Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 15. öld sóttu bresk skip mikið til Aíslands til að afla fanga fyrir föst- una. Skipin lögðu úr heimahöfn frá febrúar til apríl og komu til baka frá júlí til september hlaðin þorski og síld. Þorskurinn var saltaður um borð, en einn- ig var hann þurrkaður í harðfisk. Sá sjó- þurrkaði harðfiskur hefur sjálfsagt að okkar mati verið gómsætur, en Bretar kunnu ekki að meta hann. Líklegast er að þeir hafi soðið hann. Síldin var söltuð og reykt um borð. Saltsíldina kölluðu Bret- arnir „White herring" (hvíta síld), en hina söltuðu, reyktu síld „Red herring" (rauða síld). Þegar heim var komið þurrkuðu Bretarnir oft reyktu síldina. Þetta fiskmeti var síðan geymt til föstunnar, en var ekki vinsæll matur meðal neytenda. Hins vegar glöddust bruggararnir yfir þessum salta mat, jiar sem menn urðu þorstlátir af át- inu. I kaþólskum löndum má ekki borða kjöt og egg á föstunni. í sumum löndum, einkum suður um álfu, var jafnvel bannað að borða mjólkurmat svo sem osta. En menn kýldu vömbina vel áður en fastan gekk í garð og gera enn. Víða um heim eru íburðarmiklar kjötkveðjuhátíðir haldnar. Sprengidagur okkar er leifar frá þessum sið, en ekki mun þó saltkjöts og bauna hafa verið neytt þennan dag fyrr en kom fram á þessa öld. Bolludagur, mánu- dagur í föstuinngangi. Sá siður að halda upp á hann á þann hátt sem hérlendis er gert er kominn frá Dönum, sem borða alls konar bollur og brauð þann dag eða daginn áður, á Fastelavnssön- Bollu- dagur dag. Eins og flestum mun kunnugt tókum við íslend- ingar marga siði upp eftir þeim. Ég var eitt sinn stödd í Danmörku þennan dag. Þar gengur börn um götur klædd margs konar búning- um með bolluvendi, sem búnir voru til úr trjágrein- um, sem í voru hnýttir inn- pakkaðir brjóstsykurmolar og karamellur, slaufur og pappírskettir. Þetta voru skemmtilegir bolluvendir og auðgerðir í landi þar sem nóg er af trjám. Síðan gengu börnin um bæinn og sungu úti fyrir dyrum bæjarbúa og fengu bollur og sælgæti að launum. Danir slá einnig köttinn úr tunnunni og dansa á eftir. Akureyringar hafa lengi haft þann sið að slá köttinn úr tunnunni. Hin síðari ár hefur sá siður flust til Reykjavíkur og ef til vill víðar. Fyrsta uppskriftin í dag er af rómabollum. Er það hin sama og birtist í þessum þætti fyrir ári. Hún er mjög auðgerð. Hins vegar sagði ég ykkur í fyrra að láta deigið lyfta sér á volgum stað, en betra er að sá staður sé aðeins venjulegur eldhúshiti. Rjómabollur 25 stk. 400 g hveiti 200 g mjúkt smjörlíki 2 egg 2 msk. sykur 100 g pressuger eða 2 pakkar þurrger 3 dl volgt vatn 1. Hitið vökvann í 35°C. Þið getið fundið hitastigið með þí að stinga litlafingri ofan í vökvann. Ef hvorki finnst hiti né kuldi er hann mátulega heitur. 2. Setjið vökvann í hrærivélarskál, myljið gerið út í ef þið notið pressuger, en stráið því yfir, ef þið notið þurrger. Látið bíða í 5 mínútur. 3. Skerið mjúkt smjörlíkið í bita og hrærið út í ásamt eggjunum. 4. Blandið saman þurrefnunum og bætið út í. Hrærið þar til deigið er samfellt, þykkt og glansandi. Það þarf að vera það þykkt að það aflagist ekki, þegar það er sett á bökunarplötuna. Bætið hveiti í ef með þarf. 5. Mótið bollur með tveimur skeiðum og setjið á smurða bökunarplötu. 6. Leggið plastþynnu eða stykki yfir bollurnar og látið lyfta sér á eldhúsborðinu í 15—20 mínútur. Þá ættu þær að hafa stækkað um helming. 