Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 17 „Við sækjum kraft í seiðskrattana fyrir vestan.“ F.v. Styrmir, Harald- ur, Rafn, Helgi og Rúnar. „Út í kuldann“ „Stofnun hljómsveitarinnar spannst út frá upptökum, sem við gerðum veturinn ’80—’81, nokkrir sem vorum búnir að spila saman lengi, þ.e. ég, Rafn Jónsson, Örn Jónsson og Vilberg Viggósson," segir Rúnar Þórisson, gítarleikari Grafík, þar sem hann situr og spjallar við blm. á Borginni einn góðviðrisdaginn í lok janúar, ásamt Helga Björnssyni, leikara og söngvara Grafík. En þótt Helgi sé borinn og barnfæddur ísfirð- ingur, er hann ekki kominn til sögunnar þar sem Rúnar hefur hana. „Ég var þá í Menntaskólanum á Isafirði, vann jafnframt í plötu- búð og hafði eiginlega verið plataður vestur í upphafi, til þess að spila með hljómsveitinni Ýr,“ heldur Rúnar áfram. „Um vorið ákváðum við svo að gefa þessar upptökur út og stofn- uðum jafnframt hljómsveitina Grafík. Platan kom út haustið ’81, hét „Út í kuldann" og eins og á var sérstaklega tekið til þess hvað „sándið" væri gott á „Út í kuld- ann“ og það vorum við fegnir að sjá, vegna þess að við tókum hana upp sjálfir á eigin tæki. „Naflaskoðunarrokk“ Vorið ’83 kom svo út önnur plata, „Sýn“, sem fór fram hjá mörgum og seldist ekki vel. Hún var líka þyngri en sú fyrri og meira innávið, hálfgert „nafla- skoðunarrokk". Ómar Óskarsson úr Fresh söng á henni en hann staldraði mjög stutt við í Grafík og söngurinn var alltaf vandamál hjá hljómsveitinni þangað til Helgi kom,“ segir Rúnar. „Það var hringt í mig að vestan sumarið ’83 og spurt hvort ég gæti komið í snarhasti til að syngja með Grafík," segir Helgi. „Eg út- skrifaðist úr Leiklistarskólanum þetta vor og var á fullu í upptök- um á Atómstöðinni, þar sem ég lék Arngrím. Ég hafði aldrei sung- ið áður með hljómsveitinni. nema þá í einkasamkvæmum á ísafirði og svo var maður í hinum og þess- tengist ísafirði, hafa þeir að mestu haldið sig í Reykjavík á vet- urna en spilað fyrir Vestfirðinga á sumrin," segir Rúnar og bætir því við að því miður sé tíminn fyrir vestan alltaf að styttast. En Rún- ar hefur verið í klassísku gítar- námi sl. 4 ár, auk þess sem hann nemur stjórnmálafræði við HÍ og kennir við Tónskóla Sigursveins. Helgi hefur líka haft nóg að gera samhliða tónlistinni, því í fyrravetur lék hann m.a. í óper- unni La Traviata, í Andardrætti Alþýðuleikhússins og fór með annað aðalhlutverkið í Jakobi og meistaranum hjá Stúdentaleik- húsinu, auk þess sem hann kenndi leiklist í skólum. „Ég sé þetta svipað og leiklist- ina,“ segir hann um hljómsveitina. „Að vísu verða mörg lögin til út frá spuna, en í leikhúsinu er mað- ur oftast með skrifað leikrit í höndunum áður en farið er að vinna. En í báðum tilvikum er það sama að gerast þegar maður dett- ur allt í einu niður á eitthvað, sem maður veit að er rétt. 1 fyrravetur spiluðum við mikið „Annars enim við voðalega látlausir sveitadrengir." öðru, sem við höfum látið frá okkur fara, var allt efni á henni frumsamið, nema hvað einn text- inn var eftir Þórarin Eldjárn. „Út í kuldann" fékk ágætar viðtökur og líka góða dóma í erlendum tónl- istartímaritum. En maður frá Green World-útgáfufyrirtækinu, sem hér var staddur á vegum Grammsins til þess að kynna sér nýjustu hræringar í tónlistinni á íslandi, tók hana með sér út til kynningar ásamt fleiri íslenskum tónsmíðum. Þetta varð til þess, að það var skrifað um plötuna erlendis, a.m.k. bæði í Englandi og Amer- íku. í tónlistartímariti í New York um hljómsveitum í gaggó,“ segir hann. Þeim ummælum fylgir síð- an léttur útúrdúr, þar