Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Flugvél með hjálpar- gögn rænt í Eþíópíu París, 4. marz. AP. FIMM MANNA áhöfn franskrar herflutningaflugvélar, sem ferjaði hjálpargögn milli staöa í Eþíópíu, var sleppt úr haldi í dag. Vopnaðir menn rændu áhöfn flugvélarinnar og lögöu hald á 8,5 lestir af hjálpargögnum strax eftir að hún lenti í bænum Lalibela fyrir helgi. Franska utanríkisráðuneytið kvaðst ekki vita um örlög fjögurra sjálfboðaliða, sem fóru með flug- vélinni til Lalibela frá Addis. Veður víða um heim Lmgst Haest Akureyri +2 léttskýjaó Amsterdam 1 7 rigning Aþena 4 9 rigning Berlín 1 8 heióskírt BrUssel 4 10 rigníng Chicago +1 2 snjókoma Denpasar Feneyjar 23 32 rigning vantar Frankfurt 4 12 skýjað Ganf Helsinkl +2 8 skýjað vantar Hong Kong 15 16 skýjaó Jerusalem 1 11 heióskirt Jóhannesarb. 13 24 heiöskírt Kaupm.höfn 1 6 skýjaó Lissabon 8 15 rigning London 5 9 skýjaó Los Angeles 5 17 rigning Madrid 4 12 heiðskírt Malaga 15 lóttskýjaö Mallorka 18 skýjaó Manilla 21 35 heiðskírt Miami 19 25 skýjaó Moskva +10 +5 skýjaó Nýja Delhi 15 32 heióskírt New York 0 9 skýjaó Osló +5 +4 snjók. París 7 13 skýjaó Peking +5 0 heióskírt Perth 18 28 heiöskírt Reykjavík 3 skýjaó Rio de Janeiro 18 29 skýjað Rómaborg 5 15 heióskírt San Francisco 7 15 rigning Stokkhólmur +5 +2 skýjaó Sydnsy 17 35 heióskírt Tel Aviv 3 17 heióskírt Tókýó 3 8 heiðskírt Toronto +8 +1 skýjaó Vinarborg 0 3 skýjaó Varsjé 0 2 rigning Franska sendiráðið í Addis kvaðst þó standa í þeirri trú að þeir væru komnir til starfa í Lalibela og hefðu aldrei verið teknir í gísl- ingu. Lalibela er í héraðinu Wollo, þar sem skæruliðar, sem berjast gegn stjórnarhernum, eru at- kvæðamiklir. Tóku skæruliðar Lalibeia á sitt vald i október, en drógu sig síðar til baka. Eru þeir sagðir ráða borginni á ný. AP/Símamynd Henry Richardson, fyrnim framkvæmdastjóri félags námumanna í Notthingham, sem námumenn ráku úr starfi í janúar, í orðaskaki við námumenn í London á sunnudag. Richardson var ákafur stuðningsmaður verkfallsaðgerða, enda þótt flestir námumenn í Notthinghamshire hefðu snúið baki við verkfalli. Verkfalli brezkra námumanna lokið án samkomulags: Verkfallslyktir sig- ur stjórnar Thatchers London, 4. marz. AP. BREZKIR námumenn hafa formlega aflýst árangurslausu verkfalli sínu og ákveðið að snúa til vinnu á morgun, þriðjudag, nær ári eftir að látið var til skarar skríða. llrslitin eru talin stórsigur stjórnar Margaret Thatcher og ósigur leiðtoga námamanna, Arthurs Scargill. Verkfallið hefur haft mikið fjárhagslegt tjón í för með sér, margar arðbærar námur hafa bætzt í hóp náma, sem tæpast munu skila arði, og tugmilljóna sterlingspunda tjón hefur orðið á útbúnaði náma. Námumenn í Skotlandi og í Kent í suðausturhluta Englands kváðust þó ekki mundu snúa til vinnu fyrr en yfirstjórn námanna féllist á endurráðningu sumra námumanna, sem reknir voru í verkfallinu fyrir meinta glæpastarfsemi. Samtök námumanna ákváðu á sérstökum fulltrúafundi í London á sunnudag að aflýsa verkfalli, hinu lengsta og harðvítugasta í sögu Bretlands. Hófst það 12. marz í fyrra. Scargill var þó vígreifur í dag og hét áframhaidandi baráttu námu- manna gegn áformum Kolafélags- ins (NCB) um lokun óarðbærra náma. „Látið ekki blekkjast, nú munu námumenn leggja í skæru- hernað gegn Kolafélaginu," sagði Scargill. Hann kom sér hjá því að fjalla nánar um hugsanlegar skæruaðgerðir, en óttast er að námumenn muni m.a. vinna skemmdarverk í námunum. Kola- félagið, sem stjórnar rekstri 174 ríkisrekna náma, hyggst loka 20 óarðbærum námum, og var það vegna þessara áforma sem námu- menn efndu til verkfallsins. Sagði Scargill í sjónvarpi í morgun að námumenn gætu snúið hnarreistir til vinnu, þeir hefðu unnið mikinn sigur með jafn löngu úthaldi gegn áróðri og stefnu ríkisstjórnarinnar. Kolafélagið sagði 900 námamenn hafa mætt að nýju til vinnu í dag og því ekki beðið morgundagsins, eins og stéttarfélag þeirra hafði ætlazt til. Rúmlega 52% námu- manna höfðu hætt verkfalli þegar samtök þeirra aflýstu verkfalli. Námumenn hyggjast snúa til vinnu með pomp og prakt, og ganga fylktu liði undir fánum og áróð- ursspjöldum, með lúðrablæstri og söng. Margaret Thatcher forsætis- ráðherra sagði ákvörðun fulltrúa- fundarins sigur almennrar skyn- semi. Lét hún í ljós vonir um að sem fyrst greri um heilt og fram- leiðslan