Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 5 Ókeypis ferðafræðsla Útsýnar í ráðstefnusal Loftleiða Ingibjörg Kafnar Hvöt með fund um dag- vistarmál HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, efnir á miðvikudags- kvöld til félagsfundar, sem mun hefjast kl. 20 og ljúka um kl. 22. Þar mun Ingibjörg Rafnar borg- arfulltrúi flytja framsöguerindi um dagvistun barna í Reykjavík og á eftir verða almennar umræð- ur. Á fundinum fer einnig fram kjör fulltrúa Hvatar á landsfund Sj álf stæðisf lokksi ns. Hvöt hvetur félagskonur til að mæta stundvíslega, svo hægt verði að halda fyrirhugaðan fundar- tíma. Fundarstjóri verður María Ingvarsdóttir. Ingvar Pálmason látinn INGVAR Pálmason skipstjóri er lát- inn. Ingvar fæddist þann 8. október 1897 að Nesi í Norðfirði. Foreldrar hans voru Pálmi Pálmason útgerðar- maður og kaupmaður og kona hans, Ólöf Stefánsdóttir. Ingvar lauk minna fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1919 og meira fiskimannaprófi 1946. Hann hóf sjómennsku árið 1910 og stundaði sjó í yfir 50 ár. Ingvar var jafnan skipstjóri á vetrarvertíð fyrir Suð- urlandi og á síldveiðum fyrir norð- an á sumrin. Hann annaðist síld- arleit fyrir Norðurlandi frá 1955- 1961. Einnig gerði hann tilraunir með ný veiðarfæri á vegum Fiski- félags íslands. Ingvar Pálmason var forvígis- maður þess að hér var tekinn upp kraftblakkarbúnaður við hring- nótarveiðar svo og síldardælur. Árið 1962 stofnaði Ingvar fyrir- tækið I. Pálmason hf., sem flytur inn vélar og tæki fyrir sjávarút- veg. Hann var í stjórn Skipstjóra- og stýrimannfélagsins Gróttu um árabil. Einnig átti hann sæti á þingum FFSf. Ingvar hlaut viður- kenningu frá bresku stjórninni fyrir aðild að björgun áhafnar togarans Macleay við Dalatanga. Ingvar var kvæntur Friðrikku Sigurðardóttur frá Framnesi í Norðfirði, og áttu þau þrjú börn. Friðrikka lést fyrir tveimur mán- uðum. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Út- sýn: Við stofnun ferðaklúbbs Útsýn- ar, Fríklúbbsins, voru tvö áform efst á blaði, þ.e. að búa farþegann sem bezt undir ferðalagið og stuðla að aukinni fjölbreytni, skemmtun og góðu kynnun í sjálfri ferðinni. Félagar klúbbsins eru nú um 7000, og njóta þeir auk þjónustunnar 10—20% afsláttar af margs konar viðskiptum innan lands og utan. Á vegum Fríklúbbs- ins eru nú í gangi tungumálanám- skeið í ensku, þýzku, itölsku og spænsku og stunda þar um 250 manns nám og talæfingar sem sniðnar eru við þarfir ferðafólks. í gærkvöldi hófst snyrtinám- skeið á vegum Fríklúbbsins, þar sem Heiðar Jónsson leiðbeinir um meðferð hárs og hörunds, sér- staklega miðað við aðstæður í sól- arlöndum. Ferðafræðslan, sem Útsýn tók upp í fyrra í nafni Fríklúbbsins mæltist vel fyrir og var fullt hús í hvert skipti í ráðstefnusal Loft- leiða, þar sem sérfróður maður fjallaði um tiltekið land á einni kvöldstund, en auk þess var myndasýning og spurningum gesta svarað í lokin. Ferðafræðsla Útsýnar er að hefjast að nýju og verður næstu miðvikudagskvöld í ráðstefnusal Hótels Loftleiða á tímanum kl. 20.30—22.30, en á milli er hlé með kaffiveitingum. Aðgangur er ókeypis, en til að afstýra óþægind- um vegna þrengsla er þess óskað að þátttakendur skrái sig fyrir- fram i síma 26611 eða 29614 hjá Útsýn. Jafnhliða lifandi frásögn af áh- ugaverðustu stöðum verður eink- um rætt um nútímann í viðkom- andi landi, aðstöðu ferðamanna, loftslag, verðlag, heppilegan ferðamáta, sérkenni þjóðlífsins, fjölbreytni í mat og drykk, neyzlu- venjur og hvað forðast beri, en jafnframt er myndasýning og ókeypis myndabæklingur. Ferðafræðslan nk. miðviku- dagskvöld er helguð Grikklandi. Það er Sigurður A. Magnússon, rithöfundur sem annast fræðslu- þáttinn, en hann er manna fróð- astur um Grikkland að fornu og nýju og hefur verið fararstjóri í mörgum Útsýnarferðum í Grikk- landi. Honum til aðstoðar verður Kristín Aðalsteinsdóttir, deildar- stjóri í Útsýn, sem einnig var bú- sett í Grikklandi um skeið. í lok kvöldsins verður spurningatími, en á kvöldinu verður kynntur splunkunýr sumardvalarstaður á Sithoniaskaganum í Norður- Grikklandi, Porto Carras, með gistingu á nýju glæsihóteli, Melt- ion Beach á strönd Eyjahafsis, þar sem stjórinn er spegiltær og hreinn. önnur ferðafræðslukvöld Út- sýnar og Fríklúbbsins verða sem hér segir: Spánn, miðvikudaginn 13. marz. Fyrirlesari Sigurdór Sigurdórs- son, blaðamaður. Upplýsingar Gréta Marin Pálmadóttir. Ítalía, miðvikudaginn 20. marz. Fyrirlesari Pétur Björnsson, listfræðingur og aðalfararstjóri Útsýnar á Ítalíu, sem gefur jafn- framt hagnýtar upplýsingar ásamt Ingiveigu Gunnarsdóttur fararstjóra. Portúgal, miðvikudaginn 27 marz. Fyrirlesari Jón Ármanr, Héðinsson, framkvæmdastjóri. Upplýsingar Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, fararstjóri. Þýzkaland — Bernkastel/Mosel miðvikudaginn 10. apríl. Fyrirles- ari Ása María Valdimarsdóttir Upplýsingar Ingiveig Gunnars- dóttir, fararstjóri. England — Enska rivieran, mánudaginn 22. apríl. Fyrirlesari Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar. marzblaðinu er allt hið nýjasta nýja: ■ NÝJU SÍDU PILSIN BJÖRTU VORLmRNIR NÝJUSTU SNIDIN UPPSKRIFTIR AF GLÆSILEGUM PEYSUM OG MARGT FLEIRA Marzblaðið nýkomið á útsölustaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.