Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 27 Herbert og Reynir fá ekki að flytja hestana út með gámum: „Verðum að vinna með hesta sem fæddir eru í Þýskalandi“ — segir Herbert Olason „MÁLIÐ stendur þannig að ég er að fara út aftur, enda hef ég fengið neitun hjá landbúnað- arráðuneytinu við ósk minni um undanþágu til að flytja hestana út til Þýskalands með þeim hætti sem ég vil og tel best, það er með gámum. Ég varð að setja hestana á flutn- ingabfl í morgun og senda þá norður í land til geymslu þang- að til maður fær ferð fyrir þá, sem þessir háu herrar í kerfinu geta sætt sig við að sé full- nægjandi. Þetta hefur orðið til þess að við erum búnir að missa af því að koma hestun- um á sýninguna í Essen þar sem við ætluðum að byrja með krafti og erum við búnir að leggja í mikinn undirbúnings- kostnað“. „Búnir að missa af sýningunni“ Þetta sagði Herbert Ólason frá Akureyri, í samtali við blm. Morgunblaðsins á fimmtudag, en hann hefur, eins og kunnugt er, tekið á leigu hestabúgarðinn Fálkahreiðrið í Mið-Þýskalandi ásamt Reyni Aðalsteinssyni, öðrum landsþekktum hesta- manni og eru þeir að koma þar upp alhliða hestamiðstöð fyrir íslenska hestinn. Þeir ætluðu að koma starfseminni í fullan gang i byrjun mars á stórri hestasýn- ingu í Essen, sem er skammt frá búgarðinum. Þeir ætluðu að koma 35 hestum út tímaniega fyrir sýninguna og vera búnir að þjálfa þá og koma í söluhæft ástand. Herbert var kominn með hestana til Reykjavíkur þegar allt strandaði á lögum, sem banna útflutning hesta á þilfari skipa yfir vetrartímann. Undan- þága fékkst ekki og skipin stöðv- uðust vegna verkfalls undir- manna. Herbert sagðist hafa byrjað á að fara til skipa verkfræðings Hafskips og fengið hjá honum umsögn um flutninga með gám- um. Hann hefði ekki talið nein vandkvæði á að sjóbúa gámana tryggilega. Sagði Herbert að Hafskip væri eina skipafélagið, sem væri með beinar siglingar til Hamborgar og hefði flutn- ingatimi hestanna því orðið í lágmarki. Ekki hefðu verið nein vandkvæði með að innrétta gám- ana þannig að vel færi um hest- ana. Eina spurningin hefði verið hvort þeir væru á þilfari eða í lest. Hafskip flytti kísilgúr með skipunum til Hamborgar og mætti ekki setja hesta þar með. Þá hefði verið ætlunin að flytja þá í lest með Hafskipsskipi beint til Álaborgar strax og verkfallið leystist en í verkfallinu hefðu Reynir Aðalsteinsson meó nokkra áætlanir breyst og væri von til að næsta ferð beint til Álaborg- ar yrði eftir hálfan mánuð, en það væri of seint fyrir sýning- una. Leitað hefði verið til ann- arra skipafélaga en þau ekki get- að eða viljað sinna þessum flutn- ingum. Sagði Herbert að Haf- skipsmenn hefðu sýnt sér sér- staka lipurð í þessu máli og mættu önnur skipafélög taka þá til fyrirmyndar i þjónustuvilja. „Ekki lengur bundnir við mastrið“ Útflutningur hrossa er bann- aður yfir vetrartímann nema með sérstökum gripaflutn- ingaskipum eða með flugvélum, skv. lögum frá 1958 um útflutn- ing hrossa. Ákvæði þetta er þó að stofni til frá lögunum um út- flutning hrossa frá 1907. Þau lög eru gefin út á Amalíuborg „Und- ir Vorri konunglegu hendi og innsigli" af Frederik R. Þau hefjast þannig; „Vjer Frederik hinn Áttundi, af guðs náð Dan- merkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holt- setaiandi, Stórmæri, Þjett- merski, Láenborg og Aldinborg, Gjörum kunnugt:..." Herbert sagði: „Ég veit að það stendur skýrum stöfum að bann- að er að flytja hesta út með þess- um hætti yfir vetrartímann en það virðist ekki vera hægt að koma yfirmönnum landbúnaðar- mála í skilning um að nú eru Herbert Ólason Morgunbiiftið/VK flutningaaðferðir breyttir frá því sem var í gamla daga. Ekki er lengur um það að ræða að að flytja hestana standandi á þil- fari og bundna við mastur. Það er hálfgert hörmungarástand á þessum úflutningsmálum hjá okkur, allt er gert eins erfitt og dýrt og mögulegt er enda gefast flestir upp á þessu. Kerfiskarl- arnir líta bara á reglurnar, sem auðvitað úreidast smám saman, og þora svo ekki að taka skyn- samlegustu ákvarðanirnar, jafn- vel þó þeir séu ef til vill allir af vilja gerðir. Ráðherrann og ráðuneytisstjórinn hafa farið á erlend stórmót til að afhenda verðlaun og séð að islenski hest- urinn dregur tugi þúsunda áhorfenda að, en virðast svo ekki átta sig á því hvað á bak við þetta allt saman liggur. Það er forsenda þess að hægt sé að standa í útflutningi og sölu hesta að hægt sé að koma hest- unum út á aðalmarkaðstíman- um, sem er yfir veturinn, og á viðráðanlegu verði. Það verður að finna leið til þess að hægt sé að flytja hæfilega stóran hóp út í einu, þegar hægt