sem þeir félagar rifja upp litskrúðugan hljómlistarferil á gagnfræða- skólaárunum, veru í heimsfrægum hljómsveitum á borð við Berb og Gosa og tónsmíðar framdar á krossviðarplötur og málningarlok með bólstrunartöppum, að ógleymdum badmintonspöðum. „Éftir langa þögn í símann og síðan tveggja daga umhugsunar- frest ákvað ég að slá til og skellti mér vestur. Við höfðum ekki nema tvo eða þrjá daga til þess að æfa okkur saman en einhvern veginn gekk þetta upp og við spiluðum úti um allar trissur fyrir vestan það sem eftir var sumars", segir Helgi. ,Þó að flestir meðlimir Grafík í Reykjavík; í Safari, Sigtúni og á Borginni og reyndar líka á Akur- eyri. Vilberg var þá hættur, farinn í nám til Amsterdam, svo að við vorum fjórir, Helgi, Rúnar, Rafn og Örn, sem nú er einnig hættur," segja þeir. „Við sömdum líka mik- ið af efni í fyrra, en við höfum alltaf verið með hundrað prósent frumsamið tónleikaprógramm." „Rigningin vinsæla“ Þegar þeir eru spurðir hvort hljómsveitin hafi tekið miklum breytingum á þessum tíma segja þeir: „Við erum meiri atvinnu- menn núna og vinnan er auðveld- ari. Það má segja að hljómsveitin hafi „fundið sig“, eftir miklar þreifingar í tónlistinni, án þess þó að hún hafi dottið niður á for- múlu. Það ætlum við aldrei að gera,“ segja þeir með áherslu. „Það' var samt meðvitað hjá okkur að létta upp tónlistina og gera melódíuna sterkari og ég held, að okkur hafi tekist að búa til melódískari lög og hafa útsetn- ingarnar frískari en þær voru áð- ur, án þess að gelda þær,“ bætir Helgi við. „Svo vorum við í sex vikur fyrir vestan í sumar og gerðum rigning- una vinsæla,“ segja þeir og glotta. Og þetta með rigninguna er alveg rétt. Ólíkt öðrum landsmönnum sungu ísfirðingar og nærsveitung- ar: „Mér finnst rigningin góð“ af mikilli sannfæringu síðastliðið sumar. Það getur meira að segja blm., sem lenti á heilmiklu balli með Grafík í ísfirska sjallanum um verslunarmannahelgina, vitn- að um. Vinsældir rigningarinnar fyrir vestan stafa af laginu „Húsið og ég“, sem nú hefur haldið til á vin- sældalistunum sl. sex eða sjö vik- ur. Textinn er eftir eiginkonu Helga, Vilborgu Halldórsdóttur leikkonu og húsið sem um er sung- ið er „græna húsið“, sem stóð á fjörukambinum við Hafnarstrætið og var heimili þeirra Vilborgar og Helga á Isafirði veturinn ’77—’78. Nú heyrir græna húsið byggða- sögunni til og hafi það haft sál, eins og fram er haldið í textanum, hefur það varla órað fyrir því að það ætti eftir að enda á vinsælda- lista annarra en veðra og vinda fyrir vestan. „Seiðskrattar ir vestan“ fyrir „Það er mjög sterkt að hafa þennan kjarna á Vestfjörðum," segja þeir Helgi og Rúnar, sem reyndar er Hafnfirðingur en sótti kvonfangið vestur. „Bæði tengir það okkur innbyrðis og svo sækir maður kraft til seiðskrattanna þarna fyrir vestan," bætir Helgi við. „Það hefur líka gert okkur auðveldara að halda okkar tónlist- arlega sjálfstæði en Reykjavík- urhljómsveitunum, sem hafa orðið fyrir meiri áhrifum hver af ann- arri og kannski orðið keimlíkari fyrir vikið. Þegar fyrsta plata Grafík kom út, ráðlagði vanur maður í „brans- anum“ okkur að vera ekkert að bendla okkur við ísafjörð," segir Rúnar óg Helgi bætir við: „Það er landlægur sjúkdómur á íslandi að halda að allt sem kemur frá út- löndum sé gott og það sama gildir með Reykjavík gagnvart lands- byggðinni. Þess vegna höfum við þurft að berjast tvöfaldri baráttu á við venjuleg Reykjavíkurbönd — vera betri en við hefðum annars þurft að vera — og það er ef til vill að skila sér núna. Annars erum við voðalega lát- lausir sveitadrengir," bæta þeir við og brosa svo blítt að ekki er annað hægt en að taka þá á orð- inu. „Okkar dulúð liggur í því að vera opnir, enda bera menn slíkt yfirleitt innra með sér, þannig að þeir sem sýnast torræðir eru það sjaldnast — og öfugt — eða svo- leiðis... „Að vera svalur“ „Get ég tekið cjéns?