Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 17 Jón Björnsson Bókaklúbbur AB: Valtýr á grænni treyju eftir Jón Björnsson BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafé- lagsins hefur gefið út í 2. útgáfu skáldsöguna Valtýr á grænni treyju eftir Jón Björnsson. í frétt frá BAB segir: „Þessi skáldsaga Jóns er samin út frá austfirskri munnmælasögu um réttarmorð á 18. öld. Sagan verður í höndum Jóns Björnssonar að áhrifamiklu drama um yfirvald sem fremur réttarglæp, sennilega aðallega af hræðslu um völd sín og virðingu. Einnig má segja að hún fjalli um múgsefjun og hvernig öf- und og illvirki í garð náungans gera persónurnar ómerkilegar og lítilsigldar, en þjónusta við það sem viðkomandi álítur sannast og réttast getur gert hetjur úr miðl- ungsmönnum. Er ekki að efa að áhrifa réttarfars og lágkúru I hugsunarhætti, sem síðari heims- styrjöld var gróðrarstía fyrir, gætir mjög í þessari bók. Fyrri útgáfa Valtýs á grænni treyju kom út 1951. Höfundurinn gerði síðan leikrit eftir sögunni og var það sýnt í Þjóðleikhúsinu 1953 við góðan orðstír. Sagan kom út á dönsku 1977 og var þar af ýmsum dómurum talin með því besta sem þar hafði sést af íslenskum bók- menntum síðari ár. Það eru nú liðin 19 ár frá því út hefur komið bók eftir Jón Björns- son, og hafa allar hans skáldsögur verið ófáanlegar hér í næstum jafnlangan tíma, því að bækur hans hafa alltaf verið vinsælar á Islandi — eins og þær voru í Danmörku á sínum tíma. En Jón hóf rithöfundarferil sinn á dönsku árið 1942 með Jordens Magt, sem kom út í Hassesbalchs Bogklub það ár. En hann var áður þekktur í Danmörku fyrir smásögur sínar sem hann birti í blöðum og tíma- ritum." Valtýr á grænni treyju er í útgáfu bókaklúbbsins 267 bls. í Din-broti. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. Skógastrandarhreppur: Síðustu sjálf- virku símarn- ir tengdir Slykkishólmi, I. mar». 1 DAG var 21 sími tengdur hjá notendum í Skógarstrandarhreppi á Snæfellsnesi og þá eru komnir sjálfvirkir símar á alla bæi í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Framkvæmd þessi hefur staðið nú um nokkurn tíma, vonir stóðu til að hægt yrði að opna símana um áramótin en vegna hluta sem varð að panta erlendis frá var ekki hægt að tengja þá fyrr en nú. NÝTT-NÝTT HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD VERÐ: 113 1. — kr. 11.200.- 192 1. — kr. 18.200.- 215 1. — kr. 13.550.- 215 1. — kr. 14.150.- GÓÐIR GREIÐSL USKILMÁLAR Hann ersterkur ”hún”líka AEG ryksugan er sterk og endingargóð, enda er gert ráð fyrir að hún þurfi að þola ýmislegt. AEG ryksugan hefur mikinn sogkraft, lœtur vel að stjórn og fullnægir flestra kröfum. AEG er rótta ryksugan fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.