Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 7 HENRIK pp Byrjaði í dönsku utanríkis- þjónustunni og auðvitað var tilgangurinn að geta gert eitthvert gagn í íslenskri utan- ríkisþjónustu þegar hún færi af stað. ái heimkomuna fékk ég starf í mínu fagi í Landsbankanum, sem maður mátti vera þakklátur fyrir á þess- um tíma. Eg varð forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans við stofnun hennar 1942. í bank- anum var ég í 10 ár, það var góður skóli. E.Pá: Var þá allt í jafn miklu klandri í fjármálum þjóðarinnar og það er núna? Klemens: Fyrstu og síðustu ár þess 45 ára tímabils, sem hér um ræðir, voru mikil verðbólguár, en með allólíkum hætti. Þegar er- lendi gjaldeyrisforðinn var upp- urinn, fljótlega eftir lok stríðsins, fór að draga úr neyslu og fjárfest- ingu, en þá var ekki um að ræða að halda Hrunadansi stríðsáranna áfram með erlendum lántökum. En samdráttur varð minni en ella vegna tilkomu Marshall-aðstoðar, sem var látin ríkulega í té. Nú síð- ustu árin er hins vegar neyslu og fjárfestingu haldið uppi með er- lendum lántökum, sem eftirkom- endum núlifandi kynslóðar er ætl- að að standa undir. Baldur: Ég fór aftur á móti til Hafnar 1945 sem aðstoðarmaður föður mins, þegar hann varð sendiherra á slóðum Sveins í Kaupmannahöfn og var þar í hálft annað ár. llpphafið að land- lægri ofdirfsku E.Pá: Þá eruð þið allir komnir heim og takið hver á sínu sviði upp þráðinn, sem þið hafið haldið um í 45 ár. Hefur ekki stjórnsýslan og gangurinn í íslensku þjóðfélagi breyst mikið á þessum fjórum ára- tugum? Kaldur: Jú, breytingarnar hafa orðið gífurlegar á öllum sviðum. Umsýsla öll hefur gerbreyst. Fyrir stríð voru tímar ólíkir því sem þeir urðu að heimsstyrjöldinni lokinni. Á árunum 1930—40 voru allar þjóðlífsbreytingar ákaflega hægar. Þá ríkti sami tíðarandi. Með þeim peningatruflunum sem urðu um 1940 breyttist allt smám saman og var sjálfsagt upphafið að þessari ofdirfsku sem orðið hef- ur landlæg í okkar samfélagi. Menn hafa lítið raunsætt mat á takmörkum þess sem þeir ráða við. Á fjórða áratugnum höfðu menn tilfinningu fyrir því að ekki væri hægt að gera hvað sem er. En það týndist í stríðinu. E.Pá: Og hefur ekki fundist síð- an? Henrik: Að mínu mati ekki. Unga fólkið hefur haft miklu meiri peninga milli handanna síð- KLEMENS Það nm víst segja að ég hafi verið reiður ungur maður fyrstu árin eftir að ég kom heim frá námi. 4i stofnun og þessi sami háttur á. Þá var svo miklu minna að gera í raun og veru heldur en nokkrum árum síðar, þrátt fyrir fjölgun á starfsliði og tæknilegar framfarir. Rétt í 'upphafi stríðsins var enn þessi virkilega rólegi tími. Enn í fersku minni er vinnutíminn í stjórnarráðinu, hann var frá kl. 10 til 4. Og nægði fullkomlega. Að fremja stjórnsýsluna var ekkert annað en verkefni sem borgararn- ir tóku ákaflega takmarkaðan þátt í. Slíkt var afráðið nokkuð af- skiptalítið á þessum stöðum. Blóð- streymið í þjóðlífinu var þá að byrja að aukast og hefur gert það jafnt og þétt síðan. E.Pá: Og nú er enginn friður fyrir borgurunum og blöðunum. Finnst þér, Henrik, vera til bóta þessi ákafi í að fylgjast með frá degi til dags? Henrik: Breytingin á dagblöðun- um og öðrum fjölmiðlum er auð- vitað alveg stórkostleg. I utanrík- isráðuneytinu er starfið mjög fjöl- breytt. Maður er ýmist að störfum erlendis eða heima og verður kannski ekki svo mikið var við breytingar á fárra ára fresti. Hjá okkur i utanríkisþjónustunni felst mikil breyting í bættum samgöng- um, bættri símaþjónustu og ekki síður telexþjónustunni. Það er auðvitað allt önnur aðstaða fyrir sendiherra að geta verið í daglegu