Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 13 Yitzhak og Idit systir hans eru lifandi vitnisburdur um ólýsanlegan hrylling í Auschwitz-búdunum og einkan- lega um glæpi eins manns SJÁ: „ENGILL DAUDANS“ IRAN OG GRIPDEILDIRl Glæpafaraldur í kjölfar efna- hagsráðstafana Glæpum fjölgar stöðugt í Zambíu og virðist enginn fá rönd við reist. Auðmenn hafa lát- ið reisa rammgerða múra um- hverfis hús sín og festa málm- rimla fyrir glugga til að vernda líf sitt og eignir. Öryggisgæzla er sá atvinnuvegur sem einna bezt þrífst í landinu við þessar að- stæður, og hafa sprottið upp fjöl- mörg fyrirtæki sem veita ein- staklingum og stofnunum vernd allan sólarhringinn. Þar starfa meðal annars uppgjafahermenn og lögreglumenn. Rán eru orðin svo oft að þau eru hætt að teljast fréttnæm og blöðin skýra yfirleitt ekki frá þeim nema einhver hafi látið líf- ið. Á síðasta ári fjölgaði glæpum um nær helming. Ástæðan er augljós. Zambia fór I fram á það við Alþjóða gjaldeyr- issjóðinn að hann veitti aðstoð til að rétta við fjárhag landsins. Þær ráðstafanir sem sjóðurinn taldi nauðsynlegar hafa raunar bjarg- að helztu fyrirtækjum landsins frá algeru hruni, en hinn almenni launamaður hefur aftur á móti þurft að herða sultarólina ræki- lega. Mikið er um atvinnuleysi og háskólaborgurum gengur jafnvel erfiðlega að verða sér úti um lífsviðurværi. Fólk lætur lögregluna sjaldan vita þegar glæpaverk eru framin og er skýringin einföld. í Zambiu er landlæg tortryggni og fyrir- litning í garð lögreglunnar. Ef fólk tilkynnir um glæp er því oft svarað á þá lund að lögreglan hafi ekki bílakost til þess að sinna málinu! Réttarfarsreglur i landinu eru líka þess eðlis að lögreglan telur oft vænlegra að sleppa meintum glæpamönnum en að leiða þá fyrir rétt. Þá hafa komið upp mál sem sýna og sanna að lögreglumenn hafa oftlega gert sig seka um glæpaverk og að öryggisþjónustu- fyrirtæki hafa ekki alltaf hreinan skjöld heldur. Það var einmitt yfirmaður eins slíks fyrirtækis sem skipulagði mesta ránið sem framið var í Zambiu í fyrra. Hann hafði sent brynvarið ökutæki til að fara með milljónir króna frá Chingola til Ndola fyrir banka einn en fór síð- an sjálfur á vettvang með vit- orðsmanni sínum úr löreglunni og lá fyrir bílnum. Síðan drápu þeir ökumanninn og hirtu millj- ónirnar. Öryggisvörðurinn sem með honum var komst hins vegar lífs af og tókst að bera kennsl á árásarmennina sem voru hand- teknir fyrir bragðið. — SILVESTER CHIOPSA ILOGREGLURIKIÐ Voru fleiri nær farnir sömu leið og klerkurinn? Réttarhöldin í Torun í Póllandi yfir morðingjum kaþóska prestsins Jerzys Popieluszko hafa aftur vakið athygli manna á dul- arfullum handtökum í borginni í febrúar, mars og ágúst í fyrra þeg- ar „ókunnir árásarmenn" höfðu nokkra stuðningsmenn Samstöðu í haldi í nokkurn tíma. Yfirvöld í Póllandi, sem virðast vilja draga úr ofríki öryggislög- reglunnar, bera harðlega á móti því, að nokkurt samband sé á milli morðsins á Popieluszko og hand- takanna í Torun og greinilegt er, klaufalegir og þeir minntust þess, þegar þeir lásu um morðið á Popi- eluszko og klúðrið í sambandi við það. Andófsmenn í Torun eru þess vegna sannfærðir um, að mann- ránin hafi verið skipulögð í höfuð- vígstöðvum lögreglunnar í borg- inni og framkvæmd af mönnum