Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 42
42 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 ÚE ■ ■ IHI rvrMyNDANNA Nastassia Kinski Háskólabíó: PARIS.TEXAS 7 Meistaraverk Wim Wenders og Sam Shepards egar íslandsvinurinn Wim Wenders kom meö nýj- ustu kvikmynd sína, .Par- is, Texas“, glóövolga úr klippigræjunum og frumsýndi hana á kvikmyndahátíöinni í Cannes síö- astliöíö vor, pá ruku menn upp til handa og fóta og sögöu aö hér væri komiö eitt glæsilegasta lista- verk kvikmyndanna síöari árin. Myndin hlaut Gullpálmann 1984. Wim Wenders stóö ekki einn aö myndinni. Maöurinn sem stjórnaöi myndatökuvélinni heitir Robby Múller. Stærstu hlutverkin eru í höndum Harrys Dean Stanton, sem leikur Travis, Deans Stock- well, sem leikur Walt, og Nastössju Kinski, sem leikur Jane. Handritiö samdi Wim í samvinnu viö leikrita- skáldiö Sam Shepard. .Paris, Texas" er „road movie"; þaö er aö segja, hún fjallar um flakk. Sam Shepard byggöi hand- ritiö á smásagnasafni sínu „Motel Chronicles". Travis hefur lagt upp í fjögurra ára langa leit aö sínum innra manni. Hann hefur veriö týndur allan þennan tíma. Um þaö bil sem myndin hefst, staulast Travis inn á bensínstöö í miöri eyðimörk Arizona. Bróðir hans, Walt, og mágkona, Jane, búa í Los Angeles; þau hafa tekiö aö sér son Travis. Fjölskyldan sameinast eftir þessi fjögur ár. En Ódysseifsferö Travis er ekki lokiö; hún er í þann veginn aö hefjast. Titill myndarinnar er óvenju- legur. Wenders og Shepard eru aö sýna fram á aö firringin og angist- in, sem fólk stendur andspænis í sinni jarönesku tilveru. er ekki svo ólík, hvort sem fólk kemur upp úr bandarískum eöa evrópskum jarö- vegi. Wenders Wim Wenders er tæplega fer- tugur og hefur hann unniö aö kvikmyndalist í um þaö bil tuttugu ár. Hann starfaöi einvöröungu í heimalandi sínu viö gerö fyrstu mynda sinna. Meöal þeirra eru „Im Lauf der Zeit" (Flakkarinn) og „Der Amerikanische Freund". En síðan 1978 hefur Wenders mikiö unnið í Bandaríkjunum, var m.a. fjögur ár aö gera „Hammett" fyrir Francis Coppola. Wenders lítur á myndir sínar sem heimild um tímann sem hann lifir. Hann segist bera ábyrgö á öllu fyrir framan myndavél sína, fólkinu og landslaginu. „Ég nýt þess aö horfa i vélina og uppgötva nýja hluti. Þannig vann ég aö „Paris, Texas". Wenders er Þjóöverjl, en hann telur aö það sem hann hefur upplifaö á feröum sínum um Amer- íku gefi honum nóg til aö sýna rétta mynd af landinu og fólkinu. Shepard Sam Shepard er af mörgum tal- inn fremsta leikritaskáld Banda- ríkjanna um þessar mundir. Á tutt- ugu ára ferli hefur hann samiö fjörutíu leikrit og einþáttunga. Shepard hefur sér í lagi veriö um- hugaö um hinar skörpu andstæöur sem birtast í vestri gamla tímans og vestri nútímans. I „True West", sem er eitt þekktasta verk hans, fjailar hann um biliö milli minn- inganna um fortíöina og auön og ömurleika nútímans. Ein persónan í „Fool for Love" hefur ekkert merkilegra aö gera en aö lemja rúm meö svipu í ódýru hótelher- bergi. i „The Unseen Hand" kemur útlagi gamta tímans inn í nútímann og uppgötvar aö þaö er ekki leng- ur hægt aö ráöast á járnbrauta- lestir meö ópum og byssuhvellum. Þaö sem gerist, þegar þessar persónur komast aö siikum og þvílíkum ,7íun á lífinu sem þær vildu gjarnan lifa