Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Veginn í Mafíu-árás Þessi mynd var tekin á laugardag er komið var með ítalska iðnrekand- ann Roberto Parisi í sjúkrahús í Palermo, eftir að hann hafði orðið fyrir árás hóps glæpamanna úr Mafíunni. Parisi lést skömmu síðar. Bflstjóri hans lét einnig lífið í árásinni. 19 létust í sprengju- árás á bænahús Ástandið í S-Líbanon versnar stöðugt Maarake, Beirut, Líbanon og Jerúsalera, 4. marz. Al*. MJÖG ÖFLUG sprenging varð í mosku, bænahúsi múhameðstrúarmanna í Maarake í Líbanon, en þar í bæ hefur verið mikil andstaða við ísraela. Kllefu manns að minnsta kosti biðu bana og nítján særðust. Utvarpið í Líbanon hefur sagt ísraela ábyrga fyrir þessu voða- verki og mikil reiði og ólga er nú í þeirra garð í Maarake. Sprenging- in varð skömmu eftir að Israelar létu af sólarhringsumsátri um bæ- inn. Eins og hefur verið sagt frá í fréttum hafa ísraelskir hermenn upp á síðkastið gert hríð að bæj- um og þorpum í Suður-Líbanon á brott göngu sinni og hafa þeir sagzt vera að leita að PLO-skæru- liðum. Líbanska stjórnin hefur tekið mjög óstinnt upp aðgerðir ísra- elsku hermannanna og um helgina var því lýst yfir að árásir yrðu gerðar á Norður-ísrael, ef svo héldi fram sem horfði. Hins vegar hefur talsmaður Israelshers ein- dregið neitað því að ísraelar væru viðriðnir hryðjuverkið í Maarake og sagt að það væri bersýnilega gert til að kynda undir hatri á Israelum og vekja sundrungu og ólgu. ísraelar kunngerðu á sunnudag að senn hæfist næsti áfangi í brottflutningi ísraelska herliðsins og myndi standa í þrjá mánuði. Fréttamenn sem hafa farið um svæðið sem ísraelar ráða segja, að engum blöðum sé um það að fletta að íbúar séu orðnir mjög þreyttir á hernámi Israela og óvildin í garð þeirra magnist dag frá degi. Þá hafa herskáir líbanskir shit- ar hvað eftir annað gripið til að handtaka og pynda ýmsa þá sem hafa þótt of samvinnuþýður við Israela. Segir AP-fréttastofan að svo mikil ólga sé í þessum lands- hluta að til tíðinda geti dregið hvenær sem er og ekki væri frá- leitt að PLO-skæruliðar notfæri sér ástandið til að búa um sig á ný með hinum vafasömustu afleið- ingum. Búlgaría: Aframhaldandi ofsóknir gegn tyrkneskum mönnum Borlín, 1. marz. AF. BÚLGARSKI heimsmeistarinn í lyftingum, Naim Suleimanov, hefur breytt tyrknesku nafni sínu í slavneskt nafn og látið þannig undan þrýstingi kommúnistastjórnarinnar í landinu, sem keppir að því að útrýma þjóðerni tyrkneska minnihlutans í Búlgaríu. „Ef þið ekki þekkið nafnið Shal- amanov, þá megið þið vita, að það er nafn sama íþróttamanns, sem 16 ára unglingur varð heimsmeist- ari í flokki fullorðinna og nú, þeg- ar hann er 18 ára gamall, ber nafnið Naum Shalamanov," segir austurþýzka blaðið Junge Welt. Blaðið hefur einnig eftir íþrótta- -------------------------N manninum: „Fjölskylda okkar hef- ur nú tekið upp hið gamla búlg- arska nafn, sem forfeður okkar báru.“ Neues Deutschland, málgagn austurþýzku stjórnarinnar, skýrði einnig frá þessu með þessum orð- um: „Naum Shalamanov (áður kunnur undir nafninu Suleim- anov) var einn þriggja búlgarskra lyftingamanna, sem tóku þátt í mótinu í Meissen." Vesturþýzka íþróttafréttastofan SID skýrði svo frá í dag, að móð- urmál Suleimanovs væri tyrkn- eska og að hann ætti heima í þorp- inu Ptichar nærri tyrknesku landamærunum. Um ein milljón tyrkneskra manna býr í Búlgaríu og eru þeir því um 10% allra landsmanna. Blöð í Tyrklandi og fleiri löndum hafa haldið því fram, að mörg hundruð manns af tyrknesku þjóðerni hafi látið lífið undan- farna mánuði í Búlgaríu fyrir and- stöðu við tilraunir stjórnvalda þar til að útrýma tyrkneskri tungu í landinu. Þáttur í þessari viðleitni stjórnvalda eru þau fyrirmæli, að tyrkneskt fólk í Búlgaríu taki upp búlgörsk nöfn. Sérunninn safngripur frá Glit verður kjörgripur barna þinna og stolt barnabarna á komandi öld jm^. HÖFÐABAKKA9 simi 685411 Norður-írland: Lögreglumaður skotinn til bana Belfast, 4. mars. AP. LÖGREGLUFORINGI á Norður-írlandi var skotinn til bana í gær, sunnu- dag, þegar hann kom til messu í klaustri í Enniskillen skammt frá landa- mærunum við írland. Hafa þá tíu lögreglumenn fallið fyrir hendi IRA á fjórum dögum. Hugh McCormac, sem var kaþ- ólskrar trúar og undirforingi í lögreglunni í Enniskillen, var skotinn til bana þegar hann gekk frá bíl sínum í átt að klaustrinu ásamt konu sinni og tveimur börn- um, 16 ára gamalli stúlku og 15 ára gömlum dreng. Að sögn vitna gekk morðinginn að McCormac, skaut á hann og hélt því áfram eftir að hann var fallinn í götuna. Að því búnu flýði hann í bíl, sem annar maður ók. Bíllinn fannst síðar skammt frá landamærum írsku ríkjanna. Frá 17. febrúar sl. hafa 19 manns fallið í átökunum á Norð- ur-írlandi og flestir fyrir hendi IRA-manna, sem nú þegar hafa lýst á hendur sér síðasta morðinu. Ottast yfirvöldin að öfgamenn í flokki mótmælenda muni vilja hefna morðanna og auka með því enn á óöldina. Leyniþjónustumenn telja, að INLA, marxísk samtök innan IRA, hafi staðið að baki spreng- ingunni í verslun Marks og Spenc- ers í París 23. febrúar sl. I henni beið einn maður bana og 15 slös- uðust. Eftir sprenginguna lýstu alls kyns öfgasamtök þvi yfir að þau hefðu komið sprengjunni fyrir en bresku leyniþjónustumennirnir telja sig hafa heimildir fyrir því, að marxistar í IRA hafi verið að verki. Miklar rigningar í Rio Rio de Janeiro, 4. marz. AP. SNÖGGAR hitabeltisrigningar urðu í grennd við Rio de Janeiro um helg- ina og segir að nítján manns hafí dáið vegna þessa. Skriðufoll urðu og ár fíæddu yfír bakka sína og víða eyðilögðust vegir vegna úrfellisins. Lögreglan í Rio de Janeiro segir þetta eitthvað mesta og versta vatnsveður sem þar hefur komið í áratugi. Skriðuföllin fyrir ofan Rio voru einnig meiri en nokkurn tíma hafa orðið áður. Margir ferðamenn eru um þessar mundir i Brazilíu og segir lögreglan að þeir séu allir heilir á húfi. Þeir sem létust bjuggu flestir í Graj- au-fátækrahverfinu í borginni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.