“ kom ekki út fyrr en síðustu vikuna fyrir jól og við höfðum áhyggjur af því að hún yrði undir í jólaflóðinu af því hvað hún var seint á ferðinni. En við komumst ekki eins fljótt í hljóðver og til hafði staðið, m.a. vegna þess að við sáum að hluta um undirleik í Betlaraóperunni, sem þá var verið að taka upp í útvarpinu. Allt efnið á „G.é.t.c." er samið í sameiningu, sumt út frá spuna og small saman strax, t.d. „Rigning- in“, annað tók lengri tíma. Nafnið á plötunni er tekið af einu laganna og er eiginlega áskorun til okkar sjálfra um að leyfa okkur að gera það sem okkur langar til — taka áhættu. Á fyrstu tveimur Graf- íkplötunum var meira af beinni ádeilu, t.d. mikið pælt í jafnvæg- inu í lífríki náttúrunnar, en á þeirri þriðju er mannúðarstefnan í öndvegi. Ef til vill er þetta tækifæris- sinnuð stefna," segir Helgi, hugsi. „Og þó ekki, hún felur það í sér að það eigi að njóta lífsins, vera lif- andi og óhræddur við álit annarra. I rokktónlistinni hérna hefur það oftast verið þannig að það kemur einn spámaður sem leggur línuna — við eigum ekki við neinn sér- stakan því sagan er alltaf að endurtaka sig — og svo sigla allir hinir í kjölfarið. En maður á að dekra við þetta litla í sjálfum sér,“ segir Helgi. „Því um leið og þú getur viður- kennt að þú getir verið lítill, verð- urðu stór. Ekki svalir náungar?", svara þeir kaldhæðnislegri fyrirspurn í kjölfar yfirlýsinga um mannúð- arstefnu. „Jú, einmitt, það að geta viðurkennt fyrir sjálfum sér að maður sé viðkvæm manneskja, er að vera svalur, án þess að þetta sé nokkuð sem við höfum fundið upp fyrstir manna." Talið berst að vinsældum og þýðingu þeirra. „Vinsældir gefa vind í seglin og eru ágætar út af fyrir sig, þær auðvelda hlutina," segir Helgi. „Ég held að viður- kenning, sama hvenær hún kemur, hljóti að verða listamönnum hvatning til að skapa betri hluti og að þeir sem aldrei fá hana, eigi á hættu að veslast upp.“ Rúnar bætir við: „Það, samt svolítið ergi- legt, að nú vita allir hvað Grafík er og segja okkur að við séum góð- ir. Við erum ekkert betri núna en við vorum fyrir nokkrum mánuð- um. Við ætlum hins vegar að verða það. „Sódóma í Paradís“ Okkar metnaður felst í því, að við viljum ekki fá meira en það sem okkar tónlist verðskuldar og færir okkur. ímynd hljómsveitar- innar er bara strákarnir í hljómsveitinni og felst í hjartalagi hvers og eins. Við viljum heldur ekki vera að vasast í því að búa til einhverja ímynd af okkur, heldur láta hana verða til í kringum það sem við erum að gera og það verð- ur spennandi að sjá hvort, og hvernig, það gerist. Annars er best að tala sem minnst um framtíðina. Það er gaman að koma á óvart og það á ekki að vera að gefa út yfirlýs- ingar, sem svo standast ekki. Markmiðið er auðvitað að ná til sem flestra, er það ekki það sem vinsældir felast í? Því fylgir mikil spilamennska og meðal annars, sem er á döfinni, er að semja tónlist við ísienska kvikmynd, sem verður tekin í sumar. Það verður spennandi verkefni og breikkar sviðið. Svo verður fjórða platan væntanlega tekin upp í mars eða apríl. Ef til vill verður hún látin heita „Sód- óma í Paradís". Væri það ekki ein- hvern veginn í takt við tímann?" Texti: Hildur Helga S. Myndir: Bjarni. l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.