Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 ■ „ENGILL DAUÐANS“ Réttur settur yfir þeim al- ræmdasta Yitzhak og Idit Bleier voru aðeins átta ára gömul þegar þau komu til Auschwitz en enn þann dag í dag bergmálar eitt orð öðrum fremur í huga þeirra. Það er orðið „Zwillinge", tvíbur- ar, hrópað á þýsku þegar þau systkinin stigu út úr lestinni við fangabúðirnar. Yitzhak og Idit eru tvíburar, Gyðingar frá þorpinu Nyir-Gebe í Norðaustur-Ungverjalandi. Móðir þeirra var líka flutt til Auschwitz og hún vissi ekki hvort hún ætti að svara þegar þýski varðmaðurinn spurði hana um börnin. „Hún spurði systur sína,“ segir Idit, „og loksins ákváðu þær, að hún skyldi segja eins og væri, að við værum tví- burar." Börnin voru þá leidd í burtu. Svar móður þeirra varð til að bjarga lífi þeirra en þau sáu aldrei aftur foreldra sín, 12 ára gamlan bróður, afa og ömm- ur og frænku sína. Yitzhak, 49 ára gamall flug- vélaverkfræðingur, sem nú hefur tekið sér eftirnafnið Efrat, og Idit, systir hans, sem er hjúkr- unarkona, eru lifandi vitnisburð- ur um ólýsanlegan hrylling í Auschwitz-búðunum og einkan- lega um glæpi eins manns, SS-læknisins Josefs Mengele. Eitt kvöld nú fyrir nokkru, þegar við höfðum komið okkur þægilega fyrir í nýtískulegri íbúð hans í Petah Tikwa fyrir norðan Tel Aviv, sagði Yitzhak mér sögu sína meðan konan hans, Fride, sem er af búlgörsk- um ættum, bar okkur kaffi og kökur. „Við vorum skilin að strax og við komum til búðanna," sagði Yitzhak, „og í marga mánuði sáum við ekki hvort annað. Ég Mengele (gömul mynd): ódæðis- verkin gleymast ekki. þrábað Mengele um að leyfa mér að sjá systur mína og foreldra mína og loksins fór hann með mig til Iditar. „Næst,“ sagði hann, „færðu að sjá foreldra þína.“ Idit, sem á fleiri minningar frá Auschwitz, og vill kannski þess vegna minna um þær tala, minnist þessa atburðar á dálítið annan hátt. „Yitzhak neitaði að hlýða Mengele nema honum væri leyft að hitta mig,“ sagði hún brosandi. „Mengele vildi taka honum blóð og hann sprautaði einhverjum efnum í augun á honum til að athuga hvort hann gæti breytt augnlitn- um. Þrátt fyrir það þráaðist Yitzhak við þar til hann fékk að sjá mig.“ Ekki er vitað hvaða efni Mengele notaði við þessar til- raunir, en árum saman eftir þetta fékk Idit oft martröð og sá fyrir sér bróður sinn augnlaus- an. Yitzhak og Idit finnst það mikilvægt, að unga fólkið nú fái að vita um það sem gerðist. „Að tala um það er þó eins og að rífa upp gamalt sár,“ segir Idit. „Við Yitzhak tölum jafnvel aldrei um það og stundum get ég varla trú- að því, að þetta hafi gerst." Yitzhak og Idit og margir aðr- ir sögðu sögu sína í fyrsta sinn nú á dögunum í einstæðum rétt- arhöldum yfir Josef Mengele og glæpaverkum hans. Var dóm- stóllinn skipaður mönnum víðs vegar úr heiminum og hlýddi m.a. á vitnisburð um 20 tvíbura, sem lifðu af vistina í Auschwitz. Meðal vitnisburðanna, sem lesnir voru upp í réttinum, var mjög merkilegt skjal frá ríkis- saksóknaranum í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Á 15 síðum voru þar talin upp mörg hundruð glæpaverka, sem vestur-þýsk yf- irvöld segja, að Mengele hafi framið, þar á meðal morð á rúmlega 100 börnum, sem hann lét skjóta í hnakkann sumarið 1944. Það var árið 1959, sem vestur- þýsk stjórnvöld gáfu fyrst út handtökuskipun á Josef Meng- ele, sem fórnarlömb hans köll- uðu „engil dauðans" sín á milli, og enn eru þau að reyna að fá hann framseldan frá Paraguay þar sem hann er talinn hafa búið síðustu 25 árin. Talið er, að Mengele hafi gert tilraunir með um 1.500 tvíbura. Svo virðist sem áhugi hans á þeim hafi stafað af þeirri sann- færingu, að umhverfið hefði eng- in áhrif á mannlega breytni, heldur stjórnaðist hún alfarið