Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 27

Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 27 TREHOLT-RETTARHOLDIN „Tæki aldrei svona skjöl heim með mér“ — sagði Geir Grung, eftirmaður Treholts í utanríkisráðuneytinu 08ló, 4. mars. AP. SEX MANNS báru í dag vitni í réttarhöldunum yfir Arne Treholt, fyrrum skrifstofustjóra f upplýsingadeild norska utanríkisráöuneytisins, sem ákærður er fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og íraks. Geir Grung, sem tók við starfi fyrir réttinn í máli Arne Tre- Treholts í utanríkisráðuneytinu eftir að hann var handtekinn í fyrra, var spurður hvort það væri rétt, sem Treholt staðhæfir, að algengt sé að stjórnarerind- rekar erlendis leyfi hver öðrum að sjá trúnaðarskjöl ríkisstjórna sinna. „Mér er ekki kunnugt um slíkt," sagði Grung, sem nú starfar við sendiráð Norðmanna I París. Norskir stjórnarerindrekar hjá Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum og í sendi- ráðinu í Stokkhólmi báru einnig vitni í dag, svo og tvær konur, sem störfuðu i upplýsingadeild norska utanríkisráðuneytisins er Treholt var handtekinn. Þau voru spurð um ráðstafanir, sem gerðar eru til að hindra að upp- lýsingar sem taldar eru trúnað- armál berist út. Fram kom í dag, að Geir Grung var látinn kanna þau 66 skjöl, sem fundust í tösku Tre- holts er hann var handtekinn á flugvellinum í Osló. „Sum þessara skjala voru merkt sem trúnaðarmál og ég mundi aldrei hafa tekið þau heim með mér,“ sagði Grung. Samtals verður 91 vitni kallað holts, en aðeins fjögur til viðbót- ar munu bera vitni fyrir opnum tjöldum. Koma þau væntanlega fyrir réttinn á morgun, þriðju- dag. Talið er að í þeim hópi verði Brit Groen, fyrrverandi eigin- kona Treholts, og þrír starfs- menn utanríkisráðuneytisins. Réttarhöldunum yfir Treholt verður væntanlega lokað á mið- vikudag og þau þá flutt úr hinum stóra réttarsal nr. 23 í Dómshús- inu í Osló í minni sal á efstu hæð hússins. Arne Treholt Viðurkennir að hafa lát- ið KGB fá trúnaðarskjöl Osló. 4. fehrúar. AP. V ARNE Treholt viðurkenndi fyrir rétti i Osló á laugardag, að það væri rétt sem hann hefði sagt við yfirheyrslur eftir að hann var handtekinn í fyrra, að hann hefði margsinnis hitt erindreka sovésku leyniþjónustunnar í New York og afhent þeim trúnaðarskjöl. Treholt sagði hins vegar, að ari, skýrði frá því á laugardag að frásögn sín við yfirheyrslurnar hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Hann tók aftur þau um- mæli sín, að Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, hefði lýst ánægju með þau skjöl sem hann fékk frá Treholt nokkru áður en hann átti fund með Alexander Haig, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í New York 23. september 1981. Lars Quigstad, ríkissaksókn- Treholt hefði við yfirheyrslur sagst hafa hitt sovéskan njósn- ara bæði fyrir og eftir fund þeirra Gromykos og Haigs, og hefði njósnarinn sagt sér að Gromyko hefði verið mjög ánægður með þær upplýsingar sem hann hefði komið á fram- færi. „Þetta var ekki satt,“ sagði Treholt. „Ég sagði þetta til að verða spennandi." Ekki kom fram í réttinum hvers konar upplýsingar Treholt afhenti fyrir fund Haigs og Gromykos, en upplýst var að sá sem tók á móti þeim var Sovét- maðurinn Vladimir Zjizjin, sem þá starfaði hjá Sameinuðu þjóð- unum f New York. Treholt viður- kenndi jafnframt að hafa afhent fleiri Sovétmönnum trúnað- arskjöl, en kvaðst ekki vilja skýra frá nöfnum þeirra meðan réttarhöldin væru opin. Hann sagði að Zjizjin hefði látið sig fá a.m.k. 5.000 bandaríkjadali í ferðakostnað. Dómarinn spurði hann þá hvað ferð til Vínar kost- aði og Treholt svaraði: „Það sem ég fékk var meira en nóg.“ Kari Storækre þarf ekki að koma fyr- ir réttinn Osló, 4. mars. Frá Jan-Erik Lauré, fréttariUra Mbl. KARI Storækre, eiginkona Ame Treholts, þarf ekki að koma fyrir rétt og vitna í máli hans, eins og upphaflega stóð til. Saksóknari greindi frá því við lok réttarhaldanna í dag í Dómshúsinu í Osló, að hún hefði eindregið neitað að bera vitni og ákveðið hefði verið að þröngva henni ekki til þess. Kari Storækre og lögfræð- ingar hennar hafa haldið því fram, að hún hafi fullan rétt til þess að neita að vitna í máli eiginmanns síns. Kari hefur nýlega sent frá sér bók um samband þeirra Arne Treholts, sem nefnist „God Tur til Paris", og það er vegna upplýsinga, sem þar koma fram, sem ákæruvaldið óskaði eftir því að hún bæri vitni. Saksóknari hafði látið hafa eftir sér, að ef Kari fengist ekki til að segja neitt í vitnastúkunni, kæmi til greina að lesa upp úr bókinni fyrir réttinum og leggja hana fram sem gagn í mál- inu. Hann skýrði ekki frá því í dag hvort af þessu yrði í raun. NÍU UF? Líf og starfsorka er dýrmæt- asta eign hvers og eins, enda grundvöllur þeirra verðmæta sem standa undir þörfum ein- staklinga og fjölskyldna. Eru þér ljós þau áhrif sem skyndilegt fráfall þitt myndi hafa á stöðu þinna nánustu? Veitir lífeyrissjóður, al- mannatryggingarkerfi, eða kjarasamningur stéttarfélags þíns nauðsynlega grundvallar- vemd? Líftrygging vemdar fjöl- skyldu þína gegn fjárhagslegum áföllum við óvænt fráfall þitt. Við bjóðum verðtryggingu allt tryggingartímabilið svo líf- tryggingin heldur ætíð verðgildi sínu. Tryggingaráðgjafar okkar aðstoða þig við val á tryggingar- upphæð og tegund tryggingar svo ömggt sé að þú hafir há- marksvemd á hagstæðu iðgjaldi. Yerðtryggð líftrygging M'líftrygging GAGNKVCMT TRYGGINGAFEiAG BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Skrifstofur: Laueaveeur 103 105 Revkiavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.