Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRpAR 1985 EMBÆTTISMENN SPJALLA Völd eru viðsjárvert hugtak herra og þá fer það eftir sambandi þeirra hvort ráðherrann sker úr eða hvort ráðuneytisstjórinn get- ur haft einhver áhrif, bein eða óbein. Hefur það verið mín reynsla að ráðherra ber traust til síns ráðuneytisstjóra op ég held að svo sé með flest ráðuneyti. Hann er sá aðilinn sem ráðherra hefur fyrst og fremst daglegt samband við. Andrés: Mín afstaða gagnvart stjórnvöldum er nú ekki á einn veg heldur fleiri. Ég hefi auðvitað haft yfir mér ráðherra og svo fulltrúa alþingis sem er útvarpsráð. Ekki má heldur gleyma almenningi í landinu, sem á fyrirtækið. Sagt er að enginn kunni tveimur herrum að þjóna, en þegar þeir verða avona margir þá er það enn erfið- ara. Auðvitað er misjafnt hvernig maður kemst fram úr þessu. Ég skil það satt að segja ekki enn. Síðan ég varð útvarpsstjóri hefi ég haft 7 ráðherra yfir mér og liklega jafn mörg útvarpsráð. Þetta eru auðvitað nokkuð örar breytingar og maður verður alltaf að venja sig við nýjar aðstæður á nýjan leik, því alltaf er dálítill áherslu- munur. Ég var upphaflega ráðinn til útvarps af þáverar.di útvarps- ráði. Þá var vald þess og vegsemd langtum meiri en nú er orðið. Út- varpsráð var þá eiginlega sérstök stofnun í stofnuninni. Og það var afskaplega slæmt fyrirkomulag, með leyfi að segja, og til mikils ills bæði fyrir þá sem þar unnu og notendur alla. Stjórnunar- umsvifum þess hafa verið tak- mörk sett, og það tel ég framför frá því sem áður var. Klemens: Ég man ekki eftir að ég hafi nokkurn tíma fengið fyrir- mæli eða tilmæli frá mínum ráð- herra um að taka ákveðinn mann í vinnu. Til að vera hreinskilinn vil ég segja, að ég hefði ekki sætt mig við það hlutskipti sumra starfs- bræðra minna að fá ekki að ráöa mannaráðningum til stofnunar, sem ég bæri ábyrgð á að væri for- svaranlega rekin. Baldur: Þetta er alveg rétt. En það hefur síður en svo farið vax- andi. Vitanlega segir sig sjálft að í þessu landi fámennis eru ráðherr- ar undir alveg gífurlegum þrýst- ingi, sem þeir komast mjög illa undan. Og því miður vilja pólitísk sjónarmið koma til við manna- ráðningar. Það er óhjákvæmilegt. Þegar ég tala um að minna sé um þetta er átt við stjórnarráðið. En það er heldur ekki eins eftirsóttur vinnustaður og áður var. En ráða- menn hafa auðvitað ýmiss konar forráð í stofnunum þar fyrir utan. E.Pá: Nú hefur Klemens orð fyrir að hafa rekið sína stofnun til mikillar fyrirmyndar, af sparsemi og reglusemi. Verður þú var við að það sé orðið erfiðara í nútíman- um? Klemens: Ég hef ekki haft yfir neinu að kvarta í þessu sambandi. En almennt skoðað held ég að ekki fari á milli mála, að það verður erfiðara og erfiðara að hafa mannaforráð í þessu samfélagi. Það dylst ekki þeim, sem skoða þessi mál í réttu ljósi, að starfsagi og vinnusemi er á hröðu undan- haldi á öllum sviðum. Og því mið- ur tel ég að vandinn sé hér meiri í opinberri starfsemi en hjá einka- aðilum. Andrés: Hvað Ríkisútvarpið snertir liggur þetta kannski í því að umfangið er orðið svo gífurlega miklu meira. En líka hefur orðið hugarfarsbreyting og viðhorfin til starfanna allt önnur en ég man eftir. E.Pá: Skrifborðið þitt, Baldur, með öllum plöggunum og skjala- bunkunum er frægt, ertu búinn að ganga frá öllu á sinn stað? Baldur: Ólafi K. Magnússyni hefði verið óhætt að beina mynda- vélinni í áttina að borðinu þegar hann tók lokamyndina af ráðu- neytisstjórum með dómsmálaráð- herrann eins og æðstaprest á milli okkar. Þá var borðið alveg hreint, eins og vera ber. Klemens: Ég get vottað það að ég veit engan yfirmann eins fljót- an til að hafa tiltæk gögn mála sem eru til afgreiðslu og einmitt Baldur Möller. Andrés: Ég skil nú ekki af hverju ég hefi ekki getað náð neinni frægð á borð við Baldur út á skrifborðið mitt. Mér finnst bunkarnir hjá mér hafa verið æði myndarlegir. Alltaf vildi safnast á borðið. Hjá fyrirrennara mínum sá ég aldrei nokkurt blaðsnifsi. Skildi það aldrei. En hann stakk í skúffu, sem ég gerði ekki. Ég sá ekki ástæðu til þess að fara að hlaupa fram og aftur með það sem ég þurfti að hafa fyrir augunum. Og ég var líka býsna naskur að finna það sem mig vantaði. Henrik: Sú saga er sögð af ónefndum ráðherra fyrir allmörg- um árum, að þegar fór að fara í taugarnar á honum hve mikið hafði safnast á skrifborðið hans lét hann flytja skrifborðið burt með öllu saman og fékk nýtt og hreint skrifborð. Fyrirmynd allra embættismanna E.Pá: Nú