af erfðunum og það vildi hann sanna með tilraunum sínum. Hann trúði því, að þegar það væri sannað, væri auðvelt að sýna fram á, að Gyðingar, Síg- aunar og Rússar væru arfbornir aumingjar og eftirbátar aríanna. Josef Mengele er 73 ára gamall ef hann lifir enn. Bandaríski þingmaðurinn Robert Torricelli sagði nú nýlega og hafði eftir embættismönnum í Paraguay, að Mengele byggi í afskekktu fjallahéraði í landinu, og eftir ísraelskum heimildum er það haft, að þetta hérað sé alkunnur griðastaður stríðsglæpamanna nasista. — ROBIN LUSTIG ILÆKNA VISINDIN Sovéskur læknir fordæmir „kukl“ með gervihjörtu Sovéskur hjartaskurðlæknir hefur gagnrýnt, að banda- rískir læknar láti gervihjörtu í fólk. Segir hann þessar aðgerðir jafngilda tilraunum á fólki og beri að fordæma þær sem slíkar. Læknir þessi heitir Valeri Shumakov og hefur hann nýlega látið frá sér fara greinargerð vegna nýjustu aðgerða Banda- ríkjamanna á þessu sviði. Þar segir hann að a.m.k. 15 ár muni líða þar til læknar hafi „marktæk tækifæri" til þess að græða í fólk gervihjörtu sem geti starfað 10 ár eða lengur. Shumakov gat um þá hjartaað- gerð, sem dr. William G. Devries framkvæmdi nýlega á William Schroeder. Hann sagði fréttir þess efnis að Schroeder fengi brátt að fara heim, benda til þess að bandarískir læknar ynnu stöð- ugt að því að endurbæta gervi- hjartað með hjartagangráði sem væri utan á líkamanum. „Þetta er virðingarvert, og verðskuldar fyllstu athygli,“ sagði Shumakov, „en þó hygg ég Schroeder: röng stefna? að dr. Devries og aðstoðarmenn hans hafi tekið skakka stefnu." Sovétmaðurinn sagði að tækni við hjartaígræðslu ætti enn mjög langt í land. Enn væri á engan hátt unnt að tryggja að hjarta- þegi gæti átt langt líf fyrir hönd- um, né heldur að gervihjarta hans gæti gengið án truflana. „Sjúklingur með gervihjarta er í stöðugri lífhættu. Hvenær sem er, gæti eitthvað gerzt sem leiða kynni til dapurlegra endaloka. Ef kalla á hlutina sínum réttu nöfn- um, eru aðgerðirnar sem Dr. Devries hefur ráðizt í, tilraunir á fólki og slíkar tilraunir ber að fordæma frá mannúðarsjónar- miði.“ Valeri Shumakov bætti því við að við núverandi aðstæður væri bezt að setja fyrst gervihjarta í hjartaþega, og græða síðan í hann hjarta úr öðrum manni, eft- ir að gengið hefði verið rækilega úr skugga um að það hæfði hon- um. Með þessu móti gæti hjarta- þeginn átt lengra líf fyrir hönd- um en ella. , Að lokum sagði sovézki hjarta- i skurðlæknirinn: „Það er engum vafa undirorpið að einn góðan veðurdag verða visindi og tækni orðin það þróuð að öll vandamál varðandi gervihjörtu verða úr sögunni." Hann upplýsti enn- fremur að bandarískir og sovézk- ir vísindamenn ynnu nú í samein- ingu að gerð fullkomins hjarta- búnaðar, sem væri svo lítill að hægt yrði að hafa hann inni í mannslíkamanum eða áfastan honum ef það þætti henta betur. iHJALPARHONDl Drenghnokki í Santiago í Chile er skilinn eftir grátandi á götunni fá- einum sekúndum eftir aö faöir hans var dreginn upp í lögreglubfl- inn í baksýn sem síðan ók burtu. Drengurinn og fjölskylda hans fullyrtu aö þeir feögar heföu ein- faldlega verið á gangi þarna, en klerkar og kennimenn höföu á sama tíma efnt til mótmælafundar fyrir framan byggingu þarna í grenndinni þar sem hin illa þokk- aða leynilögregla var til húsa. Danir líkna fórnar- lömbum pyntingaklefans Miguel Lee er formaður í samtökum koparnáma- manna í Chile. í fangelsum Pinochets var honum misþyrmt á ýmsan hátt. Hann var barinn, pyntaður með rafmagni, líflát hans sett á svið og fangaverð- irnir fóru í rússneska rúllettu og beindu byssuhlaupinu að höfði Lees. Nú eru nokkur ár liðin síðan þetta gerðist en þrátt fyrir það fær hann enn þunglyndisköst og ólýsanlegar martraðir