7. Hitið bakaraofninn í 225°C og bakið bollurnar í miðjum ofninum í 10—15 mínútur. Sem fylling í bollurnar er notuð sulta og þeyttur rjómi. Ofan á bollurnar er sett brætt súkkulaði, sem auðveldast er að bræða á eldföstum diski í volgum bak- araofni. Einnig er hægt að hræra út flórsykur og kakó með heitu vatni og smyrja á bollurnar. Bollur med marsipan- og eplafyllingu 14 stk. 300 g hveiti 1 msk. sykur ‘4 tsk salt 1 egg 2 msk. matarolía 1 dl mjólk 25 g pressuger eða ‘4 pk. þurrger 100 g marsipan 1 msk. sykur 1 súrt epli súkkulaði eða kakó + flórsykur til að setja ofan á. 1. Hitið mjólkina í 35°C. Hrærið gerið út í hana ef þið notið pressuger, en stráið því yfir hana, ef þið notið þurrger. Mjólkin með þurrgerinu er látin standa í 5 mínútur, en þeirri með pressugerinu er hellt strax út í. 2. Setjið hveiti, sykur, salt, egg og matarolíu í hræri- vélarskál, hellið vökvanum með gerinu saman við og hrærið þar til þetta er orðið jafnt. Ef þið eigið ekki góða hrærivél, er hægt að hræra þetta saman með sleif. 3. Leggið plastfilmu eða stykki ofan á skálina og látið deigið lyfta sér í u.þ.b. 30 mínútur. 4. Hnoðið deigið með örlitlu hveiti og búið til tvær þykkar lengjur. Fletjið þær örlítið út og skerið hvora í 7 aflanga bita. 5. Afhýðið eplið, rífið á rifjárni, myljið marsipanið saman við, setjið sykur út í og hrærið saman. 6. Setjið epla/marsipanið jafnt á annan enda brauð- bútanna, leggið hinn endann yfir. Þrýstið síðan saman á samskeytum. Lokið vel og mótið bollu. 7. Setjið bollurnar á smurða bökunarplötu. Látið samskeytin snúa niöur. Leggið plastfilmu eða hreint stykki yfir bollurnar og látið lyfta sér í 20 mínútur eða meðan bakaraofninn er að hitna. 8. Hitið bakaraofninn í 210°C og setjið bollurnar í miðjan ofninn. Bakið í 10—15 mínútur. 9. Hrærið saman flórsykur og kakó, setjið örlítið heitt vatn út í. Hrærið vel og smyrjið yfir heitar bollurnar. Ef þið notið súkkulaði, er best að setja það á eldfastan disk, setja síðan diskinn í volgan bakaraofninn, 50°C heitan og bræða þannig. Smyrja þessu síðan á bollurn- ar. Ekki kæra allir sig um bollur með sætri fyllingu, súkkulaðihúð og rjóma. Hér er uppskrift sem þeim ætti að henta. Bollur med rjómaostkúlum 14 stk. 250 g hveiti 14 tsk. salt ‘4 tsk. sykur 1V4 dl mjólk 25 g pressuger eða hálfur pakki þurrger 1 egg '4 eggjarauða + 2 tsk. volgt vatn til að pensla með 1 lítill pakki rjómaostur án bragðefna örlítið seytt rúgbrauð 1 msk. sesamfræ 1. Hitið mjólkina í 35°C. Hrærið gerið út í hana ef þið notið pressuger, en stráið því yfir hana, ef þið notið þurrger. Mjólkin með þurrgerinu er látin standa í 5 mínútur, en þeirri með pressugerinu er hellt strax út í mjölið. 2. Setjið hveiti, sykur, salt, egg og matarolíu í hræri- vélarskál, hellið vökvanum með gerinu saman við og hrærið þar til þetta er orðið jafnt. Ef þið eigið ekki góða hrærivél, er hægt að hræra þetta saman með sleif. 3. Leggið plastfilmu eða stykki ofan á skálina og látið deigið lyfta sér í u.þ.b. 30 mínútur. 4. Hnoðið deigið með örlitlu hveiti, búið til tvær þykk- ar lengjur. Skerið hvora lengju í 7 jafna bita. Hnoðið bitana í bollur. Setjið bollurnar á smurða bökunarplötu. 5. Leggið plastfilmu eða stykki yfir bollurnar og látið lyfta sér í 20 mínútur eða meðan bakaraofninn er að hitna. 6. Hitið bakaraofninn í 210°C. 7. Takið stykki eða plastfilmuna af brauðunum. Sker- ið síðan með mjög beittum hnífi eða rakbiaði skurði í kross á brauðin. Gerið þetta með snöggu handbragði. 8. Hrærið eggjarauðuna með vatninu, penslið síðan brauðin með því og setjið í miðjuna á heitum bakara- ofninum og bakið í 10—15 mínútur. 9. Rífið rúgbrauðið. Blandið því saman við sesamfræ- ið og hitið á þurri pönnu. Kælið. 10. Búið til 14 kúlur úr rjómaostinum. Varla er hægt að gera það öðruvísi en með höndunum. Veltið síðan kúlunum upp úr rúgbrauðs/sesamfræinu. 11. Togið flipana á bollunum örlítið í sundur og stingið ostkúlu í hverja holu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.