Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 23 Elizabath og Ríchard Burton áatlanginn á fyrri giftingardaginn. Þau giftu sig aftur siöar eftir aö hafa fengiö skilnað. Síðasti eiginmaður leikkonunnar, John Myndin er tekin á meöan þau voru trúlofuö, Victor Warner. Luna og Elizabeth. Elizabeth í kvikmyndinni Suddenly Last Elizabeth Taylor í heimsókn hjá systkinum Richard Burtons í Mynd tekin þegar leikkonan steig Summer áriö 1959. Pontrhydyfen f Wales. upp úr alvarlegum veikindum. fylgt henni. Hún var alltaf að leita að stóru ástinni sinni. Fyrsti eiginmaður hennar hét Nick Hilton, en hann er sonur þess Hilton, sem öll hótelin eru kennd við. Mönnum er ekki grunlaust um, að eftir vonbrigðin með Montgom- ery Clift, hafi hún flýtt sér um of í hjónaband, óhugsað. Þau höfðu að- eins þekkst í mjög stuttan tíma, hjónabandið stóð stutt og endaði með skilnaði. Annar eiginmaðurinn var Micha- el Wilding, breskur leikari, og eign- uðust þau tvo syni, þau skildu. Þriðji eiginmaðurinn var svo Mike Todd. Þau eignuðust eina dóttur, en hann fórst í flugslysi. Fjórði eiginmaðurinn var söngv- arinn Eddie Fisher, en hann og eig- inkona hans, Debbie Reynolds, voru mikið vinafólk Elizabeth og Mike Todd. Þegar kvikmyndataka hófst á myndinni Cleopatra voru þau valin í aðalhlutverk Elizabeth Taylor og Richard Burton, en þau voru þá bæði gift. Það er skemmst frá því að segja, að þau felldu hugi saman, samband þeirra varð forsiðuefni blaða víða um heim og fylgst var með kvikmyndatökunni og þeim átökum sem urðu í einkalífi leikar- anna, af mikilli forvitni. Þegar þau svo gengu í hjónaband Elizabeth og Richard Burton, var ekki alltaf dúnalogn í kringum þau, enda þau bæði von því að vera stjörnur. Richard Burton átti það til að drekka sig fullan. Þá slóst stundum upp á vinskapinn hjá þeim hjónum. Það kom fyrir á almanna- færi og vitnaðist, þau hlupu að heiman til skiptis og fleira í þeim dúr. Þegar erfiðleikar steðjuðu að þeim hjónum vegna drykkju eig- inmannsins, tók Elizabeth sig til á tímabili, þar sem þau voru stödd innan um annað fólk, að drekka jafnmarga sjússa og hann fékk sér. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér kjördóttur, sem nú er orðin full- orðin. Elizabeth og Richard Burton fengu lögskilnað, tóku svo saman aftur og gengu aftur í hjónaband. Seinni hveitibrauðsdögunum eyddu þau í heimabyggð Richards i Wales, í þorpinu Pontrhydfen. Eftir seinni skilnað þeirra giftist Elizabeth þingmanninum John Warner, en það hjónaband stóð ekki lengi og endaði með skilnaði. Haldið upp á fimmtugsafmæli Eftir þennan síðasta skilnað er sagt að Elizabeth hafi sannarlega ætlað að taka Iff sitt taki, stokka upp á nýtt. Hún fékk hlutverk í leikritinu „The Little Foxes“, sem sýnt var á sviði á Broadway og I London, og fékk góða dóma fyrir leik sinn. í febrúarmánuði 1982 var Eliza- beth í London og var að undirbúa að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, 27. febrúar. Hún veit þá ekki fyrri til en Richard Burton stendur við útidyrnar og segist vera kominn til áð halda upp á afmælið með henni. { veislunni voru þau eins og ást- fangnir unglingar, dönsuðu, kysst- ust og föðmuðust. Það álitu allir að allt væri fallið í ljúfa löð. Það virð- ist Elizabeth líka hafa haldið. Nokkrum dögum siðar gekk hún öll- um að óvörum út á sviðið þar sem Richard var að leika, ávarpaði hann á welsku og sagði honum fyrir framan áhorfendur að hún elskaði hann. Það mun hafa verið hennar uppá- stunga að þau kæmu fram saman á sviði og fyrir valinu varð leikrit eft- ir Noel Coward, Private Lives. En þegar þau hittust í New York, þegar