ásækja hann. Inge Kemp Genefke var barn að aldri þegar hún kynntist grimmdinni. Það var á stríðsár- unum en þá var vinur föður hennar fluttur til Þýskalands þar sem honum var misþyrmt bæði á líkama og sál vegna starfa hans fyrir dönsku and- spyrnuhreyfinguna. Fundum þeirra Lees og Gen- efke bar saman í Alþjóðlegu endurhæfingarstofnuninni fyr- ir fórnarlömb pyntinga, sem dr. Genefke rekur og er rétt við Ríkisspítalann í Kaupmanna- höfn. Er það fyrsta stofnunin sinnar tegundar í heiminum en nú hefur öðrum verið komið á fót eða eru á prjónunum í Sví- þjóð, Noregi, Hollandi, Frakk- landi, Bandaríkjunum og Kan- ada. Árið 1974 fóru 10 danskir læknar að rannsaka hvaða áhrif pyntingar hafa á fólk og fóru í því efni eftir tillögu Amnesty International. Fimm árum síðar hófst meðhöndlun á 35 manns en þegar haft er í huga, að fimmtungur pólitískra flóttamanna, sem kemur til Danmerkur, hefur verið pynt- aður, er augljóst, að verkefnið er viðamikið. Nöfnum og þjóðerni fólksins, sem reynt er að hjálpa, er hald- ið leyndum og er það gert til að ættingjar þess verði síður fyrir ofsóknum og minni hætta sé á, að stofnunin verði sökuð um pólitíska hlutdrægni. Ekkert fer þó á milli mála um, að flest fórnarlambanna koma frá Suður-Ameríkuríkjum, Austur- löndum fjær og Afríku. Fjár til starfseminnar er aflað bæði innan og utan Danmerkur og með frjálsum framlögum auk þess sem danska stjórnin legg- ur henni til allt að 100.000 doll- ara árlega í formi ýmissar að- stöðu á spítalanum. „Þeir, sem hér vinna, verða að helga sig starfinu af líkama og sál án þess að sýna hin minnstu merki um tilfinninga- semi,“ segir Inge Kemp Gen- efke. „Hálft starfið er fólgið í því að ávinna sér traust sjúkl- ingsins frá því hann stígur inn fyrir dyrnar og þar til hann fær sér fyrsta kaffibollann." Starfsfólkið gerir sér sér- stakt far um að skýra fyrir sjúklingum í hverju lækningin sé fólgin, sýnir honum og landi hans mikinn áhuga og reynir að sannfæra þá, sem hafa látið bugast, um að þeir séu ekki gengnir af vitinu. „Þú ert and- lega heill, það eru ofsækjendur þínir, sem eru það ekki,“ segir dr. Genefke við sjúklingana. Mörgum verður þetta til mikill- ar huggunar, t.d. konum, sem hefur verið misþyrmt kynferð- islega, og gefur þeim von um að geta hafið nýtt líf. Síðan Inge Bloch kom til starfa hjá stofnuninni í maí fyrir ári hefur hún haft til með- höndlunar 20 manns. I starfi sínu verður hún að forðast nudd með rafknúnum tækjum því að það gæti minnt sjúkling- inn á önnur tæki, pyntingartól- in, sem hann fékk að kynnast í fangelsinu. Hún notar hins veg- ar hátíðnitæki til að lina þján- ingar þeirra, sem hafa verið pyntaðir á iljum og ökklum með hinni alræmdu phalanga- aðferð. Inge reynir fyrst og fremst að draga úr spennunni og er það ekki auðvelt verk hjá fólki, sem enn fær skelfilegar martraðir eftir að hafa verið hryggbrotið, handleggir og fingur skornir af og hljóðhimn- urnar sprengdar. Fyrir nokkru kom á stofnun- ina maður, sem var algjörlega lamaður og mállaus. I ljós kom, að nagli hafði verð rekinn inn í höfuð honum og til að ná hon- um burt þyrfti í raun að fjar- lægja heilann. Læknarnir á Ríkisspítalanum eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig unnt sé að endurhæfa manninn að einhverju leyti með naglann í höfðinu. Danirnir hafa orðið að þreifa sig áfram með læknisaðferðirn- ar, og hvað 3kjótan árangur varðar standa þær vissulega langt að baki úthugsuðum að- ferðum pyntingameistaranna. Vitað er um hundrað mismun- andi pyntingaraðferðir, sem oftast er beitt hverri með ann- arri, en nú færist það í vöxt að hlífa líkamanum en misþyrma sálinni þeim mun grimmilegar. — DONALD FIELDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.