kæmist í eðlilegt horf. Úr- slit námudeilunnar eru talin mikill sigur fyrir Thatcher, sem hefur beitt sér fyrir takmörkun valds verkalýðsfélaga. Aflýsa árlegum sumar- fundi ANZUS-ríkjanna í DAG, mánudag, virtist sem ANZ- US-bandalagið væri að syngja sitt sitt síðasta, er Bob Hawke, forsætis- ráðherra Astralíu, tilkynnti frestun árlegs fundar bandalagsins „um óákveðinn tíma“. Var ástæðan sögð sú ákvörðun Nýja Sjálands að neita að leyfa bandarískum herskipum með kjarnorkuvopn innanborðs að koma til hafna þar í landi. Utanríkisráðherrar ANZUS- landanna þriggja hafa haldið með sér fundi ár hvert allt frá því að bandalagið var stofnað 1951, og átti að funda næst í Canberra í Ástral- iu snemma í júlímánuði í sumar. „Bandalagið er nú ekki annað en nafnið tómt, þar sem tilvist þess byggist á þríhliða samstarfi," sagði Bob Hawke við fréttamenn. David Lange, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sem er í heimsókn í Englandi, sakaði áströlsk stjórn- völd um að láta Bandaríkjamenn skipa sér fyrir verkum og taldi frestunina „óheppilega". „Það er greinilegt, að Bandaríkjamenn eru nú að auka á það tjón, sem þegar er orðið," sagði hann. „f ljósi ákvörðunar Nýja Sjá- lands og viðbragða Bandaríkjanna væri óráðlegt að halda þennan fund,“ sagði Hawke á fréttamanna- fundinum. í tilkynningu nýsjálensku stjórn- arinnar sagði, að ákvörðun ástr- alskra stjórnvalda væri hörmuð „vegna þess, að við töldum, að á fundinum gæfist okkur færi á að skoða málin og ræða ágreinings- efnin við bandamenn okkar". Chile: 124 fórust í jarðskjálfta Santiago, 4. marz. AP. AÐ MINNSTA kosti 124 manns fórust í jarðskjálfta sem varð meðfram suðurhluta Chile á sunnudags- kvöldið og er óttast að talan eigi enn eftir að hækka. í opinberum tölum segir að tvö þúsund manns að minnsta kosti hafi slasast. í höfuðborg landsins, Santiago, hljóp fólk frávita af hræðslu út úr húsum sínum og er af fyrstu fregnum greinilegt að margir hafa misst heimili sín. Svo virðist sem þrjár borgir, Santiago, Valpariso og Vina Del Mar hafi orðið verst úti í jarðskjálft- unum. f þessum borgum búa samtals um ellefu milljónir manna. Harðasti jarðskjálftinn mældist 7,4 stig á Richter-kvarða og stóðu hamfarirnar yfir í fimm mínútur. Mest varð manntjónið þá en síðan komu á næstu sex klukkustundum alls 48 minni skjálftar. Símalínur rofnuðu svo og rafmagnsleiðslur en björgunarsveitir hafa verið linnulaust að störfum. Það hefur torveldað hjúkrun, að nokkur sjúkrahús, t.d. í Valpariso, skemmdust verulega. AP/Simamynd Svipmynd frá höfuðborg Chile, Santiago, eftir jarð- skjálftann í gærmorgun. Hluti íbúðarblokkar hefur hér nær lagst saman. GENGI GJALDMIÐLA Dollar styrkist aftur Lundúnum, 4. mars. AP. Bandaríkjadollar óx ásmegin á ný í dag gagnvart helstu gjald- miðlum heims og kom þar einkum til að seölabankar þeir sem stóðu fyrir aðgerðum gegn dollaranum í síðustu viku héldu að sér höndun- um í dag. í síðustu viku seldu bankarnir 4 milljarða dollara og framganga dollarans í þessari viku er talin vera undir því komin hvort framhald verði á slíkum að- gerðum. í kvöld samsvaraði eitt breskt pund 1,0697 dollurum. Samsvarandi tala frá föstudegi var 1,0715 dollarar. Gagnvart öðrum helstu gjald- miðlum stóð dollar þannig: V-þýsk mörk Svissn. fr. Fr. frankar Gyllini Lírur Kanad. dollar 3,3680 (3,3600) 2,8880 (2,8755) 10,3035 (10,2700) 3,8175 (3,7975) 2,097.75 (2,095.00) 1,3930 (1,3935) Gervjhjartaþeginn: Blæðingar stöðvaðar Louisville, Kentucky, 4. mars. AP.*—7 Á LAUGARDAG töldu læknar, að þeim hefði tekist að loka litlu gati á æð í brjóstholi gervihjartaþegans Murray llaydons og stöðva blæðingar, sem þjak- að höfðu hann í nokkra daga, að sögn Bob Irvine, talsmanns Humana-sjúkra- hússins í Louisville. Aðgerðin á Haydon tók 90 mín- útur. Var hann þungt haldinn á eftir, en líðan sjúklingsins ekki tal- in verri en verið hefur eftir að hann fékk gervihjartað fyrir 14 dögum, að sögn talsmannsins. Læknar uppgötvuðu á þriðjudag, að blóð safnaðist fyrir vinstra meg- in í brjóstholi sjúklingsins. Þegar blæðingarnar jukust enn á laug- ardag, var ákveðið að ráðast í skurðaðgerð. Talið er að gatið hafi myndast, þegar örmjó plastslanga, sem not- uð var til að hafa gætur á blóð- þrýstingi, var dregin út úr æðum í tengslum við gervihjartað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.