æfingar áttu að byrja, var ung stúlka, Sally Hay, fastur fylgi- nautur Richards Burton og jafn- framt var uppi orðrómur um að El- Elizabeth Taylor og Montgomery CLift í kvikmyndinni Raintree Country — áriö 1956. Mynd, sem tekin var á meöan aö Elizabeth dvaldi á Botty Ford-deild Eisenhower sjúkrahúss- ins. izabeth væri komin með mexík- anskan lögfræðing, Victor Luna, upp á arminn. Leikritið fékk ekki góða dóma. Það var ekki nóg að fundið væri að leik hennar, heldur einnig útliti hennar, klæðnaði og greiðslu. Á meðan á æfingum stóð, og einnig eftir að sýningar hófust, varð Eliza- beth veik hvað eftir annað, svo fella varð niður æfingar og sýningar. Eitt sinn þegar sýningu hafði verið aflýst, flaug Richard Burton til Las Vegas með Sally, og þar voru þau gefin saman i hjónaband. Það varð einhver ókunnur fréttamaður til að bera Elizabeth tiðindin. Hún sagðist vera glöð fyrir þeirra hönd og óska þeim alls góðs. Sfðar sagð- ist Richard hafa ætlað að segja henni þetta sjálfur f sfma, en sér hefði ekki tekist að ná f hana. Sýn- ingum var haldið áfram. Eftir Broadway var farið í sýningaferða- lag. Um það leyti var kunngerð trú- lofun Elizabeth og lögfræðingsins og brúðkaup ákveðið um jól 1983. Við það tækifæri birtust myndir af báðum pörunum, þar sem kon- urnar virtust vera að bera saman demantana f hringum sfnum, steinninn f hring Elizabeth reyndist stærri! En það varð ekkert úr brúðkaupi hjá leikkonunni og lögfræðingnum. { staðinn fór hún inn á stofnun og fékk þar meðferð sem hver annar sjúklingur. Hún var þar alls ekki í stjörnuhlutverki. Allt gekk það vel, að sögn, enda leikkonan þekkt að því að rísa upp tvíefld eftir hverja raun. í heimsókn sinni til Pontrhydfen f Wales fyrir nokkru, vegna láts Richards Burton, lét hún svo um mælt, að hún væri staðráðin í þvf að halda fast við fyrri ákvörðun þeirra hjóna, að þau hvfldu hlið við hlið í kirkjugarðinum, þegar dagur þeirra væri að kveldi kominn. Texti: BERGUÓT INGÓLFSDÓTTIR Vinnustöðvun- ardagar 301 þúsund sl. ár VINNUSTÖÐVUNARDAGAR á síð- astliðnu ári voru samtals liðlega 301 þúsund, en frá því 1970 hafa þeir aðeins tvisvar sinnum verið fleiri — árið 1970 voru þeir tæp 304 þúsund og árið 1976 voru þeir tæp 310 þús- und. Þetta kcmur fram í febrúar- hefti fréttabréfs Kjararannsókna- nefndar. Síðastliðið ár voru vinnustöðv- unardagar 301.099, sem 12.036 launþegar tóku þátt í. Vinnustöðv- unardagar hjá landfólki í ASÍ voru 6.278, hjá sjómönnum 14, en hjá öðrum 294.807. Þar vegur þyngst verkfall BSRB og verkfall bókagerðarmanna. - Skólastjórar á Vesturlandi: Betur verði búið að kenn- urum í launum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Fundur skólastjóra í grunnskólum í sveit- um Vesturlands, haldinn að Varmalandi 12. febrúar 1985, skorar á Alþingi að hlutast til um að þannig verði búið að kennurum gagnvart launum að komist verði hjá flótta hæfustu manna úr starfi. Fundurinn leggur einnig áherslu á að Alþingi leysi fjár- hagsvanda Námsgagnastofnunar, þannig að framvegis komi hún nauðsynlegum námsgögnum út í upphafi hvers skólaárs." Hækkun launa 23,9 % vegna kjarasamninga í nóvember Kjararannsóknsrnefnd telur að laun hækki samtals um 23.9% vegna kjarasamnings frá 6. nóvember, og eru þá reiknaðar með hækkanir frá 1. september sl. 6. nóvember, 1. janúar, 1. mars nk. og 1. maí nk. Telur nenfdin samkvæmt sér- stöku mati að verkamenn hækki um 23,8%, verkakonur um 22,9%, iðnaðarmenn um 24,9% og verzl- unar- og skrfistofufólk um 23,%. Þetta kemur fram í febrúarhefti fréttabréfs Kjararannsókna- nefndar. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.