hafið þið hitt margt fólk í ykkar starfi og gegnum ykk- ar störf. Henrik t.d. farið um heiminn og hitt stórmenni. Er ein- hver manneskja ykkur sérstaklega minnisstæð? Andres: Mér dettur strax í hug ein manneskja sem stendur greinilega upp úr og sem ég vildi gjarnan hafa að leiðarljósi. Sú kona hét Þórleif Pétursdóttir Norland og var á skrifstofu út- varpsráðs þegar ég kom þangað. Með henni vann ég í 20 ár. Hún var mesta fyrirmynd opinberra starfsmanna sem ég hefi kynnst á ævinni. Ég held að allt starfsliðið, æðri sem lægri, hafi litið mjög upp til þessarar konu og það að verðleikum. Hún var höfðingskona og bar það með sér og mikil fyrir- myndarmanneskja í öllum sínum háttum og dagfari. Allt sem hún kom nálægt varð að minni hyggju fullkomnara og fallegra en hjá flestum sem ég hefi kynnst. Henrik: Ef ég takmarka mig við sendiherrana sem ég hefi starfað með, þá vil ég sérstaklega nefna Thor Thors og Pétur Benedikts- son. Þessir tveir sendiherrar standa upp úr vegna mannkosta sinna, voru báðir miklir hæfileika- menn og starfsmenn, gífurlegir afkastamenn og góðir félagar. Vit- anlega hefur maður eignast marga góða vini og kunningja í hópi út- lendinganna og komist í einhver kynni við sum stórmenni sem kall- að er, fyrir utan þjóðhöfðingja sem maður hittir öðru hverju, en ég legg nú ekki mikið upp úr því sambandi. Baldur: Ég held að þeir hafi báð- ir, Klemens og Henrik, nefnt hér nafn eins manns, sem var einhver eftirminnilegasti persónuleikinn f minni embættistíð og óhemjulega lærdómsríkur. Við höfum víst allir aðeins brugðið á spil við hann, svo gaman sem honum þótti að spila, þó það væri reyndar ekki höfuð- einkenni á honum. Maðurinn er Jón Krabbe. Hann var hálfíslensk- ur, en í raun svo ákafur Islending- ur aö maður bliknaði við hliðina á honum. Hann stóð í víglínunni ár- um saman og hélt uppi íslenskum málstað. Það var alveg ævintýri að kynnast embættismennsku hans. Svo var hann svo dásamlega danskur. Sérlega lærdómsríkt fyrir okkur fslendinga, sem ekki veitti af því að fá svolítinn skammt af reglusemi og þeim gömlu dyggðum sem Jón Krabbe var stórglæsilegur fulltrúi fyrir. Það var sjaldgæf reynsla að kynn- ast honum. Klemens: Ég tek undir þetta af heilum hug. Það er raunar skrítin tilviljun að hér skuli vera saman komnir þrír menn, sem hafa átt því láni að fagna að kynnast vel Jóni Krabbe, þeim mikla öðlingi og velgerðarmanni íslensku þjóð- arinnar. Henrik: Vissulega tek ég undir þessi ummæli félaga minna. Jón Krabbe var einstakur maður. Ég ritaði um hann í Morgunblaðið hálfníræðan. E.Pá: Og hvernig líður ykkur svo, herrar mínir, eftir að hafa verið með svo mikla umsýslu í 45 ár og með í höndum svo marga þræði, sem hafa nú allt í einu runnið úr greipum? Klemens: Mér líður eins og best verður á kosið. Það eru mikil um- skipti að verða frelsingi, eins og við erum kallaðir, en ég sé ein- vörðungu jákvæða hlið á því. Finn að ég hefi fengið nóg og að tími er KLEMENS: Almennt skoðað held ég að ekki fari á milli mála að það verður erfiðara og erfiðara að hafa mannaforráð í þessu samfélagi. Ekki dylst að starfsagi og vinnusemi eru á hröðu undanhaldi. Og því miður tel ég að vandinn sé hér meiri í opinberri starfsemi en hjá einkaaðilum. BALDUR: Með þeim peningatruflunum sem urðu um 1940 breyttist allt smám saman og verður sjálfsagt upphafið að þessari ofdirfsku sem orðið hefur landlæg í okkar samfélagi. Menn hafa lítið raunsætt mat á takmörkum þess sem þeir ráða við. METSÖLUTÍMARITIÐ M A N N L í F Þrátt fyrir mjög míkla sölu fæst síðasta tölublað MANNLÍFS enn á flestum bóka- og blaösölustööum um allt land. Meöal efnis: Opinskátt viötal viö Kristján Jóhannsson óperu- söngvara, þar sem hann segist meöal annars hafa betri rödd en Pavarotti og Placido Domingo. Grein um íslenskar konur í áhrifastöðum, sagt frá viöhorfum þeirra og viðhorfum karla og kvenna til þeirra og breyttra viöhorfa í þessum efnum. Athyglisverö grein um stéttir á íslandi, stéttaskipt- ingu og stéttaandstæður hér á landi. „Þegar í hjónabandiö er komiö, fellur konan aftur inn í kvenhlutverkiö og hann inn í karlhlutverkiö á ný“ segir Guöbergur Bergsson í einstöku og óvenjulegu viötali. Einnig greinar um bókmenntir, myndlist og leiklist, um stjórnmál, tískuþáttur, fólk í fréttum, um vanda sjávarútvegsins, um geöræn vandamál og margt fleira. MANNLÍF er ekkert venjulegt tímaritl Áskriftarsími: 91-687474 Tímaritið Mannlíf TÍMARITIÐ MANNLÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.