Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. MARZ 1985 Rök draumsins Jóhann Hjálmarsson Talía, leiklistarsvið Mennta- skólans við Sund: Draugasónatan eftir August Strindberg. Þýðing: Einar Bragi. Leikstjórn: Hlín Agnarsdóttir. Ljós: Egill Arnarson og Helga Arnalds. Leikmynd og búningar: Talía. Yfirumsjón: Helga Arnalds. Tónlist: Egill Gunnarsson. Undirleikur á píanó: Linda Hængsdóttir. Félagar úr skólakor MS undir stjórn Þóru Fríðu Sæmundsdótt- ur. Djarflegt er það uppátæki nemenda Menntaskólans við Sund að freista þess að túlka Draugasónötu Strindbergs í vandaðri þýðingu Einars Braga. Ábyrg er vissulega Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. En það skal sagt í upphafi að þessi sýning er frækilegur sigur ungs áhugafólks. Hér er á ferð- inni ein þeirra skólasýninga sem gleðja hugann, fá áhorf- anda til að velta fyrir sér möguleikum leiksviðsins og er- indi leikritahöfundar. August Strindbeg (1849— 1912) er meðal þeirra norrænu höfunda sem gnæfa hæst. Draugasónatan er í flokki draumleikrita hans svokall- aðra, magnað verk, í senn fjar- stæðukennt, óhugnanlegt, rök- rétt og fagurt. En það eru fyrst og fremst rök draumsins sem Strindberg sóttist eftir að ná fram á sviði. ímyndunaraflið leikur stærsta hlutverkið. f Draugasónötunni hittum við fyrir ungan stúdent sem nýlega hefur unnið afrek við björgunarstörf í eldsvoða. Gamall maður í hjólastól ákveður að leiða stúdentinn inn í dularfullt hús þar sem fortíð- in býr. Þetta er „hús í álögum“ og „undarlegt hús“, jafnvel „líkhús", já, sjálf jörðin með plágum sínum og miskunnar- lausum örlögum. Stúdentinn gengur í gegnum vítiseld í þessu húsi og kemst loks að þeirri niðurstöðu að allt bregð- ist nema eigin ímyndun. Til þess að njóta verksins þarf áhorfandinn að gefa sig á vald hugaróra og gerast þátttakandi í þeim einkennilega jafnvægis- leik sem á sér stað milli níst- andi raunsæis og að mestu óbeislaðs hugarflugs. Hlín Agnarsdóttir kveðst sem leikstjóri hafa lagt áherslu á „vissa þætti í túlkuninni, þá sem sérstaklega skírskota til ungu kynslóðarinnar, þrá henn- ar eftir sannleika og fegurð, ei- lífri æsku og uppfyllingu æðstu drauma“. Þetta hefur henni tekist framar öllum vonum þegar þess er gætt að um óreynda leikara er að ræða. Það sem sviðsetningin kemur til skila er ekki síst hið ósagða frá hendi leikritaskáldsins, hvernig það heldur áhorfand- anum í óvissu um merkingu verksins, en gefur honum tæki- færi til að álykta samkvæmt eigin dómgreind. Það er dálítið um viðvan- ingslega leiktilburði og fram- sögn hjá Talíufólki, en þegar á heiidina er litið skilar þetta fólk hlutverkum sínum vel. Þorkell Magnússon er kraftmikill karl, leikur hans dæmigerður fyrir verulega góð- an skólaleik. Stúdent Péturs Gauts er ekki jafn markviss túlkun, en Pétur Gautur nær sér vel á strik undir lokin. Sig- urður Ólafsson er fyndinn i hlutverki ofurstans, það sem á skortir í framsögn bætir hann upp með sviðsframkomu sem lýsir næmum skilningi á hinu leikræna. Auðbjörg Halldórs- dóttir er festuleg i hlutverki Jó- hanns. Sif Gunnarsdóttir sýnir tilþrif