Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 1

Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 1
72 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 53. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þúsundir Dana tóku þátt í skæruverkfalli Kaupmannahöf, 4. mars. AP. ÞÚSUNDIR Dana gengu út af vinnnstöAum sínum í dag til þess aö undir- strika kröfu danskra verkalýðsfélaga um 35 stunda vinnuviku. Með skæru- verkföllum sínum vildi almenningur þrýsta á leiðtoga sína að gefa ekki eftir þá kröfu. Allsherjarverkfall hefði hafist í dag, ef sáttasemjari rfkisins hefði ekki frestað verkfallinu um tvær vikur. Þeir sem þátt tóku í skæruverk- fallinu voru úr ýmsum stéttum, strætisvagnabílstjórar, starfsfólk á dagvistarstofnunum, almennir verkamenn og fleiri. Lítið hefur gengið í samningaviðræðum sátta- semjara og fulltrúa samtaka verkalýðsfélaga, en tvær milljónir Dana tilheyra þeim samtökum, at- vinnulíf myndi því lamast ef af allsherjarverkfalli yrði. Kröfur verkalýðsfélaganna fel- ast bæði í hærra kaupi og stytt- ingu vinnuviku. Vilja verkalýðs- menn stytta vinnuvikuna þannig að um 6 prósent styttingu væri að ræða yfir tveggja ára tímabil. Þá vilja þeir ákveðnar kauphækkanir, en Ijóst er, að stjórnvöld verða erfið heim að sækja í þeim efnum, því þeim finnst sú 4 prósent kaup- hækkun sem verkalýðsfélögin sömdu um í síðustu samningum of mikil. Vinnuveitendur vilja ekki hækka kaup og fullyrða að kröfur launþega um stytta vinnuviku myndi koma út sem tveggja stafa prósentutala yfir vinnusamdrátt. Sáttasemjari getur frestað verk- falli um viku í viðbót, en ef ekki semst á þeim tíma, fellur eflaust gerðardómur og er það engin ný- lunda í Danmörku. Herstjórnin í Póllandi: Matvörur hækkuðu þrátt fyrir allt Varsjá, 4. mars. AP. STJÓRNVÖLD í Póllandi hækkuðu í dag verð á ýmsum matvörum um allt að 75 prósent og kom það mjög á óvart þar sem þau tilkynntu fyrir skömmu að verðhækkunum yrði frestað um óákveðinn tíma. Virðist sem að baki hafi legið að slá vind úr seglum Samstöðu sem hafði hótað Hákarl át unga konu Adelaidc, Ástralíu, 4. mars. AP. 6 METRA langur hvítháfur drap 33 ára gamla konu í dag þar sem hún kafaði á tveggja metra djúpu vatni skammt undan fáfarinni strönd. Fjórar dætur konunnar urðu vitni að harmleiknum og fískimenn sem þarna voru á hött- unum fundu ekki annað en fata- slitrur í blóðugu vatninu örfáum mínútum eftir að fískurinn lagði til atlögu. „Ég sá uggann og sporðinn er háfurinn klauf vatnið, hann var miklu lengri en trillan," sagði Kevin Hirschauen, sem ýtti báti sínum á flot er hann sá „rautt vatnið þeytast í loft upp“, „Þá vissi ég strax hvað um var að vera,“ sagði Hirsch- auen. 15 mínútna allsherjarverkfalli síð- asta dag síðasta mánaðar ef ekki yrði hætt við að hækka verð á mat- vörum. Það voru nauðsynjar eins og brauð, mjólk, te og sykur sem hækkuðu hvað mest, en minnstu hækkanirnar námu 11 prósentum. Stjórnvöld telja hækkanirnar litl- ar, en Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu var á öðru máli. „Þetta er svívirðilega gert,“ sagði hann og bætti við að málið yrði tekið til athugunar hjá Samstöðu. Allt var með kyrrum kjörum í Póllandi þrátt fyrir hækkanirnar. Walesa sagðist styðja og vera með í öllum þeim mótmælaaðgerðum sem staðið yrði fyrir. Hann tók þó fram að hann væri ekki að hvetja til neins að svo stöddu. Þing Norðurlandaráðs sett Morgunblaðið/RAX Þing Norðurlandaráðs, hið 33. í röðinni, var sett í Þjóðleikhúsinu á hádegi í gær. Þingfulltrúar, gestir, blaðamenn og starfsmenn eru 860 talsins. Páll Pétursson var kjörinn forseti þingsins við upphaf fundar í gær. Myndin var tekin í Þjóðleikhúsinu er Páll flutti ræðu sína. Fréttir frá Norðurlandaráðsþingi eru á bls. 56, 57, 58 og 59 í blaðinu í dag. Genscher bjartsýnn eftir óvæntan fund með Gromyko Moskvu, 4. mars. AP. HANS Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, og Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, áttu heldur óvæntan 4' 2 klukkustundar langan fund í Moskvu í dag og lét Gensch- er hafa eftir sér að fundurinn gæti markað þáttaskil fyrir komandi af- Árás á kiarnorkuver Nikósíu og Teheran, 4. rnars. AP. Nikósíu og Teheran, 4. mars. AP. TVÆR íraskar herþotur gerðu árás á íranskt kjarnorkuver við Bushehr og skemmdu það nokkuð, en „ekki alvarlega“ eftir því sem íranir sögðu og fordæmdu íraka í sömu andránni fyrir árásina. frakar sögðu á hinn bóginn að þeir hefðu valdið „mikl- um skemmdum“. Herþoturnar gerðu einnig árás á stáliðjuver og drápu 12 manns auk þess sem skemmdir urðu miklar. Íranir gerðu sjálfir loftárás á olíuflutningaskip í Persaflóa og var það í þriðja skipti sem það sama skip varð fyrir árás á þess- um slóðum. Það skemmdist ekki mikið í þessari árás. írakar sögð- ust hafa ráðist á olíuskip nærri Khargeyju, en það staðfesti eng- inn nema þeir sjálfir. vopnunarviðræður risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, í Genf. Genscher hafði ekki breytt um skoðun að fundinum loknum, hann sagði þá á fréttamanna- fundi, að fundurinn i Genf myndi bera góðan árangur og ljóst væri að bæði Sovétmenn og Banda- ríkjamenn kæmu vel undirbúnir til viðræðnanna. Genscher vildi ekki tjá sig um hvort Gromyko hefði í nokkru breytt um skoðun varðandi geimvarnakerfis- rannsóknir Bandaríkjamanna. Gromyko sagði að fundinum loknum, að viðræðurnar við Genscher hefðu verið „gagnleg- ar“, en gagnrýndi samt stjórn- völd Vestur-Þýskalands harðlega fyrir stuðning þeirra við áform Bandaríkjamanna og sagði þau þar með verða „meðsek" i hverju því sem rannsóknir Bandaríkja- manna hefðu í för með sér. Gromyko sagði litla von til þess að samkomulag myndi nást í Genf vegna „stífni" Bandaríkja- manna að halda til streitu áætl- unum um geimvarnarkerfið. Genscher varaði einnig við „skjótum lausnum" í Genf, en sagðist bjartsýnn á góðan árang- ur samt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.