar mínútur við stýrið þegar skipið tók allt í einu enga stýringu, og lagði sig flatt fyrir kvikuna. Skipstjóri var í brúnni, og setti þegar vélsíma á stopp meðan athugað var, og kom þá í ljós að stýriteinn, sem lá með- fram 3. lest frá stýrisvélinni í stýri, hafði brotnað. Hafði þá keðjan um trommu stýrisvélarinnar hrúgast í kring um trommuna og sett hana fasta. Allt dekklið og eins vélalið var kallað út og var hafist handa um að reyna að lagfæra stýrið, sem reyndist mjög illt en tókst þó að lokum. Var strengdur vír á milli fyrir teininn, og gátum við farið að sigla aftur um kl. 7 um kvöldið. Var það á síðustu stundu því um fimm leytið byrjaði hann aftur að vinda upp af suðaustri og var orðinn bálhvass þegar við hófum siglingu aftur og var eins gott því okkur rak allmikið í átt að malarrifi þegar viðgerðinni lauk. Við komum til Reykjavíkur kl. 2 um nóttina og var ég settur vakt- maður við komuna. Ætlunin var að sigla frá Reykjavík á aðfangadag þar sem við vorum orðnir á eftir áætlun, en veður hamlaði, og til- kynnt að siglingu væri frestað til kl. 6 e.h. á jóladag. Þegar ég var ræstur á næturvaktina kl. 5 e.h. var skipið nær mannlaust, allir höfðu hlaupið heim til sín og kokkar ekki einu sinni tekið til næturmat handa vaktmanni. Það var unnið til kl. 6 við lestun í 1. lest, og lögðu eyrar- karlarnir yfir en ég þurfti að reyna að koma preseningum i járn og kíla, sem var erfitt vegna roks. Man ég eftir að um borð voru þessa nótt Óskar Sigurgeirsson 3. stýrimaður og var konan hans með honum, Páll Jónsson 2. vélstjóri og Randver yf- irkyndari. Ljós voru slökkt um sjö- leytið og gufa tekin af dekki, þetta var hljóð jólanótt, aðeins gnauð í rokinu. Lagt var af stað frá Reykjavík kl. 6 jóladagskvöld í suðvestanroki og haldið fyrir Garðskaga. Ekki leist skipstjóra á að fara fyrir Reykjanes og var lagst undir nesið á Sandvík, fram á hundavakt en þá lyngdi meðan hann var að snúa sér aftur í suðaustrið og fórum við þá fyrir Reykjanesið, og höfðum við suð- austan, rok í nefið til Vestmanna- eyja. Tvenn hjón voru með skipinu, sem ætluðu að halda jól í Eyjum, og man ég að önnur voru Jóhann Þ. Jósefsson þingmaður og frú, en hin hjónin þekkti ég ekki. Þegar komið var til Eyja um eftirmiðdaginn, reyndist ómögulegt að senda bát út frá víkinni fyrir klettana og erfitt þvi að losa sig við farþegana. Ekki var hægt að sigla með al- þingismann til Englands, og var það ráð tekið að setja út björgun- arbát frá skipinu á flot og róa með farþega í land á Eiðið, en margir blotnuðu illa við að koma farþegum í fjöru, og mun Sæmundur hinn sterki hafa reynst þar best. • írakar ráöast á tvö olíuskip Bagdad, U.febrúar. AF. ÍRAKAR sögðu í dag að herflugvélar þeirra hefðu ráðizt á tvö skip nálægt Kharg-eyju og heimildir hjá skipafé- lögum hermdu að Líberíuskrásett olíuskip hefði laskazt í loftárás. Samkvæmt heimildum í Bahr- ain og Dubai er skipið „Neptunia" í erfiðleikum skammt frá írönsku hafnarborginni Bushehr. Sam- kvæmt heimildum hjá Lloyds í Lundúnum er þetta skip skráð í Líberíu en eign brezks skipafélags. „Neptunia" var út af Bushehr samkvæmt þessum heimildum og eldur kom upp í því þegar árásin var gerð. Ekki er ljóst hvort skipið var tómt eða ekki þegar árásin var gerð. Þar með segjast Irakar hafa ráðizt á 32 skip nálægt írönskum höfnum það sem af er þessu ári. Aðeins hefur verið staðfest að níu árásir hafi verið gerðar. í gær réðust íraskar þotur á gríska skipið „Fellowship" 80 km suður af Kharg-eyju, en litið tjón varð á skipinu. Árás á skip í Persaflóa: Einn lést og þrír særðust Nikósíu, Kýpur, 15. febrúar. AP. EINN skipverjí lét lífið og þrír særð- ust í gær, þegar herþotur frá írak gerðu árás á flutningaskip frá Líb- eríu, sem var á siglingu í Persaflóa. Það var Irna, hin opinbera fréttastofa í íran, sem greindi frá þessu í dag. Fréttastofan sagði að skipið, sem heitir Neptunia og er rúmlega 57 þúsund lesta, hefði verið á siglingu um 50 km fyrir sunnan írönsku hafnarborgina Bushehr þegar árásin var gerð. Það er skipafélagið Belacasa í Lundúnum, sem er eigandi flutn- ingaskipsins. Ekki er vitað hvort skipið var hlaðið farmi eða ekki þegar atburðurinn gerðist. Talið er að það njóti nú aðstoðar ir- anskra skipa. 7. sjúkraflutninganámskeiö Borgarspítalans og Rauöa kross íslands veröur haldiö dagana 15.—26. apríl nk. Kennt veröur alla daga frá kl. 8.15—16.10. Dvö! á slysa- og sjúkradeild Borgarspítalans og Slökkvistöö Reykjavíkur er skipulögð fyrir þátttak- endur tvö kvöld hvern. Námskeiöiö er ætlaö starfandi sjúkraflutningamönnum og námskeiösgjald er kr. 7.000. Nánari uppl. veita: Hólmfríður Gísladóttir og Ómar Friöþjófsson í síma 91-26722. ÞESSAR FALLECU VARADEKKSHLÍFAR FÁST HJÁ OKKUR — þægilegar í notkun — — veðrast ekki — — auövelt að hreinsa — |H HEKIAHF | ® J Laugavegi 170-172 Smi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.