Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 í nDATTTWC nrn Dansað í kjörbúð I f |\ V V I I I \yt .1 T I Ég var í stórri verzlun. Allt í Það hefði nú ekki verið A JL A/Xl\/ JL JL M 1 1 A einu fór hljómlist að óma um vitlaust að ljúka þessari i UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Æskulýðsstarf á Austurlandi Séra Magnús Björnsson á Seyð- isfirði var fulltrúi Múla- oo Aust- fjarðaprófastsdæma á æskulýðs- nefndarfundi þjóðkirkjunnr, sem haldinn var í janúar í Reykjavík. Hér fer á eftir úrdráttur okkar úr skýrslu hans um æskulýðsstarfið á Austurlandi árið 1984. Barnastarfið var hefðbundið og hafa ekki bætzt við nýir staðir, sem halda uppi barnastarfi. Það vekur til umhugsunar að ekkert barnastarf skuli nú á Djúpavogi, þar sem prestur er enginn um þessar mundir. Barnastarf þarf að vera á hverjum þéttbýlisstað og verða leikir að halda því fram ef lærða vantar um tíma. Fermingarstarf var líka svipað og á undanförnum árum. Hver prestur hefur eigin kennsluskrá og lítið eftirlit er með upp- fræðslunni. Það verður til þess að þeir prestar standa veikar, sem vilja fylgja þeim tillögum prestastefnu, sem komu fram á fyrra áratug. Þetta sýnir nauð- syn þess að ræða fermingarmál- in. Tvö æskulýðsmót voru á Aust- urlandi árið 1984. Annað var í Alþýðuskólanum á Eiðum, hitt á Eyjólfsstöðum. Fyrra mótið sóttu gestir úr Æskulýðsfélagi Bústaðakirkju og Sela í Breið- holti ásamt heimafólki en hið síðara sóttu æskulýðsfélögin á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Sumarbúðir voru starfræktar á Eiðum og voru þar fjórir hópar. Æskulýðsfulltrúi hefur nú ráð- izt til kirkjustarfsins á Austur- landi. Hann var ráðinn er hálf staða losnaði á Norðurlandi og Prestarnir svo oft einir Hinn nýráðni æskulýðsfulltrúi kirkjunnar á Austurlandi er Hall- dóra Ásgeirsdóttir. Hún var líka komin til fundarstarfa í æsku- lýðsnefndinni í janúar og við tók- um hana tali. Hvað varð til þess að þú réðst til starfs æskulýðsfulltrúa kirkj- unnar á Austurlandi? Ég hafði mikinn hug á að flytja út á land, taka þátt í safnaðarstarfi og vera prestin- um til aðstoðar við það. Séra Davíð Baldursson sóknarprest- ur á Eskifirði frétti af þessu og sagði mér frá starfi æskulýðs- fulltrúans og mér leizt vel á að fara austur. Ég bý nú á Reyð- arfirði og hjálpa þar til við æskulýðsstarfið eins og við verður komið, í sunnudagaskól- anum og við fleira. Hvert er aðalverkefni æsku- lýðsfulltrúans? Það er að kalla safnaðarfólk- ið til starfa og vera prestinum til aðstoðar á ýmsan hátt. Ég mun reyna að heimsækja þá staði, sem heyra undir mitt embætti, þ.e. í Múla- og Aust- fjarðaprófastsdæmum. Ég tek líka þtt í æskulýðs- og ferming- arbarnamótum. Á ári æskunn- ar mun ég stuðla að auknu Hér stend ég — það er að segja núna — ég beld — en bara vitleysa hjámér. i er þetta Halldóra Ásgeirsdóttir æskulýðsstarfi innan kirkjunn- ar eystra og hvetja til þess að æskulýðsfélög verði stofnuð þar sem þau eru ekki. Það er bæn mín og ráðning æskulýðsfull- trúa á Austurlandi verði starf- inu til góðs og mörgum yngri sem eldri styrkur á veginum til lífsins með Guði. Hvað finnst þér athyglisverðast í starfinu til þessa? Mér finnst athyglisverðast hvað nauðsynlegt það er að kalla fólk til starfa í kirkjunni. Mig langar að koma því á fram- færi við fólk, sem flyst út á land og er áhugasamt um kirkj- una að kirkjan hefur gífurlega þörf fyrir áhuga þess og starf. Það eru mörg tækifæri, sem gefast í söfnuðum úti á landi. Prestarnir eru margir svo ein- angraðir og einir í starfinu, fjarri þeirri uppörvun, sem fæst við þátttöku í öflugu fé- lagsstarfi kirkjunnar, þar sem það er fjölbreytt og marg- mennt. Ég vil beina því til trú- aðs fólks að biðja fyrir safnað- arstarfinu út um land. Það er svo margt hægt að gera í söfn- uðunum þar, en það vantar fólk til starfa, safnaðarfólkið á staðnum og fólk, sem kemur að og vill taka þátt í kirkjustarf- inu. Mér finnst uppskeran mik- il en verkamennirnir fáir. Ég var í stórri verzlun. Allt í einu fór hljómlist að óma um alla búðina. Nokkur þroskaheft börn voru í innkaupaferð með konu, sem