Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ1986 21 MJUKIS Mjúkur og svalandi Mjúkís frá Kjörís er frábær ábætir. Eigið ætíð Mjúkís í frystinum. Tilbúinn, handhægur og vinsæll við öll tækifæri. Allir kunna að meta Mjúkís. Lít á NATO sem almannavarnir Vesturlanda sagdi Kristinn Péturs- son. Andmælendum ratsjárstöðvanna líkti hann m.a. við sunnlenzka bændur, sem mótmæltu símalagn- ingu til landsins árið 1905 með fjöldagöngu til Reykjavíkur. Þá gerði hann að umtalsefni undir- skriftasafnanir gegn stöðvunum á Þórshöfn og í nágrenni nýverið, og sagði að þar hefði hótunum og persónulegu vinfengi verið beitt í bland. Hann lagði síðan fram fyrirspurnir. Ágúst Guðröðarson taldi að þeim sem óttuðust sovésk- ar flugvélakomur hefðu verið sagðar of margar „draugasögur" í æsku. Hann gerði að umræðuefni heimsókn sína til forsætisráð- *Þorgeir Pálsson svaraði nokkr- um framkomnum fyrirspurnum. Þá tók til máls Halldór Blöndal þingmaður. Hann bað menn m.a. að nota ekki orðið hernaður svo gáleysislega sem gert hefði verið. Varðandi það að ratsjárstöðvar væru skotmörk sagði Halldór á þessa leið: Ef við trúum því að verið sé að bjóða Langnesingum og Þórshafnarbúum upp á þetta, getum við þá ætlast til þess að Suðurnesjabúar og íbúar Hafnar í Hornafirði fórni sér? Auðvitað trúir þessu ekki einn einasti mað- ur. Værum börn, ef við viöurkenndum ekki þörf- ina á vörnum Geir Hallgrímsson svaraði í lok- in spurningum og þakkaði fundar- mönnum komuna og framkomnar ábendingar. Varðandi það, hvort ákvörðun yrði tekin um byggingu stöðvanna gegn vilja meirihluta íbúanna sagði hann það fremur spurningu um meirihlutavilja þjóðarinnar en fámennishópa á afmörkuðum svæðum. Hann kvaðst telja fulla ástæðu til að senda Rússum mótmæli vegna óheimilla ferða flugvéla yfir og í kringum landið. Varðandi yfirlýs- ingar Ágústar Guðröðarsonar um skoðanir forsætisráðherra sagði hann: „Ég ætla ekkert að fara að meta skoðanir forsætisráðherra og ég tel, að Ágúst Guðröðarson sé í svo góðu sambandi við hann, að hann geti fengið skýringar frá honum beint og ég get einnig rætt við forsætisráðherra um þessi og önnur mál. Ég vil aðeins segja það sem mína skoðun, að við höfum skuldbindingu Bandaríkjamanna og varnarliðsins, sem það lætur okkur í té, landinu til öryggis þess efnis að við samþykkjum hvaða búnað, hvaða tæki og hvaða vopn það flytur hingað til landsins eða nýtir á þessu landi. Ég ætla meðan ég er utanríkisráðherra, að halda þeim að þessari skuldbindingu, bæði á friðartímum og vonandi kemur ekki til þess að til ófriðar dragi, en ef svo yrði, mót von okkar allra, þá tel ég að við íslend- ingar eigum ávallt, í friði og ófriði, að vera húsbændur á okkar heimili og það getum við aðeins verið ef við viðurkennum þörfina á vörnum. Við værum börn, ef við viðurkenndum það ekki í máli og framkvæmd, að það er nauðsyn- legt að hafa varnir í landinu. En viö skulum standa á rétti okkar gagnvart hverjum sem er, á hvaða tíma sem er, og meta það sjálfir hver þörf er á.