þar, hugsanlega úr sömu deild og Grzegorz Piotrowski, annar þeirra sem þyngsta dóminn fengu. And- ófsmennirnir í Torun kærðu á sín- um tíma handtökurnar en rann- sókn saksóknarans í borginni bar engan árangur. að þau óttast slíkan samanburð. Stanislaw Smigiel, þrítugur raf- magnsverkfræðingur og andófs- maður í borginni, getur raunar þakkað það þessum ótta, að hann skuli vera frjáls maður. Ofbeldismennirnir í Torun voru einmitt að afla sér upplýsinga um Smigiel þegar þeir handtóku fimm manns á götum úti og yfirheyrðu þá í allt að 50 klukkustundir. Sjálfir kynntu þeir sig sem and- stæðinga Samstöðu sem ákveðnir váeru í að uppræta stuðning við hana meðal fólksins. Þeir, sem urðu fyrir barðinu á þessum mönnum, bera það allir, að þeir hafi verið taugaóstyrkir og Smigiel, sem felur járnvilja sinn á bak við grímu gamanseminnar, minntist á það við saksóknarann þegar hann var yfirheyrður, að hann hefði heyrt nefnt hverjir mannræningjarnir gætu verið. Þegar hann var svo handtekinn daginn sem útför Popieluszkos fór fram og sakaður um að hafa í fór- um sínum ólöglega útvarpsstöð, óttuðust menn að hann kynni einnig að vera í hættu, en vegna uppnámsins, sem morðið á Popiel- uszko olli meðal almennings, flýttu yfirvöld sér að eyða þeim grunsemdum. Smigiel var haldið í fangelsis- turninum við hliðina á dómshús- inu þar sem morðingjar Popiel- uszkos voru einnig geymdir, en fangavistin var merkilega stutt. Viku áður en réttarhöldin hófust yfir fjórmenningunum var mál hans tekið fyrir og hann dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Smigiel var kominn heim fyrir jól og yfirvöldin virðast vera búin að missa áhuga á honum, í bili a.m.k. Hann og félagar hans eru þó vissir um, að mannránin í Tor- un og morðið á séra Popieluszko séu nátengdir atburðir. — CHRISTOPHER BOBINSKI MYNDLIST FYRSTH, RNNR0 0&... FYRSTfl, HNNRP OGr... Seta sem segir sex Gamaldags kamarseta með þremur kringlóttum götum, sem málarinn Willem de Kooning skreytti að gamni sínu árið 1954, verður brátt seld sem listaverk þótt lengi hafi bara verið litið á hana sem hvert annað drasl. Sagði frá þessu í blaðinu „The New York Times" nú nýlega og kom þar fram, að hugsanlega fengist fyrir þriggja manna setuna allt að einni milljón dollara. Blaða- manninum varð því á að spyrja: „Er þetta list?" Kamarsetan fannst í kjallara sumarhúss, sem De Kooning leigði einu sinni, og keyptu núverandi eigendur hana fyrir 50 dollara á uppboði í nóvember sl. enda þóttust þeir þekkja handbragðið. Næst götunum var setan máluð með skærrauðum lit en annars staðar hvítstrikuð með svörtum klessum. Elaine de Kooning, ekkja listamannsins, sagði nýlega, að maður sinn hefði „málað setuna að gamni sínu á nokkrum mínútum", og ætlast til, að hún liti út eins og marmari í augum gestanna, sem þau ætluðu að bjóða til sín í dálítið samkvæmi. Að líta á setuna, sem listaverk er „hlægilegt", sagði hún. Nýju eigendurnir eru hér á öðru máli og segja, að setan sé „gott og lýsandi dæmi“ um verk de Koonings þegar hann stóð á hátindi abstrakt-skeiðsins í lífi sínu, og þeir telja einnig, að málarinn Jackson Pollock, vinur De Koonings, hafi lagt hönd að verki. „Svörtu klessurnar minna á Pollock," segja þeir. Eigendurnir segjast ákveðnir í að selja kamarsetuna með vorinu þegar listaheimurinn hefur komist að því hvort um sé að ræða „verulegt listaverk". Þó er eins líklegt, að það skipti engu máli að hvaða niðurstöðu listfræðingarnir komast. „Það, sem getur hugsanlega selt þetta verk fyrir milljón dollara er listaverkamarkaðurinn," sagði listsögufræðingur nokkur. „Það er nafn listamannsins, sem máli skiptir.