gætti þeirra. Þau skoðuðu í hillur, tóku niður hluti og sýndu hvert öðru. Þeg- ar hljómlistin brast á lögðu tveir drengir frá sér muni sína, horfðu hvor á annan og fóru að rétta út handleggina á ýmsa vegu. Eins og þeir væru að máta flíkur eða rifja upp leik- fimisæfingar, sem þá rámaði í. Svo tóku þeir hvor um annan og fóru að dansa. Ég hugsaði að kannski hefðu þeir báðir lært ab dansa sem herrar og hvorug- ur gæti komið því fyrir sig hvernig þeir gætu náð réttum tökum. En það tókst. Þeir döns- uðu milli hillanna, brostu og hlógu og glöddust mikið. Þegar laginu lauk hlupu þeir til kon- unnar, kysstu hana á kinnarnar og föðmuðu hana að sér. Hún faðmaði þá líka, hló líka og kyssti þá. Það hefði nú ekki verið svo vitlaust að ljúka þessari um- þenkjan með geðvonzkulegu og sjálfumglöðu rausi um hin mjúku gildi, sem birtust þarna stutta stund í harðri og óper- sónulegri efnishyggjunni. En sannleikanum samkvæmt ber mér að segja að allt þetta um- hverfi í hlaðinni stórverzlun- inni var rólegt og aðlaðandi og afgreiðslufólkið vinsamlegt. Líklega var það einmitt þess vegna, sem strákarnir dönsuðu þar og glöddust. Sem ég rogað- ist út með plastpokana, sem teygðust undan þunganum af lífsviðurværinu, hugsaði ég friðsamlega með sjálfri mér að víða mætti sjá bjartar hliðar ef við værum ekki sífellt að skima eftir þeim dökku. Þegar ég kom heim límdi ég nýtt ritningar- vers á skrifborðsröndina hjá mér: Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skræl- ir beinin. Orðskv. 17.22. Magnús Björnsson hafa Austfirðingar þá stöðu fram í maí 1985. Þar að auki hef- ur Alþingi samþykkt 300 þúsund króna fjárveitingu, sem er til æskulýðsfulltrúastöðu á Austur- landi. Prestafélag Austurlands hefur kjörið nefnd þriggja presta á Austfjörðum til að marka og leiða starfið með æskulýðsfulltrúanum. Guð, ég er tímabundinn Bæn frá Afríku Guð, ég er tímabundinn. Þú, sem ert ekki tímabundinn, þú brosir, þegar þú sérð okkur berjast við tímann. Þú veizt hvað þú gerir. Þú gerir aldrei rangt, þegar þú úthlutar okkur afmældum tíma. Þú gefur hverjkum manni tíma til að gera það, sem er þinn vilji. Við xttum ekki að láta tímann renna frá okkur, misnota hann eða drepa hann. Því að tíminn er gjöf, sem gengur til þurrðar. Gjöf, sem tekur enda. Guð, ég hef tíma — nxgan tíma. Allan þann tíma, sem þú gefur mér, öll xviár mín, dagana í hverju ári, stundirnar á hverjum degi, þxr eru allar mínar. Mínar, svo að ég má fylla þxr, rólega, yfirvegað, barmafylla þxr til að gefa þér þxr, svo að þú megir breyta innihakli þeirrx vatninu — í hið bezta vín, eins og þú gerðir forðum í Kana í Galíleu. Ég bið þig ekki í kvöld, Drottinn, að gefa mér tíma til eins eða neins — ég bið um hjálp þína, til að geta allan tímann, sem þú gefur, gert heill og óskiptur það, sem þú vilt. AMEN. Tvær nýjar bækur í Kirkjuhúsinu fást nú tvær nýj- ar þækur til nota í æskulýðsstarfi. í Lífi og leik er æskulýðssöng- bók, sem gefin er út af Útgáf- unni Skálholti í samvinnu viö Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar. f henni eru 212 söngvar og sálmar, þekktir og nýir, guðsþjónustu- form fyrir sunnudagaskóla eða kirkjuskóla og almennt messu- form. Séra Jón Helgi Þórarins- son skrifar inngangsorð og segir að bókinni sé ætlað að tengjast hinni kirkjulegu hefð. í henni séu yfir 40 sálmar úr sálmabók kirkjunnar og auk þess nokkrir söngvar sérstaklega ætlaðir unglingum og sé bókinni einkum ætlað að nýtast í kirkjulegu barnastarfi í söfnuðunum. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar hefur áður sent frá sér söngbæk- urnar Allt er þitt og Eg vil syngja. Hver er náungi minn er gefin út í tilefni æskulýðsdags þjóðkirkj- unnar á alþjóðaári æskunnar. Æskulýðsdagurinn er hinn 3. marz. Markmið bókarinnar er að vekja söfnuðina og þá sérstak- lega unglingana til umhugsunar um kirkjulegt fórnar- og hjálp- arstarf. I bókinni eru biblíulestr- ar, leikþættir, sögur, söngvar, biblíutextar og spilaleikur frá Afríku. Starfsmenn Æskulýðs- starfs þjóðkirkjunnar hafa tekið bókina saman og skrifa formála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.