er að selja hrossin, til dæmis viku- eða mánaðarlega. Við ráðum ekkert við að vera safna hrossum allt árið til að fylla flugvél eða skip, auk þess sem slíkar ferðir eru yfirieitt á þeim tíma sem salan er minnst." „Leggjum allt okkar í þetta“ Reynir og Herbert tóku við búgarðinum 11. janúar og er Reynir þegar farinn að temja hesta þar. Voru þeir búnir að undirbúa sýninguna í Essen með auglýsingaherferð, leigja þar bás og leggja drög að þátttöku í sýningaratriðum. Sagði Herbert að þeir hefðu orðið varir við mikinn áhuga og þeim hefði tek- ist að byggja upp talsverða eftir- væntingu hjá væntanlegum við- skiptavinum. Fálkahreiðrið er um 20 km norðan við borgina Koblenz. Þetta er geysistór bú- garður sem er nýuppbyggður með tilliti til íslenska hestsins, að sögn Herberts. Hann sagði að þar væru 2 fullkomnir keppnis- vellir, ein besta skeiðbrautin í Þýskalandi, fullkomin reiðhöll og hesthús fyrir 80 hesta auk 40 ha ræktaðs lands. Herbert sagði þeir ætluðu að vera þarna með reiðskóla, nám- skeiðahald, tamningar og sölu á íslenskum hestum. Einnig tækju þeir hesta í hirðingu fyrir fólk. Þá hafa þeir í hyggju að reka veitingastað í tengslum við reiðhöllina þar sem boðið verður upp á íslenskan mat og litla búð með islenskum vörum svo sem ullarvörum. Þarna er góð að- staða til að halda mót og ætla þeir sér að fara út í mótahald í framtíðinni. „Við leggjum allt okkar í þetta. Að mínu mati er þetta merkilegasta tilraunin sem hef- ur verið gerð til að ná þessum markaði aftur. Hvaða áhrif þessi tregðulögmál hér á landi hefur er ekki enn ljóst, en þó er víst að það dregst eitthvað að allt kom- ist í fullan gang hjá okkur. Það er verið að tefla um lífsneistann í þessu, við gerum þetta allt upp á eigin spýtur — njótum engra opinberra styrkja eða lána. Ég reikna með að þetta endi með því að við verðum að fara út í að vinna með hross sem fædd eru í Þýskaiandi, þó það sé ekki eins spennandi og ekki það sem við ætluðum að gera,“ sagði Herbert að lokum. Mor>íunbladid/Karl T. Siemundsson sigurvegara á fjórðungsmóti Vestlendinga í fyrrasumar. Morgunblaðiö/Ævar Gert við loðnunæturnar I hinni miklu loðnuveiði að undanförnu hafa skipstjórarnir helst þurft að varast það, að fá ekki of stór köst og hafa margir sprengt næturnar. Myndin sýnir skipverja á Svani RE að vinna að viðgerð á nótinni sinni á meðan beðið er eftir löndun á Eskifirði. „Bann við auglýsingum hef- ur engin áhrif á reksturinn“ — segja eigendur tveggja kapalkerfa á landsbyggðinni „BANN við auglýsingum hefur engin áhrif á reksturinn hjá mér,“ sagði Ssmundur Bjarnason, sem rekur kapalkerfí í Borgarnesi, þegar hann var inntur álits á ákvæði nýju útvarpslaganna, þar sem bannað er að sýna auglýs- ingar í sjónvarpsstöðvum í einkaeigu. „Reksturinn byggist eingöngu á afnotagjöldum og tekjur af auglýsingum hafa aldrei verið það miklar að neinu máli skipti," sagði Sæmundur. „Auðvitað gætu tekjur af auglýsingum styrkt reksturinn, en framleiðsla auglýsinga fyrir þessi kerfí er lítil. Það er helst að ferðaskrifstofur hafí slíkt undir höndum." Kerfi það, sem Sæmundur rekur, hluti bæjarins, eða um 180 hús, er nær til 170 íbúða í bænum og sagði hann að lágmarksstærð slíkra kerfa væri 500—1000 íbúðir, ef vel ætti að vera. „Mitt kerfi nær þó til hálfs þorpsins og það má vel vera, að þeir sem ekki eru í þéssu kerfi núna láti verða af því þegar starf- semin er orðin lögleg," sagði Sæ- mundur. Á Ólafsfirði starfrækir Skúli Pálsson kapalkerfi, sem stærsti tengdur við. Hann var sammála Sæmundi um það, að bannið hefði engin áhrif á reksturinn. „Tekjur af auglýsingum eru mjög litlar, en mér finnst fjarstæða að leyfa þær ekki á vissum stöðum," sagði Skúli. „Þessi mál verður að hugsa til enda, en það hefur ekki verið gert. Það er tvennt ólíkt að leyfa auglýs- ingar í kerfum, t.d. í Reykjavík, því þar myndu þær aðeins skapa óæskilega samkeppni. Hjá okkur horfir þetta allt öðruvísi við. Ég auglýsi aðeins það, sem bæjarbúar myndu ekki auglýsa annars staðar, t.d. sýningar í bíóhúsi bæjarins og ýmsar smærri auglýsingar, sem að- eins snerta okkur- bæjarbúa. Ég kæri mig ekkert um stórar og mikl- ar auglýsingar, en mér finnst sjálfsagt að veita bæjarbúum ein- hverja þjónustu á þessu sviði." Skúli sagði, að honum fyndist að leita hefði mátt álits hjá þeim sem reka stöðvar nú þegar. „Ég vil veita sem besta þjónustu, en ef önnur stöð kæmi í bæinn, t.d. staðbundin útvarpsstöð yrði að sjálfsögðu að endurskoða það hvort ég mætti vera með auglýsingar. Á meðan mín stöð er sú eina í bænum er bannið fráleitt," sagði Skúli Páks- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.