“ - JANE ROSEN MERKAR UPPGOTVANIR Gæskan er ekki af hinu illa r IKína er líklega aðeins einn maður, sem getur leyft sér að taka orðið mannúðarstefna í munn, hvað þá að lofa þá hug- myndafræði, sem að baki því býr og lengi hefur farið fyrir brjóstið á sanntrúuðum kommúnistum. Þetta hefur þó gerst og umræddur maður gekk raunar lengra, hann rakti hugmyndina til borgara- stéttarinnar, sem er jafnvel enn fyrirlitlegra fyrirbrigði í opinber- um áróðri. Deng Pufang er sonur Deng Xi- aoping, leiðtoga Kínverja, og hef- ur verið lamaður fyrir neðan mitti frá því í menningarbyltingunni fyrir 20 árum þegar Rauðu varð- liðarnir köstuðu honum út um glugga í háskólanum. Síðan hefur hann verið bundinn hjólastólnum og haldið þaðan uppi vörnum fyrir fatlað fólk í Kína, olnbogabörn þjóðfélagsins frá fornu fari, og er nú varaformaður nýstofnaðra samtaka þess. Þegar Móðir Teresa hitti Deng í Peking nú nýlega sagði hún honum, að i hjarta sínu tryði hann á guð almáttugan þótt hann játaði guðleysið með vörun- um. Það var daginn eftir fundinn með Móður Teresu, sem Deng sagði á fundi með fólki, sem vinn- ur að bættum hag fatlaðra, að kominn væri tími til að semja sátt við mannúðarstefnuna, þá hugm- ynd, að í hverjum manni finnist eitthvað gott. Mannúðarstefnan er vissulega byltingarkennt hugtak, sagði Deng, en það þróaðist með borg- arastéttinni á bernskuskeiði kapí- talismans, þegar hann var „fram- sækið“ afl á tima, sem kínverska þjóðin hefur aldrei fengið að kynnast. Kínverskir leiðtogar hafa hafnað þessari hugmynd, sagði Deng, og jafnvel lítil börn kasta steinum í fatlað fólk, grimmileg og ómannúðleg fram- koma, sem svertir kínversku þjóð- ina í augum umheimsins. Yfirlýsingar Deng, sem víðast hvar þættu ekki tiltökumál, eru á við pólitískt sprengiefni í Kína, þar sem flokkurinn hefur í 50 ár barist gegn þeim, sem vilja meta manninn eftir verðleikum hans. Hefur þeim, sem þá villutrú að- hyllast, verið líkt við „orma, sem éta innan byltinguna". Kommúnistaflokkurinn hefur alltaf barist og berst enn gegn bókum þar sem „stéttaróvinirnir", landeigendur og aðrir fulltrúar gamla þjóðfélagsins koma vel fram eða ekki mjög illa. Hljóðar kenningin á þá leiö, að slík tilfinn- i.igasemi villi mönnum sýn og dragi úr hatrinu á þessum and- byltingaröflum en upphaf hennar má rekja til yfirlýsingar Maós formanns árið 1942: „Hvað varðar hina svokölluðu mannúðarstefnu þá er það að segja, að hún hefur ekki verið til síðan mennirnir skiptust upp í stéttir, hún er óframkvæmanleg í stéttskiptu þjóðfélagi. Mennirnir munu þá fyrst elska hver annan þegar stéttaskiptingunni hefur verið út- rýmt um allan heim.“ Sonur Den Xiaoping hefur nú hrósað þessu borgaralega gildis- mati úr hjólastólnum og svarað gagnrýnendum sínum með því að kalla þá „leiguþý lénsskipulags- ins“ en í Kína eru ennþá allir sam- mála um, að það sé hið mesta skammaryrði. — JONATHAN MIRSKY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.