í hinu einkennilega súrrealíska hlutverki múmí- unnar. Ungfrú Ylfu Edelstein var holdi klædd draumsýn Strindbergs. Góð túlkun ein- kenndi líka framlag Hermínu Dóru, Kristjáns Halldórssonar, Björns Jónssonar og Svanhild- ar Gunnarsdóttur. Aðrir leikarar voru Halla Skúladóttir, Þórey Sigþórsdótt- ir, Elín Sigurgeirsdóttir, Stefán Guðjohnsen, Rósa Eyvindsdótt- ir, Anna Reynisdóttir, Egill Gunnarsson, Guðmundur Bene- diktsson, Helgi Jóhannesson, Inga Bjargmundsdóttir og María Gunnarsdóttir. Áheyrileg var tónlist Egils Gunnarssonar leikin á píanó af Lindu Hængsdóttur. Skólakórinn var líka á sínum stað og vel æfður. Draugasónatan er tekin til sýninga í MS á Ári æskunnar 1985. Það ár er ekki liðið. Við bíðum og sjáum hvað æskufólk leggur af mörkum á árinu. En skoðun mín er sú að krakkarnir í Menntaskólanum við Sund eigi að fá sérstaka viðurkenn- ingu fyrir þessa eftirminnilegu sýningu. Leiklist KJÖRBÓK IANDSBANKANS TENGD VERÐTRYGGINGU ÖRUGG BÓK* ENGIN BINDING Al^lýðrpófámil^urþú nMUð^árk^fmn LANDSBANKINN ísland gegnum bílgluggann Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó Hringurinn Ekki verður Friðrik Friðriks- son vændur um skort á frumleg- heitum. Eftir ævintýrið um með- hjálparann í norðri ríkur hann nú með okkur á einn heljarmik- inn rúnt um hringveginn á 1250 km hraða! Þetta er bráðgóð hugmynd, en nokkuð langdregin, þó þeyst sé áfram með mann á hljóðhraða. Allavega var undirr. orðinn nokkuð slæptur þegar komið var í Skagafjörðinn. Það kveður svo sannarlega við annan tón í Friðrikien samtfma- mönnum hans í okkar ágætu kvikmyndagerð, að j)eim ólöstuð- um. Myndir hans eru harla per- sónulegar og fjalla gjarnan um efni utan rútínu þankagangsins. Rokkið, Eldsmiðurinn, Kántrý- söngvarinn, og nú síðast Hringur- inn, allt eru þetta forvitnilegar myndir, Rokkið og Eldsmiðurinn frábærar. Allt eru þetta smíðis- gripir manns sem þorir. Áð þessu sinni held ég að Frið- rik sé að gera góðlátlegt grín að öllum þeim „Jónösum" sem þeyt- ast um landið þvert og endilangt, í upphafi með góðum ásetningi, en stíga því fastar á pinnann, sem líður á leiðina og eiga f endurminningunni ekki nándar nærri eins skíra mynd af okkar fallega landi og hægt er að fá á hljóðhraðanum hans Friðriks. Ég vil benda þessum kappakst- ursmönnum á að skella sér frek- ar á kvikmyndina en að sólunda dýrmætum tima sínum og enn dýrmætara bensíni með stein- geldum hraðaakstri. Hringurinn, heimildarmyndin um hina íslensku Jónasa og Jón- asínur, (sem að sjálfsögðu er að finna í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða ver), er sér kapítuli. Kyndug mynd og ein- stök. Að henni er ágætlega stað- ið, tónlistin mögnuð og skemmti- lega undirstrikandi. En hefði kannski hentað betur í smærri útgáfu. Þegar komið var á Kjalarnesið og ljósadýrð borgarinnar fyllti tjaldið af fegurð sinni og sjarma, hvíslaði konan mín, „Mikið væri þetta góð byrjun á kvikmynd". „Engar áhyggjur“, svaraði ég, „Friðrik á örugglega eftir að sýna hana afturábak"! Haltu áfram að krydda okkar kvikmyndagerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.