sambandi við stofnanir á íslandi og fyrir utanríkisráðuneytið að vera í stöðugu sambandi við sendi- ráðin og sendinefndirnar. HENRIK: Ráðuneytisstjórinn er sá aðilinn sem ráðherra hefur fyrst og fremst daglegt samband við. ANDRÉS: Ég hefi auðvitað haft yfir mér ráðherra, svo fulltrúa alþingis sem er útvarpsráð og ekki má gleyma almenningi í landinu sem á fyrirtækið. Auðvitað misjafnt hvernig maður kemst frá þessu, skil það satt að segja ekki enn. an á stríðsárunum. Það er orðið miklu frjálslegra, hefur t.d. lagt niður þéringar og slíkt. Klemens: Já, það má nú segja að byltingarkenndar breytingar hafa orðið í þjóðfélagi okkar á þeirri tæplega hálfu öld, sem liðin er síð- an við fjórmenningarnir hófum störf í „kerfinu". Samfélag okkar er gerbreytt á svo að segja öllum sviðum frá því sem var á fjórða áratug aldarinnar. Má nefna tölvubyltinguna, sem hefur nú verið í gangi í allmörg ár og þegar valdið gerbreytingum á mörgum sviðum — og áhrifa hennar á vafalaust eftir að gæta i vaxandi mæli í framtíðinni. Framlag Hag- stofunnar til þessarar þróunar er meðal annars stofnun og starf- ræksla þjóðskrár og fyrirtækja- skrár, sem gegna mjög mikilvægu hlutverki í opinberri stjórnsýslu og margvíslegri skýrslugerð. Segja má að þjóðskráin sé þegar fyrir löngu orðin grundvöllur allr- ar massameðferðar gagna í opin- berri stjórnsýslu og að þýðing hennar fyrir önnur starfssvið sé einnig orðin mikil. E.Pá: Eflaust líka til bóta fyrir almenning. Sleppa kannski færri við að borga skattana sína? Klemens: Svo er vissulega. Áður en þjóðskráin kom til — hún hóf starfsemi 1953 — voru á hverju ári mörg hundruð og jafnvel á annað þúsund einstaklingar utan hins árlega manntals, þar sem ekki var um að ræða neina sam- ræmingu skráningar milli sveitar- félaga. Margir af þeim sluppu við að greiða skatt. Eftir að þjóð- skráin kom til sögunnar eru allir einhvers staðar á almannaskrá og þar með skattlagðir, þar til þeir flytja i kirkjugarð. Baldur: Ekki er vafi á því að þjóðskráin hefur breytt stjórn- sýslunni með ákaflega róttækum hætti. Ekki saman að jafna hve miklu betra er að halda á öllum persónuupplýsingum. Þetta breyt- ir á öllum sviðum möguleikunum á að halda réttu taki á viðfangsefn- inu. Þjóðlífsbreytingarnar eru svo, margslungnar að erfitt er að taka eitthvað sérstakt út úr. Kannski þó að borgararnir séu í raun og veru orðnir svo miklu athafna- samari þátttakendur í samskipt- um við stjórnsýsluna nú. Ákaflega forvitnilegt að bera það saman að koma inn í stjórnarráðið um það leyti sem ég kom þar fyrst. Um 1941 var stjórnarráðið enn lítil E.Pá: Tókuð þið sendiherrarnir þá ekki miklu meira ákvarðanir upp á eigin spýtur hér áður fyrr? Henrik: Allt tók lengri tíma. Það voru skrifuð bréf og svo kannski beðið eftir svörum lengi. Pétur heitinn Benediktsson sagði ein- hvern tíma að ef maður biði nógu lengi afgreiddi málið sig sjálft. Þetta átti að vísu ekki við hann sjálfan, því að hann var ákaflega drífandi starfsmaður. Andres: Breytingarnar hafa orð- ið margvislegar eins og hér hefur komið fram. Hér var áðan talað um menningu í sambandi við út- varpið. Það er alveg rétt að út- varpið var reist á mjög menning- arlegum grunni. Sú hefð hefur alltaf haldist hjá útvarpinu að líta fyrst á þann þátt. Nú vefst nátt- úrulega fyrir manni hvað menning þýðir. Hún getur þýtt eitt í dag og annað á morgun. Talað um lág- menningu og hámenningu. Én haldi maður sig við þessi hefð- bundnu listform sem útvarp og sjónvarp fást við, þá hafa þau líka gerbreyst. Hlutföllin á milli þeirra eru orðin allt önnur en áður. Stéttir listamanna hafa stækkað svo mikið