og því sem þær neyöast til aö horfast i augu viö, hefur yfirleitt illt í för meö sér. Líf Sams Shepard sjálfs hefur einkennst af álíka leit aö sínum innra manni. Æska hans einkennd- ist af örbirgö. Hann hefur smám saman unniö sig upp á viö og nú er svo komiö aö hann er ekki einasta snjallt og rómaö leikritaskáld, heldur einnig virtur og eftirsóttur leikari. Meöal mynda sem hann hefur leikið í eru „Frances", „The Right Stuff" og nú síöast í „Country", sem stóra ástin í lífi hans, Jessica Lange, átti allan heiöurinn af. HJÓ Beðið eftir ÓSKARI Nú líggja Óskarsverðlaunaútnefningar fyrir, en verölaunin veröa af- hent meö pompi og prakt um mánaöamótin marz/apríl nk. Aö venju b«öa menn spenntir eftir úrslitunum, ekki síður hér á landi en úti i heimi, því það er rós í hnappagatiö að státa af þeirri mynd sem verður kosin mynd ársins. A Passage To India hlaut einnig ellefu útnefningar. Hér er leikstjórinn David Lean ásamt Sir Alec Guinness. Tvær myndir hlutu flestar út- nefningar; ellefu hvor: „Amadeus", sem Háskólabíó mun sýna, og „A Passage To India", sem Regnbog- inn mun sýna. Sú fyrrnefnda fjallar um síöustu ár Mozarts og var byggö á leikriti Peters Shaffer. Sú siðarnefnda fjallar um Indverja og breska valdhafa eftir heimsstyrj- öldina fyrri, byggö á bók E.M. For- ster. Tvær myndir hlutu sjö útnefn- ingar: „The Killing Fields", sem fjallar um bandarískan fréttaritara í Kambódíu, (Háskólabíó mun sýna þá mynd áöur en langt um líöur); og „Places in the Heart", sem fjall- ar um lifsbaráttu bóndakonu i Tex- as á kreppuárunum (Stjörnubió á sýningarréttinn). Þá hlaut mynd Normans Jewi- son, „A Soldier's Story" alls fjórar útnefningar, en sú mynd greinir frá morömáli og svörtum hermönnum í heimsstyrjöldinni síöari. Fimm karlleikarar í aöalhlut- verkum eru útnefndir: F. Murray Abraham, hann leikur Salieri í „Amadeus"; Tom Hulce, hann leik- ur sjálfan Amadeus i samnefndri mynd; Sam Waterston, leikur fréttamanninn í „The Killing Fields"; Jeff Bridges, leikur í „Star- man"; og Albert Finney, en hann leikur aöalhlutverkiö i „Under the Volcano". Finney var einnig út- nefndur í fyrra, þá fyrir leik sinn í „The Dresser", sem nýlega var sýnd í Stjörnubíói. Þá er komiö aö kvenleikurunum. Fimm eru útnefndar, en fjórar þeirra hafa áöur fengiö Óskars- verölaun. Þær eru: Vanessa Red- grave, fyrir „The Bostonians" (Regnboginn); Sally Fields, fyrir „Places in the Heart" (Stjörnubíó); Jessica Lange, fyrir „Country" (Bíóhöllin); og Sissy Spacek, fyrir Kvikmyndin Amadeus hlaut alls ellefu útnefningar. Hér er Tom Hulce í hlutverki Wolfganga Ama- deus Mozart. „The River" (Laugarásbíó). Fimmta leikkonan er Judy Davis, fyrir leik sinn í „A Passage To India", en hún hefur ekki hlotið útnefningu áöur. Aö lokum eru þaö leikstjórarnir, sem allir hafa fengiö Óskarsverö- laun áöur: Woody Allen fyrir mynd sína „Broadway Danny Rose"; Robert Benton fyrir „Places in the Heart"; en hann geröi Kramer gegn Kramer; Milos Forman fyrir „Amadeus", hann hlaut Óskars- verölaun 1975 fyrir Gaukshreiðriö; og aö lokum gamli jaxlinn og snill- ingurinn David Lean fyrir „A Pass- age To India", en meöal mynda sem hann hefur gert eru Brúin yfir Kwai-fljótiö og Zhivago læknir. HJÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.