“ F.P. \ Samkomuhúsið á Þórshöfn var þéttsetið, enda um 170 manns á fundinum. Mbl./Bjarni Andmælendur ratsjárstöðva eins og sunnlenskir bændur í símamálinu árið 1905, sagði Eiríkur Kristjáns- son. herra nýverið með undirskrifta- lista ibúa nágrannahreppanna, en hann sagði ráðherrann þá hafa fullvissað sig um, að ekki yrði ráð- ist í byggingu stöðvanna án sam- ráðs við íbúana. Hann spurði, hvort áformuð ratsjárstöð yrði byggð gegn vilja meirihluta heimamanna. Þá sagði hann, að forsætisráðherra hefði lýst því yf- ir, að engir yrðu spurðir, skapist það hættuástand að mati banda- rískra aðila, að nauðsynlegt yrði talið að flytja kjarnorkuvopn til Islands. Hann spurði utanríkis- ráðherra álits á þessum yfirlýs- ingum forsætisráðherra. Ægir Lúðvíksson spurði hver gæti orðið hlutur heimamanna í fram- kvæmdum við byggingu ratsjár- stöðvar. ríkisráðherra og íslenzkra aðal- verktaka og spurði m.a., hvort ekki væri ljóst að íslenzkir aðal- verktakar myndu annast fram- kvæmdir við ratsjárstöðvarnar. Utanríkisráðherra svaraði nú framkomnum fyrirspurnum, en kvaðst leiða hjá sér svigurmæli og aðdróttanir, enda væru þær fyrir neðan virðingu fundarmanna. Varðandi fyrirspurnir um tengsl við „stjörnustríðsáætlanir" sagð- ist hann ekki þekkja gjörla þær umræður í Kanada, en áætlanir um ratsjárstöðvar á Islandi væru settar fram til að koma í veg fyrir stríð. Um afvopnunarmál sagði hann ekki nóg að annar aðilinn drægi úr vopnabúnaði. Gagnkvæm afvopnun þyrfti að verða undir tryggu alþjóðlegu eftirliti og því væri hann fylgjandi. Varðandi ásakanir um undirlægjuhátt spurði hann: „Erum við sjálfstæð þjóð, ef við höfum ekki leyfi til að hafa eftirlit með okkar eigin efnahagslögsögu?" Geir sagði, að ekki væri ákveðið endanlega um staðsetningu stöðvanna. Varðandi fslenzka aðalverktaka og hugsanl- egan þátt heimamanna kvaðst hann reikna með að fslenzkir að- alverktakar fengju yfirumsjón verksins. Væri það byggt á þeirri stefnu, að íslendingar yrðu ekki fjárhagslega háðir varnarliðinu og ennfremur því að ekki komi til samdráttar í framleiðslustarfsemi í landinu vegna verkefna á vegum þess. Aftur á móti sagðist hann vonast til, að undirverktakar gætu orðið úr röðum heimamanna. Gagnsemi undirskriftalista sagði hann fara eftir atvikum. Spurningunni um hvort Alþingi kæmi til með að taka ákvörðun um stöðvarnar svaraði Geir á þá lund, að hann teldi andvaraleysi að reisa ekki ratsjárstöðvar, og á því vildi hann ekki bera ábyrgð. Fyrir Alþingi lægi þingmál, sem gæfi Alþingi kost á að segja sitt álit, en ef það yrði neikvætt myndi hann skoða hug sinn um hvort hann segði af sér sem ráðherra, fremur en bera ábyrgð á því andvaraleysi. Kemur Alþingi til með að taka ákvörðun um hvort bygging ratsjár- stöðvar verður heimiluð? spurði Jóna Þorsteinsdóttir. íslenzkir íslendingar og bandarískir Næstur tók til máls Jóhannes Sigfússon. Hann sagðist vilja gera greinarmun á „íslenzkum íslend- ingum og bandarískum fslending- um“ og gerði að umtalsefni, hvort ratsjárstöðvarnar væru skotmörk eða ekki. Hann kvaðst telja okkur horfa til framtíðarinnar frá sjón- arhóli dauðans í þessu efni. Eirík- ur Kristjánsson tók næstur til máls og kvaðst telja mikið gagn af ratsjárstöðvunum, þar sem þær væru hlekkur í því að vara NATO við óvinveittum árásaraðilum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.