og listafólki fjölgað. Miklu fleiri þættir komið þar inn í en voru upphaflega. I þessum efn- um hefur orðið bylting. Þegar ég kom til útvarpsins voru þar fyrir ýmsir ágætir fulltrúar íslenskrar þjóðmenningar, bókmennta og tónlistar, sem mótuðu alla dag- skrárgerð á þeim tíma. Margir frábærir listamenn hafa síðan starfað hjá Ríkisútvarpinu og upprunaleg menningarstefna haldist að breyttu breytanda og hyKK ég að almenningur hafi unað því vel. Ákaflega mikið hefur nú komið í staðinn fyrir þessa ein- földu uppfærslu á efni í töluðu máli sem tíðkaðist áður. Og síðan kemur ný tækni til sögunnar þar sem er sjónvarpið með myndir og kvikmyndagerð og annað, sem er nýtt af nálinni og hefur vaxiðTneð mjög miklum hraða. Allt eru þetta stórkostlegar breytingar. Engu að síður hefur þó verið merkilega vel haldið uppi þessu gamla merki frumherjanna og annarra sem hljóta að verða ónefndir hér. En visst menningarsamhengi hefur verið reynt að varðveita eftir bestu getu. í því er kannski fólgin viss íhaldssemi og hún er af því góða að mínu mati. E.Pá: Eru þið hinir sammála um að íhaldssemi sé af hinu góða? Baldur: Menning væri ekki til án allnokkurrar íhaldssemi. Menning sem ekki er í sambandi við það sem áður hefur gerst er að sjálf- sögðu allt annað en menning. Menning byggist á þeim grunni sem lagður var, svo maður tali nú biblíulega. Völd er viðsjárvert hugtak E.Pá: Þið hafið sjálfsagt séð sjón- varpsþættina „Já, ráðherra", og verið sjálfir ráðuneytisstjórar eða ígildi ráðuneytisstjóra. Þekktuð þið þessa mynd sem þar var dreg- in upp? Er það rétt að ráðuneytis- stjórarnir ráði því sem þeir vilja ráða — jafnvel meiru en ráðherr- arnir? Baldur: Ætli það sé ekki þver- öfugt. Þeir ráði því sem ráðherr- arnir vilja ekki ráða. Þetta er að sjálfsögðu miklu meira en liggur í augum uppi. Það er ákaflega margt sem ráðherrum hentar alls ekki að blandast inn í. Því mætti snúa þessu við. Já, já, maður þekkti ýmislegt í sjónvarpsþátt- unum, en í ákaflega ýktri mynd. Þar var gert óþarflega lítið úr ráðherrum, því þetta eru yfirleitt stórvel færir menn. Liggur raunar í hlutarins eðli að þeir eru það. Svo að það er þjóðsaga að ráðherr- ar ráði ekki neinu. Þeir ráða því sem þeir vilja. Og eiga að gera þaö. E.Pá.: Og ráðuneytisstjórarnir taka bara fúslega á sig þá krossa sem á þá eru lagðir? Baldur: Það leiðir af sjálfu sér. Völd er nú alltaf svolítið vandmet- ið hugtak. Nær liggur í raun og veru að tala um það sem byrði heldur en eitthvað eftirsóknar- vert, að þurfa að skera úr málum manna. Allir ráðherrar finna ábyggilega að hversu takmarkað er að það sé eftirsóknarvert. Svona utan dagskrár, eins og Klemens sagði svo hönduglega áðan, þá má taka sem dæmi þegar faðir minn var ráðherra 1940 og stór bílfarmur kom óvænt . Þá varð það talsvert streitumál í rík- isstjórninni hvort það skyldi vera fjármálaráðherra eða viðskipta- ráðherra sem standa skyldi fyrir ráðstöfun þessara eftirsóttu tækja. Það lenti í hlut fjármála- raðherrans og var túlkað sem tals- verður sigur. En ég held að það hafi aðallega orðið slæm reynsla. Þarna komum við inn á eðli valds- ins. Enginn þakkaði og þeir voru vitanlega mörgum sinnum fleiri sem ekki fengu bílana en þeir sem fengu. Þegar umsækjendur komu tóku þeir í rauninni öll svör sem já, ef þeim var ekki beinlínis sparkað út. Svo völd er afskaplega viðsjárvert hugtak. Henrik: Ég held að þetta fari ákaflega mikið eftir persónulegu sambandi ráðherra og ráðuneytis- stjóra. Auðvitað kemur oft fyrir að ráðuneytisstjórinn hafi aðrar skoðanir á einhverju máli en ráð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.