Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
5
Ókeypis ferðafræðsla Útsýnar
í ráðstefnusal Loftleiða
Ingibjörg Kafnar
Hvöt með
fund um dag-
vistarmál
HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík, efnir á miðvikudags-
kvöld til félagsfundar, sem mun
hefjast kl. 20 og ljúka um kl. 22.
Þar mun Ingibjörg Rafnar borg-
arfulltrúi flytja framsöguerindi
um dagvistun barna í Reykjavík
og á eftir verða almennar umræð-
ur. Á fundinum fer einnig fram
kjör fulltrúa Hvatar á landsfund
Sj álf stæðisf lokksi ns.
Hvöt hvetur félagskonur til að
mæta stundvíslega, svo hægt verði
að halda fyrirhugaðan fundar-
tíma. Fundarstjóri verður María
Ingvarsdóttir.
Ingvar
Pálmason
látinn
INGVAR Pálmason skipstjóri er lát-
inn. Ingvar fæddist þann 8. október
1897 að Nesi í Norðfirði. Foreldrar
hans voru Pálmi Pálmason útgerðar-
maður og kaupmaður og kona hans,
Ólöf Stefánsdóttir.
Ingvar lauk minna fiskimanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1919 og meira
fiskimannaprófi 1946. Hann hóf
sjómennsku árið 1910 og stundaði
sjó í yfir 50 ár. Ingvar var jafnan
skipstjóri á vetrarvertíð fyrir Suð-
urlandi og á síldveiðum fyrir norð-
an á sumrin. Hann annaðist síld-
arleit fyrir Norðurlandi frá 1955-
1961. Einnig gerði hann tilraunir
með ný veiðarfæri á vegum Fiski-
félags íslands.
Ingvar Pálmason var forvígis-
maður þess að hér var tekinn upp
kraftblakkarbúnaður við hring-
nótarveiðar svo og síldardælur.
Árið 1962 stofnaði Ingvar fyrir-
tækið I. Pálmason hf., sem flytur
inn vélar og tæki fyrir sjávarút-
veg.
Hann var í stjórn Skipstjóra- og
stýrimannfélagsins Gróttu um
árabil. Einnig átti hann sæti á
þingum FFSf. Ingvar hlaut viður-
kenningu frá bresku stjórninni
fyrir aðild að björgun áhafnar
togarans Macleay við Dalatanga.
Ingvar var kvæntur Friðrikku
Sigurðardóttur frá Framnesi í
Norðfirði, og áttu þau þrjú börn.
Friðrikka lést fyrir tveimur mán-
uðum.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá Út-
sýn:
Við stofnun ferðaklúbbs Útsýn-
ar, Fríklúbbsins, voru tvö áform
efst á blaði, þ.e. að búa farþegann
sem bezt undir ferðalagið og
stuðla að aukinni fjölbreytni,
skemmtun og góðu kynnun í
sjálfri ferðinni. Félagar klúbbsins
eru nú um 7000, og njóta þeir auk
þjónustunnar 10—20% afsláttar
af margs konar viðskiptum innan
lands og utan. Á vegum Fríklúbbs-
ins eru nú í gangi tungumálanám-
skeið í ensku, þýzku, itölsku og
spænsku og stunda þar um 250
manns nám og talæfingar sem
sniðnar eru við þarfir ferðafólks.
í gærkvöldi hófst snyrtinám-
skeið á vegum Fríklúbbsins, þar
sem Heiðar Jónsson leiðbeinir um
meðferð hárs og hörunds, sér-
staklega miðað við aðstæður í sól-
arlöndum.
Ferðafræðslan, sem Útsýn tók
upp í fyrra í nafni Fríklúbbsins
mæltist vel fyrir og var fullt hús í
hvert skipti í ráðstefnusal Loft-
leiða, þar sem sérfróður maður
fjallaði um tiltekið land á einni
kvöldstund, en auk þess var
myndasýning og spurningum
gesta svarað í lokin.
Ferðafræðsla Útsýnar er að
hefjast að nýju og verður næstu
miðvikudagskvöld í ráðstefnusal
Hótels Loftleiða á tímanum kl.
20.30—22.30, en á milli er hlé með
kaffiveitingum. Aðgangur er
ókeypis, en til að afstýra óþægind-
um vegna þrengsla er þess óskað
að þátttakendur skrái sig fyrir-
fram i síma 26611 eða 29614 hjá
Útsýn.
Jafnhliða lifandi frásögn af áh-
ugaverðustu stöðum verður eink-
um rætt um nútímann í viðkom-
andi landi, aðstöðu ferðamanna,
loftslag, verðlag, heppilegan
ferðamáta, sérkenni þjóðlífsins,
fjölbreytni í mat og drykk, neyzlu-
venjur og hvað forðast beri, en
jafnframt er myndasýning og
ókeypis myndabæklingur.
Ferðafræðslan nk. miðviku-
dagskvöld er helguð Grikklandi.
Það er Sigurður A. Magnússon,
rithöfundur sem annast fræðslu-
þáttinn, en hann er manna fróð-
astur um Grikkland að fornu og
nýju og hefur verið fararstjóri í
mörgum Útsýnarferðum í Grikk-
landi. Honum til aðstoðar verður
Kristín Aðalsteinsdóttir, deildar-
stjóri í Útsýn, sem einnig var bú-
sett í Grikklandi um skeið. í lok
kvöldsins verður spurningatími,
en á kvöldinu verður kynntur
splunkunýr sumardvalarstaður á
Sithoniaskaganum í Norður-
Grikklandi, Porto Carras, með
gistingu á nýju glæsihóteli, Melt-
ion Beach á strönd Eyjahafsis, þar
sem stjórinn er spegiltær og
hreinn.
önnur ferðafræðslukvöld Út-
sýnar og Fríklúbbsins verða sem
hér segir:
Spánn, miðvikudaginn 13. marz.
Fyrirlesari Sigurdór Sigurdórs-
son, blaðamaður. Upplýsingar
Gréta Marin Pálmadóttir.
Ítalía, miðvikudaginn 20. marz.
Fyrirlesari Pétur Björnsson,
listfræðingur og aðalfararstjóri
Útsýnar á Ítalíu, sem gefur jafn-
framt hagnýtar upplýsingar
ásamt Ingiveigu Gunnarsdóttur
fararstjóra.
Portúgal, miðvikudaginn 27
marz. Fyrirlesari Jón Ármanr,
Héðinsson, framkvæmdastjóri.
Upplýsingar Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, fararstjóri.
Þýzkaland — Bernkastel/Mosel
miðvikudaginn 10. apríl. Fyrirles-
ari Ása María Valdimarsdóttir
Upplýsingar Ingiveig Gunnars-
dóttir, fararstjóri.
England — Enska rivieran,
mánudaginn 22. apríl. Fyrirlesari
Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri
Útsýnar.
marzblaðinu
er allt hið
nýjasta nýja:
■ NÝJU SÍDU PILSIN
BJÖRTU VORLmRNIR
NÝJUSTU SNIDIN
UPPSKRIFTIR AF GLÆSILEGUM
PEYSUM OG MARGT FLEIRA
Marzblaðið nýkomið á útsölustaði