Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 25

Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 25 Christian Kampmann ENGLE Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Christian Kampmann: Gngle Útg. Gyldendal 1984 Christian Kampmann er í hópi kunnustu rithöfunda Danmerkur, í fyrsta lagi fyrir skáldverk sín og í öðru lagi fyrir baráttu sína gegn hommafordómum og um það efni hefur hann mikið fjallað um i skrifum sínum. í bókunum For- nemmelser og Videre trods alt sem beggja hefur verið getið í þessum dálkum og kalla má kannski fremur upprifjanabækur en sjálfsævisögu gekk Kampmann fram fyrir skjöldu og þótti sýna mikinn kjark með skrifum sínum. f fjórbókinni Visse hensyn, Faste forhold, Rene linjer og Andre máder sem komu út nokkrum ár- um áður hafði Kampmann endan- lega fest sig í sessi sem hinn snjallasti rithöfundur og í þeim bókum gætir nokkurs forsmekks þess sem síðan var opinberað í upprifjunarbókunum. Því er eytt svo mörgum orðum í að minnast á þetta hér, að Kampmann hefur síðan lagt áherzlu á þessi efni, afbrigðileg hegðun/hvatir versus afstaða samfélagsins. f þessari nýju bók sem inniheldur tvær langar skáldsögur er þemað kunn- uglegt, en farið um það mun hóf- samari höndum en í upprifjunar- bókunum — eðli málsins sam- kvæmt að því er gera má ráð fyrir. Fyrri sagan segir frá tveimur skólatelpum Heidi og Kiki sem fá þá hugmynd að auglýsa eftir karl- mönnum til að gamna sér með gegn borgun yfir eina helgi meðan foreldrar beggja eru fjarri. Draumórar telpnanna um kynlífið fá ekki staðist og raunar ekki viðbrögð þeirra heldur. Sagan endar svo sem ekki í neinu; niður- staðan ef til vill sú að við vitum aldrei hvar við eigum að leita eða hvar við eigum ekki að leita og að ekki er betri sú músin sem læðist o.s.frv. Sagan Herbergið er öllu dramatískari og kampmanskri. Miðaldra hjón leigja ungum hjón- um íbúð í húsinu sínu og undarleg- ir straumar leika milli miðaldra konunnar Bente og unga leigj- andaeiginmannsins Per. Miðaldra eiginmaður veikist hastarlega og samtímis því taka þau Bente og Per að iðka heldur betur óhefð- bundnar athafnir í lestrarher- berginu í kjallaranum. Kamp- mann segir að Per leiði hana með sér í undraland og þegar Bente verði ein skilji hún hver hún sé sjálf og þori að horfast í augu við sjálfa sig. Mér hefur oft fundist athyglisvert hvað rithöfundar eru misjafnlega lagnir að segja manni um hvað þeir eru að skrifa. Það veitir að vísu ekki af því hér, ég hefði litið svo á að þetta væri frás- ögn af sjúklegu bralli þeirra þarna í kjallaranum. Mér datt ekki í hug að þetta hefði verið í undralandi né að Bente hefði öðlast allt þetta nýja og æsandi þor. En þá veit maður það. Hj á embætti skattrannsóknarstjóra er unnið í þágu þeirra sem hafa framtalið í lagi Þarer unnið fyrir þig Það er sjálfsagður réttur allra heiðarlegra skattgreiðenda að eftirlit sé haft með þeim sem reyna að brjóta lög og svíkja undan skatti. Hjá embætti skattrannsóknarstjóra vinna sérfróðir menn með aðstoð nýjustu tölvutækni við slíkt eftirlit. Hluti starfs þeirra felst í fyrirbyggjandi aðgerðum - heimsóknum í fyrirtæki vegna almenns eftirlits og til ráðgjafar. Með fjölgun starfsmanna og tölvuvæðingu má nú fara yfir margfalt fleiri framtöl og reikninga á mörgum sinnum skemmri tíma en áður. Samanburður allra fyrirtækja í sömu starfsgrein er fljótlegur. Til dæmis tekur aðeins skamma stund að sjá hvernig hlutfallið milli heildarveltu og skattskyldrar veltu lítur út í rekstrarreikningi fyrirtækis. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Skattrannsóknarstjóri skal hafa með höndum skatteftirlit og rannsóknir. Hann skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra, leiðbeina um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit. Skattrannsóknarstjóri getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta, lagða á samkvæmt lögum. Hvaða óróleiki er þetta þó sölu- skattsskýrslan sé á núlli nokkra mán uði í röð.. ? Nú er aldeilis kominn tími til að kíkja inn á veitingastaðinn HAUK í HORNI. HtUlktlf vemngahus HEITUR MATUR I HADEGINU - KRAARSTEMMNING A KVOLDIN I hortll *■»» Auglýsingaþjónustan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.